Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar 7. ágúst 2025 07:31 Þann 16. júlí síðastliðinn tóku 13 ríki það sögulega skref að skuldbinda sig til þess að ráðast þegar í stað í aðgerðir til þess að rjúfa tengsl ríkja sinna við eyðileggingarherferð Ísraels gagnvart Palestínu. Þetta samkomulag ríkjanna var gert á vegum Haag hópsins svokallaða. Aðgerðirnar eru sex talsins og hafa það annars vegar að markmiði að stöðva vopnaflutninga og önnur hernaðargögn eða vörur sem hægt er að nota í hernaði til Ísraels og hins vegar að framfylgja alþjóðalögum gegn einstaklingum og fyrirtækjum sem fremja alþjóðlega glæpi gagnvart íbúum Palestínu. Algert lágmark Ef við höfum í huga skuldbindingu ríkja heims samkvæmt þjóðarrétti um að gera allt sem í þeirra valdi stendur að koma í veg fyrir þjóðarmorð mætti kalla þessar aðgerðir algert lágmark. En ef við lítum til þess hversu máttlaus, huglítil og jafnvel samsek stjórnvöld annarra ríkja hafa verið gagnvart gegndarlausum morðum og yfirstandandi þjóðarmorði Ísraels gagnvart Palestínu fram að þessu má réttlæta að kalla þessar aðgerðir sögulegar. Þannig hafa Kólumbía, Tyrkland, Bólivía, Líbía, Kúba, Indónesía, Írak, Óman, Malasía, Namibía, Níkaragúa, Saint Vincent og Grenadínur og Suður Afríka sýnt meira hugrekki og virðingu fyrir alþjóðlegum skuldbindingum sínum gagnvart Palestínsku þjóðinni en Ísland hefur gert fram að þessu. Íslandi var boðið að taka þátt í neyðarráðstefnu Haag hópsins þann 16. júlí síðastliðinn en afþakkaði boðið. Tækifæri ríkisstjórnarinnar til þess að sýna palestínsku þjóðinni lágmarkssamstöðu með því að taka þátt í aðgerðum Haag hópsins er þó ekki runnið henni úr greipum. Aðildarríkin þrettán hvetja nú aðrar þjóðir heims til þess að ganga til liðs við hópinn fyrir 20. september næstkomandi, þegar 80. Allsherjarþing Sameinuðu Þjóðanna hefst í New York. Tveggja ríkja lausnin Á nýlegri ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um tveggja ríkja lausnina svokölluðu sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra: „Ástandið á Gaza og Vesturbakkanum hefur aldrei verið verra og það er á ábyrgð ríkja heimsins að standa saman og leggja sitt af mörkum til að enda hörmungarnar. Þar munum við halda áfram að beita okkur af fullum þunga.“ Hún lauk ræðu sinni með því að lýsa því yfir að tími aðgerða væri núna, ekki seinna, þegar fleiri mannslíf hefðu glatast eða fleiri veggir risið, heldur núna strax. Umrædd ráðstefna hefur þó verið gagnrýnd af mannréttindasamtökum eins og Amnesty International fyrir að hætt sé við að hún feli einungis í sér sýndarmennsku og innantóm orð um tveggja ríkja lausn á meðan Ísrael stundar þjóðarmorð á palestínsku þjóðinni. Þegar niðurstöðuskjal ráðstefnunnar er lesið er einmitt lítið sem ekkert að finna um afgerandi aðgerðir sem miða að því að stöðva yfirstandandi þjóðarmorð og engar beinar aðgerðir gagnvart Ísrael (sem sniðgekk ráðstefnuna um tveggja ríkja lausnina) eru boðaðar. Því mætti segja að alþjóðasamfélagið hafi byrst sig aðeins við Ísrael, en ekki gripið til neinna aðgerða til þess að stöðva þá í framkvæmd þjóðarmorðs. Það er af sem áður var. Ísland virðist þó ekki hafa undirritað niðurstöðuskjalið, ef marka má franska utanríkisráðuneytið. Tími aðgerða er núna Ef tími aðgerða er núna eins og utanríkisráðherra boðaði á fundinum í New York gæti hún framkvæmt þá mikilvægu aðgerð að gera Ísland að fyrsta Evrópuríkinu til þess að gangast til liðs við Haag hópinn. Ef tími aðgerða er núna er kominn tími til þess að tryggja það að engar vopnasendingar eða önnur hergögn á leið til Ísrael eigi viðkomu hér á landi. Ef tími aðgerða er núna, er kominn tími til að rifta öllum opinberum samningum sem gætu með einu eða öðru móti stutt við landtökubyggðir Ísraela á Vesturbakkanum eða yfirstandandi þjóðarmorð á Gasa. Ef tími aðgerða er núna verður íslenska ríkisstjórnin að grípa til tafarlausra aðgerða til þess að losa sig út úr viðskiptasambandi við Microsoft sem sér Ísraelsher fyrir innviðum til þess að stunda stríðsglæpi á áður óþekktum skala með hjálp gervigreindar og skýjaþjónustu. Sex sjálfsagðar aðgerðir Haag hópsins eru algert lágmark, prófsteinn á hvoru megin sögunnar við viljum standa. Ég vona að ríkisstjórnin hafi hugrekki til þess að stíga þetta mikilvæga skref og ég hvet okkur öll sem viljum að Ísland berjist gegn þessu þjóðarmorði til þess að sameinast um þessa einföldu kröfu: Að Ísland gangi í Haag hópinn og skuldbindi sig til þess að framkvæma þær aðgerðir sem hópurinn hefur sammælst um fyrir 20. September 2025. Að neðan má lesa einfaldaða þýðingu höfundar á aðgerðunum sex sem Haag hópurinn hefur skuldbundið sig til að ráðst í þegar í stað: Að stöðva afhendingu, sölu eða flutning vopna, skotfæra, eldsneytis til hernaðarnota, hergagna og tækja sem geta haft tvíþætt notagildi til Ísraels Að stöðva för farartækja um landhelgi landsins, neita þeim um að leggjast að bryggju eða fá þjónustu í höfnum eða flugvöllum ríkjanna í öllum tilvikum þar sem augljós hætta er á að farartækið verði notað til að flytja vopn, skotfæri, eldsneyti til hernaðarnota, hergögn og tvínota tæki til Ísraels. Að koma á banni við því að farartæki sem bera þjóðfána ríkjanna flytji vopn, skotfæri, eldsneyti til hernaðarnota, hergögn og tvínota tæki til Ísraels og tryggja örugga framkvæmd bannsins, þar með talið með afskráningu á brotlegu farartæki. Að hefja þegar í stað endurskoðun allra opinberra samninga, til að koma í veg fyrir að opinberar stofnanir og fjármunir ríkisins styðji ólögmæta hernámsstefnu Ísraels í Palestínu. Að ráðast í fullnægjandi ráðstafanir til að uppfylla alþjóðlegar skuldbindingar ríkisins samkvæmt þjóðarrétti um ábyrgð vegna alvarlegustu brota á mannúðarlögum og þjóðarrétti. Að framkvæma gegnsæjar, óhlutdrægar og sjálfstæðar rannsóknir og á slíkum brotum og stuðla að saksókn gagnvart brotlegum einstaklingum innanlands eða á alþjóðavettvangi. Að nýta allsherjarlögsögu (e. universal jurisdiction), þar sem við á innan réttarkerfa ríkjanna, til að tryggja réttlæti fyrir fórnarlömb alþjóðaglæpa sem framin eru á hernumdu palestínsku landsvæðunum. Höfundur er lögfræðingur og fyrrverandi þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Sameinuðu þjóðirnar Píratar Mest lesið Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Þann 16. júlí síðastliðinn tóku 13 ríki það sögulega skref að skuldbinda sig til þess að ráðast þegar í stað í aðgerðir til þess að rjúfa tengsl ríkja sinna við eyðileggingarherferð Ísraels gagnvart Palestínu. Þetta samkomulag ríkjanna var gert á vegum Haag hópsins svokallaða. Aðgerðirnar eru sex talsins og hafa það annars vegar að markmiði að stöðva vopnaflutninga og önnur hernaðargögn eða vörur sem hægt er að nota í hernaði til Ísraels og hins vegar að framfylgja alþjóðalögum gegn einstaklingum og fyrirtækjum sem fremja alþjóðlega glæpi gagnvart íbúum Palestínu. Algert lágmark Ef við höfum í huga skuldbindingu ríkja heims samkvæmt þjóðarrétti um að gera allt sem í þeirra valdi stendur að koma í veg fyrir þjóðarmorð mætti kalla þessar aðgerðir algert lágmark. En ef við lítum til þess hversu máttlaus, huglítil og jafnvel samsek stjórnvöld annarra ríkja hafa verið gagnvart gegndarlausum morðum og yfirstandandi þjóðarmorði Ísraels gagnvart Palestínu fram að þessu má réttlæta að kalla þessar aðgerðir sögulegar. Þannig hafa Kólumbía, Tyrkland, Bólivía, Líbía, Kúba, Indónesía, Írak, Óman, Malasía, Namibía, Níkaragúa, Saint Vincent og Grenadínur og Suður Afríka sýnt meira hugrekki og virðingu fyrir alþjóðlegum skuldbindingum sínum gagnvart Palestínsku þjóðinni en Ísland hefur gert fram að þessu. Íslandi var boðið að taka þátt í neyðarráðstefnu Haag hópsins þann 16. júlí síðastliðinn en afþakkaði boðið. Tækifæri ríkisstjórnarinnar til þess að sýna palestínsku þjóðinni lágmarkssamstöðu með því að taka þátt í aðgerðum Haag hópsins er þó ekki runnið henni úr greipum. Aðildarríkin þrettán hvetja nú aðrar þjóðir heims til þess að ganga til liðs við hópinn fyrir 20. september næstkomandi, þegar 80. Allsherjarþing Sameinuðu Þjóðanna hefst í New York. Tveggja ríkja lausnin Á nýlegri ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um tveggja ríkja lausnina svokölluðu sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra: „Ástandið á Gaza og Vesturbakkanum hefur aldrei verið verra og það er á ábyrgð ríkja heimsins að standa saman og leggja sitt af mörkum til að enda hörmungarnar. Þar munum við halda áfram að beita okkur af fullum þunga.“ Hún lauk ræðu sinni með því að lýsa því yfir að tími aðgerða væri núna, ekki seinna, þegar fleiri mannslíf hefðu glatast eða fleiri veggir risið, heldur núna strax. Umrædd ráðstefna hefur þó verið gagnrýnd af mannréttindasamtökum eins og Amnesty International fyrir að hætt sé við að hún feli einungis í sér sýndarmennsku og innantóm orð um tveggja ríkja lausn á meðan Ísrael stundar þjóðarmorð á palestínsku þjóðinni. Þegar niðurstöðuskjal ráðstefnunnar er lesið er einmitt lítið sem ekkert að finna um afgerandi aðgerðir sem miða að því að stöðva yfirstandandi þjóðarmorð og engar beinar aðgerðir gagnvart Ísrael (sem sniðgekk ráðstefnuna um tveggja ríkja lausnina) eru boðaðar. Því mætti segja að alþjóðasamfélagið hafi byrst sig aðeins við Ísrael, en ekki gripið til neinna aðgerða til þess að stöðva þá í framkvæmd þjóðarmorðs. Það er af sem áður var. Ísland virðist þó ekki hafa undirritað niðurstöðuskjalið, ef marka má franska utanríkisráðuneytið. Tími aðgerða er núna Ef tími aðgerða er núna eins og utanríkisráðherra boðaði á fundinum í New York gæti hún framkvæmt þá mikilvægu aðgerð að gera Ísland að fyrsta Evrópuríkinu til þess að gangast til liðs við Haag hópinn. Ef tími aðgerða er núna er kominn tími til þess að tryggja það að engar vopnasendingar eða önnur hergögn á leið til Ísrael eigi viðkomu hér á landi. Ef tími aðgerða er núna, er kominn tími til að rifta öllum opinberum samningum sem gætu með einu eða öðru móti stutt við landtökubyggðir Ísraela á Vesturbakkanum eða yfirstandandi þjóðarmorð á Gasa. Ef tími aðgerða er núna verður íslenska ríkisstjórnin að grípa til tafarlausra aðgerða til þess að losa sig út úr viðskiptasambandi við Microsoft sem sér Ísraelsher fyrir innviðum til þess að stunda stríðsglæpi á áður óþekktum skala með hjálp gervigreindar og skýjaþjónustu. Sex sjálfsagðar aðgerðir Haag hópsins eru algert lágmark, prófsteinn á hvoru megin sögunnar við viljum standa. Ég vona að ríkisstjórnin hafi hugrekki til þess að stíga þetta mikilvæga skref og ég hvet okkur öll sem viljum að Ísland berjist gegn þessu þjóðarmorði til þess að sameinast um þessa einföldu kröfu: Að Ísland gangi í Haag hópinn og skuldbindi sig til þess að framkvæma þær aðgerðir sem hópurinn hefur sammælst um fyrir 20. September 2025. Að neðan má lesa einfaldaða þýðingu höfundar á aðgerðunum sex sem Haag hópurinn hefur skuldbundið sig til að ráðst í þegar í stað: Að stöðva afhendingu, sölu eða flutning vopna, skotfæra, eldsneytis til hernaðarnota, hergagna og tækja sem geta haft tvíþætt notagildi til Ísraels Að stöðva för farartækja um landhelgi landsins, neita þeim um að leggjast að bryggju eða fá þjónustu í höfnum eða flugvöllum ríkjanna í öllum tilvikum þar sem augljós hætta er á að farartækið verði notað til að flytja vopn, skotfæri, eldsneyti til hernaðarnota, hergögn og tvínota tæki til Ísraels. Að koma á banni við því að farartæki sem bera þjóðfána ríkjanna flytji vopn, skotfæri, eldsneyti til hernaðarnota, hergögn og tvínota tæki til Ísraels og tryggja örugga framkvæmd bannsins, þar með talið með afskráningu á brotlegu farartæki. Að hefja þegar í stað endurskoðun allra opinberra samninga, til að koma í veg fyrir að opinberar stofnanir og fjármunir ríkisins styðji ólögmæta hernámsstefnu Ísraels í Palestínu. Að ráðast í fullnægjandi ráðstafanir til að uppfylla alþjóðlegar skuldbindingar ríkisins samkvæmt þjóðarrétti um ábyrgð vegna alvarlegustu brota á mannúðarlögum og þjóðarrétti. Að framkvæma gegnsæjar, óhlutdrægar og sjálfstæðar rannsóknir og á slíkum brotum og stuðla að saksókn gagnvart brotlegum einstaklingum innanlands eða á alþjóðavettvangi. Að nýta allsherjarlögsögu (e. universal jurisdiction), þar sem við á innan réttarkerfa ríkjanna, til að tryggja réttlæti fyrir fórnarlömb alþjóðaglæpa sem framin eru á hernumdu palestínsku landsvæðunum. Höfundur er lögfræðingur og fyrrverandi þingmaður Pírata.
Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun