Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar 9. ágúst 2025 13:00 Í dag er Pride. Það er vissulega gaman og mikil ánægja sem því fylgir að mæta, sýna sig og sjá önnur. En það er ekki aðalatriðið. Aðal atriðið er að sýna samstöðuna, sýna styrkinn. Minna á það að við erum til, við stöndum saman og við ætlum ekki að lúffa, ætlum ekki að hætta að vera til, ætlum ekki að láta ýta okkur inn í skápinn aftur. Það er langt síðan réttindi hinsegin fólks hafa verið í jafn mikilli hættu í heiminum. Í Bandaríkjunum var nýlega gefin út forseta tilskipun þar sem er reynt að skilyrða fjárveitingar við það að bara stofnanir sem 'viðurkenni' að kynin séu tvö og óbreytanleg. Það bannar í raun alla trans meðferð ef það tekst. Ég átti í gær samtal við Íslending sem skildi ekki af hverju ég segði að þetta snerist um tilveruréttinn, af því hann vildi meina að þó svo ég yrði hugsanlega einhvern tíma tilneydd að vera skráð sem karlkyns og nota karlkyns nafn formlega, ef einhver kæmist til valda sem vildi setja slík lög, þá 'væri ég samt ennþá til'. Sem mér finnst vera mjög grófur og mögulega viljandi misskilningur á því hvað við er átt. Fyrir utan það að það er algjörlega til fólk sem myndi raunverulega útrýma okkur ef það kæmist til valda og við neituðu að fara aftur inn í skápinn, þá snýst þetta ekki um þá spurningu (ekki ennþá amk...vonandi) heldur um það hvort ég fæ að vera til sem ÉG, og hvort ég, eins og ég skil mig, fái að vera fullgildur þátttakandi í samfélaginu en því sé ekki stillt upp þannig að ég sé augljóslega eitthvað skrítið geðbilað jaðareintak sem eigi ekki að taka alvarlega og helst bara láta mig hverfa. Mér finnst það mjög sorglegt að þessi orðræða sé komin hingað. Að það sé fólk sem hefur meiri áhyggjur af rétti annarra til að kalla mig þeim nöfnunum og fornöfnum sem þeim finnast rétt en af mínum rétti til að vera til. Ég geri ekki einu sinni kröfu um það, ekki raunverulega. Ef fólk notar röng fornöfn, segir 'sæll' en ekki 'sæl' þá stingur það mig, en ég geri ekkert í því, ég neyði engan til að breytast eða til að sýna mér virðingu. (Þá á ég ekki við fólk sem gerir það einstaka sinnum óvart, heldur þegar það er ítrekað eða viljandi) En bara það að ég skuli vilja þetta fer í taugarnar á þeim, þeim finnst það nægur yfirgangur. Í dag mæti ég í gönguna til að standa með hinsegin samfélaginu, og til að standa með því Íslandi sem ég vil búa í. Því Íslandi sem er jákvætt, opið og góðhjartað lýðræðisríki. Baráttan snýst um sál samfélagsins, hún er ekki meitluð í stein, við myndum hana, öll, a hverjum degi, með því hvernig við högum okkur, hvað við gerum og hvað við segjum og hvernig við komum fram við hvert annað. Og ég vil leggja mitt af mörkum. Höfundur er trans kona og fulltrúi Pírata í borgarstjórn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alexandra Briem Málefni trans fólks Gleðigangan Hinsegin Jafnréttismál Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Sjá meira
Í dag er Pride. Það er vissulega gaman og mikil ánægja sem því fylgir að mæta, sýna sig og sjá önnur. En það er ekki aðalatriðið. Aðal atriðið er að sýna samstöðuna, sýna styrkinn. Minna á það að við erum til, við stöndum saman og við ætlum ekki að lúffa, ætlum ekki að hætta að vera til, ætlum ekki að láta ýta okkur inn í skápinn aftur. Það er langt síðan réttindi hinsegin fólks hafa verið í jafn mikilli hættu í heiminum. Í Bandaríkjunum var nýlega gefin út forseta tilskipun þar sem er reynt að skilyrða fjárveitingar við það að bara stofnanir sem 'viðurkenni' að kynin séu tvö og óbreytanleg. Það bannar í raun alla trans meðferð ef það tekst. Ég átti í gær samtal við Íslending sem skildi ekki af hverju ég segði að þetta snerist um tilveruréttinn, af því hann vildi meina að þó svo ég yrði hugsanlega einhvern tíma tilneydd að vera skráð sem karlkyns og nota karlkyns nafn formlega, ef einhver kæmist til valda sem vildi setja slík lög, þá 'væri ég samt ennþá til'. Sem mér finnst vera mjög grófur og mögulega viljandi misskilningur á því hvað við er átt. Fyrir utan það að það er algjörlega til fólk sem myndi raunverulega útrýma okkur ef það kæmist til valda og við neituðu að fara aftur inn í skápinn, þá snýst þetta ekki um þá spurningu (ekki ennþá amk...vonandi) heldur um það hvort ég fæ að vera til sem ÉG, og hvort ég, eins og ég skil mig, fái að vera fullgildur þátttakandi í samfélaginu en því sé ekki stillt upp þannig að ég sé augljóslega eitthvað skrítið geðbilað jaðareintak sem eigi ekki að taka alvarlega og helst bara láta mig hverfa. Mér finnst það mjög sorglegt að þessi orðræða sé komin hingað. Að það sé fólk sem hefur meiri áhyggjur af rétti annarra til að kalla mig þeim nöfnunum og fornöfnum sem þeim finnast rétt en af mínum rétti til að vera til. Ég geri ekki einu sinni kröfu um það, ekki raunverulega. Ef fólk notar röng fornöfn, segir 'sæll' en ekki 'sæl' þá stingur það mig, en ég geri ekkert í því, ég neyði engan til að breytast eða til að sýna mér virðingu. (Þá á ég ekki við fólk sem gerir það einstaka sinnum óvart, heldur þegar það er ítrekað eða viljandi) En bara það að ég skuli vilja þetta fer í taugarnar á þeim, þeim finnst það nægur yfirgangur. Í dag mæti ég í gönguna til að standa með hinsegin samfélaginu, og til að standa með því Íslandi sem ég vil búa í. Því Íslandi sem er jákvætt, opið og góðhjartað lýðræðisríki. Baráttan snýst um sál samfélagsins, hún er ekki meitluð í stein, við myndum hana, öll, a hverjum degi, með því hvernig við högum okkur, hvað við gerum og hvað við segjum og hvernig við komum fram við hvert annað. Og ég vil leggja mitt af mörkum. Höfundur er trans kona og fulltrúi Pírata í borgarstjórn.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun