Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Jón Þór Stefánsson skrifar 21. júlí 2025 20:06 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir gefur lítið fyrir málflutning stjórnarandstöðunnar. Vísir/Vilhelm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra furðar sig á ummælum meðlima stjórnarandstöðunnar um að heimsókn Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, í síðustu viku hafi verið liður í því að láta þjóðina ganga inn í Evrópusambandið. Þetta kom fram í kvöldfréttum Sýnar þar sem Þorgerður ræddi um heimsóknina og Evrópumálin. Er þetta satt Þorgerður? Eruð þið að stefna beina leið inn í ESB og kljúfa þjóðina í leiðinni? „Nei, alls ekki. Það sem kemur mér á óvart er að talsmenn flokka sem eitt sinn kenndu sig við frelsi, studdu frjáls og opin viðskipti, skulu senda þessi skilaboð til leiðtoga sambands þar sem við Íslendingar erum með sjötíu prósent utanríkisviðskipta okkar. Það eru gríðarlega mikli hagsmunir í húfi fyrir okkur að hafa góð samskipti,“ sagði Þorgerður. „Þessi fundur gekk ekki síst út á það að efla og styrkja EES-samninginn, auka markaðsaðgang meðal annars fyrir íslenskar sjávarafurðir. Ég hefði frekar kosið að kraftarnir sem fara í þessa taugaveiklun hefðu farið í það með okkur að efla og styrkja tengslin.“ Þorgerður segir núverandi ríkisstjórn ansi ólíka þeirri sem var við völd árið 2015, og var skipuð Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki, sem ákvað að halda ekki áfram með umsókn Íslands að Evrópusambandinu. Sú ákvörðun hafi ekki farið fyrir þingið, en Þorgerður segir núverandi stjórn ætla að gera það. „Við munum fara með málið fyrir þingið. Þau treystu sér ekki að fara með afturköllunina á sínum tíma fyrir þingið. Og við munum síðan gera það sem þau virðast ekki gera, við ætlum að treysta þjóðinni fyrir næsta skrefi. Hættulegra er það nú ekki. Mér finnst undarlegt að sjá á hvaða vegferð þessi stjórnarandstaða er í allri sinni taugaveiklun.“ Að sögn Þorgerðar snerist fundurinn með Ursulu von der Leyen um að efla samband Íslands við Evrópusambandið. Jafnframt hafi þau verið að efla sambandið við ýmiss önnur lítt þenkjandi ríki. „Ég bið stjórnarandstöðuna bara um að koma á vagninn, hættið þessu nöldri, farið með okkur í að setja kraftana í það að styrkja enn frekar EES-samninginn. Ég hef áhyggjur af því hvernig stjórnarandstaðan talar, hvað verður um EES-samninginn.“ Sigurjón Þórðarson, þingmaður Flokks fólksins, sagði á Facebook um helgina að aðildarríki ESB væru á meðal helstu púðurtunnum álfunnar, og að innganga Íslands myndi ekki þjóna hagsmunum þjóðarinnar. Spurð út í þessi ummæli Sigurjóns byrjaði Þorgerður að hrósa honum. „Það er ekki síst stjórnarandstaðan sem er búin að pönkast á honum daginn út og daginn inn, og ýmis hagsmunaöfl, með mjög óvægnum hætti. Skoðanir Flokks fólksins, við ræddum þær fram og til baka við stelpurnar þegar við vorum að mynda ríkisstjórnina, þær eru öllum kunnar. En það sem Flokkur fólksins gerir umfram Miðflokkinn, Sjálfstæðisflokkinn, Framsóknarflokkinn er að treysta þjóðinni fyrir næsta skrefi.“ Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Evrópusambandið Utanríkismál Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Framsóknarflokkurinn Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
Þetta kom fram í kvöldfréttum Sýnar þar sem Þorgerður ræddi um heimsóknina og Evrópumálin. Er þetta satt Þorgerður? Eruð þið að stefna beina leið inn í ESB og kljúfa þjóðina í leiðinni? „Nei, alls ekki. Það sem kemur mér á óvart er að talsmenn flokka sem eitt sinn kenndu sig við frelsi, studdu frjáls og opin viðskipti, skulu senda þessi skilaboð til leiðtoga sambands þar sem við Íslendingar erum með sjötíu prósent utanríkisviðskipta okkar. Það eru gríðarlega mikli hagsmunir í húfi fyrir okkur að hafa góð samskipti,“ sagði Þorgerður. „Þessi fundur gekk ekki síst út á það að efla og styrkja EES-samninginn, auka markaðsaðgang meðal annars fyrir íslenskar sjávarafurðir. Ég hefði frekar kosið að kraftarnir sem fara í þessa taugaveiklun hefðu farið í það með okkur að efla og styrkja tengslin.“ Þorgerður segir núverandi ríkisstjórn ansi ólíka þeirri sem var við völd árið 2015, og var skipuð Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki, sem ákvað að halda ekki áfram með umsókn Íslands að Evrópusambandinu. Sú ákvörðun hafi ekki farið fyrir þingið, en Þorgerður segir núverandi stjórn ætla að gera það. „Við munum fara með málið fyrir þingið. Þau treystu sér ekki að fara með afturköllunina á sínum tíma fyrir þingið. Og við munum síðan gera það sem þau virðast ekki gera, við ætlum að treysta þjóðinni fyrir næsta skrefi. Hættulegra er það nú ekki. Mér finnst undarlegt að sjá á hvaða vegferð þessi stjórnarandstaða er í allri sinni taugaveiklun.“ Að sögn Þorgerðar snerist fundurinn með Ursulu von der Leyen um að efla samband Íslands við Evrópusambandið. Jafnframt hafi þau verið að efla sambandið við ýmiss önnur lítt þenkjandi ríki. „Ég bið stjórnarandstöðuna bara um að koma á vagninn, hættið þessu nöldri, farið með okkur í að setja kraftana í það að styrkja enn frekar EES-samninginn. Ég hef áhyggjur af því hvernig stjórnarandstaðan talar, hvað verður um EES-samninginn.“ Sigurjón Þórðarson, þingmaður Flokks fólksins, sagði á Facebook um helgina að aðildarríki ESB væru á meðal helstu púðurtunnum álfunnar, og að innganga Íslands myndi ekki þjóna hagsmunum þjóðarinnar. Spurð út í þessi ummæli Sigurjóns byrjaði Þorgerður að hrósa honum. „Það er ekki síst stjórnarandstaðan sem er búin að pönkast á honum daginn út og daginn inn, og ýmis hagsmunaöfl, með mjög óvægnum hætti. Skoðanir Flokks fólksins, við ræddum þær fram og til baka við stelpurnar þegar við vorum að mynda ríkisstjórnina, þær eru öllum kunnar. En það sem Flokkur fólksins gerir umfram Miðflokkinn, Sjálfstæðisflokkinn, Framsóknarflokkinn er að treysta þjóðinni fyrir næsta skrefi.“
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Evrópusambandið Utanríkismál Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Framsóknarflokkurinn Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira