Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar 28. ágúst 2025 19:00 Vonarskarð er eitt af djásnum Vatnajökulsþjóðgarðs. Þar ræður fjallakyrrðin ríkjum og landslagið ber með sér fjölbreytileika sem á sér fáa líka: svartir sandar, hverasvæði, mýrlendi í yfir 900 m hæð og viðkvæmt gróðurfar þar sem vaxtartíminn er stuttur og öll röskun verður alvarleg og langvinn. Verndargildi Vonarskarðs er metið mjög hátt á alþjóðavísu og hefur Náttúrufræðistofnun lagt til að auka verndarstig svæðisins til að endurspegla það mat. Við Íslendingar berum sérstaka ábyrgð á að standa vörð um víðerni landsins. Hér erum við vörslumenn um 43% allra víðerna í Evrópu, og það sem við gerum skiptir máli langt út fyrir landsteinana. Vonarskarð er hluti af þessum sameiginlegu auðæfum og ekki síst þeim náttúruverðmætum sem UNESCO hefur viðurkennt með því að setja Vatnajökulsþjóðgarð á heimsminjaskrá. Þrátt fyrir þetta hefur hávær en fámennur þrýstihópur ítrekað reynt að fá akstur um skarðið heimilaðan og nú er gengið svo langt að komin er fram breytingatillaga að stjórnunar- og verndaráætlun þjóðgarðsins um að heimila vélknúna umferð um Vonarskarð í tilraunaskyni til fimm ára. Tillagan brýtur gegn gildandi lögum um þjóðgarðinn, gengur þvert á umsagnir sérfræðistofnana og myndi, samkvæmt óháðu mati Wildland Research Institute, skerða óbyggð víðerni skarðsins um meira en helming. Vegalagning eða reglubundinn akstur um Vonarskarð stefnir þessum verðmætum í hættu án nokkurs ávinnings. Leiðin um Vonarskarð er hvorki vegur í skilningi vegalaga né náttúruverndarlaga og væri því hér um að ræða utanvegaakstur í boði opinberra aðila og gróft brot á 31. gr. um akstur utan vega í lögum um náttúruvernd. Það vekur upp alvarlegar spurningar að ákvarðanir um vernd sem teknar hafa verið af fagmennsku séu þæfðar árum saman og teknar til endurskoðunar án sýnilegs ávinnings fyrir þjóðgarðinn eða náttúruna sem hann geymir. Slík vinnubrögð grafa undan trúverðugleika þjóðgarðsins og senda þau skilaboð að hægt sé að semja um náttúruvernd – jafnvel á okkar verðmætustu svæðum. Vonarskarð á að vera friðland framtíðarinnar, ekki tilraunareitur. Ég hvet því alla til að senda inn athugasemd við þessa tillögu og að fallið verður tafarlaust frá þessum áformum. Umsagnarfrestur er til og með 3. september 2025. Höfundur er formaður Skrauta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vatnajökulsþjóðgarður Umhverfismál Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Sjá meira
Vonarskarð er eitt af djásnum Vatnajökulsþjóðgarðs. Þar ræður fjallakyrrðin ríkjum og landslagið ber með sér fjölbreytileika sem á sér fáa líka: svartir sandar, hverasvæði, mýrlendi í yfir 900 m hæð og viðkvæmt gróðurfar þar sem vaxtartíminn er stuttur og öll röskun verður alvarleg og langvinn. Verndargildi Vonarskarðs er metið mjög hátt á alþjóðavísu og hefur Náttúrufræðistofnun lagt til að auka verndarstig svæðisins til að endurspegla það mat. Við Íslendingar berum sérstaka ábyrgð á að standa vörð um víðerni landsins. Hér erum við vörslumenn um 43% allra víðerna í Evrópu, og það sem við gerum skiptir máli langt út fyrir landsteinana. Vonarskarð er hluti af þessum sameiginlegu auðæfum og ekki síst þeim náttúruverðmætum sem UNESCO hefur viðurkennt með því að setja Vatnajökulsþjóðgarð á heimsminjaskrá. Þrátt fyrir þetta hefur hávær en fámennur þrýstihópur ítrekað reynt að fá akstur um skarðið heimilaðan og nú er gengið svo langt að komin er fram breytingatillaga að stjórnunar- og verndaráætlun þjóðgarðsins um að heimila vélknúna umferð um Vonarskarð í tilraunaskyni til fimm ára. Tillagan brýtur gegn gildandi lögum um þjóðgarðinn, gengur þvert á umsagnir sérfræðistofnana og myndi, samkvæmt óháðu mati Wildland Research Institute, skerða óbyggð víðerni skarðsins um meira en helming. Vegalagning eða reglubundinn akstur um Vonarskarð stefnir þessum verðmætum í hættu án nokkurs ávinnings. Leiðin um Vonarskarð er hvorki vegur í skilningi vegalaga né náttúruverndarlaga og væri því hér um að ræða utanvegaakstur í boði opinberra aðila og gróft brot á 31. gr. um akstur utan vega í lögum um náttúruvernd. Það vekur upp alvarlegar spurningar að ákvarðanir um vernd sem teknar hafa verið af fagmennsku séu þæfðar árum saman og teknar til endurskoðunar án sýnilegs ávinnings fyrir þjóðgarðinn eða náttúruna sem hann geymir. Slík vinnubrögð grafa undan trúverðugleika þjóðgarðsins og senda þau skilaboð að hægt sé að semja um náttúruvernd – jafnvel á okkar verðmætustu svæðum. Vonarskarð á að vera friðland framtíðarinnar, ekki tilraunareitur. Ég hvet því alla til að senda inn athugasemd við þessa tillögu og að fallið verður tafarlaust frá þessum áformum. Umsagnarfrestur er til og með 3. september 2025. Höfundur er formaður Skrauta.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar