Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Jón Ísak Ragnarsson skrifar 21. júlí 2025 14:02 Diljá Mist Einarsdóttir er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nefndarmaður í utanríkismálanefnd. Vísir/Ívar Fannar Diljá Mist Einarsdóttir hefur lagt fram beiðni til utanríkisráðuneytisins um skrifleg svör við ýmsum atriðum er varða samskipti Íslands við ESB og fyrirhugaða þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður. Spurt er um það hvaða lagaheimild hafi verið að baki samningi atvinnuvegaráðherra við ESB um aukið samstarf í sjávarútvegsmálum og hvort frekari samningar séu í undirbúningi. Fundur utanríksimálanefndar þar sem til stendur að ræða stefnu Íslands í Evrópumálum hófst klukkan eitt í dag. Nefndarmenn úr röðum stjórnarandstöðunnar kölluðu eftir því að fundurinn yrði haldinn í kjölfar heimsóknar Ursulu Von der Layen, forseta framkvæmdastjórnar ESB hingað til lands í síðustu viku. Samkvæmt opinberri dagskrá fundarins verða Evrópumál og öryggis- og varnarmál til umræðu. Þorgerður Katrín Gunnarsdsóttir utanríkisráðherra mun sitja fyrir svörum á fundinum. Trúnaður ríkir um það sem nefndarmanna fer á milli, nema annað sé ákveðið. Diljá Mist segir í færslu á Facebook frá því að hún hafi lagt fram beiðni um skrifleg svör við spurningum sem hún tiltekur í færslunni, og beiðnin verði ítrekuð á fundi utanríkismálanefndar. Spurningarnar eru eftirfarandi: Upplýsingar um hvaða afstöðu utanríkisráðuneytið hefur til slita viðræðna og afturköllunar umsóknarinnar 2015, m.a. öll þau minnisblöð sem lágu að baki. Hvaða lagaheimild er að baki samningnum sem atvinnuvegaráðherra gerði við ESB? Hvaða frekari samningar eru í undirbúningi hjá stjórnarráði/stjórnvöldum gagnvart ESB? Hvenær stendur til að kynna ferlið fram að atkvæðagreiðslunni 2027 og hvaða spurning verður lögð fyrir þjóðina? Diljá segir að bæði hún og Þórdís Kolbrún, nefndarmenn í utanríkismálanefnd, séu staddar erlendis og því muni Guðlaugur Þór og Bryndís Haraldsdóttir sækja fundinn fyrir þeirra hönd. Samningurinn grunnur að auknu samstarfi við ESB Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra tilkynnti í síðustu viku um að samningur hefði verið undirritaður um aukið samstarf við ESB um sjávarútvegsmál. Ráðuneytið sagði viljayfirlýsinguna vera grunn að auknu samstarfi sem byggði á „sameiginlegum gildum og sameiginlegum hagsmunum.“ Í tilkynningu ráðuneytisins sagði að í tengslum við undirritun viljayfirlýsingarinnar hafi Hanna Katrín og Costas Kadis, sjávarútvegsstjóri Evrópusambandsins, fundað um fjölmörg mál tengd fiskveiðum og hafinu, þar á meðal þörfina á heildarsamkomulagi um skiptingu sameiginlegra stofna í Norðaustur-Atlantshafi, bláa hagkerfið og málefni hafsins. Sjálfstæðisflokkurinn Öryggis- og varnarmál Evrópusambandið Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Utanríkismál Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
Fundur utanríksimálanefndar þar sem til stendur að ræða stefnu Íslands í Evrópumálum hófst klukkan eitt í dag. Nefndarmenn úr röðum stjórnarandstöðunnar kölluðu eftir því að fundurinn yrði haldinn í kjölfar heimsóknar Ursulu Von der Layen, forseta framkvæmdastjórnar ESB hingað til lands í síðustu viku. Samkvæmt opinberri dagskrá fundarins verða Evrópumál og öryggis- og varnarmál til umræðu. Þorgerður Katrín Gunnarsdsóttir utanríkisráðherra mun sitja fyrir svörum á fundinum. Trúnaður ríkir um það sem nefndarmanna fer á milli, nema annað sé ákveðið. Diljá Mist segir í færslu á Facebook frá því að hún hafi lagt fram beiðni um skrifleg svör við spurningum sem hún tiltekur í færslunni, og beiðnin verði ítrekuð á fundi utanríkismálanefndar. Spurningarnar eru eftirfarandi: Upplýsingar um hvaða afstöðu utanríkisráðuneytið hefur til slita viðræðna og afturköllunar umsóknarinnar 2015, m.a. öll þau minnisblöð sem lágu að baki. Hvaða lagaheimild er að baki samningnum sem atvinnuvegaráðherra gerði við ESB? Hvaða frekari samningar eru í undirbúningi hjá stjórnarráði/stjórnvöldum gagnvart ESB? Hvenær stendur til að kynna ferlið fram að atkvæðagreiðslunni 2027 og hvaða spurning verður lögð fyrir þjóðina? Diljá segir að bæði hún og Þórdís Kolbrún, nefndarmenn í utanríkismálanefnd, séu staddar erlendis og því muni Guðlaugur Þór og Bryndís Haraldsdóttir sækja fundinn fyrir þeirra hönd. Samningurinn grunnur að auknu samstarfi við ESB Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra tilkynnti í síðustu viku um að samningur hefði verið undirritaður um aukið samstarf við ESB um sjávarútvegsmál. Ráðuneytið sagði viljayfirlýsinguna vera grunn að auknu samstarfi sem byggði á „sameiginlegum gildum og sameiginlegum hagsmunum.“ Í tilkynningu ráðuneytisins sagði að í tengslum við undirritun viljayfirlýsingarinnar hafi Hanna Katrín og Costas Kadis, sjávarútvegsstjóri Evrópusambandsins, fundað um fjölmörg mál tengd fiskveiðum og hafinu, þar á meðal þörfina á heildarsamkomulagi um skiptingu sameiginlegra stofna í Norðaustur-Atlantshafi, bláa hagkerfið og málefni hafsins.
Sjálfstæðisflokkurinn Öryggis- og varnarmál Evrópusambandið Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Utanríkismál Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira