Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar 2. september 2025 08:30 Ekki er langt síðan að á vinstri væng stjórnmálanna réði ein manneskja lögum og lofum um örlög hreyfingarinnar. Hún var forsætisráðherra í næstum tvö kjörtímabil og tók afdrifaríkar ákvarðanir, sem leiddu að lokum til hruns flokksins og stórs hluta vinstrisins. Þetta mátti þó ekki gagnrýna því hún vissi best og var vinsæl. Henni ætti einfaldlega að treysta því hún væri svo frambærileg og flott. Gilti þá einu um hvort hún færi í samstarf við höfuðóvin vinstrisins, þar sem fylgi flokksins hrundi með tímanum og endaði í hálf ónýtum flokki. Ekki var nóg með það að flokkurinn væri að hruni kominn, heldur var trúverðugleiki vinstrisins orðinn að engu. Hverju var um að kenna? Ekki endilega einum hlut eða einum einstaklingi, en persónudýrkunin og meðvirknin spilaði sína rullu. Menning hafði sprottið upp, þar sem ekki mátti gagnrýna leiðtogann. Hún kom svo vel fyrir, var svo klár og hafði kjörþokka. Meðvirknin gerði vart við sig og áður en fólk vissi af var grasrótin hætt að skipta máli. Fólk sagði sig úr flokknum í hrönnum, en samt var engu breytt. Leiðtoginn vissi best og nauðsynlegt var að fylgja henni því hún var svo frambærileg. Svona hélt þetta áfram þar til við enduðum þar sem við erum núna. Þetta einskorðast þó ekki bara við einn flokk á vinstri vængnum. Þessi menning hefur gert vart við sig á fleiri stöðum. Þar er einnig manneskja sem ekki má gagnrýna. Hún, eins og fyrrum forsætisráðherra þykir af mörgum mjög frambærileg ásamt því að búa yfir miklum kjörþokka. Hún kemur vel fyrir og þykir klár. Mantran er sú að hún muni leiða flokkinn og vinstri hreyfinguna til glæstra tíma. Þeir sem taki ekki undir það eru sakaðir um árásir. Nú þegar viðkomandi leiðtogi hefur sparkað flokknum sínum úr húsi, fyrir að mislíka niðurstöður í lýðræðislegum kosningum gildir það einu. Það er vonda grasrótin sem hefur ekki vit á að hlusta á leiðtogann sem veit best. Þannig birtast okkur átakalínur á vinstri væng stjórnmálanna. Annars vegar er fylking sem trúir því að leiðin að betra samfélagi sé að elta eina manneskju sem veit betur en við hin. Það sé fyrir bestu að finna sjarmerandi persónu sem geti komið boðskapnum á framfæri eftir eigin höfði, en líka skilað honum betur frá sér en hinn almenni félagsmaður. Hlutverk grasrótarinnar er því að tilbiðja leiðtogann og efast ekki, því hún veit best. Hins vegar er önnur fylking sem trúir því að leiðin sé samheldni og samvinna fjöldans sem muni skila okkur í rétta átt. Það sé ekki nein ein manneskja sem sé “bjargvættur”, heldur séum það við öll í sameiningu sem séum það. Sagan sýnir að það er hættulegt að beina öllum sínum væntingum á herðar einnar manneskju. Sósíalismi á að snúast um samvinnu. Við sem heild getum áorkað ótrúlegustu hlutum. Margir heilar eru mun vitrari en einn heili. Það getur tekið tíma að stilla saman strengi okkar, en það er til lengri tíma litið mun árangursríkara að vinna hlutina sem heild í stað þess að vonast til að ný Katrín Jakobsdóttir muni “bjarga” vinstrinu. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trausti Breiðfjörð Magnússon Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun Skoðun Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Sjá meira
Ekki er langt síðan að á vinstri væng stjórnmálanna réði ein manneskja lögum og lofum um örlög hreyfingarinnar. Hún var forsætisráðherra í næstum tvö kjörtímabil og tók afdrifaríkar ákvarðanir, sem leiddu að lokum til hruns flokksins og stórs hluta vinstrisins. Þetta mátti þó ekki gagnrýna því hún vissi best og var vinsæl. Henni ætti einfaldlega að treysta því hún væri svo frambærileg og flott. Gilti þá einu um hvort hún færi í samstarf við höfuðóvin vinstrisins, þar sem fylgi flokksins hrundi með tímanum og endaði í hálf ónýtum flokki. Ekki var nóg með það að flokkurinn væri að hruni kominn, heldur var trúverðugleiki vinstrisins orðinn að engu. Hverju var um að kenna? Ekki endilega einum hlut eða einum einstaklingi, en persónudýrkunin og meðvirknin spilaði sína rullu. Menning hafði sprottið upp, þar sem ekki mátti gagnrýna leiðtogann. Hún kom svo vel fyrir, var svo klár og hafði kjörþokka. Meðvirknin gerði vart við sig og áður en fólk vissi af var grasrótin hætt að skipta máli. Fólk sagði sig úr flokknum í hrönnum, en samt var engu breytt. Leiðtoginn vissi best og nauðsynlegt var að fylgja henni því hún var svo frambærileg. Svona hélt þetta áfram þar til við enduðum þar sem við erum núna. Þetta einskorðast þó ekki bara við einn flokk á vinstri vængnum. Þessi menning hefur gert vart við sig á fleiri stöðum. Þar er einnig manneskja sem ekki má gagnrýna. Hún, eins og fyrrum forsætisráðherra þykir af mörgum mjög frambærileg ásamt því að búa yfir miklum kjörþokka. Hún kemur vel fyrir og þykir klár. Mantran er sú að hún muni leiða flokkinn og vinstri hreyfinguna til glæstra tíma. Þeir sem taki ekki undir það eru sakaðir um árásir. Nú þegar viðkomandi leiðtogi hefur sparkað flokknum sínum úr húsi, fyrir að mislíka niðurstöður í lýðræðislegum kosningum gildir það einu. Það er vonda grasrótin sem hefur ekki vit á að hlusta á leiðtogann sem veit best. Þannig birtast okkur átakalínur á vinstri væng stjórnmálanna. Annars vegar er fylking sem trúir því að leiðin að betra samfélagi sé að elta eina manneskju sem veit betur en við hin. Það sé fyrir bestu að finna sjarmerandi persónu sem geti komið boðskapnum á framfæri eftir eigin höfði, en líka skilað honum betur frá sér en hinn almenni félagsmaður. Hlutverk grasrótarinnar er því að tilbiðja leiðtogann og efast ekki, því hún veit best. Hins vegar er önnur fylking sem trúir því að leiðin sé samheldni og samvinna fjöldans sem muni skila okkur í rétta átt. Það sé ekki nein ein manneskja sem sé “bjargvættur”, heldur séum það við öll í sameiningu sem séum það. Sagan sýnir að það er hættulegt að beina öllum sínum væntingum á herðar einnar manneskju. Sósíalismi á að snúast um samvinnu. Við sem heild getum áorkað ótrúlegustu hlutum. Margir heilar eru mun vitrari en einn heili. Það getur tekið tíma að stilla saman strengi okkar, en það er til lengri tíma litið mun árangursríkara að vinna hlutina sem heild í stað þess að vonast til að ný Katrín Jakobsdóttir muni “bjarga” vinstrinu. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands.
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun