Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Kjartan Kjartansson skrifar 13. ágúst 2025 10:42 Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, (t.h.) með Friedrich Merz, kanslara Þýskalands, (t.v.) í Berlín í maí. Þeir hittast aftur í þýsku höfuðborginni í dag. AP/Markus Schreiber Stíf fundarhöld í aðdraganda fundar forseta Bandaríkjanna og Rússlands í Alaska eru á dagskrá í dag. Forseti Úkraínu er í Berlín til að ræða við evrópska ráðamenn sem eiga einnig stefnumót við Bandaríkjaforseta gegnum fjarfundarbúnað. Donald Trump Bandaríkjaforseti og Vladímír Pútín, forseti Rússlands, ætla að hittast í Elmendorf-Richardson-herstöðinni við Anchorage í Alaska á föstudag. Umræðuefnið verður stríð Rússa í Úkraínu. Hvorki Volodýmýr Selenskíj, forseta Úkraínu, né evrópskum leiðtogum var boðið til fundarins. Ráðamenn í Evrópu reyna nú hvað þeir geta að tryggja að raddir Úkraínumanna og Evrópu berist inn á fund gömlu kaldastríðsfjendanna. Trump, sem lofaði því á sínum tíma að hann næði að stöðva stríðið áður en hann tæki einu sinni við sem forseti, hefur ítrekað sýnt að hann hefur meiri samúð með málstað Rússa en aðrir vestrænir leiðtogar. Selenskíj er væntanlegur til fundar við Friedrich Merz, kanslara Þýskalands, í Berlín í dag. Þeir verða saman á fjarfundi með öðrum evrópskum ráðamönnum, þar á meðal Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, og Emmanuel Macron, forseta Frakklands. Í kjölfarið eiga að Evópumennirnir fjarfund með Trump og J.D. Vance, varaforseta hans. Eftir þann fund ætla bakhjarlar Úkraínu í Evrópu sem eru tilbúnir að tryggja öryggi Úkraínu þegar og ef vopnahlé næst að funda. Pútín gæti notfært sér staðarvalið fyrir fundinn Á meðal þess sem Selenskíj og evrópskir leiðtogar leggja áherslu á er að landamærum Úkraínu verði ekki breytt með valdi. Trump hefur aftur á móti sagt að Úkraínumenn þurfi líklega að gefa eftir landsvæði til þess að fá Rússa að samningaborðinu. Selenskíj segir ekki koma til greina að gefa austurhéraði Donbas upp á bátinn því Rússar notuðu það þá síðar sem stökkpall til frekari landvinninga. Í þessu ljósi setja sumir spurningarmerki við val Trump á fundarstað. Alaska var hluti af Rússlandi en Bandaríkin keyptu landsvæðið af rússneska keisaranum fyrir rúmri einni og hálfri öld. „Það er auðvelt að ímynda sér að Pútín beiti þeim rökum á þessum fundi með Trump að „Sjáðu til, landsvæði skipta um hendur. Við gáfum ykkur Alaska. Hvers vegna getur Úkraínu ekki gefið okkur hluta af landsvæði sínu?“,“ segir Nigel Gould-Davies, fyrrverandi sendiherra Breta í Belarús, við Sky-fréttastöðina. Ítrekað dregið Trump og aðra á asnaeyrunum Óljóst er hverju fundur Trump og Pútín í Alaska á að áorka. Trump hefur lýst fundinum sem „þreifingum“ til þess að meta friðarvilja rússneska starfsbróður síns. Ekkert hefur komið fram til þessa sem bendir til þess að Pútín sé tilbúinn að gefa afslátt af ítrustu kröfum sínum og markmiðum stríðsrekstursins í Úkraínu. Hann hefur ítrekað dregið Trump og aðra leiðtoga á asnaeyrunum með því að ýja að því að hann gæti fallist á vopnahlé. Hann lét til að mynda ekki sjá sig í Tyrklandi þegar Selenskíj sagðist tilbúinn að hitta hann þar til friðarviðræðna fyrr á þessu ári. Síðasta fundi Trump og Pútín, í Helsinki árið 2018, lýsti John McCain heitinn, þáverandi öldungadeildarþingmaður Repúblikanaflokks og fyrrverandi forsetaframbjóði, sem skammarlegustu frammistöðu bandarísks forseta fyrr og síðar. Þá tók Trump afstöðu með Pútín fram yfir bandarísku leyniþjónustuna þegar hann var spurður að því hvort að Rússa hefðu haft afskipti af bandarísku forsetakosningunum árið 2016. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Bandaríkin Donald Trump Þýskaland Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti og Vladímír Pútín, forseti Rússlands, ætla að hittast í Elmendorf-Richardson-herstöðinni við Anchorage í Alaska á föstudag. Umræðuefnið verður stríð Rússa í Úkraínu. Hvorki Volodýmýr Selenskíj, forseta Úkraínu, né evrópskum leiðtogum var boðið til fundarins. Ráðamenn í Evrópu reyna nú hvað þeir geta að tryggja að raddir Úkraínumanna og Evrópu berist inn á fund gömlu kaldastríðsfjendanna. Trump, sem lofaði því á sínum tíma að hann næði að stöðva stríðið áður en hann tæki einu sinni við sem forseti, hefur ítrekað sýnt að hann hefur meiri samúð með málstað Rússa en aðrir vestrænir leiðtogar. Selenskíj er væntanlegur til fundar við Friedrich Merz, kanslara Þýskalands, í Berlín í dag. Þeir verða saman á fjarfundi með öðrum evrópskum ráðamönnum, þar á meðal Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, og Emmanuel Macron, forseta Frakklands. Í kjölfarið eiga að Evópumennirnir fjarfund með Trump og J.D. Vance, varaforseta hans. Eftir þann fund ætla bakhjarlar Úkraínu í Evrópu sem eru tilbúnir að tryggja öryggi Úkraínu þegar og ef vopnahlé næst að funda. Pútín gæti notfært sér staðarvalið fyrir fundinn Á meðal þess sem Selenskíj og evrópskir leiðtogar leggja áherslu á er að landamærum Úkraínu verði ekki breytt með valdi. Trump hefur aftur á móti sagt að Úkraínumenn þurfi líklega að gefa eftir landsvæði til þess að fá Rússa að samningaborðinu. Selenskíj segir ekki koma til greina að gefa austurhéraði Donbas upp á bátinn því Rússar notuðu það þá síðar sem stökkpall til frekari landvinninga. Í þessu ljósi setja sumir spurningarmerki við val Trump á fundarstað. Alaska var hluti af Rússlandi en Bandaríkin keyptu landsvæðið af rússneska keisaranum fyrir rúmri einni og hálfri öld. „Það er auðvelt að ímynda sér að Pútín beiti þeim rökum á þessum fundi með Trump að „Sjáðu til, landsvæði skipta um hendur. Við gáfum ykkur Alaska. Hvers vegna getur Úkraínu ekki gefið okkur hluta af landsvæði sínu?“,“ segir Nigel Gould-Davies, fyrrverandi sendiherra Breta í Belarús, við Sky-fréttastöðina. Ítrekað dregið Trump og aðra á asnaeyrunum Óljóst er hverju fundur Trump og Pútín í Alaska á að áorka. Trump hefur lýst fundinum sem „þreifingum“ til þess að meta friðarvilja rússneska starfsbróður síns. Ekkert hefur komið fram til þessa sem bendir til þess að Pútín sé tilbúinn að gefa afslátt af ítrustu kröfum sínum og markmiðum stríðsrekstursins í Úkraínu. Hann hefur ítrekað dregið Trump og aðra leiðtoga á asnaeyrunum með því að ýja að því að hann gæti fallist á vopnahlé. Hann lét til að mynda ekki sjá sig í Tyrklandi þegar Selenskíj sagðist tilbúinn að hitta hann þar til friðarviðræðna fyrr á þessu ári. Síðasta fundi Trump og Pútín, í Helsinki árið 2018, lýsti John McCain heitinn, þáverandi öldungadeildarþingmaður Repúblikanaflokks og fyrrverandi forsetaframbjóði, sem skammarlegustu frammistöðu bandarísks forseta fyrr og síðar. Þá tók Trump afstöðu með Pútín fram yfir bandarísku leyniþjónustuna þegar hann var spurður að því hvort að Rússa hefðu haft afskipti af bandarísku forsetakosningunum árið 2016.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Bandaríkin Donald Trump Þýskaland Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira