Erlent

Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast á­fram

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Selenskí á miður góðar minningar úr Hvíta húsinu en að þessu sinni mun hann njóta fulltingis annarra Evrópuleiðtoga.
Selenskí á miður góðar minningar úr Hvíta húsinu en að þessu sinni mun hann njóta fulltingis annarra Evrópuleiðtoga. Getty/WPA/Ben Stansall

„Selenskí Úkraínuforseti getur bundið enda á stríðið við Rússa svo til samstundis, ef hann vill, eða hann getur haldið áfram að berjast.“ Þetta sagði Donald Trump Bandaríkjaforseti á samfélagsmiðli sínum Truth Social í gærkvöldi.

Hann sagði Úkraínumenn ekki myndu endurheimta Krímskaga frá Rússum né fá að ganga í Atlantshafsbandalagið. „Sumt breytist aldrei!!!“ sagði hann.

Trump mun taka á móti Selenskí og öðrum leiðtogum Evrópu, þeirra á meðal Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, Friedrich Merz, kanslara Þýskalands, og Emmanuel Macron Frakklandsforseta í Hvíta húsinu í dag.

Þar verða til umræðu fundur Trump og Vladimir Pútín Rússlandsforseta á föstudag og þeir möguleikar sem eru á borðinu fyrir Úkraínu. 

Lítið hefur verið gefið upp um fund Trump og Pútín, sem þykir hafa verið nokkur sigur fyrir síðarnefnda. Boltinn er nú Úkraínumegin, án þess að Rússar hafi gefið nokkuð eftir nema öryggistryggingar til handa Úkraínu af hálfu Bandaríkjanna og Evrópu.

Áhyggjur eru uppi um að Trump muni gera þá kröfu til Selenskí að gefa eftir héruðin Donetsk og Luhansk til að greiða fyrir friði. Evrópuleiðtogarnir munu líklega freista þess að telja Trump á að setja þrýsting á Pútín með frekari viðskiptaþvingunum, eins og Trump hafði sjálfur hótað áður en hann fundaði með Pútín.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×