Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 25. júlí 2025 08:49 Macron Frakklandsforseti lýsti því yfir í gær að Frakkar viðurkenni sjálfstæði Palestínu. Frakkland er fyrsta G7 ríkið sem tekur þá ákvörðun. AP Photo/Michel Euler Yfirvöld í Ísrael og Bandaríkjunum hafa fordæmt ákvörðun Emmanuels Macrons Frakklandsforseta um að viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki. Macron greindi frá þessari ákvörðun sinni í gærkvöldi og segist ætla að gera það formlega í september á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Yfirlýsing Macron markar tímamót í afstöðu Evrópuríkja gagnvart stríðsrekstri Ísraela á Gasa. Í umfjöllun France24 segir að Frakkland sé nú stærsta og valdamesta ríkið í Evrópu sem hefur viðurkennt Palestínu sem sjálfstætt ríki. Frakkland er nú í hópi 142 ríkja sem hafa viðurkennt Palestínu sem ríki en bæði Ísrael og Bandaríkin eru andvíg slíkri viðurkenningu. Viðbrögðin frá þeim létu heldur ekki á sér standa og Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels segir að Frakkar séu með þessu að verðlauna hryðjuverkastarfsemi Hamas. Marco Rubio gagnrýndi Macron einnig og sagði ákvörðunina einkennast af kæruleysi. Fulltrúar ríkjanna tveggja í friðarviðræðum í Katar sem nú eru í gangi yfirgáfu síðan fundinn í gærkvöldi að því er breska ríkisútvarpið greinir frá. Bandaríkjamenn segja ákvörðunina byggða á þeirri trúa að Hamas samtökin vilji ekki semja um frið og Ísraelar gáfu enga skýringu á brotthvarfi sínu. Breski forsætisráðherrann Keir Starmer ætlar að ræða við Macron og þýska kanslarann Friedrich Merz um næstu skref en þingmenn í breska þinginu hafa sett aukinn þrýsting á Starmer að hann fylgi fordæmi Macrons og viðurkenni Palestínu. Frakkland Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Bretland Tengdar fréttir Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Emmanuel Macron Frakklandsforseti greinir frá því í samfélagsmiðlafærslu að Frakkland viðurkenni Palestínu sem sjálfstætt ríki. 24. júlí 2025 20:09 Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Erlent Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Fleiri fréttir „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Sjá meira
Macron greindi frá þessari ákvörðun sinni í gærkvöldi og segist ætla að gera það formlega í september á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Yfirlýsing Macron markar tímamót í afstöðu Evrópuríkja gagnvart stríðsrekstri Ísraela á Gasa. Í umfjöllun France24 segir að Frakkland sé nú stærsta og valdamesta ríkið í Evrópu sem hefur viðurkennt Palestínu sem sjálfstætt ríki. Frakkland er nú í hópi 142 ríkja sem hafa viðurkennt Palestínu sem ríki en bæði Ísrael og Bandaríkin eru andvíg slíkri viðurkenningu. Viðbrögðin frá þeim létu heldur ekki á sér standa og Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels segir að Frakkar séu með þessu að verðlauna hryðjuverkastarfsemi Hamas. Marco Rubio gagnrýndi Macron einnig og sagði ákvörðunina einkennast af kæruleysi. Fulltrúar ríkjanna tveggja í friðarviðræðum í Katar sem nú eru í gangi yfirgáfu síðan fundinn í gærkvöldi að því er breska ríkisútvarpið greinir frá. Bandaríkjamenn segja ákvörðunina byggða á þeirri trúa að Hamas samtökin vilji ekki semja um frið og Ísraelar gáfu enga skýringu á brotthvarfi sínu. Breski forsætisráðherrann Keir Starmer ætlar að ræða við Macron og þýska kanslarann Friedrich Merz um næstu skref en þingmenn í breska þinginu hafa sett aukinn þrýsting á Starmer að hann fylgi fordæmi Macrons og viðurkenni Palestínu.
Frakkland Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Bretland Tengdar fréttir Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Emmanuel Macron Frakklandsforseti greinir frá því í samfélagsmiðlafærslu að Frakkland viðurkenni Palestínu sem sjálfstætt ríki. 24. júlí 2025 20:09 Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Erlent Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Fleiri fréttir „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Sjá meira
Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Emmanuel Macron Frakklandsforseti greinir frá því í samfélagsmiðlafærslu að Frakkland viðurkenni Palestínu sem sjálfstætt ríki. 24. júlí 2025 20:09