Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar 24. ágúst 2025 10:01 Að ógleymdri mörg þúsund ára langri og flókinni sögu þjóða fyrir botni Miðjarðarhafs er nauðsynlegt að merkja við tímalínuna á miðjum 3. áratug 21. aldar. Í aðdraganda árásar Hamas á Ísrael 7. október 2023 höfðu ísraelskir borgarar fjölmennt á götum ísraelskra borga tugum og hundruðum þúsunda saman kvöld efti kvöld vikum og mánuðum saman til að mótmæla Netanyahu forsætisráðherra og öfgahægri ríkisstjórn hans. Um þær mundir hafði ríkissaksóknari Ísraels birt Nethanyahu ákæru fyrir vanrækslu í starfi, mútuþægni, fjársvik og trúnaðarbrot. Augljóst er að athygli ísraelska hersins og harðsnúinnar leyniþjónustu landsins hafi um of beinst inn á við að fjöldamótmælunum á götum borganna en í staðinn um of frá mörkunum að Gaza þar sem haldið hefur verið uppi sérlega strangri öryggisgæslu áratugum saman. Því hafi Hamas gripið það óvænta tækifæri, sem þannig gafst, til útrásar með hryllilegum afleiðingum. Líklegt er að stjórn Ísraelsríkis hafi með enn skelfilegri og langdregnari viðbrögðum skaðað orðspor og hagsmuni Gyðinga um allan heim, bæði innan og utan Ísraels, varanlega eða amk. til langrar framtíðar. Ekki er td. ólíklegt að í ólýsanlegum hörmungum sl. tveggja ára á Gaza hafi Ísraelsher fyllt hug og hjörtu hundruða þúsunda, jafnvel milljóna Gazabúa ævilangri heift og hatri um ókomin ár og aldir. Margar ríkisstjórnir vestrænna lýðræðisríkja hafa enn ekki haft kjark eða döngun í sér til að draga skýra línu milli þjóðar og samfélags gyðinga, sögu þeirra og menningu annars vegar og hins vegar öfgafullra stjórnvalda Ísraelsríkis. Engu er líkara en ísraelski herinn skjóti og varpi sprengjum á öll mjúku skotmörkin, sjúkrahús, matarmarkaði, bænastaði, tjaldbúðir og jafnvel hópa kvenna og barna í von um að einhvers staðar leynist Hamasliðar. Engu er líkara en þessi her virði líf Gazabúa minna en einskis. Er hugsanleg að Netanyahu haldi stríðsrekstri sínum á Gaza áfram eins lengi og mögulet er til þess eins að forðast ákærur á hendur sér persónulega fyrir mútuþægni, trúnaðarbrot, fjársvik, og vanrækslu í starfi ? Er hugsanleg að Netanyahu ætli að raungera hugmynd vinar síns, fasteignsalans í Hvíta húsinu, um að breyta Gaza í glæsilegt fasteignaævintýri. Rústirnar væru etv. efni í dálaglega landfyllingu á Miðjarðarhafsströndinni ? Eitt er víst. Á meðan voldugasti fasteignasali heims veitir Netanyahu óskoraðan stuðning mun Ísraelsher halda áfram að fremja þjóðarmorð. Þess vegna þurfa allir að beina orðum sínum að Hvíta húsinu, sem fjármagnar meðvitað eða ómeðvitað þá hungursneyð af manna völdum, sem Sameinuðu þjóðirnar og IPC hafa lýst yfir í dag. Föstudagurinn 22. ágúst 2025 verðskuldar annað greinilegt merki á rás tímans. Þó við Íslendingar séu agnarsmátt samfélag meðal þjóða heims verður rödd okkar að heyrast. Strax ! Og það hátt og snallt ! Höfundur er arkitekt Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Að ógleymdri mörg þúsund ára langri og flókinni sögu þjóða fyrir botni Miðjarðarhafs er nauðsynlegt að merkja við tímalínuna á miðjum 3. áratug 21. aldar. Í aðdraganda árásar Hamas á Ísrael 7. október 2023 höfðu ísraelskir borgarar fjölmennt á götum ísraelskra borga tugum og hundruðum þúsunda saman kvöld efti kvöld vikum og mánuðum saman til að mótmæla Netanyahu forsætisráðherra og öfgahægri ríkisstjórn hans. Um þær mundir hafði ríkissaksóknari Ísraels birt Nethanyahu ákæru fyrir vanrækslu í starfi, mútuþægni, fjársvik og trúnaðarbrot. Augljóst er að athygli ísraelska hersins og harðsnúinnar leyniþjónustu landsins hafi um of beinst inn á við að fjöldamótmælunum á götum borganna en í staðinn um of frá mörkunum að Gaza þar sem haldið hefur verið uppi sérlega strangri öryggisgæslu áratugum saman. Því hafi Hamas gripið það óvænta tækifæri, sem þannig gafst, til útrásar með hryllilegum afleiðingum. Líklegt er að stjórn Ísraelsríkis hafi með enn skelfilegri og langdregnari viðbrögðum skaðað orðspor og hagsmuni Gyðinga um allan heim, bæði innan og utan Ísraels, varanlega eða amk. til langrar framtíðar. Ekki er td. ólíklegt að í ólýsanlegum hörmungum sl. tveggja ára á Gaza hafi Ísraelsher fyllt hug og hjörtu hundruða þúsunda, jafnvel milljóna Gazabúa ævilangri heift og hatri um ókomin ár og aldir. Margar ríkisstjórnir vestrænna lýðræðisríkja hafa enn ekki haft kjark eða döngun í sér til að draga skýra línu milli þjóðar og samfélags gyðinga, sögu þeirra og menningu annars vegar og hins vegar öfgafullra stjórnvalda Ísraelsríkis. Engu er líkara en ísraelski herinn skjóti og varpi sprengjum á öll mjúku skotmörkin, sjúkrahús, matarmarkaði, bænastaði, tjaldbúðir og jafnvel hópa kvenna og barna í von um að einhvers staðar leynist Hamasliðar. Engu er líkara en þessi her virði líf Gazabúa minna en einskis. Er hugsanleg að Netanyahu haldi stríðsrekstri sínum á Gaza áfram eins lengi og mögulet er til þess eins að forðast ákærur á hendur sér persónulega fyrir mútuþægni, trúnaðarbrot, fjársvik, og vanrækslu í starfi ? Er hugsanleg að Netanyahu ætli að raungera hugmynd vinar síns, fasteignsalans í Hvíta húsinu, um að breyta Gaza í glæsilegt fasteignaævintýri. Rústirnar væru etv. efni í dálaglega landfyllingu á Miðjarðarhafsströndinni ? Eitt er víst. Á meðan voldugasti fasteignasali heims veitir Netanyahu óskoraðan stuðning mun Ísraelsher halda áfram að fremja þjóðarmorð. Þess vegna þurfa allir að beina orðum sínum að Hvíta húsinu, sem fjármagnar meðvitað eða ómeðvitað þá hungursneyð af manna völdum, sem Sameinuðu þjóðirnar og IPC hafa lýst yfir í dag. Föstudagurinn 22. ágúst 2025 verðskuldar annað greinilegt merki á rás tímans. Þó við Íslendingar séu agnarsmátt samfélag meðal þjóða heims verður rödd okkar að heyrast. Strax ! Og það hátt og snallt ! Höfundur er arkitekt
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar