Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar 15. september 2025 08:17 Jæja, þá erum við komin aftur að gamla, góða sannleikanum: óttinn selur. Þetta er auðvitað aldagamall sannleikur, hvort sem það eru glæpamenn sem græða á veikum sálum eða stórveldi sem troða á okkur „öryggi og heimsfriði“ með hræðsluáróðri. Svo virðist sem ótti hafi alltaf verið besta söluvaran. Auðvitað ætla ég ekki að reyna að réttlæta myrkraverk Pútíns – þau eru óumdeilanleg. Við höfum vitað af stríðsglæpum hans lengi og sagan mun eflaust dæma hann grimmt, alveg eins og hún gerði við Stalín. En þegar forseti Frakklands er farinn að skipuleggja heilbrigðisþjónustu landsins vegna stríðs við Rússland á maður varla til orð. Situr maður ekki bara eftir með hnút í maganum og hugsar: „Hvað er í gangi?“ Eiga börnin okkar að lifa af kjarnorkuvetur og erfa óbyggilega jörð? Þetta eru ekki lengur vangaveltur heldur raunverulegar áætlanir. Erum við orðin svo blind að við sjáum ekki að við erum að leika okkur að eldi í kringum púðurtunnu? Einn einasti neisti, og búmm! Heimsbruni sem enginn ræður við. Hvað gerir einræðisherra þegar draumar hans hrynja og hann er kominn út í horn? Sagan kennir okkur að slíkir menn eyra engu, sérstaklega þegar þeir sitja á 6.000 kjarnorkusprengjum. Við erum í raun að æsa upp óstöðugan einstakling sem er líklegur til alls. Það virðist vera auðvelt að gleyma því að Rússum var lofað að NATO myndi ekki stækka til austurs. Vörðum við það loforð? Nei. Getur verið að Úkraínustríðið sé afleiðing af þessum óheiðarleika? Já, kannski. Hneykslanlegar viðskiptasnilldir vopnaiðnaðarins Á meðan þessari „sýningu“ er haldið uppi eru hlutabréf vopnaframleiðenda að stökkva upp. Krafa NATO um að þjóðir leggi 5% af þjóðarframleiðslu til varnarmála er hin mesta viðskiptasnilld. Þessir peningar koma ekki úr lausu lofti, heldur eru þeir teknir af velferðarkerfunum. Þýskaland, Frakkland og Ítalía eru dæmi um þetta brjálæði. Þau eiga að eyða meiru í hergögn en þau gera í menntakerfið sitt! Það er líka athyglisvert að aðeins 9 lönd í heiminum eyða 5% af landsframleiðslu sinni í varnarmál og þau eru nánast öll einræðisríki. Hvernig getur þetta verið? Hvað með okkar eigið land? Hvaðan eiga þeir peningar að koma þegar við getum ekki einu sinni byggt fangelsi eða séð um gamla fólkið okkar? Er það eðlilegt? Það er auðvelt að halda því fram að Rússland sé að hrynja að innan vegna efnahagsþvingana og heimatilbúins drónahernaðar Úkraínumanna. Við höfum séð merki um olíu- og vöruskort, auk þess sem efnahagskerfi Rússlands og bandamanna þess, eins og Hvíta-Rússlands, eru í miklum vanda. Verðbólga og vextir stíga hratt upp á við. Þegar þetta nær ákveðnum hæðum er mjög líklegt að almenningur muni rísa upp og steypa þessum stjórnvöldum af stóli. Sögulega séð eru einræðisherrar mest hræddir við eigin þegna, ekki erlendar ríkisstjórnir. Því þegar fólk getur ekki lengur fætt sig og fjölskyldur sínar, þá mun það grípa til örþrifaráða. Það er þá sem fólkið hefur engu að tapa. En þetta er ekki eins einfalt og það lítur út fyrir að vera, miðað við að Kínverjar hafa verið að fjarlægjast rússnesk stjórnvöld og síðasta heimsókn Pútíns til Kína var sögð hafa verið niðurlægjandi fyrir hann. Ísland sem fórnarlamb á stærra taflborði Hvernig getur áróður stjórnmálamanna flætt um allt án gagnrýni? Hverjum er það í hag að setja Ísland upp á skotskífu stórveldanna? Ef þetta snýst um að tilheyra „réttu“ félögunum, þá erum við í mjög slæmum félagsskap. Við megum ekki gleyma því að einn kjarnorkukafbátur getur sprengt helming jarðarinnar. Einn. Og þeir lúra bara við landhelgina okkar. Hvað gerir rotta þegar hún er komin út í horn? Jú, hún stekkur á hálsinn. Pútín gæti auðveldlega notað þessa litlu eyju í Norður-Atlantshafi sem aðvörun til annarra NATO-ríkja. 400.000 Íslendingar gætu verið ásættanlegur fórnarkostnaður. Það er svo sannarlega ekki dýrt að sökkva litlu skeri til að sýna heimsbyggðinni hver ræður. Geðheilbrigði barna okkar: Dýrmætt fórnarlamb Í stað þess að kjósa um framtíðarviðræður við Evrópusambandið ættum við frekar að kjósa um hvort við eigum að vera áfram í þessu hernaðarbandalagi. Það er á kostnað geðheilbrigði okkar allra, þar sem við lifum með stöðugan ótta á meðan þeir útvöldu græða. Sérstaklega er þetta á kostnað barnanna okkar, sem geta ekki sofið fyrir loftslags- og kjarnorkukvíða. Hvað eiga þau að gera? Flýja þennan vonda veruleika sem við erum að taka þátt í að skapa? Sálfræðiþjónusta er ekki til staðar og verður ekki á meðan við eyðum skattfé okkar í hernaðarbrölt. Þetta er hreint og klárt brjálæði. Höfundur er miðflokksmaður og áhugamaður um betra samfélag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Bergmann Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Sjá meira
Jæja, þá erum við komin aftur að gamla, góða sannleikanum: óttinn selur. Þetta er auðvitað aldagamall sannleikur, hvort sem það eru glæpamenn sem græða á veikum sálum eða stórveldi sem troða á okkur „öryggi og heimsfriði“ með hræðsluáróðri. Svo virðist sem ótti hafi alltaf verið besta söluvaran. Auðvitað ætla ég ekki að reyna að réttlæta myrkraverk Pútíns – þau eru óumdeilanleg. Við höfum vitað af stríðsglæpum hans lengi og sagan mun eflaust dæma hann grimmt, alveg eins og hún gerði við Stalín. En þegar forseti Frakklands er farinn að skipuleggja heilbrigðisþjónustu landsins vegna stríðs við Rússland á maður varla til orð. Situr maður ekki bara eftir með hnút í maganum og hugsar: „Hvað er í gangi?“ Eiga börnin okkar að lifa af kjarnorkuvetur og erfa óbyggilega jörð? Þetta eru ekki lengur vangaveltur heldur raunverulegar áætlanir. Erum við orðin svo blind að við sjáum ekki að við erum að leika okkur að eldi í kringum púðurtunnu? Einn einasti neisti, og búmm! Heimsbruni sem enginn ræður við. Hvað gerir einræðisherra þegar draumar hans hrynja og hann er kominn út í horn? Sagan kennir okkur að slíkir menn eyra engu, sérstaklega þegar þeir sitja á 6.000 kjarnorkusprengjum. Við erum í raun að æsa upp óstöðugan einstakling sem er líklegur til alls. Það virðist vera auðvelt að gleyma því að Rússum var lofað að NATO myndi ekki stækka til austurs. Vörðum við það loforð? Nei. Getur verið að Úkraínustríðið sé afleiðing af þessum óheiðarleika? Já, kannski. Hneykslanlegar viðskiptasnilldir vopnaiðnaðarins Á meðan þessari „sýningu“ er haldið uppi eru hlutabréf vopnaframleiðenda að stökkva upp. Krafa NATO um að þjóðir leggi 5% af þjóðarframleiðslu til varnarmála er hin mesta viðskiptasnilld. Þessir peningar koma ekki úr lausu lofti, heldur eru þeir teknir af velferðarkerfunum. Þýskaland, Frakkland og Ítalía eru dæmi um þetta brjálæði. Þau eiga að eyða meiru í hergögn en þau gera í menntakerfið sitt! Það er líka athyglisvert að aðeins 9 lönd í heiminum eyða 5% af landsframleiðslu sinni í varnarmál og þau eru nánast öll einræðisríki. Hvernig getur þetta verið? Hvað með okkar eigið land? Hvaðan eiga þeir peningar að koma þegar við getum ekki einu sinni byggt fangelsi eða séð um gamla fólkið okkar? Er það eðlilegt? Það er auðvelt að halda því fram að Rússland sé að hrynja að innan vegna efnahagsþvingana og heimatilbúins drónahernaðar Úkraínumanna. Við höfum séð merki um olíu- og vöruskort, auk þess sem efnahagskerfi Rússlands og bandamanna þess, eins og Hvíta-Rússlands, eru í miklum vanda. Verðbólga og vextir stíga hratt upp á við. Þegar þetta nær ákveðnum hæðum er mjög líklegt að almenningur muni rísa upp og steypa þessum stjórnvöldum af stóli. Sögulega séð eru einræðisherrar mest hræddir við eigin þegna, ekki erlendar ríkisstjórnir. Því þegar fólk getur ekki lengur fætt sig og fjölskyldur sínar, þá mun það grípa til örþrifaráða. Það er þá sem fólkið hefur engu að tapa. En þetta er ekki eins einfalt og það lítur út fyrir að vera, miðað við að Kínverjar hafa verið að fjarlægjast rússnesk stjórnvöld og síðasta heimsókn Pútíns til Kína var sögð hafa verið niðurlægjandi fyrir hann. Ísland sem fórnarlamb á stærra taflborði Hvernig getur áróður stjórnmálamanna flætt um allt án gagnrýni? Hverjum er það í hag að setja Ísland upp á skotskífu stórveldanna? Ef þetta snýst um að tilheyra „réttu“ félögunum, þá erum við í mjög slæmum félagsskap. Við megum ekki gleyma því að einn kjarnorkukafbátur getur sprengt helming jarðarinnar. Einn. Og þeir lúra bara við landhelgina okkar. Hvað gerir rotta þegar hún er komin út í horn? Jú, hún stekkur á hálsinn. Pútín gæti auðveldlega notað þessa litlu eyju í Norður-Atlantshafi sem aðvörun til annarra NATO-ríkja. 400.000 Íslendingar gætu verið ásættanlegur fórnarkostnaður. Það er svo sannarlega ekki dýrt að sökkva litlu skeri til að sýna heimsbyggðinni hver ræður. Geðheilbrigði barna okkar: Dýrmætt fórnarlamb Í stað þess að kjósa um framtíðarviðræður við Evrópusambandið ættum við frekar að kjósa um hvort við eigum að vera áfram í þessu hernaðarbandalagi. Það er á kostnað geðheilbrigði okkar allra, þar sem við lifum með stöðugan ótta á meðan þeir útvöldu græða. Sérstaklega er þetta á kostnað barnanna okkar, sem geta ekki sofið fyrir loftslags- og kjarnorkukvíða. Hvað eiga þau að gera? Flýja þennan vonda veruleika sem við erum að taka þátt í að skapa? Sálfræðiþjónusta er ekki til staðar og verður ekki á meðan við eyðum skattfé okkar í hernaðarbrölt. Þetta er hreint og klárt brjálæði. Höfundur er miðflokksmaður og áhugamaður um betra samfélag.
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar