Hver er Endakallinn frá Ibiza? Jón Þór Stefánsson skrifar 8. ágúst 2025 13:00 Hárgreiðsla Endakallsins hefur vakið sérstaka athygli. Breskur ferðamaður á spænsku partýeyjunni Ibiza hefur vakið mikla athygli í netheimum undanfarna daga. Maður þessi hefur hlotið viðurnefnið „Ibiza Final Boss“ sem mætti þýða sem „Endakallinn frá Ibiza“, en það er einkennandi útlit hans og háttalag sem hefur komið honum í sviðsljósið. Á dögunum birtist myndband af manninum að skemmta sér á eyjunni. Þar skartar hann stórum svörtum og gylltum sólgleraugum og gullkeðju. Mesta athygli vekur þó vel hirt skegg hans og skálaklipping. Í umfjöllun Independent um manninn segir að hárgreiðslan sé ekki eitthvað sem fólk búist við að sjá á Ibiza. Hún hefði passað betur við í sjónvarpsþættina Wednesday eða í orrustunni við Hastings, sem átti sér stað 1066. @zerosixwestibiza does anyone know this absolute legend coz weve got 2 free guestlist with his name on it! . #ibiza2025 #zerosixwest #eivissa #ibiza #ibiza25 ♬ original sound - Zero Six West Ibiza Venjulegur maður frá Newcastle Umræddur maður heitir Jack Kay. Hann er 26 ára gamall og frá Newcastle. Gula pressan í Bretlandi hefur bent á að Kay hafi farið heim til Bretlandseyja frá Ibiza, en hann hafi stoppað örstutt og snúið aftur til Ibiza degi síðar. Áðurnefnt myndband og annað myndefni af Kay hefur farið eins og eldur um sinu á samfélagsmiðlum. Hann hefur síðan stofnað reikninga á samfélagsmiðlunum TikTok og Instagram. „Það er mikið sem ég þarf að innbyrða þessa stundina. Ég er bara venjulegur maður frá Newcastle. Þetta allt saman er klikkað. Fylgist með það eru stórar fréttir væntanlegar,“ segir hann í myndbandi á hans eigin Instagram-síðu. Virðist ætla að hagnýta sér frægðina Kay virðist hafa skrifað undir samning hjá umboðsskrifstofunni Neon Management, en fjöldi stjarna úr Love Island mun vera á mála þar. Hann virðist með því ætla að hagnýta sér þessa frægð sína. Daily Mail og Mirror hafa eftir almannatengslasérfræðingum að búast megi við því að Kay muni græða sex tölustafa upphæð á komandi ári. Í bresku samhengi þýðir það að hann myndi að minnsta kosti eignast hundrað þúsund sterlingspund, sem jafngildi um 16,5 milljónum króna. Þá megi einnig búast við því að Kay muni að miklu leyti getað ferðast og djammað frítt. „Ég er Endakallinn frá Ibiza, Jack Kay. Venjist því,“ segir Kay í myndbandi á samfélagsmiðlum spænska fjölmiðilsins The Ibiza Times. Spánn Næturlíf Samfélagsmiðlar Mest lesið Brúðkaup ársins 2025 Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Lífið „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Lífið Fleiri fréttir Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sjá meira
Á dögunum birtist myndband af manninum að skemmta sér á eyjunni. Þar skartar hann stórum svörtum og gylltum sólgleraugum og gullkeðju. Mesta athygli vekur þó vel hirt skegg hans og skálaklipping. Í umfjöllun Independent um manninn segir að hárgreiðslan sé ekki eitthvað sem fólk búist við að sjá á Ibiza. Hún hefði passað betur við í sjónvarpsþættina Wednesday eða í orrustunni við Hastings, sem átti sér stað 1066. @zerosixwestibiza does anyone know this absolute legend coz weve got 2 free guestlist with his name on it! . #ibiza2025 #zerosixwest #eivissa #ibiza #ibiza25 ♬ original sound - Zero Six West Ibiza Venjulegur maður frá Newcastle Umræddur maður heitir Jack Kay. Hann er 26 ára gamall og frá Newcastle. Gula pressan í Bretlandi hefur bent á að Kay hafi farið heim til Bretlandseyja frá Ibiza, en hann hafi stoppað örstutt og snúið aftur til Ibiza degi síðar. Áðurnefnt myndband og annað myndefni af Kay hefur farið eins og eldur um sinu á samfélagsmiðlum. Hann hefur síðan stofnað reikninga á samfélagsmiðlunum TikTok og Instagram. „Það er mikið sem ég þarf að innbyrða þessa stundina. Ég er bara venjulegur maður frá Newcastle. Þetta allt saman er klikkað. Fylgist með það eru stórar fréttir væntanlegar,“ segir hann í myndbandi á hans eigin Instagram-síðu. Virðist ætla að hagnýta sér frægðina Kay virðist hafa skrifað undir samning hjá umboðsskrifstofunni Neon Management, en fjöldi stjarna úr Love Island mun vera á mála þar. Hann virðist með því ætla að hagnýta sér þessa frægð sína. Daily Mail og Mirror hafa eftir almannatengslasérfræðingum að búast megi við því að Kay muni græða sex tölustafa upphæð á komandi ári. Í bresku samhengi þýðir það að hann myndi að minnsta kosti eignast hundrað þúsund sterlingspund, sem jafngildi um 16,5 milljónum króna. Þá megi einnig búast við því að Kay muni að miklu leyti getað ferðast og djammað frítt. „Ég er Endakallinn frá Ibiza, Jack Kay. Venjist því,“ segir Kay í myndbandi á samfélagsmiðlum spænska fjölmiðilsins The Ibiza Times.
Spánn Næturlíf Samfélagsmiðlar Mest lesið Brúðkaup ársins 2025 Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Lífið „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Lífið Fleiri fréttir Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sjá meira