Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 14. ágúst 2025 09:46 Gamalkunnar rangfærslur ESB-sinna um að við tökum upp um 80% af reglum Evrópusambandsins eru enn á ný komnar á kreik. Varaformaður Evrópuhreyfingarinnar hélt þessu fram í Sprengisandi á dögunum og nú hefur Benedikt Jóhannesson, einn guðfeðra Viðreisnar, lagt sitt af mörkum. Svo virðist sem hann og margir aðrir Evrópusambandssinnar hafi verið blekktir en ekki vil ég ætla honum að vera upphafsmaður blekkinganna. Afleiðingarnar birtast í fjölföldun blekkinga. Hver hinn upprunalegi blekkingameistari er skal ég ekki fullyrða, en óneitanlega grunar marga hver hann er. Blekkingarnar eru margvíslegar, svo sem þær að vextir og verðbólga séu þau sömu í öllum evrulöndunum, svo fátt eitt sé nefnt. Í færslu á Facebook bendir Benedikt á að ég hafi birt myndir af stöðu Íslands innan ESB sem fengnar eru úr skýrslu utanríkisráðuneytisins frá 2019. Til að auðvelda lesturinn númera ég rangfærslur, villur og jafnvel útúrsnúninga Benedikts til að svara þeim. Og leyfi myndunum auðvitað að fylgja með. 1. „Meirihluti kafla löggjafar EES-samningsins er að mestu eða öllu leyti innan löggjafar Evrópusambandsins” Svona lítur þetta út – pakkinn hefur alltaf verið opinn og öllum aðgengilegur. Sannarlega er margt innan ESB hluti EES-samstarfsins, enda snýst það um sameiginlegan markað ESB og EES/EFTA-ríkjanna, en mergurinn málsins er auðvitað að fjölmargt stendur þar fyrir utan. Það sem fellur innan EES-samningsins er ekki rök fyrir því að ganga í ESB, heldur þvert á móti. 2. „Ísland innleiðir, sem EES ríki, megnið af þeim gerðum sem snerta innri markað Evrópusambandsins..“ Benedikt er ekki hrifinn af hinni myndinni sem ég birti úr skýrslu utanríkisráðuneytisins sem öllum er aðgengileg á vef þess. Hvað veit Benedikt betur en það? Þessi mynd sýnir, svart á hvítu, hlutfallið sem tökum upp í EES-samninginn af heildarfjölda samþykktra ESB-gerða. Þessi mynd sýnir tölur til ársins 2016. Hlutfallið sveiflast milli ára en meðaltalið er 13,4% frá 1994 til 2016. Með því að kasta fram tölum á borð við 80% (jafnvel 86%!) og láta eins og hér gildi þetta hlutfall af öllu regluverki ESB er blekking í því skyni að villa um fyrir almenningi í von um að hann velti ekki fyrir sér hver sé munurinn á EES og ESB – hversu stórt hlutfall við tökum hér upp af öllu ESB-farganinu. Niðurstaðan, 13,4% fyrir ofangreint tímabil, er eins lág og raun ber vitni þar sem meirihluti þeirra reglna sem ESB setur varða málefni utan EES (m.a. landbúnaðarstefnuna, sjávarútveginn og tollamál ESB). 3. ..við erum sem slík í þeirri stöðu að þurfa að taka upp reglur sem við höfum ekki komið að því að búa til.” Innan ESB er regluverkið að stórum hluta innleitt í aðildarlöndunum án nokkurrar aðkomu þjóðþinga viðkomandi landa. Um ákvarðanir sem innleiddar eru hér gilda aðrar reglur og þar gerist ekkert sjálfkrafa heldur að lokinni athugun á ýmsum stigum. Auk þess hafa fulltrúar okkar afskiptarétt af málum á mótunarstigi þeirra. 4. Íslendingar „fá þó ekki að sitja við borðið þar sem ákvarðanir eru teknar” og „erum .. í þeirri stöðu að þurfa að taka upp reglur sem við höfum ekki komið að því að búa til” Eins og að ofan greinir á þessi gamla skrítla ekki við nein rök að styðjast. Fulltrúar Íslands koma að undirbúningi og innleiðingu ESB/EES-regla á margvíslegan hátt eins og rakið hefur verið víða og öllum áhugamönnum um þessi mál ætti að vera ljóst. Ég bendi hins vegar á þessa þætti í stjórnkerfi ESB: - Vægi ESB-landa markast aðallega af íbúafjölda. Það á m.a. við um ráðherraráð ESB sem er gjarnan talin valdamesta stofnun þess. Vægi Íslands yrði því um 0,08% miðað við íbúafjölda. - Í Evrópuþinginu er ekki alfarið miðað við íbúafjölda og vægi Íslands yrði um 0,8% eða sex þingmenn af rúmlega 700 Evrópuþingmönnum. Þetta er þetta margrómaða „sæti við borðið” sem ESB-sinnar sækjast eftir þegar stórþjóðirnar ákveða reglurnar. ESB-sinnar klifa á því að þjóðin eigi að ráða. Þá er lágmarkskrafa að staðreyndir séu bornar á borð. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Gamalkunnar rangfærslur ESB-sinna um að við tökum upp um 80% af reglum Evrópusambandsins eru enn á ný komnar á kreik. Varaformaður Evrópuhreyfingarinnar hélt þessu fram í Sprengisandi á dögunum og nú hefur Benedikt Jóhannesson, einn guðfeðra Viðreisnar, lagt sitt af mörkum. Svo virðist sem hann og margir aðrir Evrópusambandssinnar hafi verið blekktir en ekki vil ég ætla honum að vera upphafsmaður blekkinganna. Afleiðingarnar birtast í fjölföldun blekkinga. Hver hinn upprunalegi blekkingameistari er skal ég ekki fullyrða, en óneitanlega grunar marga hver hann er. Blekkingarnar eru margvíslegar, svo sem þær að vextir og verðbólga séu þau sömu í öllum evrulöndunum, svo fátt eitt sé nefnt. Í færslu á Facebook bendir Benedikt á að ég hafi birt myndir af stöðu Íslands innan ESB sem fengnar eru úr skýrslu utanríkisráðuneytisins frá 2019. Til að auðvelda lesturinn númera ég rangfærslur, villur og jafnvel útúrsnúninga Benedikts til að svara þeim. Og leyfi myndunum auðvitað að fylgja með. 1. „Meirihluti kafla löggjafar EES-samningsins er að mestu eða öllu leyti innan löggjafar Evrópusambandsins” Svona lítur þetta út – pakkinn hefur alltaf verið opinn og öllum aðgengilegur. Sannarlega er margt innan ESB hluti EES-samstarfsins, enda snýst það um sameiginlegan markað ESB og EES/EFTA-ríkjanna, en mergurinn málsins er auðvitað að fjölmargt stendur þar fyrir utan. Það sem fellur innan EES-samningsins er ekki rök fyrir því að ganga í ESB, heldur þvert á móti. 2. „Ísland innleiðir, sem EES ríki, megnið af þeim gerðum sem snerta innri markað Evrópusambandsins..“ Benedikt er ekki hrifinn af hinni myndinni sem ég birti úr skýrslu utanríkisráðuneytisins sem öllum er aðgengileg á vef þess. Hvað veit Benedikt betur en það? Þessi mynd sýnir, svart á hvítu, hlutfallið sem tökum upp í EES-samninginn af heildarfjölda samþykktra ESB-gerða. Þessi mynd sýnir tölur til ársins 2016. Hlutfallið sveiflast milli ára en meðaltalið er 13,4% frá 1994 til 2016. Með því að kasta fram tölum á borð við 80% (jafnvel 86%!) og láta eins og hér gildi þetta hlutfall af öllu regluverki ESB er blekking í því skyni að villa um fyrir almenningi í von um að hann velti ekki fyrir sér hver sé munurinn á EES og ESB – hversu stórt hlutfall við tökum hér upp af öllu ESB-farganinu. Niðurstaðan, 13,4% fyrir ofangreint tímabil, er eins lág og raun ber vitni þar sem meirihluti þeirra reglna sem ESB setur varða málefni utan EES (m.a. landbúnaðarstefnuna, sjávarútveginn og tollamál ESB). 3. ..við erum sem slík í þeirri stöðu að þurfa að taka upp reglur sem við höfum ekki komið að því að búa til.” Innan ESB er regluverkið að stórum hluta innleitt í aðildarlöndunum án nokkurrar aðkomu þjóðþinga viðkomandi landa. Um ákvarðanir sem innleiddar eru hér gilda aðrar reglur og þar gerist ekkert sjálfkrafa heldur að lokinni athugun á ýmsum stigum. Auk þess hafa fulltrúar okkar afskiptarétt af málum á mótunarstigi þeirra. 4. Íslendingar „fá þó ekki að sitja við borðið þar sem ákvarðanir eru teknar” og „erum .. í þeirri stöðu að þurfa að taka upp reglur sem við höfum ekki komið að því að búa til” Eins og að ofan greinir á þessi gamla skrítla ekki við nein rök að styðjast. Fulltrúar Íslands koma að undirbúningi og innleiðingu ESB/EES-regla á margvíslegan hátt eins og rakið hefur verið víða og öllum áhugamönnum um þessi mál ætti að vera ljóst. Ég bendi hins vegar á þessa þætti í stjórnkerfi ESB: - Vægi ESB-landa markast aðallega af íbúafjölda. Það á m.a. við um ráðherraráð ESB sem er gjarnan talin valdamesta stofnun þess. Vægi Íslands yrði því um 0,08% miðað við íbúafjölda. - Í Evrópuþinginu er ekki alfarið miðað við íbúafjölda og vægi Íslands yrði um 0,8% eða sex þingmenn af rúmlega 700 Evrópuþingmönnum. Þetta er þetta margrómaða „sæti við borðið” sem ESB-sinnar sækjast eftir þegar stórþjóðirnar ákveða reglurnar. ESB-sinnar klifa á því að þjóðin eigi að ráða. Þá er lágmarkskrafa að staðreyndir séu bornar á borð. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun