Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar 5. september 2025 13:02 Þátttaka barna og ungmenna í íþróttum og öðru skipulögðu frístundastarfi hefur aukist eftir að við hækkuðum frístundastyrkinn í Reykjavík um helming, úr 50 þúsund í 75 þúsund fyrir hvert barn í upphafi þessa kjörtímabils. Þverpólitísk samstaða var um þá tillögu þáverandi meirihluta sem Samfylkingin og fleiri flokkar höfðu verið með í sínum kosningastefnuskrám fyrir síðustu kosningar. Fyrir hækkun nýttu um 74% barna í Reykjavík frístundastyrkinn en það hlutfall hefur hækkað í 82% eftir hækkun styrksins. Nokkur munur er þó á nýtingu eftir hverfum og er hún minni í tveimur hverfum Breiðholti og Kjalarnesi, þó þátttakan þar hafi aukist talsvert undanfarin tvö ár. Verkefni okkar er að grípa til aðgerða til að auka þátttöku barna og ungmenna í íþróttum, listnámi og öðru skipulögðu frístundastarfi, með sérstaka áherslu á þessu hverfi. Tillögur um aukið frístundaframboð á Kjalarnesi Við höfum þegar samþykkt tillögur um fjölgun frístundatilboða á Kjalarnesi þar sem áberandi er að þátttaka stúlkna er marktækt minni. Þar viljum við auka framboð á frístundatilboði í dansi, kórastarfi og fleiri greinum sem höfða sérstaklega til stúlkna. Þá leggjum við til að sérstök áhersla verði lögð á að kynna björgunarsveitastarf fyrir unglingum á Kjalarnesi í samvinnu við Björgunarsveitina Kjöl og Landsbjörg. Ég þekki það úr minni fjölskyldu að starf í unglingadeildum björgunarsveitanna er frábær reynsla fyrir ungt fólk sem sameinar göfugt starf við að bjarga samborgurum sínum úr háska, fjölbreytta útivist og upplifun sem eflir seiglu, úthald og snerpu auk þess að vera frábær félagsskapur fyrir unglinga. Ég er sannfærður um að námskeið og frístundatilboð sem tengjast björgunarsveitunum er mál sem á erindi í öðrum hverfum borgarinnar. Nýtt þróunarverkefni í Breiðholti Íþróttabandalag Reykjavíkur og Suðurmiðstöð sem þjónar íbúum í Breiðholti hafa undirbúið nýtt þróunarverkefni til þriggja ára sem miðar að aukinni inngildingu barna og unglinga, með sérstaka áherslu á börn af erlendum uppruna. Menningar – og íþróttaráð Reykjavíkurborgar samþykkti á fundi sínum 27. júní sl. að taka þátt í verkefninu og leggja fram 4 milljóna króna fjárveitingu til þess. Verkefninu verður ýtt úr vör á morgun 6. september með veglegri íþróttahátíð í Breiðholti þar sem börn og fjölskyldur þeirra fá innsýn í þau fjölmörgu tilboð sem eru í boði varðandi íþróttaiðkun í hverfinu. Kynningar fara fram á ÍR svæðinu, Leiknis svæðinu og í íþróttahúsinu Austurbergi milli 12 og 14.30, vegleg skemmtidagskrá verður með lifandi tónlist og dagskránni lýkur með leik Leiknis og Selfossi í Lengjudeildinni kl. 16. Öll eru velkomin og aðgangur ókeypis. Í næstu viku verður svo haldin málstofa í Leiknisheimilinu þar sem boðið verður upp á kynningu og samtal við foreldra og fulltrúa íþróttafélaganna um hvernig megi styrkja samstarf allra aðila í Breiðholtinu með það að markiði að þátttaka barna og ungmenna í íþróttum og öðru frístundastarfi, þ.m.t. listnámi aukist. Það er gríðarlega mikilvægt bæði fyrir heilsu og hreysti ungu kynslóðarinnar en líka í forvarnarskyni og til að efla félagsþroska. Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður menningar- og íþróttaráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skúli Helgason Frístund barna Reykjavík Borgarstjórn Íþróttir barna Mest lesið Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson Skoðun Skoðun Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þátttaka barna og ungmenna í íþróttum og öðru skipulögðu frístundastarfi hefur aukist eftir að við hækkuðum frístundastyrkinn í Reykjavík um helming, úr 50 þúsund í 75 þúsund fyrir hvert barn í upphafi þessa kjörtímabils. Þverpólitísk samstaða var um þá tillögu þáverandi meirihluta sem Samfylkingin og fleiri flokkar höfðu verið með í sínum kosningastefnuskrám fyrir síðustu kosningar. Fyrir hækkun nýttu um 74% barna í Reykjavík frístundastyrkinn en það hlutfall hefur hækkað í 82% eftir hækkun styrksins. Nokkur munur er þó á nýtingu eftir hverfum og er hún minni í tveimur hverfum Breiðholti og Kjalarnesi, þó þátttakan þar hafi aukist talsvert undanfarin tvö ár. Verkefni okkar er að grípa til aðgerða til að auka þátttöku barna og ungmenna í íþróttum, listnámi og öðru skipulögðu frístundastarfi, með sérstaka áherslu á þessu hverfi. Tillögur um aukið frístundaframboð á Kjalarnesi Við höfum þegar samþykkt tillögur um fjölgun frístundatilboða á Kjalarnesi þar sem áberandi er að þátttaka stúlkna er marktækt minni. Þar viljum við auka framboð á frístundatilboði í dansi, kórastarfi og fleiri greinum sem höfða sérstaklega til stúlkna. Þá leggjum við til að sérstök áhersla verði lögð á að kynna björgunarsveitastarf fyrir unglingum á Kjalarnesi í samvinnu við Björgunarsveitina Kjöl og Landsbjörg. Ég þekki það úr minni fjölskyldu að starf í unglingadeildum björgunarsveitanna er frábær reynsla fyrir ungt fólk sem sameinar göfugt starf við að bjarga samborgurum sínum úr háska, fjölbreytta útivist og upplifun sem eflir seiglu, úthald og snerpu auk þess að vera frábær félagsskapur fyrir unglinga. Ég er sannfærður um að námskeið og frístundatilboð sem tengjast björgunarsveitunum er mál sem á erindi í öðrum hverfum borgarinnar. Nýtt þróunarverkefni í Breiðholti Íþróttabandalag Reykjavíkur og Suðurmiðstöð sem þjónar íbúum í Breiðholti hafa undirbúið nýtt þróunarverkefni til þriggja ára sem miðar að aukinni inngildingu barna og unglinga, með sérstaka áherslu á börn af erlendum uppruna. Menningar – og íþróttaráð Reykjavíkurborgar samþykkti á fundi sínum 27. júní sl. að taka þátt í verkefninu og leggja fram 4 milljóna króna fjárveitingu til þess. Verkefninu verður ýtt úr vör á morgun 6. september með veglegri íþróttahátíð í Breiðholti þar sem börn og fjölskyldur þeirra fá innsýn í þau fjölmörgu tilboð sem eru í boði varðandi íþróttaiðkun í hverfinu. Kynningar fara fram á ÍR svæðinu, Leiknis svæðinu og í íþróttahúsinu Austurbergi milli 12 og 14.30, vegleg skemmtidagskrá verður með lifandi tónlist og dagskránni lýkur með leik Leiknis og Selfossi í Lengjudeildinni kl. 16. Öll eru velkomin og aðgangur ókeypis. Í næstu viku verður svo haldin málstofa í Leiknisheimilinu þar sem boðið verður upp á kynningu og samtal við foreldra og fulltrúa íþróttafélaganna um hvernig megi styrkja samstarf allra aðila í Breiðholtinu með það að markiði að þátttaka barna og ungmenna í íþróttum og öðru frístundastarfi, þ.m.t. listnámi aukist. Það er gríðarlega mikilvægt bæði fyrir heilsu og hreysti ungu kynslóðarinnar en líka í forvarnarskyni og til að efla félagsþroska. Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður menningar- og íþróttaráðs.
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun