Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir og Védís Ólafsdóttir skrifa 9. september 2025 12:30 Sameinuðu þjóðirnar fagna í ár 80 ára afmæli stofnsáttmálans. Í dag, þriðjudaginn 9. september, hefst áttugasta allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna. Sameinuðu þjóðirnar (SÞ) voru stofnaðar árið 1945, skömmu eftir lok seinni heimstyrjaldarinnar, með það að markmiði að stuðla að friði, mannréttindum og alþjóðlegri samvinnu, grunngildum sem skipta okkur öll máli. Aðildarríki Sameinuðu þjóðanna eru 193 auk tveggja áheyrnaþjóða en allar hafa þjóðirnar ólíka heimsýn og áherslur. Í áttatíu ár hafa Sameinuðu þjóðirnar starfað í umboði aðildaríkja að samstöðu og friði. Þær hafa verið tákn og vettvangur fyrir fjölþjóðasamvinnu, mannréttindi og friðsamlegar lausnir. Samvinna á slíkum grunni gerir Sameinuðu þjóðirnar að einum mikilvægasta vettvangi alþjóðamála. Áhrif Íslands Ísland hefur verið virkur aðili að Sameinuðu þjóðunum frá 1946 og beitt sér sérstaklega á sviðum mannréttinda, friðaruppbyggingar, jafnréttis- og umhverfismála. Þrátt fyrir að Íslendingar séu einungis lítið brot (0,005%) af heimsþjóðinni, þá á þjóðin jafnt atkvæði og aðrar þjóðir í allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Slíkt fyrirkomulag kristallar það hversu nauðsynlegur vettvangur Sameinuðu þjóðirnar eru fyrir smáríki eins og Ísland. Þar höfum við og getum áfram skapað okkur sess sem málsvari mannréttinda og jafnréttis með því að beita okkur fyrir frið, virðingu fyrir alþjóðalögum og mannúð. Íslendingar eiga mikið undir þegar kemur að því að standa vörð um þessi gildi. Við getum ekki litið á alþjóðasamvinnu sem sjálfsagðan hlut; ávinningur smáríkja nýtist best í öflugu og traustu fjölþjóðlegu samstarfi. Nú þegar Sameinuðu þjóðirnar fagna áttræðisafmæli sínu, stendur alþjóðakerfið frammi fyrir vaxandi áskorunum: auknum átökum, hnignandi trausti á fjölþjóðastofnunum og áhrifum loftslagsbreytinga. Samtímis, mæta Sameinuðu þjóðirnar miklum niðurskurði í fjármögnun og kröfum um róttækar umbætur á rekstri. Þessar áskoranir eiga sér stað á tímum þegar fjölþjóðasamvinna hefur sjaldan verið mikilvægari. Umbætur í kerfi Sameinuðu þjóðanna Í apríl síðastliðinn kynnti António Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna SÞ 80 áætlunina (UN80 Initiative), átak sem miðar að því að bæta rekstrarhæfni SÞ, einfalda verklag, auka gegnsæi og færa ákvarðanatöku nær þeim sem vinna að markmiðum SÞ. Sérstök áhersla er lögð á móta skilvirkari, öflugari og aðgengilegri Sameinuðu þjóðir. Á næstu vikum munu leiðtogar ríkja Sameinuðu þjóðanna ræða helstu mál samtímans á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna, allt frá átökum, mannúðaraðstoð og loftlagsbreytingum til sjálfbærrar þróunar og umbóta í alþjóðakerfinu. Opinn umræðufundur Á þessum tímamótum stendur Félag Sameinuðu þjóðanna og Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands fyrir opnum morgunverðarfundi í Norræna húsinu miðvikudagsmorguninn 10. september. Þar verður rýnt í sögu og framtíð Sameinuðu þjóðanna. Fundurinn er vettvangur fyrir opna umræðu um fjölþjóðasamstarf og þátttöku Íslands í því. Rætt verður hvort tímabært sé að ráðast í róttækar umbætur innan Sameinuðu þjóðanna auk þess sem hugað verður að hlutverki Sameinuðu þjóðanna í tengslum við hnattrænar áskoranir á borð við loftlagsbreytingar, alþjóðlegt valdaójafnvægi og frið. Fundurinn sameinar sjónarhorn úr alþjóðastarfi, fræðasamfélagi og borgaralegu samfélagi. Fjórir sérfræðingar munu deila hugleiðingum sínum út frá: sögulegu samhengi, árangri í starfi, tækifærum á umbreytingatímum og framtíðarsýn. Að loknum örerindum mun fundarstjóri beina spurningum til sérfræðinga áður en opnað verður fyrir spurningar úr sal. Nú er ekki tíminn til að draga úr vægi Sameinuðu þjóðanna, heldur frekar að huga að mótun og möguleikum Sameinuðu þjóðanna til að verða enn öflugri. Þess vegna hvetjum við alla sem bera hag Íslands og alþjóðasamvinnu fyrir brjósti til að mæta og taka þátt í mikilvægu samtali um framtíð Sameinuðu þjóðanna og hlutverk Íslands í þeirri framtíð. Húsið opnar kl. 8:45 með morgunhressingu og fundurinn hefst kl. 9:15. Vala Karen Viðarsdóttir, framkvæmdastjóri Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi Védís Ólafsdóttir, verkefnastjóri hjá Félagi Sameinuðu þjóðanna á Íslandi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Sameinuðu þjóðirnar fagna í ár 80 ára afmæli stofnsáttmálans. Í dag, þriðjudaginn 9. september, hefst áttugasta allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna. Sameinuðu þjóðirnar (SÞ) voru stofnaðar árið 1945, skömmu eftir lok seinni heimstyrjaldarinnar, með það að markmiði að stuðla að friði, mannréttindum og alþjóðlegri samvinnu, grunngildum sem skipta okkur öll máli. Aðildarríki Sameinuðu þjóðanna eru 193 auk tveggja áheyrnaþjóða en allar hafa þjóðirnar ólíka heimsýn og áherslur. Í áttatíu ár hafa Sameinuðu þjóðirnar starfað í umboði aðildaríkja að samstöðu og friði. Þær hafa verið tákn og vettvangur fyrir fjölþjóðasamvinnu, mannréttindi og friðsamlegar lausnir. Samvinna á slíkum grunni gerir Sameinuðu þjóðirnar að einum mikilvægasta vettvangi alþjóðamála. Áhrif Íslands Ísland hefur verið virkur aðili að Sameinuðu þjóðunum frá 1946 og beitt sér sérstaklega á sviðum mannréttinda, friðaruppbyggingar, jafnréttis- og umhverfismála. Þrátt fyrir að Íslendingar séu einungis lítið brot (0,005%) af heimsþjóðinni, þá á þjóðin jafnt atkvæði og aðrar þjóðir í allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Slíkt fyrirkomulag kristallar það hversu nauðsynlegur vettvangur Sameinuðu þjóðirnar eru fyrir smáríki eins og Ísland. Þar höfum við og getum áfram skapað okkur sess sem málsvari mannréttinda og jafnréttis með því að beita okkur fyrir frið, virðingu fyrir alþjóðalögum og mannúð. Íslendingar eiga mikið undir þegar kemur að því að standa vörð um þessi gildi. Við getum ekki litið á alþjóðasamvinnu sem sjálfsagðan hlut; ávinningur smáríkja nýtist best í öflugu og traustu fjölþjóðlegu samstarfi. Nú þegar Sameinuðu þjóðirnar fagna áttræðisafmæli sínu, stendur alþjóðakerfið frammi fyrir vaxandi áskorunum: auknum átökum, hnignandi trausti á fjölþjóðastofnunum og áhrifum loftslagsbreytinga. Samtímis, mæta Sameinuðu þjóðirnar miklum niðurskurði í fjármögnun og kröfum um róttækar umbætur á rekstri. Þessar áskoranir eiga sér stað á tímum þegar fjölþjóðasamvinna hefur sjaldan verið mikilvægari. Umbætur í kerfi Sameinuðu þjóðanna Í apríl síðastliðinn kynnti António Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna SÞ 80 áætlunina (UN80 Initiative), átak sem miðar að því að bæta rekstrarhæfni SÞ, einfalda verklag, auka gegnsæi og færa ákvarðanatöku nær þeim sem vinna að markmiðum SÞ. Sérstök áhersla er lögð á móta skilvirkari, öflugari og aðgengilegri Sameinuðu þjóðir. Á næstu vikum munu leiðtogar ríkja Sameinuðu þjóðanna ræða helstu mál samtímans á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna, allt frá átökum, mannúðaraðstoð og loftlagsbreytingum til sjálfbærrar þróunar og umbóta í alþjóðakerfinu. Opinn umræðufundur Á þessum tímamótum stendur Félag Sameinuðu þjóðanna og Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands fyrir opnum morgunverðarfundi í Norræna húsinu miðvikudagsmorguninn 10. september. Þar verður rýnt í sögu og framtíð Sameinuðu þjóðanna. Fundurinn er vettvangur fyrir opna umræðu um fjölþjóðasamstarf og þátttöku Íslands í því. Rætt verður hvort tímabært sé að ráðast í róttækar umbætur innan Sameinuðu þjóðanna auk þess sem hugað verður að hlutverki Sameinuðu þjóðanna í tengslum við hnattrænar áskoranir á borð við loftlagsbreytingar, alþjóðlegt valdaójafnvægi og frið. Fundurinn sameinar sjónarhorn úr alþjóðastarfi, fræðasamfélagi og borgaralegu samfélagi. Fjórir sérfræðingar munu deila hugleiðingum sínum út frá: sögulegu samhengi, árangri í starfi, tækifærum á umbreytingatímum og framtíðarsýn. Að loknum örerindum mun fundarstjóri beina spurningum til sérfræðinga áður en opnað verður fyrir spurningar úr sal. Nú er ekki tíminn til að draga úr vægi Sameinuðu þjóðanna, heldur frekar að huga að mótun og möguleikum Sameinuðu þjóðanna til að verða enn öflugri. Þess vegna hvetjum við alla sem bera hag Íslands og alþjóðasamvinnu fyrir brjósti til að mæta og taka þátt í mikilvægu samtali um framtíð Sameinuðu þjóðanna og hlutverk Íslands í þeirri framtíð. Húsið opnar kl. 8:45 með morgunhressingu og fundurinn hefst kl. 9:15. Vala Karen Viðarsdóttir, framkvæmdastjóri Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi Védís Ólafsdóttir, verkefnastjóri hjá Félagi Sameinuðu þjóðanna á Íslandi
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun