Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir og Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifa 26. júlí 2025 10:32 Stjórn Kvennaárs, konur og kvár, gáfu stjórnvöldum eitt ár, eða til 24. október 2025, til að breyta lögum og innleiða nauðsynlegar aðgerðir til að taka stórt skref í átt þess að tryggja fullt og endanlegt jafnrétti kynjanna. Þessi kröfugerð var mótuð af kröftugum hópi samtaka og baráttuhreyfinga, sem vilja stöðva ofbeldi gegn konum, vinna gegn launamun, bæta stöðu mæðra og bregðast eindregið við kynbundinni mismunun á vinnumarkaði. Við eigum að standa saman, styðja og hlusta. Það eru senn liðin 50 ár frá því konur hér á landi lögðu niður störf, bæði launuð og ólaunuð og stöðvuðu þannig samfélagið. Þetta var gert til að vekja athygli á ólaunuðum störfum kvenna, launamun og þeirri staðreynd að mikið hallaði á konur og þeirra réttindi í samfélaginu. Þrátt fyrir mikla og merkilegu baráttu kvenna hérlendis sem og erlendis búa konur enn við misrétti og ofbeldi og dapurlegt að við séum ekki komin lengra sem sýnir hversu mikilvægt er að við stöndum áfram saman til að knýja fram breytingar. Metþátttaka var í Kvennaverkfallinu 2023 sem fór fram á yfir tuttugu stöðum um land allt og varð stærsti útifundur Íslandssögunnar í Reykjavík. Sá dagur sýndi að núverandi kynslóðir eru tilbúnar til að taka við keflinu frá þeim konum sem ruddu brautina á sínum tíma. Valdefling, baráttugleði og skýrt ákall um breytingar einkenndu þennan risastóra samstöðufund líkt og á Kvennafrídaginn 1975. Samfélag sem stendur saman gegn ójöfnuði er sterkt og ríkt samfélag, það er samfélag þar sem jafnrétti og kvenfrelsi getur orðið að raunveruleika. Þrátt fyrir þann árangur sem hefur þó náðst er það sorgleg staðreynd að enn ríkir misrétti og ofbeldi gegn konum. Rannsóknir sýna að ofbeldi, líkt og kynferðisofbeldi, heimilisofbeldi, stafrænt ofbeldi og hatursorðræða hefur aukist, enn er þolendum ekki trúað og enn fá gerendur væga dóma. Af því tilefni og sem ákall um breytingar er Druslugangan gengin í dag í fjórtánda sinn. Þessi mótmælaganga er gengin til að uppræta fordóma varðandi klæðaburð og ástand þeirra sem verða fyrir kynferðisofbeldi og minna á að ábyrgðin er alltaf gerenda, alltaf! Við þurfum öll að standa saman í baráttunni, konur, kvár og karlar, og við viljum ekki bíða lengur. Við viljum samfélag þar sem öll eiga jöfn tækifæri, þar sem valdið er í höndum þeirra sem málið varðar og ójöfnuður er upprættur. Nú er tímabært að standa saman, sýna ábyrgð okkar og vilja. Sagan sýnir að sameiginlegur kraftur okkar er óstöðvandi. Við þorum, getum og viljum! Við erum í miklum mótvindi, nú þarf að halda áfram að berjast og gera sjálfsögð réttindi og sanngirni fyrir öll að veruleika. Höfundar eru druslur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Druslugangan Kvennaverkfall Álfhildur Leifsdóttir Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Mest lesið Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Sjá meira
Stjórn Kvennaárs, konur og kvár, gáfu stjórnvöldum eitt ár, eða til 24. október 2025, til að breyta lögum og innleiða nauðsynlegar aðgerðir til að taka stórt skref í átt þess að tryggja fullt og endanlegt jafnrétti kynjanna. Þessi kröfugerð var mótuð af kröftugum hópi samtaka og baráttuhreyfinga, sem vilja stöðva ofbeldi gegn konum, vinna gegn launamun, bæta stöðu mæðra og bregðast eindregið við kynbundinni mismunun á vinnumarkaði. Við eigum að standa saman, styðja og hlusta. Það eru senn liðin 50 ár frá því konur hér á landi lögðu niður störf, bæði launuð og ólaunuð og stöðvuðu þannig samfélagið. Þetta var gert til að vekja athygli á ólaunuðum störfum kvenna, launamun og þeirri staðreynd að mikið hallaði á konur og þeirra réttindi í samfélaginu. Þrátt fyrir mikla og merkilegu baráttu kvenna hérlendis sem og erlendis búa konur enn við misrétti og ofbeldi og dapurlegt að við séum ekki komin lengra sem sýnir hversu mikilvægt er að við stöndum áfram saman til að knýja fram breytingar. Metþátttaka var í Kvennaverkfallinu 2023 sem fór fram á yfir tuttugu stöðum um land allt og varð stærsti útifundur Íslandssögunnar í Reykjavík. Sá dagur sýndi að núverandi kynslóðir eru tilbúnar til að taka við keflinu frá þeim konum sem ruddu brautina á sínum tíma. Valdefling, baráttugleði og skýrt ákall um breytingar einkenndu þennan risastóra samstöðufund líkt og á Kvennafrídaginn 1975. Samfélag sem stendur saman gegn ójöfnuði er sterkt og ríkt samfélag, það er samfélag þar sem jafnrétti og kvenfrelsi getur orðið að raunveruleika. Þrátt fyrir þann árangur sem hefur þó náðst er það sorgleg staðreynd að enn ríkir misrétti og ofbeldi gegn konum. Rannsóknir sýna að ofbeldi, líkt og kynferðisofbeldi, heimilisofbeldi, stafrænt ofbeldi og hatursorðræða hefur aukist, enn er þolendum ekki trúað og enn fá gerendur væga dóma. Af því tilefni og sem ákall um breytingar er Druslugangan gengin í dag í fjórtánda sinn. Þessi mótmælaganga er gengin til að uppræta fordóma varðandi klæðaburð og ástand þeirra sem verða fyrir kynferðisofbeldi og minna á að ábyrgðin er alltaf gerenda, alltaf! Við þurfum öll að standa saman í baráttunni, konur, kvár og karlar, og við viljum ekki bíða lengur. Við viljum samfélag þar sem öll eiga jöfn tækifæri, þar sem valdið er í höndum þeirra sem málið varðar og ójöfnuður er upprættur. Nú er tímabært að standa saman, sýna ábyrgð okkar og vilja. Sagan sýnir að sameiginlegur kraftur okkar er óstöðvandi. Við þorum, getum og viljum! Við erum í miklum mótvindi, nú þarf að halda áfram að berjast og gera sjálfsögð réttindi og sanngirni fyrir öll að veruleika. Höfundar eru druslur.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar