Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar 29. ágúst 2025 07:30 Þreyta sem enginn á að bera einn Ég er orðinn þreyttur á að missa fólk sem mér þykir vænt um. Seint árið 2022 og fram á 2023 kom ég að tilraun vinar. Mánuði síðar keyrði náinn samstarfsmaður út í sjó. Tveimur mánuðum eftir það missti ég annan vin vegna neyslu. Eitthvað brast. Kerfið greip mig ekki. Ég fékk aðstoð frá fólki sem ég vann fyrir og gat borgað með vinnuframlagi. Það geta ekki allir. Við verðum að grípa þetta strax. Ég er þreyttur. Mjög þreyttur. En ég neita að gefast upp. Við verðum að grípa fólkið sem stendur frammi fyrir lokuðum dyrum alls staðar. Og hefur ekki bakland eins og ég sem styður mig þegar ég þarf. Minning sem verður ekki þögguð Nýlega fékk ég þær sorgarfréttir að vinkona mín, ein fallegasta sál sem ég hef kynnst, tók eigið líf. Til minningar um hana setti ég færslu á Facebook þann 26. ágúst. Færslan sem opnaði læstar dyr Það rignir enþá inn skilaboðum. Færslan fór hratt yfir hundrað og fimmtíu þúsund eftir hádegi daginn eftir. Um kvöldmatarleyti sama dag fór hún yfir tvö hundruð þúsund. Daginn þar á eftir var hún komin í tvö hundruð þrjátíu og fjögur þúsund síðdegis og rúm tvö hundruð fjörutíu og þrjú þúsund um kvöldið. Nú er hún í um tvö hundruð fimmtíu og eitt þúsund þegar ég skrifa þennan pistil. Ég starfa í markaðssetningu á netinu og hef unnið með greidda dreifingu. Ég hef ekki séð svona dreifingu áður. Það segir mér eitt. Ég er ekki einn. Það eru fleiri orðin þreytt. Þetta er svar sem krefst heiðarleika Þessi pistill er svar til mannsins sem skrifaði í athugasemdum hjá mér og spurði beint af hverju við grípum ekki fyrr, af hverju biðlistar eru endalausir og hvað við gerum strax í dag. Ég spyr sömu spurninga. Að lifa með haus sem þarf hjálp Ég er þreyttur, ekki bara á því að halda haus. Það gengur svo sem, en ég er þreyttur á að gera þetta einn. Þó vinir og ættingjar standi með mér og ég sé að mennta mig í ADHD markþjálfun þarf ég líka fagfólk. Ég á ekki efni á einkaleiðinni og hef áður skrifað um það. Ég borgaði hundrað og fimmtíu þúsund krónur fyrir sálfræðimat sem staðfesti það sem ég vissi, að ég væri með ADHD, án leiðsagnar og stuðnings, bara skilaboðin að á netinu væri lesefni. Ég var 42 ára þegar ég fékk þessa greiningu. Síðan þarf mat geðlæknis og biðin er löng. Ég ákvað að hjálpa mér sjálfur með stuðningi aðstandenda og þrjósku að vopni. Ekki allir hafa þann stuðning eða þorið. Sumir þurfa meira. Á meðan talað er um viðmið upp á þrjátíu daga getur raunveruleg bið mælst í mánuðum og árum. Börn í bið eru ekki tölur Á sama tíma kemur fólk til Íslands úr stríðum og glímir við áfallastreitu. Þjónustuþörfin vex. Í ársskýrslu Umboðsmanns barna 2024 er dregin upp alvarleg mynd af stöðu barna í miklum vanda, þar á meðal um bið og brotakennda þjónustu. Þetta eru ekki Excel línur. Þetta eru börn. Að laga þetta er ekki bara mannúð. Þetta er líka skynsemi. Færri sjálfsvíg, minni falinn kostnaður, minna álag á heilbrigðis og réttarkerfi, meiri þátttaka í námi og vinnu. Þegar fólki líður betur sparast fé og líf verða betri. Spurningar til samvisku kerfisins og þeirra sem bera ábyrð Erum við bara tölur á blaði í ykkar augum. Hver er manneskjan á bak við línuna í Excel. Hvað heitir barnið sem er í bið á degi númer hundrað sjötíu og þrjú og hver hringir í það í dag.? Hvar byrjar ég ef ég er einn með þungan haus og enga peninga. Nefnið lifandi leið sem virkar núna með nafni og símanúmeri á ykkar vegum ekki góðgerðarsamtök. Hversu margir bíða í dag eftir greiningu og eftir fyrstu meðferð. Ekki áætlanir, heldur rauntala sem uppfærir sig daglega.? Hvað getum við gert strax í dag til að fækka bráðum áföllum. Nefnið þrjár aðgerðir, hver ber ábyrgð og hvenær sýna þær árangur? Hagnýtar leiðir fyrir þá sem þurfa Fyrir þá sem eru að reyna að fóta sig með ADHDhttps://www.visir.is/g/20232476298d/ad-rafa-um-volundar-hus-ein-mana-leikans-med-adhd Fyrir aðstandendur sem vilja styðjahttps://www.visir.is/g/20232494960d/ad-stydja-ast-vin-med-adhd-rad-fyrir-fjol-skyldur Ég vil hvetja alla sem eru að glíma við erfiðar hugsanir, eða eiga aðstandanda sem á erfitt, að hafa samband við Píeta Samtökin í síma 552 2218 eða skoða www.pieta.is Neyðarlínan er opin allan sólarhringinn, alla daga. Þau eru öflug samtök sem bjóða upp á ókeypis og trúnaðarmiðaðan stuðning, bæði fyrir þá sem hugsa um að binda endi á líf sitt og fyrir aðstandendur. Þú ert ALDREI ein/n. Það er svo sárt að fá fréttir af ungu, hæfileikaríku fólki sem fellur frá alltof ungt. - Elsku þú ❤ þín verður sárt saknað. Ef þú lest þetta og ert þreyttur þá vil ég að þú vitir að ég sé þig. Þú ert ekki einn. Stundum þurfum við ekki ráð heldur bara að finna að einhver standi með okkur. Ég bið kerfið um svör og ábyrgð. Ég bið samfélagið um samkennd og nærveru. Og ég bið þig sem ert að lesa að halda í vonina þótt hún sé lítil í dag. Hún er samt til. Ég ætla ekki að gefast upp. Hér eru þrjár aðrar skoðanir sem gætu gefið smá ljós, ég get ekki meira en notað mína reynslu og miðla því áfram. Vildi ég gæti hjálpað meira, gert meira. En ég er þreyttur. Fyrir þá sem eru að reyna að fóta sig með ADHD https://www.visir.is/g/20232476298d/ad-rafa-um-volundar-hus-ein-mana-leikans-med-adhd Fyrir aðstandendur sem vilja styðja https://www.visir.is/g/20232494960d/ad-stydja-ast-vin-med-adhd-rad-fyrir-fjol-skyldur Fyrir ykkur sem berið ábyrgð! https://www.visir.is/g/20242576883d/mannrettindi-folks-med-andleg-veikindi-eda-fiknisjukdoma-a-islandi-eru-litil-sem-engin Höfundur er viðurkenndur Markþjálfi, rithöfundur og fjölmiðlamaður með ADHD og PTSD. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein ADHD Mest lesið Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Þreyta sem enginn á að bera einn Ég er orðinn þreyttur á að missa fólk sem mér þykir vænt um. Seint árið 2022 og fram á 2023 kom ég að tilraun vinar. Mánuði síðar keyrði náinn samstarfsmaður út í sjó. Tveimur mánuðum eftir það missti ég annan vin vegna neyslu. Eitthvað brast. Kerfið greip mig ekki. Ég fékk aðstoð frá fólki sem ég vann fyrir og gat borgað með vinnuframlagi. Það geta ekki allir. Við verðum að grípa þetta strax. Ég er þreyttur. Mjög þreyttur. En ég neita að gefast upp. Við verðum að grípa fólkið sem stendur frammi fyrir lokuðum dyrum alls staðar. Og hefur ekki bakland eins og ég sem styður mig þegar ég þarf. Minning sem verður ekki þögguð Nýlega fékk ég þær sorgarfréttir að vinkona mín, ein fallegasta sál sem ég hef kynnst, tók eigið líf. Til minningar um hana setti ég færslu á Facebook þann 26. ágúst. Færslan sem opnaði læstar dyr Það rignir enþá inn skilaboðum. Færslan fór hratt yfir hundrað og fimmtíu þúsund eftir hádegi daginn eftir. Um kvöldmatarleyti sama dag fór hún yfir tvö hundruð þúsund. Daginn þar á eftir var hún komin í tvö hundruð þrjátíu og fjögur þúsund síðdegis og rúm tvö hundruð fjörutíu og þrjú þúsund um kvöldið. Nú er hún í um tvö hundruð fimmtíu og eitt þúsund þegar ég skrifa þennan pistil. Ég starfa í markaðssetningu á netinu og hef unnið með greidda dreifingu. Ég hef ekki séð svona dreifingu áður. Það segir mér eitt. Ég er ekki einn. Það eru fleiri orðin þreytt. Þetta er svar sem krefst heiðarleika Þessi pistill er svar til mannsins sem skrifaði í athugasemdum hjá mér og spurði beint af hverju við grípum ekki fyrr, af hverju biðlistar eru endalausir og hvað við gerum strax í dag. Ég spyr sömu spurninga. Að lifa með haus sem þarf hjálp Ég er þreyttur, ekki bara á því að halda haus. Það gengur svo sem, en ég er þreyttur á að gera þetta einn. Þó vinir og ættingjar standi með mér og ég sé að mennta mig í ADHD markþjálfun þarf ég líka fagfólk. Ég á ekki efni á einkaleiðinni og hef áður skrifað um það. Ég borgaði hundrað og fimmtíu þúsund krónur fyrir sálfræðimat sem staðfesti það sem ég vissi, að ég væri með ADHD, án leiðsagnar og stuðnings, bara skilaboðin að á netinu væri lesefni. Ég var 42 ára þegar ég fékk þessa greiningu. Síðan þarf mat geðlæknis og biðin er löng. Ég ákvað að hjálpa mér sjálfur með stuðningi aðstandenda og þrjósku að vopni. Ekki allir hafa þann stuðning eða þorið. Sumir þurfa meira. Á meðan talað er um viðmið upp á þrjátíu daga getur raunveruleg bið mælst í mánuðum og árum. Börn í bið eru ekki tölur Á sama tíma kemur fólk til Íslands úr stríðum og glímir við áfallastreitu. Þjónustuþörfin vex. Í ársskýrslu Umboðsmanns barna 2024 er dregin upp alvarleg mynd af stöðu barna í miklum vanda, þar á meðal um bið og brotakennda þjónustu. Þetta eru ekki Excel línur. Þetta eru börn. Að laga þetta er ekki bara mannúð. Þetta er líka skynsemi. Færri sjálfsvíg, minni falinn kostnaður, minna álag á heilbrigðis og réttarkerfi, meiri þátttaka í námi og vinnu. Þegar fólki líður betur sparast fé og líf verða betri. Spurningar til samvisku kerfisins og þeirra sem bera ábyrð Erum við bara tölur á blaði í ykkar augum. Hver er manneskjan á bak við línuna í Excel. Hvað heitir barnið sem er í bið á degi númer hundrað sjötíu og þrjú og hver hringir í það í dag.? Hvar byrjar ég ef ég er einn með þungan haus og enga peninga. Nefnið lifandi leið sem virkar núna með nafni og símanúmeri á ykkar vegum ekki góðgerðarsamtök. Hversu margir bíða í dag eftir greiningu og eftir fyrstu meðferð. Ekki áætlanir, heldur rauntala sem uppfærir sig daglega.? Hvað getum við gert strax í dag til að fækka bráðum áföllum. Nefnið þrjár aðgerðir, hver ber ábyrgð og hvenær sýna þær árangur? Hagnýtar leiðir fyrir þá sem þurfa Fyrir þá sem eru að reyna að fóta sig með ADHDhttps://www.visir.is/g/20232476298d/ad-rafa-um-volundar-hus-ein-mana-leikans-med-adhd Fyrir aðstandendur sem vilja styðjahttps://www.visir.is/g/20232494960d/ad-stydja-ast-vin-med-adhd-rad-fyrir-fjol-skyldur Ég vil hvetja alla sem eru að glíma við erfiðar hugsanir, eða eiga aðstandanda sem á erfitt, að hafa samband við Píeta Samtökin í síma 552 2218 eða skoða www.pieta.is Neyðarlínan er opin allan sólarhringinn, alla daga. Þau eru öflug samtök sem bjóða upp á ókeypis og trúnaðarmiðaðan stuðning, bæði fyrir þá sem hugsa um að binda endi á líf sitt og fyrir aðstandendur. Þú ert ALDREI ein/n. Það er svo sárt að fá fréttir af ungu, hæfileikaríku fólki sem fellur frá alltof ungt. - Elsku þú ❤ þín verður sárt saknað. Ef þú lest þetta og ert þreyttur þá vil ég að þú vitir að ég sé þig. Þú ert ekki einn. Stundum þurfum við ekki ráð heldur bara að finna að einhver standi með okkur. Ég bið kerfið um svör og ábyrgð. Ég bið samfélagið um samkennd og nærveru. Og ég bið þig sem ert að lesa að halda í vonina þótt hún sé lítil í dag. Hún er samt til. Ég ætla ekki að gefast upp. Hér eru þrjár aðrar skoðanir sem gætu gefið smá ljós, ég get ekki meira en notað mína reynslu og miðla því áfram. Vildi ég gæti hjálpað meira, gert meira. En ég er þreyttur. Fyrir þá sem eru að reyna að fóta sig með ADHD https://www.visir.is/g/20232476298d/ad-rafa-um-volundar-hus-ein-mana-leikans-med-adhd Fyrir aðstandendur sem vilja styðja https://www.visir.is/g/20232494960d/ad-stydja-ast-vin-med-adhd-rad-fyrir-fjol-skyldur Fyrir ykkur sem berið ábyrgð! https://www.visir.is/g/20242576883d/mannrettindi-folks-med-andleg-veikindi-eda-fiknisjukdoma-a-islandi-eru-litil-sem-engin Höfundur er viðurkenndur Markþjálfi, rithöfundur og fjölmiðlamaður með ADHD og PTSD.
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar