Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar 1. september 2025 07:01 Eins og fleiri, er ég með augun öðru hvoru á fasteignaauglýsingum. Því oftar sem maður skoðar þessar auglýsingar kemur ein spurning ítrekað upp: Hvað erum við að byggja og fyrir hvern? Hvers vegna kemur varla nokkur ný eign á markaðinn í dag án fataherbergis, innbyggðs vínkælis, gufubaðs eða regnskógar sturtu? Þetta er allt lúxus útbúnaður sem ég gæti vel hugsað mér að njóta en hef enga þörf á. Er þetta raunverulega það sem markaðurinn vill eða snýst þetta fyrst og fremst um að hámarka verð þess reitar sem þú hefur til að byggja á? Það gefur auga leið að sá sem byggir gerir sitt til að hámarka arðinn af sinni framkvæmd. Sá eini sem getur gert kröfu til þess að hann lækki sinn hlut er sá sem hann á samningum við hverju sinni. En hvað getur sá sem úthlutar framkvæmdaraðilum gert til að mæta ákalli fólks um ódýrara húsnæði? Þegar við lítum til Reykjavíkur sjáum við að uppbygging hefur verið töluverð en nýjar eignir í borginni eru ekki að seljast hratt, þær eru eðli máli samkvæmt dýrar, enda kröfur sem nýjar eignir bera mögulega ekki það sem við kaupendur leitum að. Hvað þurfum við á heimili? Svefnherbergi fyrir alla fjölskyldumeðlimi, baðherbergi, eldhús og stofu. Ég ólst upp í Bakkahverfi í Breiðholtinu, er þar ágætis samsetning af ólíkum eignum. Slíkar eignir eða nýjar eignir af þeim toga myndu vera til þess fallnar að fjölga valkostum fólks. Þannig gætu þeir sem vilja, og geta, gert vel við sig í húsbúnaði hafa kost á því, og þau sem vilja einfaldari, og ódýrari, eign sömuleiðis eiga kost á því. Uppbygging fjölbreyttari eigna hagnast öllum. Þannig myndi meðalverð hvers fermetra lækka og þar með fasteignaverð. Sem hefur svo bein áhrif á vexti og verðbólgu. Hvar getum við byggt heimili sem eru minna Bo Bedre meira bara grunn heimili án alls auka gúrme? Reykjavíkurborg á drjúgan hluta lands við Ártúnshöfða sem er nú að fara í uppbyggingu. Ef borgin myndi stíga inn með forhannaðar eignir til uppbyggingar í anda fyrrnefndar bakkamenningar væri það verulegt innstig í mótun verðlags, áhrif á fasteignamarkaðin í heild sinni, áhrif á verðbólgu og lífsgæði okkar allra. Við í Viðreisn munum leggja fram tillögu á næsta borgarstjórnarfundi um að þessi skref verið stigin ákveðin inn í uppbyggingaráform borgarinnar, hér ber borgin ábyrgð, setjum stefnu sem vinnur að bættu samfélagi fyrir alla. Við getum stór bætt húsnæðisástand á sama tíma og við höfum áhrif á verð mótun á fasteignamarkaði, verðbólgu og lífsgæði fljölda borgarbúa. Höfundur er varaborgarfulltrúi Viðresinar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Eins og fleiri, er ég með augun öðru hvoru á fasteignaauglýsingum. Því oftar sem maður skoðar þessar auglýsingar kemur ein spurning ítrekað upp: Hvað erum við að byggja og fyrir hvern? Hvers vegna kemur varla nokkur ný eign á markaðinn í dag án fataherbergis, innbyggðs vínkælis, gufubaðs eða regnskógar sturtu? Þetta er allt lúxus útbúnaður sem ég gæti vel hugsað mér að njóta en hef enga þörf á. Er þetta raunverulega það sem markaðurinn vill eða snýst þetta fyrst og fremst um að hámarka verð þess reitar sem þú hefur til að byggja á? Það gefur auga leið að sá sem byggir gerir sitt til að hámarka arðinn af sinni framkvæmd. Sá eini sem getur gert kröfu til þess að hann lækki sinn hlut er sá sem hann á samningum við hverju sinni. En hvað getur sá sem úthlutar framkvæmdaraðilum gert til að mæta ákalli fólks um ódýrara húsnæði? Þegar við lítum til Reykjavíkur sjáum við að uppbygging hefur verið töluverð en nýjar eignir í borginni eru ekki að seljast hratt, þær eru eðli máli samkvæmt dýrar, enda kröfur sem nýjar eignir bera mögulega ekki það sem við kaupendur leitum að. Hvað þurfum við á heimili? Svefnherbergi fyrir alla fjölskyldumeðlimi, baðherbergi, eldhús og stofu. Ég ólst upp í Bakkahverfi í Breiðholtinu, er þar ágætis samsetning af ólíkum eignum. Slíkar eignir eða nýjar eignir af þeim toga myndu vera til þess fallnar að fjölga valkostum fólks. Þannig gætu þeir sem vilja, og geta, gert vel við sig í húsbúnaði hafa kost á því, og þau sem vilja einfaldari, og ódýrari, eign sömuleiðis eiga kost á því. Uppbygging fjölbreyttari eigna hagnast öllum. Þannig myndi meðalverð hvers fermetra lækka og þar með fasteignaverð. Sem hefur svo bein áhrif á vexti og verðbólgu. Hvar getum við byggt heimili sem eru minna Bo Bedre meira bara grunn heimili án alls auka gúrme? Reykjavíkurborg á drjúgan hluta lands við Ártúnshöfða sem er nú að fara í uppbyggingu. Ef borgin myndi stíga inn með forhannaðar eignir til uppbyggingar í anda fyrrnefndar bakkamenningar væri það verulegt innstig í mótun verðlags, áhrif á fasteignamarkaðin í heild sinni, áhrif á verðbólgu og lífsgæði okkar allra. Við í Viðreisn munum leggja fram tillögu á næsta borgarstjórnarfundi um að þessi skref verið stigin ákveðin inn í uppbyggingaráform borgarinnar, hér ber borgin ábyrgð, setjum stefnu sem vinnur að bættu samfélagi fyrir alla. Við getum stór bætt húsnæðisástand á sama tíma og við höfum áhrif á verð mótun á fasteignamarkaði, verðbólgu og lífsgæði fljölda borgarbúa. Höfundur er varaborgarfulltrúi Viðresinar.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar