Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. ágúst 2025 06:44 Trump gerði því skóna í gær að fundur með Selenskí gæti farið fram mjög fljótlega og mögulega í Alaska. Getty/Andrew Harnik Donald Trump Bandaríkjaforseti sagðist í gær telja að Vladimir Pútín Rússlandsforseti vildi komast að samkomulagi um frið í Úkraínu og að hann teldi 75 prósent líkur á því að fundur þeirra í Alaska í kvöld myndi bera árangur. Hann myndi vita það á fyrstu mínútum fundarins hvort Pútín væri alvara. Trump freistaði þess í viðtali við Fox News Radio að sannfæra hlustendur um að hann væri fullfær um að höndla Pútín. „Ég er forseti; hann er ekki að fara að fíflast með mig,“ sagði hann. Þá sagði hann að ef vel gengi gæti fundurinn orðið langur en ef ekki, yrði hann stuttur. Þá endurtók hann og ítrekaði að um fyrsta skref væri að ræða og að mögulegur annar fundur þar sem Vólódimír Selenskí Úkraínuforseti yrði einnig viðstaddur yrði þýðingarmeiri. Trump sagði að á þeim fundi yrðu Pútín og Selenskí að ná saman um að „skipta á milli sín“, sem er tilvísun í kröfur Rússa um að Úkraínumenn láti landsvæði af hendi. Selenskí hefur hingað til neitað að ganga til samninga um slíkt. Þrátt fyrir að virðast nokkuð bjartsýnn um árangur varaði Bandaríkjaforseti hins vegar við væntingum um tafarlaust vopnahlé. Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði að breytingar á vígvellinum gætu gert friðarumleitanir erfiðari en Rússar hafa verið í nokkurri sókn. Þá sagði hann alla gera sér grein fyrir því að til þess að ná fram friði yrðu að koma til öryggistryggingar. Boðað hefur verið til blaðamannafundar Trump og Pútín eftir fundinn í kvöld, sem þykir benda til þess að stjórnvöld vestanhafs séu nokkuð bjartsýn um árangur. Þau hafa hótað Rússum refsiaðgerðum sýni þeir ekki samningsvilja. Bandaríkin Rússland Úkraína Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira
Hann myndi vita það á fyrstu mínútum fundarins hvort Pútín væri alvara. Trump freistaði þess í viðtali við Fox News Radio að sannfæra hlustendur um að hann væri fullfær um að höndla Pútín. „Ég er forseti; hann er ekki að fara að fíflast með mig,“ sagði hann. Þá sagði hann að ef vel gengi gæti fundurinn orðið langur en ef ekki, yrði hann stuttur. Þá endurtók hann og ítrekaði að um fyrsta skref væri að ræða og að mögulegur annar fundur þar sem Vólódimír Selenskí Úkraínuforseti yrði einnig viðstaddur yrði þýðingarmeiri. Trump sagði að á þeim fundi yrðu Pútín og Selenskí að ná saman um að „skipta á milli sín“, sem er tilvísun í kröfur Rússa um að Úkraínumenn láti landsvæði af hendi. Selenskí hefur hingað til neitað að ganga til samninga um slíkt. Þrátt fyrir að virðast nokkuð bjartsýnn um árangur varaði Bandaríkjaforseti hins vegar við væntingum um tafarlaust vopnahlé. Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði að breytingar á vígvellinum gætu gert friðarumleitanir erfiðari en Rússar hafa verið í nokkurri sókn. Þá sagði hann alla gera sér grein fyrir því að til þess að ná fram friði yrðu að koma til öryggistryggingar. Boðað hefur verið til blaðamannafundar Trump og Pútín eftir fundinn í kvöld, sem þykir benda til þess að stjórnvöld vestanhafs séu nokkuð bjartsýn um árangur. Þau hafa hótað Rússum refsiaðgerðum sýni þeir ekki samningsvilja.
Bandaríkin Rússland Úkraína Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira