Innlent

Lög­reglan lýsir eftir Sindra Péturs­syni

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Sindri Pétursson sást síðast á Lækjartorgi í Reykjavík.
Sindri Pétursson sást síðast á Lækjartorgi í Reykjavík. Lögreglan

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Sindra Péturssyni, 43 ára. Síðast sást til hans um miðnætti á gærkvöldi á Lækjartorgi í Reykjavík.

Sindri er hávaxinn með stuttklippt silfurgrátt hár og alskegg. Hann var klæddur svartri primaloft úlpu og grárri peysu, svörtum gallabuxum og svörtum strigaskóm.

Þeir sem geta gefið upplýsingar um ferðir Sindra eru beðnir um að hafa samband við lögregluna í síma 112.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×