Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar 28. ágúst 2025 16:33 Þétting byggðar í borginni hefur verið með umdeildari málum á undanförnum árum. Markmiðið með þessari þéttingarstefnu er eins og flestir vita að nýta betur landrými innan borgarinnar, styrkja almenningssamgöngur og draga úr bílaumferð - ásamt því að nýta eins vel og hægt er þá innviði sem til staðar eru. Með því er hægt að komast hjá þeim mikla kostnaði sem felst í því að byggja upp nánast frá grunni - nýja innviði í nýjum hverfum. En hefur þetta markmið minnkað húsnæðisvandann í Reykjavík? „Skipbrot“ á þurru landi Mikil þétting hefur átt sér stað á tilteknum reitum - meðal annars í eldri hverfum borgarinnar. Of mikil þétting hefur neikvæð áhrif á hljóðvist, birtu og fjölda grænna svæða - og þar með heildargæði byggðar. Einnig hefur oft komið í ljós að Íbúar sumra hverfa telja sig ekki hafa fengið nægileg tækifæri til að hafa áhrif á skipulagið. Fulltrúar Flokks fólksins í borgarstjórn hafa lengi bent á þetta. Sú þéttingarstefna sem keyrð hefur verið áfram undanfarin ár, er eins og flest mannana verk - ekki fullkomin. Þrátt fyrir mikla hugsjón “hörðustu úrbanista” fyrri meirihluta, hefur sú stefna á vissan hátt beðið ákveðið skipbrot. Svo þétt hefur verið byggt á nokkrum stöðum að það er eins og gleymst hafi að margir þeirra sem kaupa sér nýtt húsnæði eiga ekki bara hjól - heldur líka bíl. Þétting byggðar þarfnast nýrrar nálgunar Í raun má segja að “þéttingarstefna” sé fyrirbæri sem þarf að ganga í gegnum ákveðinn þroskaferil - þar sem læra þarf af þeim mistökum sem gerð hafa verið. Það er orðið ljóst að þéttingar verkefni þurfa að taka mun meira mið af aðstæðum á hverjum stað. Undanfarið hefur verið dregið töluvert úr byggingarmagni á þéttingarstöðum. Einnig er m.a. lögð meiri áhersla á að niðurstöður greininga um skuggavarp og hljóðvist liggi fyrir áður en framkvæmdir hefjast. Nýr meirihluti í borgarstjórn hefur lagt áherslu á að hlustað verði betur á sjónarmið íbúa - þó ljóst sé að ómögulegt er að gera öllum til geðs þegar kemur að þróun borga. Fyrsta skrefið hlýtur að vera að fara vel yfir alla þá þætti sem mesta gagnrýni hafa fengið. Borgarhönnunarstefna er ekki meitluð í stein Framundan er endurskoðun á borgarhönnunarstefnu sem hefur að gera með verklagsreglur varðandi gæði í uppbyggingu og endurnýjun eldri byggðar - sem og kröfur um hlutfall grænna innviða ásamt fleiru. Einnig eru bílastæðamál eitthvað sem virkilega þarf að skoða ef vel á að takast í áframhaldandi borgarþróun. Bílum er að fjölga en ekki fækka - og við því þarf að einfaldlega að bregðast með einhverjum hætti. Í stuttu máli - þúsundir nýrra íbúða í nýjum hverfum það er stuttur tími eftir af þessu kjörtímabili. Það liggur fyrir í meirihlutasamþykkt borgarstjórnar að stefnt er að því að flýta uppbyggingu nýrra hverfa eins og hægt er - en ný hverfi rísa ekki á nokkrum mánuðum, heldur á nokkrum árum. Gert er ráð fyrir þúsundum nýrra íbúða í nýjum hverfum til þess að koma enn betur til móts við þarfir húsnæðismarkaðarins. Þétting byggðar miðsvæðis í borginni hefur alið af sér hærra fasteignaverð - og það er ekki að hjálpa meirihluta þeirra sem vilja kaupa sér húsnæði í borginni. Enn meiri áhersla á uppbyggingu hagkvæmra íbúða í blandaðri byggð nýrra hverfa, er það sem koma skal - í stað dýrra lúxusíbúða á besta stað í miðborginni sem færri hafa efni á að kaupa. Höfundur er fyrsti varaborgarfulltrúi Flokks fólksins og situr m.a. í umhverfis- og skipulagsráði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flokkur fólksins Skipulag Borgarstjórn Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson Mest lesið Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Sjá meira
Þétting byggðar í borginni hefur verið með umdeildari málum á undanförnum árum. Markmiðið með þessari þéttingarstefnu er eins og flestir vita að nýta betur landrými innan borgarinnar, styrkja almenningssamgöngur og draga úr bílaumferð - ásamt því að nýta eins vel og hægt er þá innviði sem til staðar eru. Með því er hægt að komast hjá þeim mikla kostnaði sem felst í því að byggja upp nánast frá grunni - nýja innviði í nýjum hverfum. En hefur þetta markmið minnkað húsnæðisvandann í Reykjavík? „Skipbrot“ á þurru landi Mikil þétting hefur átt sér stað á tilteknum reitum - meðal annars í eldri hverfum borgarinnar. Of mikil þétting hefur neikvæð áhrif á hljóðvist, birtu og fjölda grænna svæða - og þar með heildargæði byggðar. Einnig hefur oft komið í ljós að Íbúar sumra hverfa telja sig ekki hafa fengið nægileg tækifæri til að hafa áhrif á skipulagið. Fulltrúar Flokks fólksins í borgarstjórn hafa lengi bent á þetta. Sú þéttingarstefna sem keyrð hefur verið áfram undanfarin ár, er eins og flest mannana verk - ekki fullkomin. Þrátt fyrir mikla hugsjón “hörðustu úrbanista” fyrri meirihluta, hefur sú stefna á vissan hátt beðið ákveðið skipbrot. Svo þétt hefur verið byggt á nokkrum stöðum að það er eins og gleymst hafi að margir þeirra sem kaupa sér nýtt húsnæði eiga ekki bara hjól - heldur líka bíl. Þétting byggðar þarfnast nýrrar nálgunar Í raun má segja að “þéttingarstefna” sé fyrirbæri sem þarf að ganga í gegnum ákveðinn þroskaferil - þar sem læra þarf af þeim mistökum sem gerð hafa verið. Það er orðið ljóst að þéttingar verkefni þurfa að taka mun meira mið af aðstæðum á hverjum stað. Undanfarið hefur verið dregið töluvert úr byggingarmagni á þéttingarstöðum. Einnig er m.a. lögð meiri áhersla á að niðurstöður greininga um skuggavarp og hljóðvist liggi fyrir áður en framkvæmdir hefjast. Nýr meirihluti í borgarstjórn hefur lagt áherslu á að hlustað verði betur á sjónarmið íbúa - þó ljóst sé að ómögulegt er að gera öllum til geðs þegar kemur að þróun borga. Fyrsta skrefið hlýtur að vera að fara vel yfir alla þá þætti sem mesta gagnrýni hafa fengið. Borgarhönnunarstefna er ekki meitluð í stein Framundan er endurskoðun á borgarhönnunarstefnu sem hefur að gera með verklagsreglur varðandi gæði í uppbyggingu og endurnýjun eldri byggðar - sem og kröfur um hlutfall grænna innviða ásamt fleiru. Einnig eru bílastæðamál eitthvað sem virkilega þarf að skoða ef vel á að takast í áframhaldandi borgarþróun. Bílum er að fjölga en ekki fækka - og við því þarf að einfaldlega að bregðast með einhverjum hætti. Í stuttu máli - þúsundir nýrra íbúða í nýjum hverfum það er stuttur tími eftir af þessu kjörtímabili. Það liggur fyrir í meirihlutasamþykkt borgarstjórnar að stefnt er að því að flýta uppbyggingu nýrra hverfa eins og hægt er - en ný hverfi rísa ekki á nokkrum mánuðum, heldur á nokkrum árum. Gert er ráð fyrir þúsundum nýrra íbúða í nýjum hverfum til þess að koma enn betur til móts við þarfir húsnæðismarkaðarins. Þétting byggðar miðsvæðis í borginni hefur alið af sér hærra fasteignaverð - og það er ekki að hjálpa meirihluta þeirra sem vilja kaupa sér húsnæði í borginni. Enn meiri áhersla á uppbyggingu hagkvæmra íbúða í blandaðri byggð nýrra hverfa, er það sem koma skal - í stað dýrra lúxusíbúða á besta stað í miðborginni sem færri hafa efni á að kaupa. Höfundur er fyrsti varaborgarfulltrúi Flokks fólksins og situr m.a. í umhverfis- og skipulagsráði.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun