Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Agnar Már Másson skrifar 1. ágúst 2025 17:54 Maðurinn ók eins og brjálæðingur um Keflavíkurflugvöll og Reykjanesbraut en lögregla gat ekki sannað að hann væri svo veikur að geði að það þyrfti að vista hann lengur í varðhaldi. Vísir/Vilhelm Landsréttur ógilti í dag gæsluvarðhald yfir manni sem er sakaður um glannaakstur á stolnum bíl um flugbraut Keflavíkurflugvallar. Ökuníðingurinn var að sögn lögreglu undir áhrifum fíkniefna og með reipi um hálsinn þegar hann var handtekinn. Þá hafði hann ekið á tvöföldum hámarkshraða á Reykjanesbraut og einnig reynt að komast inn í kyrrstæða flugvél. Gæsluvarðhaldsúrskurður héraðsdóms Reykjaness var í dag ógiltur af Landsrétti í máli manns sem er sakaður um stórfelldan ofsaakstur 20. júlí sem greint var frá á sínum tíma. Nafn mannsins, aldur eða þjóðerni er ekki tilgreint í dómnum. Lögregla grunar manninn um að hafa klifrað yfir öryggishlið við Keflavíkurflugvöll, stolið bifreið sem lögð var við flugturn og ekið henni yfir flugbrautir í notkun. Svo ók hann út af haftasvæði út í almenna umferð eftir að hafa reynt að komast inn í kyrrstæða flugvél, að sögn lögreglu. Hann er sakaður um að hafa ekið bílnum á Reykjanesbraut á allt að 189 km/klst hraða, þar sem hámarkshraði er 90 kílómetrar á klukkustund. Talsverð umferð var meðan á eftirförinni stóð, segir í greinargerð lögreglu, en á endanum stöðvaði ökumaðurinn bílinn þegar hann nálgaðist afleggjarann að Grindavík. Hann fékk þá fyrirmæli um að fara úr bifreiðinni og var hann handtekinn á staðnum. Skýrsla hefur verið tekin af varnaraðila. Ekki nóg með það, heldur segir lögreglan að hann hafi verið undir áhrifum fíkniefna með reipi um hálsinn við handtöku.. „Hann var sjáanlega undir áhrifum fíkniefna en hann var mjög þurr í munni og sjáöldur hans samandregin. Við öryggisleit fannst smelluláspoki með óþekktu hvítu efni í vinstri buxnavasa, ætluðu kókaíni.“ Í dómi héraðsdóms segir að hann hafi sögu um andleg veikindi og vímuefnaneyslu. Lögregla hafi aflað nokkurra dómsúrskurða til að framkvæma rannsóknaraðgerðir er lúta að efnisinnihaldi farsíma varnaraðila, upplýsingum um fjarskiptasamskipti og bankaupplýsingum hans. Framkvæmd hefur verið húsleit í herbergi varnaraðila, að sögn lögreglu. Gæsluvarðhaldsúrskurður Héraðsdóms Reykjaness var aftur á móti felldur úr gildi í dag af Landsrétti með vísan til þess að ekki liggi fyrir gögn um geðhagi varnaraðila né áhættumat lögreglu. Matsmaður var dómkvaddur en matsgerð liggur ekki fyrir. Því þykir Landsrétti gæsluvarðhald ekki vera nauðsynlegt, þar sem sóknaraðili hafi ekki fært fram fullnægjandi rök til stuðnings því. Hann gengur því laus. Isavia Keflavíkurflugvöllur Reykjanesbær Lögreglumál Samgöngur Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Sjá meira
Gæsluvarðhaldsúrskurður héraðsdóms Reykjaness var í dag ógiltur af Landsrétti í máli manns sem er sakaður um stórfelldan ofsaakstur 20. júlí sem greint var frá á sínum tíma. Nafn mannsins, aldur eða þjóðerni er ekki tilgreint í dómnum. Lögregla grunar manninn um að hafa klifrað yfir öryggishlið við Keflavíkurflugvöll, stolið bifreið sem lögð var við flugturn og ekið henni yfir flugbrautir í notkun. Svo ók hann út af haftasvæði út í almenna umferð eftir að hafa reynt að komast inn í kyrrstæða flugvél, að sögn lögreglu. Hann er sakaður um að hafa ekið bílnum á Reykjanesbraut á allt að 189 km/klst hraða, þar sem hámarkshraði er 90 kílómetrar á klukkustund. Talsverð umferð var meðan á eftirförinni stóð, segir í greinargerð lögreglu, en á endanum stöðvaði ökumaðurinn bílinn þegar hann nálgaðist afleggjarann að Grindavík. Hann fékk þá fyrirmæli um að fara úr bifreiðinni og var hann handtekinn á staðnum. Skýrsla hefur verið tekin af varnaraðila. Ekki nóg með það, heldur segir lögreglan að hann hafi verið undir áhrifum fíkniefna með reipi um hálsinn við handtöku.. „Hann var sjáanlega undir áhrifum fíkniefna en hann var mjög þurr í munni og sjáöldur hans samandregin. Við öryggisleit fannst smelluláspoki með óþekktu hvítu efni í vinstri buxnavasa, ætluðu kókaíni.“ Í dómi héraðsdóms segir að hann hafi sögu um andleg veikindi og vímuefnaneyslu. Lögregla hafi aflað nokkurra dómsúrskurða til að framkvæma rannsóknaraðgerðir er lúta að efnisinnihaldi farsíma varnaraðila, upplýsingum um fjarskiptasamskipti og bankaupplýsingum hans. Framkvæmd hefur verið húsleit í herbergi varnaraðila, að sögn lögreglu. Gæsluvarðhaldsúrskurður Héraðsdóms Reykjaness var aftur á móti felldur úr gildi í dag af Landsrétti með vísan til þess að ekki liggi fyrir gögn um geðhagi varnaraðila né áhættumat lögreglu. Matsmaður var dómkvaddur en matsgerð liggur ekki fyrir. Því þykir Landsrétti gæsluvarðhald ekki vera nauðsynlegt, þar sem sóknaraðili hafi ekki fært fram fullnægjandi rök til stuðnings því. Hann gengur því laus.
Isavia Keflavíkurflugvöllur Reykjanesbær Lögreglumál Samgöngur Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Sjá meira