Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Kjartan Kjartansson skrifar 13. ágúst 2025 15:33 Selenskíj (t.v.) og Merz kanslari (t.h.) ræða við fréttamenn eftir fjarfund þeirra og annarra evrópskra leiðtoga með Bandaríkjaforseta í dag. AP/John MacDougal Forseti Frakklands segir það hafa verið gert kýrskýrt að aðeins Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, hafi umboð til að ræða möguleg skipti á landsvæði við Rússa á fundi með Bandaríkjaforseta. Selenskíj sagðist jákvæður að fundi loknum. Leiðtogar Evrópuríkja og Selenskíj áttu fjarfund með Trump og J.D. Vance, varaforseta hans, í dag inni á milli funda í eigin ranni. Tilefnið var yfirvofandi fundur Trump og Vladímírs Pútín, forseta Rússlands, í Anchorage í Alaska um stríðsrekstur Rússa í Úkraínu á föstudag. Friedrich Merz, kanslari Þýskalands, sagði eftir fundinn að samræðurnar við Bandaríkjamennina hefðu verið uppbyggilegar. Trump deildi „að miklu leyti“ afstöðu evrópskra leiðtoga til Úkraínu. „Grundvallaröryggishagsmunir Evrópu og Úkraínu verða að vera tryggðir í Alaska. Það eru skilaboðin sem við sem Evrópubúar færðum Trump forseta í dag,“ sagði Merz á blaðamannafundi með Selenskíj sér við hlið. Trump hefur sagt að Úkraínumenn gætu þurft að gefa upp á bátinn landsvæði til Rússa til þess að semja um vopnahlé. Macron Frakklandsforseti sagði að Trump hefði verið algerlega skýr á fundinum um að ekki yrði samið um úkraínsk landsvæði án aðkomu Úkraínumanna sjálfra. Ljóst væri að Trump vildi ná samkomulagi um vopnahlé á fundinum með Pútín. Trump stefndi jafnframt á að halda þríhliða fund á næstunni þangað sem Selenskíj yrði einnig boðið. Pútín að gabba Breska ríkisútvarpið hefur eftir Selenskíj að það færi eftir árangri samningaviðræðna undir hvaða kringumstæðum hann væri tilbúinn að eftirláta Pútín úkraínskt landsvæði. Hann væri afar jákvæður eftir fundinn. Trump hefði sagst styðja Úkraínu og ætlaði að vera í samband við Selenskíj eftir fundinn með Pútín á föstudag. Sagðist Selenskíj ennfremur hafa varað Trump við því að Pútín væri að blekkja um að refsiaðgerðir vestrænna ríkja hefðu engin áhrif á Rússa. Þvert á móti væru þær þungt högg fyrir stríðsvél Pútíns. Rússar sæktu nú fram á öllum vígstöðvum í aðdraganda leiðtogafundarins til þess að sýna fram á að þeir gætu hernumið alla Úkraínu. Að loknum fundinum með Trump ætluðu fulltrúar svokallaðra viljugra þjóða, þeirra sem eru tilbúnar að tryggja öryggi Úkraínu þegar og ef semst um vopnahlé, að funda í sínum ranni. Rússland Bandaríkin Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Þýskaland Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Fleiri fréttir Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Sjá meira
Leiðtogar Evrópuríkja og Selenskíj áttu fjarfund með Trump og J.D. Vance, varaforseta hans, í dag inni á milli funda í eigin ranni. Tilefnið var yfirvofandi fundur Trump og Vladímírs Pútín, forseta Rússlands, í Anchorage í Alaska um stríðsrekstur Rússa í Úkraínu á föstudag. Friedrich Merz, kanslari Þýskalands, sagði eftir fundinn að samræðurnar við Bandaríkjamennina hefðu verið uppbyggilegar. Trump deildi „að miklu leyti“ afstöðu evrópskra leiðtoga til Úkraínu. „Grundvallaröryggishagsmunir Evrópu og Úkraínu verða að vera tryggðir í Alaska. Það eru skilaboðin sem við sem Evrópubúar færðum Trump forseta í dag,“ sagði Merz á blaðamannafundi með Selenskíj sér við hlið. Trump hefur sagt að Úkraínumenn gætu þurft að gefa upp á bátinn landsvæði til Rússa til þess að semja um vopnahlé. Macron Frakklandsforseti sagði að Trump hefði verið algerlega skýr á fundinum um að ekki yrði samið um úkraínsk landsvæði án aðkomu Úkraínumanna sjálfra. Ljóst væri að Trump vildi ná samkomulagi um vopnahlé á fundinum með Pútín. Trump stefndi jafnframt á að halda þríhliða fund á næstunni þangað sem Selenskíj yrði einnig boðið. Pútín að gabba Breska ríkisútvarpið hefur eftir Selenskíj að það færi eftir árangri samningaviðræðna undir hvaða kringumstæðum hann væri tilbúinn að eftirláta Pútín úkraínskt landsvæði. Hann væri afar jákvæður eftir fundinn. Trump hefði sagst styðja Úkraínu og ætlaði að vera í samband við Selenskíj eftir fundinn með Pútín á föstudag. Sagðist Selenskíj ennfremur hafa varað Trump við því að Pútín væri að blekkja um að refsiaðgerðir vestrænna ríkja hefðu engin áhrif á Rússa. Þvert á móti væru þær þungt högg fyrir stríðsvél Pútíns. Rússar sæktu nú fram á öllum vígstöðvum í aðdraganda leiðtogafundarins til þess að sýna fram á að þeir gætu hernumið alla Úkraínu. Að loknum fundinum með Trump ætluðu fulltrúar svokallaðra viljugra þjóða, þeirra sem eru tilbúnar að tryggja öryggi Úkraínu þegar og ef semst um vopnahlé, að funda í sínum ranni.
Rússland Bandaríkin Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Þýskaland Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Fleiri fréttir Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila