Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar 15. september 2025 11:14 Vernd í hafi, líffræðileg fjölbreytni og loftslagsbreytingar eru viðfangsefni sem eru órjúfanlega tengd og kalla á raunverulegt samráð þvert á samfélagið. Þetta samtal þarf að taka alvarlega og nú er leitað til þjóðarinnar. Þess vegna er megnið af umhverfisþingi sem hefst í dag í Hörpu, skipulagt sem opnar vinnustofur, þar almenningur, félagasamtök, hagaðilar, stjórnvöld og sérfræðingar ræða saman og móta tillögur í hringborðsumræðum. Meðal annars verður sérstök vinnustofa haldin af loftslagsaðgerðasinnum með það að markmiði að efla þátttöku og samráð í loftslagsmálum. Það er nauðsynlegt, því umræðan hér á landi hefur einkennst af upplýsingaóreiðu og skorti á pólítískri forystu. En ég held að flestir séu sammála um að of mikið hefur verið talað og of lítið gert í þessum málum. Þess vegna ætlum við að taka niðurstöður umhverfisþingsins alvarlega, og fylgja niðurstöðum þingsins eftir með skipulögðum hætti og tryggja að tillögur verði að aðgerðum í vinnu umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins. Leiðin áfram í loftslagsmálum Í sumar var frumvarp til nýrra heildarlaga um loftslagsmál í samráði, og nú er unnið úr þeim góðu athugasemdum sem komu fram til að betrumbæta þau áður en þau verða lögð fram á yfirstandandi löggjafarþingi. Með frumvarpinu er markmiðið m.a. að auka skilvirkni í stjórnsýslu loftslagsmála, stytta boðleiðir og tryggja að loftslagsaðgerðir komist til framkvæmda, skylda Ísland til skýrari markmiðasetningar, ásamt því að skýra ábyrgð ráðherra á því að gripið sé til aðgerða sem skili árangri. Þá kveður frumvarpið á um að setja skuli loftslagsstefnu og fyrsta skrefið í þeirri vinnu verður tekið í vinnustofu umhverfisþingsins á þriðjudaginn. Það hefur nefnilega vantað ákveðna grundvallarvinnu til að geta sótt fram í loftslagsmálum, og þar á meðal er loftslagsstefna. Svo ekki sé minnst á að markmið Íslands um að ná kolefnishlutleysi 2040, sem var bundið í lög 2021, hefur ekki verið útfært. Það er fyrst nú sem vinna við það er farin af stað af alvöru. Forgangsverkefni ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum voru kynnt fyrir helgi, ásamt nýjum markmiðum Íslands til ársins 2035. Í báðum tilvikum ber að merkja að nálgunin er í fyrsta sinn heildstæð. Forgangsverkefnin snerta landnotkun með endurheimt votlendis og vistkerfa, stóriðjuna í ETS kerfinu og samfélagslosun með fjárfestingastuðning við landbúnað, hraðari orkuskiptum í samgöngum með áherslu á ferðamenn og bílaleigur. Markmiðin ná einnig til losunar frá landi, ETS kerfisins og samfélagslosunar. Í fyrsta sinn eru sett töluleg markmið um samdrátt í losun frá landi: 400-500 þúsund tonna samdrátt árið 2035 miðað við 2025. Auk þess er í fyrsta sinn skýr sýn á hvernig við ætlum að beita okkur til þess að ná árangri í losun sem fellur undir viðskiptakerfi ESB (ETS-kerfið) og þar þurfum við að styðja við nýsköpun til föngunar, förgunar og hagnýtingar á losun. Loks er metnaður aukinn í samfélagslosun og markmiðið sett í 50-55% samdrátt árið 2035 miðað við árið 2005. Heildræn nálgun og stóra samhengið Loftslagsváin hefur víðtæk áhrif og búandi á eyju, þá skipta áhrif loftslagsbreytinga á hafið okkur öllu máli. Hækkað hitastig og súrnun sjávar eru raunveruleiki sem dregur dilk á eftir sér. Straumakerfi hafsins er ógnað með tilheyrandi afleiðingum á veðurfar sem gæti haft alvarleg áhrif á Ísland. Fiskstofnar flytja sig, vistkerfi raskast og tegundir hverfa. Líffræðilegri fjölbreytni er ógnað hvort sem er á landi eða í hafi, og okkar sameiginlega ábyrgð er að sporna gegn þeirri þróun. Þetta samhengi verður sérstaklega til umfjöllunar á umhverfisþinginu og ljósi varpað á mikilvægi heildrænnar vistkerfisnálgunar á stjórn hafmála. Meðal annars verður rætt um hvernig umhverfisvernd í hafi, ýmiss konar vernd hafsvæða getur styrkt lífríki hafsins, haft jákvæð áhrif á fiskistofna, spornað gegn loftslagsbreytingum og hvernig markvissar verndaraðgerðir geta varið þá fjölbreytni lífs sem jörðin okkar og samfélag byggir á. Þar að auki verður stefna Íslands um líffræðilega fjölbreytni og fyrsta aðgerðaráætlun Íslands í málaflokknum til umræðu á þinginu. Þó við fáum að heyra frá alþjóðlegum og innlendum sérfræðingum, sem veita nauðsynlega innsýn í stöðu mála og hvernig við getum nýtt nýjustu vísindi og stefnumótun til framfara, þá er þingið ekki eingöngu vettvangur fræðimanna, heldur fyrst og fremst vettvangur þjóðarinnar. Við þurfum alla um borð, almenning, hagaðila, atvinnulíf og félagasamtök til þess að takast á við þessar áskoranir og ná árangri. Þetta er fyrsta skrefið og markar upphaf að markvissri vegferð í þágu náttúrunnar, loftslagsins og framtíðarkynslóða. Höfundur er aðstoðarmaður umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóna Þórey Pétursdóttir Loftslagsmál Umhverfismál Hafið Mest lesið Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Samtökin 22 eru ekki í okkar nafni Hópur samkynhneigðra Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Sjá meira
Vernd í hafi, líffræðileg fjölbreytni og loftslagsbreytingar eru viðfangsefni sem eru órjúfanlega tengd og kalla á raunverulegt samráð þvert á samfélagið. Þetta samtal þarf að taka alvarlega og nú er leitað til þjóðarinnar. Þess vegna er megnið af umhverfisþingi sem hefst í dag í Hörpu, skipulagt sem opnar vinnustofur, þar almenningur, félagasamtök, hagaðilar, stjórnvöld og sérfræðingar ræða saman og móta tillögur í hringborðsumræðum. Meðal annars verður sérstök vinnustofa haldin af loftslagsaðgerðasinnum með það að markmiði að efla þátttöku og samráð í loftslagsmálum. Það er nauðsynlegt, því umræðan hér á landi hefur einkennst af upplýsingaóreiðu og skorti á pólítískri forystu. En ég held að flestir séu sammála um að of mikið hefur verið talað og of lítið gert í þessum málum. Þess vegna ætlum við að taka niðurstöður umhverfisþingsins alvarlega, og fylgja niðurstöðum þingsins eftir með skipulögðum hætti og tryggja að tillögur verði að aðgerðum í vinnu umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins. Leiðin áfram í loftslagsmálum Í sumar var frumvarp til nýrra heildarlaga um loftslagsmál í samráði, og nú er unnið úr þeim góðu athugasemdum sem komu fram til að betrumbæta þau áður en þau verða lögð fram á yfirstandandi löggjafarþingi. Með frumvarpinu er markmiðið m.a. að auka skilvirkni í stjórnsýslu loftslagsmála, stytta boðleiðir og tryggja að loftslagsaðgerðir komist til framkvæmda, skylda Ísland til skýrari markmiðasetningar, ásamt því að skýra ábyrgð ráðherra á því að gripið sé til aðgerða sem skili árangri. Þá kveður frumvarpið á um að setja skuli loftslagsstefnu og fyrsta skrefið í þeirri vinnu verður tekið í vinnustofu umhverfisþingsins á þriðjudaginn. Það hefur nefnilega vantað ákveðna grundvallarvinnu til að geta sótt fram í loftslagsmálum, og þar á meðal er loftslagsstefna. Svo ekki sé minnst á að markmið Íslands um að ná kolefnishlutleysi 2040, sem var bundið í lög 2021, hefur ekki verið útfært. Það er fyrst nú sem vinna við það er farin af stað af alvöru. Forgangsverkefni ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum voru kynnt fyrir helgi, ásamt nýjum markmiðum Íslands til ársins 2035. Í báðum tilvikum ber að merkja að nálgunin er í fyrsta sinn heildstæð. Forgangsverkefnin snerta landnotkun með endurheimt votlendis og vistkerfa, stóriðjuna í ETS kerfinu og samfélagslosun með fjárfestingastuðning við landbúnað, hraðari orkuskiptum í samgöngum með áherslu á ferðamenn og bílaleigur. Markmiðin ná einnig til losunar frá landi, ETS kerfisins og samfélagslosunar. Í fyrsta sinn eru sett töluleg markmið um samdrátt í losun frá landi: 400-500 þúsund tonna samdrátt árið 2035 miðað við 2025. Auk þess er í fyrsta sinn skýr sýn á hvernig við ætlum að beita okkur til þess að ná árangri í losun sem fellur undir viðskiptakerfi ESB (ETS-kerfið) og þar þurfum við að styðja við nýsköpun til föngunar, förgunar og hagnýtingar á losun. Loks er metnaður aukinn í samfélagslosun og markmiðið sett í 50-55% samdrátt árið 2035 miðað við árið 2005. Heildræn nálgun og stóra samhengið Loftslagsváin hefur víðtæk áhrif og búandi á eyju, þá skipta áhrif loftslagsbreytinga á hafið okkur öllu máli. Hækkað hitastig og súrnun sjávar eru raunveruleiki sem dregur dilk á eftir sér. Straumakerfi hafsins er ógnað með tilheyrandi afleiðingum á veðurfar sem gæti haft alvarleg áhrif á Ísland. Fiskstofnar flytja sig, vistkerfi raskast og tegundir hverfa. Líffræðilegri fjölbreytni er ógnað hvort sem er á landi eða í hafi, og okkar sameiginlega ábyrgð er að sporna gegn þeirri þróun. Þetta samhengi verður sérstaklega til umfjöllunar á umhverfisþinginu og ljósi varpað á mikilvægi heildrænnar vistkerfisnálgunar á stjórn hafmála. Meðal annars verður rætt um hvernig umhverfisvernd í hafi, ýmiss konar vernd hafsvæða getur styrkt lífríki hafsins, haft jákvæð áhrif á fiskistofna, spornað gegn loftslagsbreytingum og hvernig markvissar verndaraðgerðir geta varið þá fjölbreytni lífs sem jörðin okkar og samfélag byggir á. Þar að auki verður stefna Íslands um líffræðilega fjölbreytni og fyrsta aðgerðaráætlun Íslands í málaflokknum til umræðu á þinginu. Þó við fáum að heyra frá alþjóðlegum og innlendum sérfræðingum, sem veita nauðsynlega innsýn í stöðu mála og hvernig við getum nýtt nýjustu vísindi og stefnumótun til framfara, þá er þingið ekki eingöngu vettvangur fræðimanna, heldur fyrst og fremst vettvangur þjóðarinnar. Við þurfum alla um borð, almenning, hagaðila, atvinnulíf og félagasamtök til þess að takast á við þessar áskoranir og ná árangri. Þetta er fyrsta skrefið og markar upphaf að markvissri vegferð í þágu náttúrunnar, loftslagsins og framtíðarkynslóða. Höfundur er aðstoðarmaður umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar