Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar 8. september 2025 09:31 Karl Sighvatsson var ekki eingöngu magnaður listamaður heldur einnig áhrifavaldur og mótandi menningarlífs til áratuga. Í Ölfusi skildi hann eftir sig spor sem við sjáum enn og fótatak sem við munum heyra um ókomna tíð. Karl fæddist 8. september 1950 og kvaddi allt of snemma árið 1991. En það sem hann byggði með okkur lifir. Karlsvaka – kvöld til minningar Í gær fór fram Karlsvaka þar sem Kalla Sighvats var minnst. Fyrir okkur sem ekki nutum þeirrar gæfu að njóta samvista við hann var samkoman upplýsandi og í raun göfgandi. Flestir vita að Kalli Sighvats var listamaður af guðs náð, en fyrir samfélagið hér í Ölfusi – og þá ekki síst í Þorlákshöfn – var hann líka nágranni, kennari og félagi. Hann valdi að eyða drjúgum hluta starfsævi sinnar hér. Seiðandi Hammondrödd og leiðtogi Þegar maður hlustar eftir löngu liðnu fótataki hans þá skynjar maður svo sterkt að hér skipti hann ekki aðeins um hljóðfæri; hann skipti um hlutverk. Hér fór hann frá því að vera seiðandi Hammond-rödd á sviðum landsins og varð leiðtogi og mótandi afl í kirkjum og kórum héraðsins. Hann stýrði Söngfélagi Þorlákshafnar, vann með kórum í nærsveitum og sat við orgelið í kirkjunum okkar með þeirri yfirvegun og hlýju sem skilar sér enn í menningu staðarins. Tónlist fyrir alla Karl sýndi ungu menningarsamfélagi í Þorlákshöfn að tónlist er ekki fyrir fáa, hún er fyrir okkur öll. Hún má hljóma jafnt á bryggjunni og á bekkjum kirkjunnar, í æfingasal og í eldhúsum bæjarins. Hún er fyrir kóra, sönghópa, lærða sem leika. Ég held að hann hafi líka skilað flestum betur: tónlistin er best þegar hún á sér áheyrendur. Að brúa heimana tvo Kalli Sighvats var fullkomlega skeytingarlaus gagnvart þeim landamærum sem menningarvitar og tónlistasérfræðingar ramma stundum tónlistina inni í. Hann hikaði hvergi við að taka með sér fagmennsku og leikgleði úr popp- og rokksenunni inn í kirkjuna. Um það vitna samferðamenn hans. Ég held að um leið hafi hann tekið með sér frið og hlustun úr kirkjunni yfir á sviðið og skilað því til áheyrenda. Þannig bræddi hann saman og brúaði heimana tvo og kenndi okkur að list og trú, gleði og agi, ganga saman. Arfleifð sem lifir Tónlistin sem Kalli Sighvats skildi eftir eru mögnuð verðmæti. Samfélagið hér í Ölfusi og Þorlákshöfn njóta þó ekki eingöngu tónverkanna sem sitja eftir. Jafnvel enn verðmætara er fólkið sem hann leiddi áfram. Sú bylgja sem hann skóp hefur skilað sér í þeim menningar- og tónlistarbæ sem við eigum í dag. Nemendur sem urðu sjálfir leiðtogar. Söngvarar sem fóru að treysta eigin rödd. Börn sem uppgötvuðu að menning er eitthvað sem við sköpum sjálf, hér heima, dag frá degi. Það er arfleifð sem ekki hverfur. Það eru verðmæti dagsins í dag. Þetta eru tónarnir sem aldrei deyja út. Minning sem leiðarljós Karlsvaka var til minningar um Karl Sighvatsson. En verið viss um að sú minning er ekki einvörðungu tengd fortíðinni; hún er ekki síður ákvörðun um framtíð. Við hér í Ölfusi og Þorlákshöfn getum og eigum áfram að heiðra minningu og arfleið Karls. Það gerum við best með því að halda áfram því sem hann hóf: að rækta kóra og hljómsveitir, gefa ungum tónlistarfólki tækifæri, og láta kirkjuna, skólana og menningarhúsin vera lifandi staði þar sem allir fá rödd. Þakkir og samhugur Ég vil færa fjölskyldu og vinum Karls Sighvatssonar kærar þakkir fyrir að leyfa okkur að eiga Karl með þeim. Ég vil líka þakka öllum sem skipulögðu Karlsvöku og komu þar fram. Þar er ekki á neinn hallað þó sérstaklega sé minnst á ómetanlegt framlag og frumkvæði Jakobs Frímanns Magnússonar og Sigurjóns Sighvatssonar, bróður Karls. Við, íbúar hér, erum stolt af því að vera samfélag sem man vel – og lætur minningu verða að hvatningu. Höfundur er bæjarstjóri í Ölfusi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elliði Vignisson Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun Skoðun Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Karl Sighvatsson var ekki eingöngu magnaður listamaður heldur einnig áhrifavaldur og mótandi menningarlífs til áratuga. Í Ölfusi skildi hann eftir sig spor sem við sjáum enn og fótatak sem við munum heyra um ókomna tíð. Karl fæddist 8. september 1950 og kvaddi allt of snemma árið 1991. En það sem hann byggði með okkur lifir. Karlsvaka – kvöld til minningar Í gær fór fram Karlsvaka þar sem Kalla Sighvats var minnst. Fyrir okkur sem ekki nutum þeirrar gæfu að njóta samvista við hann var samkoman upplýsandi og í raun göfgandi. Flestir vita að Kalli Sighvats var listamaður af guðs náð, en fyrir samfélagið hér í Ölfusi – og þá ekki síst í Þorlákshöfn – var hann líka nágranni, kennari og félagi. Hann valdi að eyða drjúgum hluta starfsævi sinnar hér. Seiðandi Hammondrödd og leiðtogi Þegar maður hlustar eftir löngu liðnu fótataki hans þá skynjar maður svo sterkt að hér skipti hann ekki aðeins um hljóðfæri; hann skipti um hlutverk. Hér fór hann frá því að vera seiðandi Hammond-rödd á sviðum landsins og varð leiðtogi og mótandi afl í kirkjum og kórum héraðsins. Hann stýrði Söngfélagi Þorlákshafnar, vann með kórum í nærsveitum og sat við orgelið í kirkjunum okkar með þeirri yfirvegun og hlýju sem skilar sér enn í menningu staðarins. Tónlist fyrir alla Karl sýndi ungu menningarsamfélagi í Þorlákshöfn að tónlist er ekki fyrir fáa, hún er fyrir okkur öll. Hún má hljóma jafnt á bryggjunni og á bekkjum kirkjunnar, í æfingasal og í eldhúsum bæjarins. Hún er fyrir kóra, sönghópa, lærða sem leika. Ég held að hann hafi líka skilað flestum betur: tónlistin er best þegar hún á sér áheyrendur. Að brúa heimana tvo Kalli Sighvats var fullkomlega skeytingarlaus gagnvart þeim landamærum sem menningarvitar og tónlistasérfræðingar ramma stundum tónlistina inni í. Hann hikaði hvergi við að taka með sér fagmennsku og leikgleði úr popp- og rokksenunni inn í kirkjuna. Um það vitna samferðamenn hans. Ég held að um leið hafi hann tekið með sér frið og hlustun úr kirkjunni yfir á sviðið og skilað því til áheyrenda. Þannig bræddi hann saman og brúaði heimana tvo og kenndi okkur að list og trú, gleði og agi, ganga saman. Arfleifð sem lifir Tónlistin sem Kalli Sighvats skildi eftir eru mögnuð verðmæti. Samfélagið hér í Ölfusi og Þorlákshöfn njóta þó ekki eingöngu tónverkanna sem sitja eftir. Jafnvel enn verðmætara er fólkið sem hann leiddi áfram. Sú bylgja sem hann skóp hefur skilað sér í þeim menningar- og tónlistarbæ sem við eigum í dag. Nemendur sem urðu sjálfir leiðtogar. Söngvarar sem fóru að treysta eigin rödd. Börn sem uppgötvuðu að menning er eitthvað sem við sköpum sjálf, hér heima, dag frá degi. Það er arfleifð sem ekki hverfur. Það eru verðmæti dagsins í dag. Þetta eru tónarnir sem aldrei deyja út. Minning sem leiðarljós Karlsvaka var til minningar um Karl Sighvatsson. En verið viss um að sú minning er ekki einvörðungu tengd fortíðinni; hún er ekki síður ákvörðun um framtíð. Við hér í Ölfusi og Þorlákshöfn getum og eigum áfram að heiðra minningu og arfleið Karls. Það gerum við best með því að halda áfram því sem hann hóf: að rækta kóra og hljómsveitir, gefa ungum tónlistarfólki tækifæri, og láta kirkjuna, skólana og menningarhúsin vera lifandi staði þar sem allir fá rödd. Þakkir og samhugur Ég vil færa fjölskyldu og vinum Karls Sighvatssonar kærar þakkir fyrir að leyfa okkur að eiga Karl með þeim. Ég vil líka þakka öllum sem skipulögðu Karlsvöku og komu þar fram. Þar er ekki á neinn hallað þó sérstaklega sé minnst á ómetanlegt framlag og frumkvæði Jakobs Frímanns Magnússonar og Sigurjóns Sighvatssonar, bróður Karls. Við, íbúar hér, erum stolt af því að vera samfélag sem man vel – og lætur minningu verða að hvatningu. Höfundur er bæjarstjóri í Ölfusi.
Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun