Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Agnar Már Másson skrifar 14. ágúst 2025 15:07 „Húsnæði og búnaður verulega vanþrifið. Fara þarf í alþrif,“ skrifar fulltrúi Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur í úttekt sína í Metro í Skeifunni. Samsett Mygluvöxtur í kælinum, slitið og jafnvel hættulegt leiksvæði, óhrein snyrting og vanþrifið eldhús var meðal þess sem blasti við fulltrúa Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur þegar hann fór í eftirlit á skyndibitastaðinn Metro í Skeifunni í júlí. Forsvarsmenn Metro segjast hafa brugðist við flestum athugasemdunum eftirlitsins. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur (HER) hefur í ár ráðist tvisvar í reglubundið eftirlit í kjölfar kvartana frá viðskiptavinum, að því er fram kemur í úttektinni sem Vísir hefur undir höndum. Ein kvörtun barst 15. júlí um grun um matareitrun átta ára barns sem hafði borðað kjúklinganagga, franskar, tómatsósu og drukkið vatn. Aðeins ein tilkynning um meinta matareitrun barst en þó kom í ljós við eftirlit HER að hitastigseftirlit hafði verið óvirkt í fyrirtækinu daginn sem meint matareitrun átti sér stað, 10. júlí, og var enn óvirkt þegar úttektin var gerð 15. júlí, þrátt fyrir að kúnninn hefði haft samband við fyrirtækið 11. júlí. Óvarðir ofnar og laust net í leikkastalanum Önnur kvörtunin hafði borist 12. apríl og sneri að leikhorni Metro á Suðurlandsbraut þar sem kvartandi sagði að leikhornið væri „hættulegt börnum þar sem öryggisnet hjá þeim er tætt og börn komast upp á þakið í ca 3 metra hæð“. HER fór í eftirlit í kjölfar kvartanar og staðfesti að öryggisnetið væri laust og auðvelt væri að klifra upp á topp kastalans. Leiksvæðið þarfnast því viðhalds en einnig þarf að taka til inni í kastalanum, þar sem mikið er um sprungna bolta. Netið var laust og auðvelt var er að klifra upp á kastalann. HER lýsir áhyggjum af því.HER „Ekki var hægt að sýna fram á nein gögn um innra eftirlit með leiksvæðinu. Rekstraraðili var búinn að koma upp skriflegu verklagi við innra eftirlit, þrif og viðhald en það virðist hafa dottið upp fyrir,“ skrifar fulltrúi HER. Enn fremur kom fram í nýjustu úttektinni að ekki hafi verið brugðist við þeirri kvörtun með fullnægjandi hætti. Leiktækið á svæðinu var slitið.HER Enn voru óvarðir ofnar inni á leiksvæðinu. „Lagnir sem eru utan á liggjandi og flytja heitt vatn þarf að hylja þannig að börn geti ekki brennt sig á þeim.“ Leikvallatæki voru enn verulega slitið og þarfnaðist enn allsherjarviðhalds eða endurnýjunar, og enn þurfti að yfirfara alla bolta og fjarlægja þá bolta sem væru í ólagi. Brotnar flísar, skítugt gólf og mygluvöxtur En við eftirlit komu enn fleiri frávik í ljós, nánar tiltekið 43 frávik til viðbótar. Flest atriði átti að lagfæra fyrir 30. júlí 2025, sum með hærri forgang fyrir 23. júlí en ekki liggur fyrir hvort brugðist hafi verið við frávikunum sem HER bendir á. Gólf og efnaskápur í ræstiaðstöðu voru óhrein.HER Fulltrúi HER skráði hjá sér að ræstiaðstaða hefði verið ólæst í eftirliti, þrátt fyrir að hún ætti ávallt að vera læst til að tryggja að börn og óviðkomandi kæmust ekki í hættuleg efni. Gólf og efnaskápur í ræstiaðstöðu voru óhrein einnig óhrein og þrifum á snyrtingum var ábótavant. Þrifum á snyrtingum er ábótava, skrifar HER.HER Gólfþrifum í veitingarými hafi einnig verið ábótavant og gólfið klístrað svo að skór límdust við. Skammtari fyrir handgerileyði var óvirkur, skrifar HER. Hvorki hafi verið hægt að fá skammtaðan handgerileyði handfrjálst né með því að þrýsta á pumpuna. Skýrslur eða kvittanir frá þjónustuaðila vegna þrifa á loftræsikerfi hafi ekki verið aðgengilegar til skoðunar í eftirliti. HER benti á að mikilvægt væri að loftræsikerfi væri þrifið reglulega vegna þess að mikil steiking og djúpsteiking valdi uppsöfnun fitu í loftræsikerfi. Gólf og efnaskápur í ræstiaðstöðu voru óhrei. Þá kom fram að árekstrarvarnir á veggjum hafi þarfnast endurnýjunar og að flísar á vegg undir þvottavél hafi verið brotnar. Gólfdúkur í manngengum kæli hafi verið laus frá gólfi og bungað upp, slæmur frágangur á samskeytum gólfdúksins við veggi kælisins. Þessi athugasemd hafði verið gerð áður og hefur ástandið nú ágerst, en nú er greinilegur mygluvöxtur á kælisgólfi. Mygluvöxtur á gólfi í kælinum. HER „Grípa þarf til tafarlausra úrbóta,“ skrifar HER um mygluna. Matvæli geymd óvarin í frystikistu Í úttektinni segir enn fremur að ljós hafi verið óvirk á mörgum stöðum og sjáanleg slikja á stúti klakavélar í veitingasal. Þá voru einnig sjáanleg óhreinindi í klakavélinni baksvæðis. Einangrunarefni væri orðið slitið á lögnum á gólfum í lager á efri hæð. HER benti á að hætt væri við agnalosun úr einangrunarefninu sem getur mengað matvælaumbúðir, leikföng og matvæli sem geymd eru í lagernum. Fara þyrfti yfir og endurnýja þarf brotin áhöld og búnað. Húsnæði og búnaður verulega vanþrifið. HER Plastið á uppþvottagrindum var farið að flagna og kvarnast og skýrslur frá þjónustuaðila uppþvottavélar vegna eftirlits með hitastigi og sápumagni voru ekki aðgengilegar til skoðunar að sögn HER. „Kominn tími á endurnýjun uppþvottagrinda, þar sem plastið er farið að flagna og kvarnast.“HER Matvæli voru einnig geymd óvarin í frystikistu. Þá skrifar HER að samræmisyfirlýsingar fyrir snertiefni úr plasti og gögn um snertiefni sem ekki eru úr plasti hafi ekki verið aðgengilegar til skoðunar í eftirliti. „Fara þarf í alþrif“ „Húsnæði og búnaður verulega vanþrifið. Fara þarf í alþrif,“ segir í skýrslunni, þar sem einnig er bent á að ekki sé sérstakur ræstiklefi fyrir efni og áhöld til ræstinga á eldhúsi. Þrifaskráningar hafi enn fremur fallið niður og þrufti þarf að virkja á ný. Skýrslur, kvittanir eða skráningar vegna þrifa Expert og Ölgerðarinnar á gosdælum hafi heldur ekki verið aðgengilegar til skoðunar í eftirliti. „Að sögn var skipt yfir í gosdrykki frá Ölgerðinni fyrir um mánuði síðan og þess vegna ekki kvittanir til staðar frá þeim Hins vegar hefði átt að halda utan um kvittanir frá Expert vegna þrifa á gosdælum fram að þeim tíma sem Ölgerðin tók við.“ HER bent enn fremur á að þjálfunaráætlun væri ekki til staðar eða að öðru leyti ekki í notkun. Þjálfunaráætlun fyrir atriði sem varða matvælaöryggi og innra eftirlit þurfi aftur á móti að vera til staðar og þarf að halda skriflega utan um hver hefur hlotið hvaða þjálfun. Þannig var ekki hægt að leggja mat á eftirlitsatriði þar sem gögn um þjálfun starfsfólks voru ekki aðgengileg í eftirliti. Sýna þurfi fram á að allt starfsfólk hafi hlotið þjálfun í matvælaöryggi og því innra eftirliti sem starfsstöðin starfrækir. Gólf og efnaskápur í ræstiaðstöðu voru óhrein.HER HER srifar að sttarfsólk hafi verið látið þrífa vinnufatnað heima hjá sér og að þvottavél og þurrkari væru í uppvasksrými, sem er ekki viðeigandi staður. Fulltrúar Metró segja þetta nýja kröfu að hálfu heilbrigðiseftirlitsins. Óvirkt matvælaöryggiskerfi HER bendir á það vanti viðbrögð við frávikum. Skriflegt verklag við upphitun matvæla hafi heldur ekki verið til staðar eða að öðru leyti ekki í notkun en verklagið skal skilgreina viðmiðunarmörk og viðbrögð við frávikum. Matvæli voru geymd óvarin í frysti.HER Engar skráningar á hitastigi eigi sér heldur stað við eldun matvæla og ekki í hitaborðum. Auk þess voru engar skráningar til staðar vegna eftirlits með hitastigi kæla, frysta og kæliborða. Enn fremur hafi engar skráningar hafi verið vegna eftirlits með hitastigi kæla, frysta og kæliborða. Enn fremur var bent á að skráningar vegna móttökueftirlits hafi fallið niður eða væru að öðru leyti ekki virkar. Matvælaöryggiskerfi starfsstöðvarinnar hafi einnig verið óvirkt en fulltrúi HER skrifar hjá sér að virkja þurfi innra eftirlit og skráningu vegna þess, sem nái að lágmarki til þeirra athugasemda sem gerðar voru í eftirlitsskýrslunni. Einnig var gerð athugasemd við það að hitastig matvæla í efri hillu í hitaborði fyrir tilbúna borgara mældist undir 60°C með yfirborðshitamæli. Þá er bent á að sorpflokkunarílát vanti fyrir gesti í veitingasal og að allt sorp gesta fari í almennt rusl. „Auka þarf sorpflokkun í Metro,“ skrifar fulltrúi HER og bendir á að eingöngu pappi og notuð steikingarolía séu flokkuð. Allt annað fari í almennt. Þá var bent á að fita úr fituskilju hafi lekið út á gólf. Fita úr fituskilju hefur lekið út á gólf. HER Segjast búin að bregðast við nánast öllu María Rún Hafliðadóttir, framkvæmdastjóri Metró, segir í samtali við fréttastofu að sum af þeim atriðum sem komu fram í úttektinni hafi komið á óvart en sum séu vegna breyttra krafna um heilsuhætti. Búið sé að bregðast við öllum nema þremur atriðum, meðal annars gæðavottun um umbúðir og breytingum á húsnæði vegna breyttra krafna um þvottavélar. Heildarniðurstaða í úttekt HER á Metró er 77 af 131, eða tæplega sex af tíu. Þar af voru 45 athugasemdir flaggaðar og 54 úrbóta krafist. Í desember 2021 réðst HER í úttekt á sama veitingastað Metro og fékk þar einn í einkunn af fimm mögulegum, að því er DV greindi frá. Veitingastaðir Heilbrigðiseftirlit Heilbrigðismál Matur Mest lesið Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Neytendur Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Grunur um listeríu í vinsælum ostum Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn, Símanum og Nova Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Vara við eggjum í kleinuhringjum Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur „Þær eru bara of dýrar“ Skamma og banna Play að blekkja neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Kaffi heldur áfram að hækka í verði Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Sjá meira
Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur (HER) hefur í ár ráðist tvisvar í reglubundið eftirlit í kjölfar kvartana frá viðskiptavinum, að því er fram kemur í úttektinni sem Vísir hefur undir höndum. Ein kvörtun barst 15. júlí um grun um matareitrun átta ára barns sem hafði borðað kjúklinganagga, franskar, tómatsósu og drukkið vatn. Aðeins ein tilkynning um meinta matareitrun barst en þó kom í ljós við eftirlit HER að hitastigseftirlit hafði verið óvirkt í fyrirtækinu daginn sem meint matareitrun átti sér stað, 10. júlí, og var enn óvirkt þegar úttektin var gerð 15. júlí, þrátt fyrir að kúnninn hefði haft samband við fyrirtækið 11. júlí. Óvarðir ofnar og laust net í leikkastalanum Önnur kvörtunin hafði borist 12. apríl og sneri að leikhorni Metro á Suðurlandsbraut þar sem kvartandi sagði að leikhornið væri „hættulegt börnum þar sem öryggisnet hjá þeim er tætt og börn komast upp á þakið í ca 3 metra hæð“. HER fór í eftirlit í kjölfar kvartanar og staðfesti að öryggisnetið væri laust og auðvelt væri að klifra upp á topp kastalans. Leiksvæðið þarfnast því viðhalds en einnig þarf að taka til inni í kastalanum, þar sem mikið er um sprungna bolta. Netið var laust og auðvelt var er að klifra upp á kastalann. HER lýsir áhyggjum af því.HER „Ekki var hægt að sýna fram á nein gögn um innra eftirlit með leiksvæðinu. Rekstraraðili var búinn að koma upp skriflegu verklagi við innra eftirlit, þrif og viðhald en það virðist hafa dottið upp fyrir,“ skrifar fulltrúi HER. Enn fremur kom fram í nýjustu úttektinni að ekki hafi verið brugðist við þeirri kvörtun með fullnægjandi hætti. Leiktækið á svæðinu var slitið.HER Enn voru óvarðir ofnar inni á leiksvæðinu. „Lagnir sem eru utan á liggjandi og flytja heitt vatn þarf að hylja þannig að börn geti ekki brennt sig á þeim.“ Leikvallatæki voru enn verulega slitið og þarfnaðist enn allsherjarviðhalds eða endurnýjunar, og enn þurfti að yfirfara alla bolta og fjarlægja þá bolta sem væru í ólagi. Brotnar flísar, skítugt gólf og mygluvöxtur En við eftirlit komu enn fleiri frávik í ljós, nánar tiltekið 43 frávik til viðbótar. Flest atriði átti að lagfæra fyrir 30. júlí 2025, sum með hærri forgang fyrir 23. júlí en ekki liggur fyrir hvort brugðist hafi verið við frávikunum sem HER bendir á. Gólf og efnaskápur í ræstiaðstöðu voru óhrein.HER Fulltrúi HER skráði hjá sér að ræstiaðstaða hefði verið ólæst í eftirliti, þrátt fyrir að hún ætti ávallt að vera læst til að tryggja að börn og óviðkomandi kæmust ekki í hættuleg efni. Gólf og efnaskápur í ræstiaðstöðu voru óhrein einnig óhrein og þrifum á snyrtingum var ábótavant. Þrifum á snyrtingum er ábótava, skrifar HER.HER Gólfþrifum í veitingarými hafi einnig verið ábótavant og gólfið klístrað svo að skór límdust við. Skammtari fyrir handgerileyði var óvirkur, skrifar HER. Hvorki hafi verið hægt að fá skammtaðan handgerileyði handfrjálst né með því að þrýsta á pumpuna. Skýrslur eða kvittanir frá þjónustuaðila vegna þrifa á loftræsikerfi hafi ekki verið aðgengilegar til skoðunar í eftirliti. HER benti á að mikilvægt væri að loftræsikerfi væri þrifið reglulega vegna þess að mikil steiking og djúpsteiking valdi uppsöfnun fitu í loftræsikerfi. Gólf og efnaskápur í ræstiaðstöðu voru óhrei. Þá kom fram að árekstrarvarnir á veggjum hafi þarfnast endurnýjunar og að flísar á vegg undir þvottavél hafi verið brotnar. Gólfdúkur í manngengum kæli hafi verið laus frá gólfi og bungað upp, slæmur frágangur á samskeytum gólfdúksins við veggi kælisins. Þessi athugasemd hafði verið gerð áður og hefur ástandið nú ágerst, en nú er greinilegur mygluvöxtur á kælisgólfi. Mygluvöxtur á gólfi í kælinum. HER „Grípa þarf til tafarlausra úrbóta,“ skrifar HER um mygluna. Matvæli geymd óvarin í frystikistu Í úttektinni segir enn fremur að ljós hafi verið óvirk á mörgum stöðum og sjáanleg slikja á stúti klakavélar í veitingasal. Þá voru einnig sjáanleg óhreinindi í klakavélinni baksvæðis. Einangrunarefni væri orðið slitið á lögnum á gólfum í lager á efri hæð. HER benti á að hætt væri við agnalosun úr einangrunarefninu sem getur mengað matvælaumbúðir, leikföng og matvæli sem geymd eru í lagernum. Fara þyrfti yfir og endurnýja þarf brotin áhöld og búnað. Húsnæði og búnaður verulega vanþrifið. HER Plastið á uppþvottagrindum var farið að flagna og kvarnast og skýrslur frá þjónustuaðila uppþvottavélar vegna eftirlits með hitastigi og sápumagni voru ekki aðgengilegar til skoðunar að sögn HER. „Kominn tími á endurnýjun uppþvottagrinda, þar sem plastið er farið að flagna og kvarnast.“HER Matvæli voru einnig geymd óvarin í frystikistu. Þá skrifar HER að samræmisyfirlýsingar fyrir snertiefni úr plasti og gögn um snertiefni sem ekki eru úr plasti hafi ekki verið aðgengilegar til skoðunar í eftirliti. „Fara þarf í alþrif“ „Húsnæði og búnaður verulega vanþrifið. Fara þarf í alþrif,“ segir í skýrslunni, þar sem einnig er bent á að ekki sé sérstakur ræstiklefi fyrir efni og áhöld til ræstinga á eldhúsi. Þrifaskráningar hafi enn fremur fallið niður og þrufti þarf að virkja á ný. Skýrslur, kvittanir eða skráningar vegna þrifa Expert og Ölgerðarinnar á gosdælum hafi heldur ekki verið aðgengilegar til skoðunar í eftirliti. „Að sögn var skipt yfir í gosdrykki frá Ölgerðinni fyrir um mánuði síðan og þess vegna ekki kvittanir til staðar frá þeim Hins vegar hefði átt að halda utan um kvittanir frá Expert vegna þrifa á gosdælum fram að þeim tíma sem Ölgerðin tók við.“ HER bent enn fremur á að þjálfunaráætlun væri ekki til staðar eða að öðru leyti ekki í notkun. Þjálfunaráætlun fyrir atriði sem varða matvælaöryggi og innra eftirlit þurfi aftur á móti að vera til staðar og þarf að halda skriflega utan um hver hefur hlotið hvaða þjálfun. Þannig var ekki hægt að leggja mat á eftirlitsatriði þar sem gögn um þjálfun starfsfólks voru ekki aðgengileg í eftirliti. Sýna þurfi fram á að allt starfsfólk hafi hlotið þjálfun í matvælaöryggi og því innra eftirliti sem starfsstöðin starfrækir. Gólf og efnaskápur í ræstiaðstöðu voru óhrein.HER HER srifar að sttarfsólk hafi verið látið þrífa vinnufatnað heima hjá sér og að þvottavél og þurrkari væru í uppvasksrými, sem er ekki viðeigandi staður. Fulltrúar Metró segja þetta nýja kröfu að hálfu heilbrigðiseftirlitsins. Óvirkt matvælaöryggiskerfi HER bendir á það vanti viðbrögð við frávikum. Skriflegt verklag við upphitun matvæla hafi heldur ekki verið til staðar eða að öðru leyti ekki í notkun en verklagið skal skilgreina viðmiðunarmörk og viðbrögð við frávikum. Matvæli voru geymd óvarin í frysti.HER Engar skráningar á hitastigi eigi sér heldur stað við eldun matvæla og ekki í hitaborðum. Auk þess voru engar skráningar til staðar vegna eftirlits með hitastigi kæla, frysta og kæliborða. Enn fremur hafi engar skráningar hafi verið vegna eftirlits með hitastigi kæla, frysta og kæliborða. Enn fremur var bent á að skráningar vegna móttökueftirlits hafi fallið niður eða væru að öðru leyti ekki virkar. Matvælaöryggiskerfi starfsstöðvarinnar hafi einnig verið óvirkt en fulltrúi HER skrifar hjá sér að virkja þurfi innra eftirlit og skráningu vegna þess, sem nái að lágmarki til þeirra athugasemda sem gerðar voru í eftirlitsskýrslunni. Einnig var gerð athugasemd við það að hitastig matvæla í efri hillu í hitaborði fyrir tilbúna borgara mældist undir 60°C með yfirborðshitamæli. Þá er bent á að sorpflokkunarílát vanti fyrir gesti í veitingasal og að allt sorp gesta fari í almennt rusl. „Auka þarf sorpflokkun í Metro,“ skrifar fulltrúi HER og bendir á að eingöngu pappi og notuð steikingarolía séu flokkuð. Allt annað fari í almennt. Þá var bent á að fita úr fituskilju hafi lekið út á gólf. Fita úr fituskilju hefur lekið út á gólf. HER Segjast búin að bregðast við nánast öllu María Rún Hafliðadóttir, framkvæmdastjóri Metró, segir í samtali við fréttastofu að sum af þeim atriðum sem komu fram í úttektinni hafi komið á óvart en sum séu vegna breyttra krafna um heilsuhætti. Búið sé að bregðast við öllum nema þremur atriðum, meðal annars gæðavottun um umbúðir og breytingum á húsnæði vegna breyttra krafna um þvottavélar. Heildarniðurstaða í úttekt HER á Metró er 77 af 131, eða tæplega sex af tíu. Þar af voru 45 athugasemdir flaggaðar og 54 úrbóta krafist. Í desember 2021 réðst HER í úttekt á sama veitingastað Metro og fékk þar einn í einkunn af fimm mögulegum, að því er DV greindi frá.
Veitingastaðir Heilbrigðiseftirlit Heilbrigðismál Matur Mest lesið Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Neytendur Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Grunur um listeríu í vinsælum ostum Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn, Símanum og Nova Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Vara við eggjum í kleinuhringjum Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur „Þær eru bara of dýrar“ Skamma og banna Play að blekkja neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Kaffi heldur áfram að hækka í verði Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur