Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Magnús Jochum Pálsson skrifar 5. september 2025 13:55 Macaulay Culkin segir John Candy hafa gert sér grein fyrir því að Kit Culkin væri ekki góður við börn sín á undan öðrum. Getty Macaulay Culkin, ein frægasta barnastjarna allra tíma, segist þakklátur leikaranum John Candy, sem vann með honum að tveimur myndum, fyrir að taka eftir því að faðir Culkin væri „skrímsli“ og láta sig barnastjörnuna varða. Culkin og Candy léku saman í grínmyndunum Uncle Buck (1989) og Home Alone (1990) snemma á ferli barnastjörnunnar. Culkin er einn viðmælenda í heimildarmyndinni John Candy: I Like Me sem fjallar um ævi grínleikarans og var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni TIFF í gær. Þar lýsti Culkin því yfir að Candy hefði verið alvöru föðurímynd í lífi hans á sama tíma og hann átti erfitt samband við raunverulegan föður sinn, Kit Culkin, sem hann hefur ekki átt í samskiptum við í þrjátíu ár. Candy hafi séð að eitthvað væri að „Ég held að hann hafi alltaf verið með gott innsæi,“ sagði Culkin um Candy í samtali við Entertainment Weekly í gærkvöldi. „Áður en bylgjan náði hápunkti og Home Alone-dótið gerðist, var ekki erfitt að sjá hvað faðir minn var erfiður viðureignar. Það var ekkert leyndarmál. Hann var þegar orðinn skrímsli,“ sagði hann jafnframt. Culkin lýsti því yfir að eftir velgengni Home Alone og Home Alone 2 hafi hegðun föður hans bara versnað. Macaulay Culkin á rauð dreglinum 1991 ásamt föður sínum, Kit Culkin, sem er lengst til vinstri á myndinni.Getty „Skyndilega kom frægðin og peningarnir og hann varð illræmt skrímsli,“ sagði Culkin um föðurinn sem hafi ekki verið góður maður fyrir. John hafi áttað sig á því eitthvað væri ekki í lagi og reglulega spurt Macaulay hvort honum liði vel og allt væri í lagi hjá honum heima fyrir. Hegðun Candy hafi verið til marks um manninn sem hann hafði að geyma. Culkin segist óska sér að fleiri en Candy hefðu sýnt honum viðlíka umhyggju og látið hann sig varða. „Það gerist ekki það oft. Það gerðist æ sjaldnar eftir því sem tíminn leið,“ sagði Culkin og bætti við: „Ég vildi ég hefði haft meira af slíku í lífi mínu. Það er mikilvægt að ég muni það. Ég man að þegar öðrum var sama, var John ekki sama.“ Culkin hefur áður rætt slæmt samband sitt við föður sinn í fjölmiðlum áður og fjallaði um samband þeirra í sjálfsævisögunni Junior (2006). Í ævisögunni lýsti Culkin því að faðirinn hefði verið ofbeldisfullur í garð fjölskyldunnar og sagði hann „verstu manneskju“ sem leikarinn hafði kynnst. Taldi Culkin að faðirinn hefði verið afbrýðisamur því sonurinn hefði afrekað allt sem Kit þráði áður en hann varð tíu ára gamall. Stiklu fyrir heimildarmyndina um Candy má sjá hér að neðan: Hollywood Bíó og sjónvarp Bandaríkin Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Barnastjörnurnar og baráttan um peningana Leikkonan Shirley Temple var mikil barnastjarna sérstaklega á árunum 1935-38 og þá einhvern vinsælasta leikkona heims. 26. nóvember 2020 07:00 Mest lesið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Fleiri fréttir Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sjá meira
Culkin og Candy léku saman í grínmyndunum Uncle Buck (1989) og Home Alone (1990) snemma á ferli barnastjörnunnar. Culkin er einn viðmælenda í heimildarmyndinni John Candy: I Like Me sem fjallar um ævi grínleikarans og var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni TIFF í gær. Þar lýsti Culkin því yfir að Candy hefði verið alvöru föðurímynd í lífi hans á sama tíma og hann átti erfitt samband við raunverulegan föður sinn, Kit Culkin, sem hann hefur ekki átt í samskiptum við í þrjátíu ár. Candy hafi séð að eitthvað væri að „Ég held að hann hafi alltaf verið með gott innsæi,“ sagði Culkin um Candy í samtali við Entertainment Weekly í gærkvöldi. „Áður en bylgjan náði hápunkti og Home Alone-dótið gerðist, var ekki erfitt að sjá hvað faðir minn var erfiður viðureignar. Það var ekkert leyndarmál. Hann var þegar orðinn skrímsli,“ sagði hann jafnframt. Culkin lýsti því yfir að eftir velgengni Home Alone og Home Alone 2 hafi hegðun föður hans bara versnað. Macaulay Culkin á rauð dreglinum 1991 ásamt föður sínum, Kit Culkin, sem er lengst til vinstri á myndinni.Getty „Skyndilega kom frægðin og peningarnir og hann varð illræmt skrímsli,“ sagði Culkin um föðurinn sem hafi ekki verið góður maður fyrir. John hafi áttað sig á því eitthvað væri ekki í lagi og reglulega spurt Macaulay hvort honum liði vel og allt væri í lagi hjá honum heima fyrir. Hegðun Candy hafi verið til marks um manninn sem hann hafði að geyma. Culkin segist óska sér að fleiri en Candy hefðu sýnt honum viðlíka umhyggju og látið hann sig varða. „Það gerist ekki það oft. Það gerðist æ sjaldnar eftir því sem tíminn leið,“ sagði Culkin og bætti við: „Ég vildi ég hefði haft meira af slíku í lífi mínu. Það er mikilvægt að ég muni það. Ég man að þegar öðrum var sama, var John ekki sama.“ Culkin hefur áður rætt slæmt samband sitt við föður sinn í fjölmiðlum áður og fjallaði um samband þeirra í sjálfsævisögunni Junior (2006). Í ævisögunni lýsti Culkin því að faðirinn hefði verið ofbeldisfullur í garð fjölskyldunnar og sagði hann „verstu manneskju“ sem leikarinn hafði kynnst. Taldi Culkin að faðirinn hefði verið afbrýðisamur því sonurinn hefði afrekað allt sem Kit þráði áður en hann varð tíu ára gamall. Stiklu fyrir heimildarmyndina um Candy má sjá hér að neðan:
Hollywood Bíó og sjónvarp Bandaríkin Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Barnastjörnurnar og baráttan um peningana Leikkonan Shirley Temple var mikil barnastjarna sérstaklega á árunum 1935-38 og þá einhvern vinsælasta leikkona heims. 26. nóvember 2020 07:00 Mest lesið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Fleiri fréttir Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sjá meira
Barnastjörnurnar og baráttan um peningana Leikkonan Shirley Temple var mikil barnastjarna sérstaklega á árunum 1935-38 og þá einhvern vinsælasta leikkona heims. 26. nóvember 2020 07:00