Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar 5. ágúst 2025 08:30 Á þessum degi 04 ágúst, fyrir nákvæmlega þrjátíu árum varð ég flóttamaður. Ég var ein af þeim 200.000 Serbum sem voru hraktir á brott (eða drepnir) frá svæðunum sem króatíski herinn tók yfir og Serbar voru minnihluti í, og ég lifði það af. Það sem ég fagna á degi sem þessum er það að vera boðin að koma til Íslands sem kvótaflóttamaður, þann 29 júlí 1996, eftir að hafa lifað í stríði í fimm ár og eitt ár sem flóttamaður í Serbíu (sem „internally displaced person“). Ég var 15 ára gömul og mynd sem fylgir er tekin af einum af bekkjarsystkinum mínum á Ísafirði. Finnst sú mynd passa vel í þessa frásögn sem kemur hér á eftir. Ísland er land sem hefur aldrei þvingað mig til neins, íslenska þjóðin hefur aldrei sýnt mér fordóma af neinu tagi. Ég hef aldrei fundið að ég þarf að breyta mér, aldrei þurft að pæla í því hvort ég er Serbi, Króati eða eitthvað annað. Að fá að koma hingað, skilja allt þetta gamla eftir og byrja upp á nýtt, er ómetanlegt. Það sem ég hef upplifað hér er svo mikla manngæsku, sérstaklega fyrstu árin okkar á Ísafirði, frelsi, að fá að lifa áhyggjulausu lífi, ótal tækifæri sem ég veit ekki hvort hefðu staðið mér til boða í upprunalandi mínu og fyrir það er ég óendanlega þakklát. Það var strembið að koma sér á framfæri, læra íslensku, læra ensku, vera 15 ára og sett beint í 10 bekk án þess að tala hvorugt tungumál. Taka svo langa pásu til þess að vinna allskonar störf, klára stúdent mörgum árum seinna til þess að geta farið í háskóla. Í dag er ég ennþá í háskóla að klára masterinn, með 100% vinnu, eins og svo margir aðrir í þessu landi. Það er ekki auðvelt en það er hægt. Fyrir þau tækifæri er ég þakklát. Það eru flóttamenn í þessu landi sem eru óendanlega þakklátir þessu landi og þjóð fyrir að taka á móti sér en eru ekki duglegir að láta í sér heyra. Af hverju? Einfaldlega vegna þess að ef flóttamaður vogar sér að segja frá annarskonar upplifun en neikvæðri, er ósammála og styður ekki gagnrýni aðra flóttamanna (eða innfædda) á hitt og þetta þá er maður liggur til brennimerktur fyrir að vera með „innrætta fordóma” gagnvart eigin hópi , að hann noti sína upplifun gegn öðrum, eða hafi afsalað sér sjálfsmyndinni sinni til að þóknast Íslendingum. Ég er ein af þeim ævinlega þakklátu flóttamönnum fyrir það eitt að fá að vera í þessu landi sem gaf mér annað tækifæri í lífinu, og gef mér ekki þann rétt né vilja til að gagnrýna landið, þjóðina, íslensk gildi, þjónustu sem er í boði fyrir flóttamenn, hversu mikið af flóttamönnum eða hælisleitendum Ísland á að taka inn, eða taka ekki inn, og lengi má telja. Ég er þakklát fyrir það að fá að lifa í friði og að þurfa ekki að spá í því hvort ég mun þurfa að upplifa stríð aftur. Sérstaklega komandi frá löndum sem margir flóttamenn koma frá og þar sem stríð getur blossið upp aftur og aftur. Fyrir nokkrum vikum sá ég frétt um vaxandi spennu í Bosníu. Þar hvatti forseti Serbneska lýðveldisins í Bosníu Bosníumúslima til að „snúa aftur til sinnar gömlu trúar, rétttrúnaðarkirkju“, með þeim rökum að forfeður þeirra hafi verið neyddir til þess að taka íslamstrú undir stjórn Ottómanveldið. Hann hélt því fram að slík trúarskipti myndu endurheimta meirihluta Serba og koma á stöðugleika í Bosníu og Hersegóvínu. Mér býður við að sjá svona frétt og það vekur í manni miklan innri óróleika og gamlar hræðslur þrátt fyrir að ég bý ekki lengur í löndum fyrrum Júgóslavíu. Orðræðan sem þessi líkist nákvæmlega þeirri orðræðu sem leiðtogar allra þriggja stríðsaðila ( Króata, Serba og Bosníumanna) beittu á Balkanskaganum á tíunda áratugnum síðustu aldar, sem leiddi til þjóðernisátaka og fjöldamorða. Þegar svona gömul hræðsla blossar upp aftur og vekur minningar sem maður vil ekki vekja upp, þá hugsa ég enn og aftur hversu heppin, auðmjúk og þakklát ég er yfir því að hafa fengið að koma til Íslands. Sérstaklega þar sem margir sem hafa upplifað sömu hörmunga í stríðinu (eins og ég og mín fjölskylda höfum upplifað), fengu ekki svona tækifæri í lífinu, hafa dvalið árum saman í flóttamanna buðum, margir lífa enn í fátækt og dreyma um að fá að fara annað, því það tekur land og þjóð áratugum saman að jafna sig eftir margra ára stríð. Mér sárnar svo mikið þegar ég heyri flóttamenn sem fá ný tækifæri hér, að gagnrýna landið og þjóð, heimta eitt og annað. Mörg okkar koma frá löndum þar sem mannréttindi eru sama sem núll, spilling í hámarki, tjáningarfrelsi í lágmarki, stanslaus kvennakúgun, tækifæri af skornum skammti (aðeins nokkur dæmi nefnd). Hvernig er þá hægt með góðri samvisku að gagnrýna þetta land eða kröfurnar sem landið setur fram og vill að við sem fáum að koma hingað fylgjum eftir til þess að aðlagast? Það er nákvæmlega ekkert af því að lönd og þjóð sem taka á móti flóttamönnum krefjast þess að við leggjum okkar af mörkum, gefum tilbaka og sýnum virðingu fyrir því sem landið stendur fyrir og gildi sem það er með. Auðvitað getum við gagnrýnt óréttlæti innan kerfisins í lýðræðis landi innan rammans, en ekki út frá ramma þess lands sem við komum frá. Það er talað að flóttamenn séu þvingaðir til að afsala sér sjálfsmynd sinni til að verða hluti af samfélaginu. En hvað er það, að vera hluti af samfélaginu? Er það ekki á okkar ábyrgð, fólks sem sest hér að með því að: sýna virðingu fyrir menningu og gildum landsins? Læra á hefðir, siði og samfélagslegt norm sem gildir hér, jafnvel þó að maður sé ekki sammála öllu? Virða lög landsins og fylgja reglum? Sýna ábyrgð sem borgari, leggja sitt af mörkum í starfi, námi, félagslífi, sjálfboðavinnu? Reyna að læra tungumálið (það þarf ekki að vera fullkomið eins og sést á þessum skrifum) og bara sýna vilja til að taka þátt í samfélaginu og tengjast fólki o.s.frv.? Fólk í þessu landi metur það þegar við leggjum okkur fram. Það að tala íslensku (þótt hún sé ekki fullkomin) vekur virðingu frá fólki. Það er mín þrjátíu ára reynsla á því að búa hér sem á að vera með eitthvað vægi. Engin hér er að þvinga né banna okkur eitt eða neitt. En okkur ber skylda að finna út úr því hvað er ásættanlegt í því landi sem við komum til og móta okkar í takt við það. Við eigum ekki að þvinga okkar menningar á aðra menningu sem er í landinu og er ekki normið hér. Dæmi um það er þegar kaffistofan leigubílstjóra á flugvellinum var breytt í bænahús og Íslenskum leigubílstjórum meinaður aðgangur. Að ég sem flóttamaður með annað bakgrunn krefst þess að fá sérstaka þjónustu í öðru landi sem ég kaus sjálf að koma til er ósanngjarnt og óásættanlegt. Hversu mikla umburðarlyndi er hægt að krefjast af móttöku landinu og af hverju ætti landið að sýna okkur umburðarlyndi af þessu tagi? Er ekki nóg að þurfa ekki að pæla í því að vera skotinn, drepin, deyja úr hungri, vera pyntaður, kúgaður? Þetta ætti að vera nóg til þess að fá okkur til að skilja gömlu byrði eftir og byrja upp á nýtt. Að almennur borgari hér má ekki hafa pælingar þegar kemur að útlendingamálum af hræðslu að vera kallaður rasisti. Að hunsa áhyggjur almennan borgara um ástandið sem þau vilja ekki að gerist hér, eins og er að gerast í Evrópu löndum, er nákvæmlega það sem vekur upp reiði í fólki og er orsökin að hægrisinnaðir stjórnarflokkar eru að rísa upp alstaðar. Undanfarin ár hef ég verið vör við það að það er verið að finna fordóma í mörgu sem Íslendingar gera, segja eða spyrja eins og t.d. “hvaðan ertu”? Nú er það talið sem kerfisbundin aðgreining, fordómar eða vísbending um að viðkomandi sé ekki sjálfgefið hluti af samfélaginu sem hann lifir í. Ég hef farið á menningarfræðslu hér á landi og þar kom fram m.a. að Íslendingar eru með fordóma ef þau segja við útlending sem hefur verið lengi í þessu landi að maður tali góða íslensku. Það virðist vera auðveldara að móðgast en að taka þessu sem hrós. Fólk hér vill bara vera vinaleg og brjóta ísinn með því að hrósa fólki fyrir það að leggja á sig að læra tungumálið eða spyrja hvaðan maður kemur. Mín upplifun er að Íslendingar þora varla lengur að segja eitthvað við mann vegna hræðslu um að móðga ‚útlendinginn‘ þar sem fjölmiðlar, stofnanir, útlendinga sérfræðingar og aðrir eru að halda því fram að það eru dulin fordómar. Margir meira að segja fara það langt og móðgast fyrir manns hönd, þótt maður sjálfur móðgast ekki né tekur því sem fordóma. Að vera kallaður ‚útlendingur‘ er líka séð sem móðgandi fyrir útlending, sem er hlægilegt þar sem við sem erum ekki fædd hér og fluttum hingað (af hvaða ástæðu sem það var), erum útlendingar. Þótt ég sé með íslenskan ríkisborgararétt er ég ekki fædd hér og það er bara staðreynd. Hvernig er hægt að móðgast yfir því? Einnig heyrist frá mismunandi áttum að það er ekki val flóttamanna að koma hingað. Það er rétt. Við gátum valið að vera áfram innlendir flóttamenn (internally displaced persons) eins og svo margir aðrir, vera árum saman í flóttamanna buðum, búa við sárafátækt, lifa í stanslausri hættu að ríkisstjórninn og leiðtogar í okkar upprunna löndum vilja stækka sín landamæri, nota trúarbrögð, þjóðernisuppruna og annað slíkt til þess að valda ágreiningum á milli þjóða, einfaldlega til að ná sem lengst í sinni pólitísku hugmyndafræði, og með því haft þann möguleika að upplifa annað stríð. Einnig heyrist það að flóttamenn geta ekki snúið tilbaka. Við erum ekki með keðjur á útlimum sem stoppa okkur að snúa tilbaka ef maður kýs þess. Það er alltaf hægt að fara tilbaka og nota orkuna sem notað er að gagnrýna Ísland í það að berjast á móti öllu því sem rangt er í okkar upprunna löndum, sem er svo margt og griðaleg þörf á því. Í dag 04 ágúst, fagna Króatar þrjátíu ára hernaðaraðgerðinni Operation Storm sem nauðsynlega frelsisbaráttu og sigur í sjálfstæðisstríðinu, á meðan Serbar telja aðgerðina vera ein af stærstu etnískum hreinsunum Evrópu síðan í seinni heimsstyrjöldinni. Ég skil bæði sjónarmið en ég er einfaldlega glöð yfir því að fá að vera hér og lífa í friði. Ég vil þakka þessu landi fyrir það og þá sérstaklega Ísfirðingum sem tóku svo fallega á móti okkur á sínum tíma. Takk Íslendingar. Höfundur er ævinlega þakklátur flóttamaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flóttafólk á Íslandi Serbía Flóttamenn Mest lesið Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Á þessum degi 04 ágúst, fyrir nákvæmlega þrjátíu árum varð ég flóttamaður. Ég var ein af þeim 200.000 Serbum sem voru hraktir á brott (eða drepnir) frá svæðunum sem króatíski herinn tók yfir og Serbar voru minnihluti í, og ég lifði það af. Það sem ég fagna á degi sem þessum er það að vera boðin að koma til Íslands sem kvótaflóttamaður, þann 29 júlí 1996, eftir að hafa lifað í stríði í fimm ár og eitt ár sem flóttamaður í Serbíu (sem „internally displaced person“). Ég var 15 ára gömul og mynd sem fylgir er tekin af einum af bekkjarsystkinum mínum á Ísafirði. Finnst sú mynd passa vel í þessa frásögn sem kemur hér á eftir. Ísland er land sem hefur aldrei þvingað mig til neins, íslenska þjóðin hefur aldrei sýnt mér fordóma af neinu tagi. Ég hef aldrei fundið að ég þarf að breyta mér, aldrei þurft að pæla í því hvort ég er Serbi, Króati eða eitthvað annað. Að fá að koma hingað, skilja allt þetta gamla eftir og byrja upp á nýtt, er ómetanlegt. Það sem ég hef upplifað hér er svo mikla manngæsku, sérstaklega fyrstu árin okkar á Ísafirði, frelsi, að fá að lifa áhyggjulausu lífi, ótal tækifæri sem ég veit ekki hvort hefðu staðið mér til boða í upprunalandi mínu og fyrir það er ég óendanlega þakklát. Það var strembið að koma sér á framfæri, læra íslensku, læra ensku, vera 15 ára og sett beint í 10 bekk án þess að tala hvorugt tungumál. Taka svo langa pásu til þess að vinna allskonar störf, klára stúdent mörgum árum seinna til þess að geta farið í háskóla. Í dag er ég ennþá í háskóla að klára masterinn, með 100% vinnu, eins og svo margir aðrir í þessu landi. Það er ekki auðvelt en það er hægt. Fyrir þau tækifæri er ég þakklát. Það eru flóttamenn í þessu landi sem eru óendanlega þakklátir þessu landi og þjóð fyrir að taka á móti sér en eru ekki duglegir að láta í sér heyra. Af hverju? Einfaldlega vegna þess að ef flóttamaður vogar sér að segja frá annarskonar upplifun en neikvæðri, er ósammála og styður ekki gagnrýni aðra flóttamanna (eða innfædda) á hitt og þetta þá er maður liggur til brennimerktur fyrir að vera með „innrætta fordóma” gagnvart eigin hópi , að hann noti sína upplifun gegn öðrum, eða hafi afsalað sér sjálfsmyndinni sinni til að þóknast Íslendingum. Ég er ein af þeim ævinlega þakklátu flóttamönnum fyrir það eitt að fá að vera í þessu landi sem gaf mér annað tækifæri í lífinu, og gef mér ekki þann rétt né vilja til að gagnrýna landið, þjóðina, íslensk gildi, þjónustu sem er í boði fyrir flóttamenn, hversu mikið af flóttamönnum eða hælisleitendum Ísland á að taka inn, eða taka ekki inn, og lengi má telja. Ég er þakklát fyrir það að fá að lifa í friði og að þurfa ekki að spá í því hvort ég mun þurfa að upplifa stríð aftur. Sérstaklega komandi frá löndum sem margir flóttamenn koma frá og þar sem stríð getur blossið upp aftur og aftur. Fyrir nokkrum vikum sá ég frétt um vaxandi spennu í Bosníu. Þar hvatti forseti Serbneska lýðveldisins í Bosníu Bosníumúslima til að „snúa aftur til sinnar gömlu trúar, rétttrúnaðarkirkju“, með þeim rökum að forfeður þeirra hafi verið neyddir til þess að taka íslamstrú undir stjórn Ottómanveldið. Hann hélt því fram að slík trúarskipti myndu endurheimta meirihluta Serba og koma á stöðugleika í Bosníu og Hersegóvínu. Mér býður við að sjá svona frétt og það vekur í manni miklan innri óróleika og gamlar hræðslur þrátt fyrir að ég bý ekki lengur í löndum fyrrum Júgóslavíu. Orðræðan sem þessi líkist nákvæmlega þeirri orðræðu sem leiðtogar allra þriggja stríðsaðila ( Króata, Serba og Bosníumanna) beittu á Balkanskaganum á tíunda áratugnum síðustu aldar, sem leiddi til þjóðernisátaka og fjöldamorða. Þegar svona gömul hræðsla blossar upp aftur og vekur minningar sem maður vil ekki vekja upp, þá hugsa ég enn og aftur hversu heppin, auðmjúk og þakklát ég er yfir því að hafa fengið að koma til Íslands. Sérstaklega þar sem margir sem hafa upplifað sömu hörmunga í stríðinu (eins og ég og mín fjölskylda höfum upplifað), fengu ekki svona tækifæri í lífinu, hafa dvalið árum saman í flóttamanna buðum, margir lífa enn í fátækt og dreyma um að fá að fara annað, því það tekur land og þjóð áratugum saman að jafna sig eftir margra ára stríð. Mér sárnar svo mikið þegar ég heyri flóttamenn sem fá ný tækifæri hér, að gagnrýna landið og þjóð, heimta eitt og annað. Mörg okkar koma frá löndum þar sem mannréttindi eru sama sem núll, spilling í hámarki, tjáningarfrelsi í lágmarki, stanslaus kvennakúgun, tækifæri af skornum skammti (aðeins nokkur dæmi nefnd). Hvernig er þá hægt með góðri samvisku að gagnrýna þetta land eða kröfurnar sem landið setur fram og vill að við sem fáum að koma hingað fylgjum eftir til þess að aðlagast? Það er nákvæmlega ekkert af því að lönd og þjóð sem taka á móti flóttamönnum krefjast þess að við leggjum okkar af mörkum, gefum tilbaka og sýnum virðingu fyrir því sem landið stendur fyrir og gildi sem það er með. Auðvitað getum við gagnrýnt óréttlæti innan kerfisins í lýðræðis landi innan rammans, en ekki út frá ramma þess lands sem við komum frá. Það er talað að flóttamenn séu þvingaðir til að afsala sér sjálfsmynd sinni til að verða hluti af samfélaginu. En hvað er það, að vera hluti af samfélaginu? Er það ekki á okkar ábyrgð, fólks sem sest hér að með því að: sýna virðingu fyrir menningu og gildum landsins? Læra á hefðir, siði og samfélagslegt norm sem gildir hér, jafnvel þó að maður sé ekki sammála öllu? Virða lög landsins og fylgja reglum? Sýna ábyrgð sem borgari, leggja sitt af mörkum í starfi, námi, félagslífi, sjálfboðavinnu? Reyna að læra tungumálið (það þarf ekki að vera fullkomið eins og sést á þessum skrifum) og bara sýna vilja til að taka þátt í samfélaginu og tengjast fólki o.s.frv.? Fólk í þessu landi metur það þegar við leggjum okkur fram. Það að tala íslensku (þótt hún sé ekki fullkomin) vekur virðingu frá fólki. Það er mín þrjátíu ára reynsla á því að búa hér sem á að vera með eitthvað vægi. Engin hér er að þvinga né banna okkur eitt eða neitt. En okkur ber skylda að finna út úr því hvað er ásættanlegt í því landi sem við komum til og móta okkar í takt við það. Við eigum ekki að þvinga okkar menningar á aðra menningu sem er í landinu og er ekki normið hér. Dæmi um það er þegar kaffistofan leigubílstjóra á flugvellinum var breytt í bænahús og Íslenskum leigubílstjórum meinaður aðgangur. Að ég sem flóttamaður með annað bakgrunn krefst þess að fá sérstaka þjónustu í öðru landi sem ég kaus sjálf að koma til er ósanngjarnt og óásættanlegt. Hversu mikla umburðarlyndi er hægt að krefjast af móttöku landinu og af hverju ætti landið að sýna okkur umburðarlyndi af þessu tagi? Er ekki nóg að þurfa ekki að pæla í því að vera skotinn, drepin, deyja úr hungri, vera pyntaður, kúgaður? Þetta ætti að vera nóg til þess að fá okkur til að skilja gömlu byrði eftir og byrja upp á nýtt. Að almennur borgari hér má ekki hafa pælingar þegar kemur að útlendingamálum af hræðslu að vera kallaður rasisti. Að hunsa áhyggjur almennan borgara um ástandið sem þau vilja ekki að gerist hér, eins og er að gerast í Evrópu löndum, er nákvæmlega það sem vekur upp reiði í fólki og er orsökin að hægrisinnaðir stjórnarflokkar eru að rísa upp alstaðar. Undanfarin ár hef ég verið vör við það að það er verið að finna fordóma í mörgu sem Íslendingar gera, segja eða spyrja eins og t.d. “hvaðan ertu”? Nú er það talið sem kerfisbundin aðgreining, fordómar eða vísbending um að viðkomandi sé ekki sjálfgefið hluti af samfélaginu sem hann lifir í. Ég hef farið á menningarfræðslu hér á landi og þar kom fram m.a. að Íslendingar eru með fordóma ef þau segja við útlending sem hefur verið lengi í þessu landi að maður tali góða íslensku. Það virðist vera auðveldara að móðgast en að taka þessu sem hrós. Fólk hér vill bara vera vinaleg og brjóta ísinn með því að hrósa fólki fyrir það að leggja á sig að læra tungumálið eða spyrja hvaðan maður kemur. Mín upplifun er að Íslendingar þora varla lengur að segja eitthvað við mann vegna hræðslu um að móðga ‚útlendinginn‘ þar sem fjölmiðlar, stofnanir, útlendinga sérfræðingar og aðrir eru að halda því fram að það eru dulin fordómar. Margir meira að segja fara það langt og móðgast fyrir manns hönd, þótt maður sjálfur móðgast ekki né tekur því sem fordóma. Að vera kallaður ‚útlendingur‘ er líka séð sem móðgandi fyrir útlending, sem er hlægilegt þar sem við sem erum ekki fædd hér og fluttum hingað (af hvaða ástæðu sem það var), erum útlendingar. Þótt ég sé með íslenskan ríkisborgararétt er ég ekki fædd hér og það er bara staðreynd. Hvernig er hægt að móðgast yfir því? Einnig heyrist frá mismunandi áttum að það er ekki val flóttamanna að koma hingað. Það er rétt. Við gátum valið að vera áfram innlendir flóttamenn (internally displaced persons) eins og svo margir aðrir, vera árum saman í flóttamanna buðum, búa við sárafátækt, lifa í stanslausri hættu að ríkisstjórninn og leiðtogar í okkar upprunna löndum vilja stækka sín landamæri, nota trúarbrögð, þjóðernisuppruna og annað slíkt til þess að valda ágreiningum á milli þjóða, einfaldlega til að ná sem lengst í sinni pólitísku hugmyndafræði, og með því haft þann möguleika að upplifa annað stríð. Einnig heyrist það að flóttamenn geta ekki snúið tilbaka. Við erum ekki með keðjur á útlimum sem stoppa okkur að snúa tilbaka ef maður kýs þess. Það er alltaf hægt að fara tilbaka og nota orkuna sem notað er að gagnrýna Ísland í það að berjast á móti öllu því sem rangt er í okkar upprunna löndum, sem er svo margt og griðaleg þörf á því. Í dag 04 ágúst, fagna Króatar þrjátíu ára hernaðaraðgerðinni Operation Storm sem nauðsynlega frelsisbaráttu og sigur í sjálfstæðisstríðinu, á meðan Serbar telja aðgerðina vera ein af stærstu etnískum hreinsunum Evrópu síðan í seinni heimsstyrjöldinni. Ég skil bæði sjónarmið en ég er einfaldlega glöð yfir því að fá að vera hér og lífa í friði. Ég vil þakka þessu landi fyrir það og þá sérstaklega Ísfirðingum sem tóku svo fallega á móti okkur á sínum tíma. Takk Íslendingar. Höfundur er ævinlega þakklátur flóttamaður.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun