Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar 19. ágúst 2025 07:00 Síðustu daga hafa býsna margar fréttir borist af „hamförum“ í Haukadalsá. Þeim hefur reyndar fækkað eftir að í ljós kom að megnið af löxunum dularfullu virðast vera hnúðlaxar. Það er merkilegt að sjá hve mörgu hefur verið haldið fram í fjölmiðlum sem stenst ekki skoðun og passar engan veginn við vísindi fiskifræðinnar. Það er vissulega rétt að laxar, sem bera einkenni eldislax, fundust í Haukadalsá. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi vilja árétta að slík mál eru alltaf tekin alvarlega, en nauðsynlegt er að halda ró og byggja umræðuna á staðreyndum. Sjónræn greining getur gefið sterkar vísbendingar um uppruna laxfiska, en ekki er hægt að fullyrða um eldisuppruna nema með erfðagreiningu. Ísland er í þeirri einstöku stöðu að geta rakið uppruna hvers einasta eldisfisks sem settur er í sjó til framleiðanda, og niðurstöður um fjölda og uppruna viðkomandi laxfiska munu liggja fyrir þegar sýni hafa verið rannsökuð. Það er einnig mikilvægt að minna á að ganga eldislaxa í ár jafngildir ekki sjálfkrafa erfðablöndun við villta laxastofna, eins og gjarnan virðist gæta misskilnings um. Rannsóknir hafa sýnt að eldislax hefur takmarkaða æxlunarhæfni og því verður erfðablöndun í raun mun minni en einfalt hlutfall eldislaxa í laxveiðiá gæti gefið til kynna. Þá er einnig ástæða til að árétta að á Íslandi er þegar gengið lengra en í nokkru öðru landi til verndar villtum laxastofnum. Ólíkt Noregi til dæmis er sjókvíaeldi hér aðeins heimilt fjarri þekktum laxveiðiám. Hæst ber þó hið svokallaða áhættumat erfðablöndunar, en með því er Hafrannsóknastofnun falið að meta leyfilegt hámarksmagn frjórra eldisfiska sem heimilt er að ala hér við land án þess að villtum laxastofnum stafi hætta af. Í matinu er beinlínis gert ráð fyrir að strok muni eiga sér stað í ákveðnu hlutfalli við leyfilegt framleiðslumagn, með þá meginforsendu til grundvallar að villtur íslenskur lax hefur aðlagast íslenskri náttúru um árhundruð og hefur getu til að standa af sér ágang eldislaxa ef strok eru innan ákveðinna marka. Þótt áhættumat Hafrannsóknastofnunar geri ráð fyrir að tiltekið hlutfall eldislaxa kunni að rata í ár, er það engu að síður sjálfstætt markmið allra sem starfa við fiskeldi á Íslandi að koma í veg fyrir strok með öllu. Ábyrgð okkar felst í því að halda fjölda strokufiska í algjöru lágmarki, enda er allra hagur að uppbygging fiskeldis fari ekki fram á kostnað villtra laxastofna. Við leggjum metnað í að draga úr þessari áhættu og vinnum áfram með stjórnvöldum og vísindasamfélaginu að úrbótum og vernd villta laxins. Til marks um það var árið 2023 gripið til víðtækra aðgerða í kjölfar umfangsmikillar göngu eldislaxa í ár, meðal annars með auknu eftirliti með kynþroska fiski í eldi og auknu neðansjávareftirliti. Við erum ávallt tilbúin til viðræðna um það sem betur má fara og gerum okkur grein fyrir að mistök geta orðið. Mikilvægt er að læra af reynslunni og byggja upp traust með opnum samskiptum. Það sem þjónar málinu síst er að tala um náttúruhamfarir áður en staðreyndir liggja fyrir. Skynsamlegast er að leyfa vísindunum að leiða umræðuna og vinna saman að áframhaldandi vernd villtra íslenskra laxastofna. Höfundur er framkvæmdastjóri SFS. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiðrún Lind Marteinsdóttir Sjókvíaeldi Fiskeldi Mest lesið Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Síðustu daga hafa býsna margar fréttir borist af „hamförum“ í Haukadalsá. Þeim hefur reyndar fækkað eftir að í ljós kom að megnið af löxunum dularfullu virðast vera hnúðlaxar. Það er merkilegt að sjá hve mörgu hefur verið haldið fram í fjölmiðlum sem stenst ekki skoðun og passar engan veginn við vísindi fiskifræðinnar. Það er vissulega rétt að laxar, sem bera einkenni eldislax, fundust í Haukadalsá. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi vilja árétta að slík mál eru alltaf tekin alvarlega, en nauðsynlegt er að halda ró og byggja umræðuna á staðreyndum. Sjónræn greining getur gefið sterkar vísbendingar um uppruna laxfiska, en ekki er hægt að fullyrða um eldisuppruna nema með erfðagreiningu. Ísland er í þeirri einstöku stöðu að geta rakið uppruna hvers einasta eldisfisks sem settur er í sjó til framleiðanda, og niðurstöður um fjölda og uppruna viðkomandi laxfiska munu liggja fyrir þegar sýni hafa verið rannsökuð. Það er einnig mikilvægt að minna á að ganga eldislaxa í ár jafngildir ekki sjálfkrafa erfðablöndun við villta laxastofna, eins og gjarnan virðist gæta misskilnings um. Rannsóknir hafa sýnt að eldislax hefur takmarkaða æxlunarhæfni og því verður erfðablöndun í raun mun minni en einfalt hlutfall eldislaxa í laxveiðiá gæti gefið til kynna. Þá er einnig ástæða til að árétta að á Íslandi er þegar gengið lengra en í nokkru öðru landi til verndar villtum laxastofnum. Ólíkt Noregi til dæmis er sjókvíaeldi hér aðeins heimilt fjarri þekktum laxveiðiám. Hæst ber þó hið svokallaða áhættumat erfðablöndunar, en með því er Hafrannsóknastofnun falið að meta leyfilegt hámarksmagn frjórra eldisfiska sem heimilt er að ala hér við land án þess að villtum laxastofnum stafi hætta af. Í matinu er beinlínis gert ráð fyrir að strok muni eiga sér stað í ákveðnu hlutfalli við leyfilegt framleiðslumagn, með þá meginforsendu til grundvallar að villtur íslenskur lax hefur aðlagast íslenskri náttúru um árhundruð og hefur getu til að standa af sér ágang eldislaxa ef strok eru innan ákveðinna marka. Þótt áhættumat Hafrannsóknastofnunar geri ráð fyrir að tiltekið hlutfall eldislaxa kunni að rata í ár, er það engu að síður sjálfstætt markmið allra sem starfa við fiskeldi á Íslandi að koma í veg fyrir strok með öllu. Ábyrgð okkar felst í því að halda fjölda strokufiska í algjöru lágmarki, enda er allra hagur að uppbygging fiskeldis fari ekki fram á kostnað villtra laxastofna. Við leggjum metnað í að draga úr þessari áhættu og vinnum áfram með stjórnvöldum og vísindasamfélaginu að úrbótum og vernd villta laxins. Til marks um það var árið 2023 gripið til víðtækra aðgerða í kjölfar umfangsmikillar göngu eldislaxa í ár, meðal annars með auknu eftirliti með kynþroska fiski í eldi og auknu neðansjávareftirliti. Við erum ávallt tilbúin til viðræðna um það sem betur má fara og gerum okkur grein fyrir að mistök geta orðið. Mikilvægt er að læra af reynslunni og byggja upp traust með opnum samskiptum. Það sem þjónar málinu síst er að tala um náttúruhamfarir áður en staðreyndir liggja fyrir. Skynsamlegast er að leyfa vísindunum að leiða umræðuna og vinna saman að áframhaldandi vernd villtra íslenskra laxastofna. Höfundur er framkvæmdastjóri SFS.
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun