Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar 18. ágúst 2025 10:01 Það er ánægjulegt að lesa hjartnæmar þakkir Sivjar Friðleifsdóttur á Vísi þar sem hún þakkar stofnunni fyrir að 90% skilríkjaeftirliti samkvæmt markmiðum stofnunarinnar. Það er auðvitað gott að þakka fyrir gott starf - rétt eins og við þökkum flugfélagi fyrir að lenda flugvélinni í níu af hverjum tíu lendingum og ljósmóðurinni sem missir einungis 10 börn í gólfið af hverjum 100 sem fæðast. Tækninýjung: Að treysta á stopult minni Það er merkilegt að lesa lof á fyrirkomulag þar sem verndun ungmenna byggist á því að starfsfólk áfengisverslana muni eftir að spyrja um skilríki. Til samanburðar nota allar netverslanir á Íslandi rafræn skilríki sem útiloka algerlega sölu til unglinga. En hvers vegna treysta á örugga tækni þegar maður getur treyst á göfug markmið? Milljarðaógn Siv varar við milljarða kostnaðarauka ef ÁTVR yrði lagt niður og engin ungmenni fengju lengur að kaupa vín eins og verið hefur enda muni áfengisneysla þjóðarinnar aukast verulega eins og allir vísindamenn eru sammála um, nánar tiltekið lýðheilsufræðingar sem hafa viðurværi af því að skrifa um eigið mikilvægi í bland við heimsendaspár enda veit sú stétt manna að þú lesandi góður ert algerlega ófær um að sjá fótum þínum forráð í daglegu líf. Enn hefur engum tekist að draga fram svar frá Siv og hennar líkum um af hverju áfengisneysla hefur dregist saman samfara stórauknu aðgengi undanfarin ár sem Siv hefur lýst sem lýðheilsuslysi. Siv og félagar láta hinsvegar staðreyndir ekki trufla góðan hræðsluáróður. Það virðist sem enginn hafi farið fram á það við lýðheilsufræðinginn Siv að sýna fram á orsakasamhengi á milli aukins aðgengis og aukinnar neyslu, t.d. með tilvísun í að matvælaneysla aukist ef matvörubúðum fjölgar eða að lyfjaneysla hafi aukist af því að apótek eru einkarekin. Slík smáatriði eru auðvitað óþörf þegar maður hefur ákveðið niðurstöðuna fyrirfram. Verndun sem virkar... stundum Það er vissulega gott að vita að núverandi kerfi verndar ungmenni í allt að 90% tilfella. Þetta minnir mann á aðrar vel virkar verndarráðstafanir í samfélaginu, eins og að láta slysavarnir bíla virka í 90% árekstra eða að byggingaeftirlitsmenn séu vakandi fyrir bygginganefndarteikningum eftir minni. Hraði snigils Greinarhöfundur gagnrýnir lögreglu fyrir að vera að rannsaka mál enda skilur Siv ekki að lögregla rannsaki jafnt til sýknu og sektar og að ákærur eru ekki gefnar út ef t.d lögsögu skortir auk þess sem ákærusviði lögreglu ætti að vera fullkunnugt um atvinnufrelsisákvæði stjórnarskrárinnar og EES samninginn sem Ísland er bundið af. Niðurstaða Það er verðugt að þakka fyrir gott starf, en kannski ættum við að íhuga hvort 90% árangur í verndun ungmenna sé raunverulega þess virð aði íslenskt samfélag greiði 5,5 milljarða fyrir rekstur á þéttasta neti áfengisverslana í heimi miðað við höfðatölu? Í öðrum geirum samfélagsins væri slíkur árangur álitinn óásættanlegur, en þegar kemur að áfengissölu framsóknarmanna virðist tölfræðin snúast á hvolf. Það er væntanlega tími til að löggjafinn taki heilsteypta ákvörðun um hvort við viljum treysta á tækni sem virkar í 100% tilfella eða halda áfram að treysta á mannlegt minni sem virkar stopult. Höfundur er eigandi Sante. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Netverslun með áfengi Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun Skoðun Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það er ánægjulegt að lesa hjartnæmar þakkir Sivjar Friðleifsdóttur á Vísi þar sem hún þakkar stofnunni fyrir að 90% skilríkjaeftirliti samkvæmt markmiðum stofnunarinnar. Það er auðvitað gott að þakka fyrir gott starf - rétt eins og við þökkum flugfélagi fyrir að lenda flugvélinni í níu af hverjum tíu lendingum og ljósmóðurinni sem missir einungis 10 börn í gólfið af hverjum 100 sem fæðast. Tækninýjung: Að treysta á stopult minni Það er merkilegt að lesa lof á fyrirkomulag þar sem verndun ungmenna byggist á því að starfsfólk áfengisverslana muni eftir að spyrja um skilríki. Til samanburðar nota allar netverslanir á Íslandi rafræn skilríki sem útiloka algerlega sölu til unglinga. En hvers vegna treysta á örugga tækni þegar maður getur treyst á göfug markmið? Milljarðaógn Siv varar við milljarða kostnaðarauka ef ÁTVR yrði lagt niður og engin ungmenni fengju lengur að kaupa vín eins og verið hefur enda muni áfengisneysla þjóðarinnar aukast verulega eins og allir vísindamenn eru sammála um, nánar tiltekið lýðheilsufræðingar sem hafa viðurværi af því að skrifa um eigið mikilvægi í bland við heimsendaspár enda veit sú stétt manna að þú lesandi góður ert algerlega ófær um að sjá fótum þínum forráð í daglegu líf. Enn hefur engum tekist að draga fram svar frá Siv og hennar líkum um af hverju áfengisneysla hefur dregist saman samfara stórauknu aðgengi undanfarin ár sem Siv hefur lýst sem lýðheilsuslysi. Siv og félagar láta hinsvegar staðreyndir ekki trufla góðan hræðsluáróður. Það virðist sem enginn hafi farið fram á það við lýðheilsufræðinginn Siv að sýna fram á orsakasamhengi á milli aukins aðgengis og aukinnar neyslu, t.d. með tilvísun í að matvælaneysla aukist ef matvörubúðum fjölgar eða að lyfjaneysla hafi aukist af því að apótek eru einkarekin. Slík smáatriði eru auðvitað óþörf þegar maður hefur ákveðið niðurstöðuna fyrirfram. Verndun sem virkar... stundum Það er vissulega gott að vita að núverandi kerfi verndar ungmenni í allt að 90% tilfella. Þetta minnir mann á aðrar vel virkar verndarráðstafanir í samfélaginu, eins og að láta slysavarnir bíla virka í 90% árekstra eða að byggingaeftirlitsmenn séu vakandi fyrir bygginganefndarteikningum eftir minni. Hraði snigils Greinarhöfundur gagnrýnir lögreglu fyrir að vera að rannsaka mál enda skilur Siv ekki að lögregla rannsaki jafnt til sýknu og sektar og að ákærur eru ekki gefnar út ef t.d lögsögu skortir auk þess sem ákærusviði lögreglu ætti að vera fullkunnugt um atvinnufrelsisákvæði stjórnarskrárinnar og EES samninginn sem Ísland er bundið af. Niðurstaða Það er verðugt að þakka fyrir gott starf, en kannski ættum við að íhuga hvort 90% árangur í verndun ungmenna sé raunverulega þess virð aði íslenskt samfélag greiði 5,5 milljarða fyrir rekstur á þéttasta neti áfengisverslana í heimi miðað við höfðatölu? Í öðrum geirum samfélagsins væri slíkur árangur álitinn óásættanlegur, en þegar kemur að áfengissölu framsóknarmanna virðist tölfræðin snúast á hvolf. Það er væntanlega tími til að löggjafinn taki heilsteypta ákvörðun um hvort við viljum treysta á tækni sem virkar í 100% tilfella eða halda áfram að treysta á mannlegt minni sem virkar stopult. Höfundur er eigandi Sante.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun