Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Smári Jökull Jónsson og Rafn Ágúst Ragnarsson skrifa 20. júlí 2025 23:44 Houssam Alamatouri og Amal Sneih Farrag hafa búið um nokkurt skeið á Íslandi. Vísir/Lýður Valberg Sýrlendingar búsettir hér á landi segja þjóðernishreinsun eiga sér stað í borginni Sweida. Ríkisstjórn landsins ætli að útrýma minnihlutahópum og hafi brotið gegn vopnahléi í gær. Hundruð hafa látist í borginni Sweida í Sýrlandi eftir að átök brutust þar út síðastliðinn sunnudag milli hópa Drúsa og Bedúína. Houssam og Amal hafa verið búsett hér á landi í nokkur ár. Þau tilheyra minnihlutahópi Drúsa sem telur um eina milljón á heimsvísu og býr um helmingur þeirra í Sýrlandi. Þau segja ástandið í Sweida skelfilegt. Ríkisstjórnin beri ábyrgð á öllu sem gerst hafi. „Þúsundir hermanna réðust á okkur, brenndu kirkjur, brenndu hús og námu konur á brott. Þeir myrtu börn og frömdu hræðileg fjöldamorð,“ segir Houssam Alamatouri. Ríkisstjórnin ætli að útrýma minnihlutahópum Houssam segir þjóðernishreinsun eiga sér stað í borginni og að ekki sé hægt að trúa orðum ríkisstjórnarinnar sem stjórni fjölmiðlum landsins. „Við erum almennir borgarar, búum í húsum okkar og yfirgefum þau ekki. Þetta fólk kom eingöngu af því að það aðhyllist þessi trúarbrögð. Við erum drúsar og kristnir og búum í þessari friðsömu borg. Því miður er það hið eina sem þeir hafa á okkur er að við tilheyrum þessum minnihlutahópum,“ segir hann. Þau segja ríkisstjórnina ætla að útrýma minnihlutahópum. Í gær bárust fréttir af vopnahlé Ísraels og Sýrlands eftir að Ísrael blandaði sér í átökin í Sweida. Amal segir ríkisstjórinina hafa brotið gegn því. „Ég veit ekki af hverju þeir réðust á okkur því þeir brutu vopnahléssamninginn. Stjórnvöld segja hins vegar hið gagnstæða. Við treystum ekki stjórnvöldum,“ segir Amal Sneih Farrag. Þau sögðust bara vilja að Sýrlandi sé stjórnað af lýðræðislega kjörinni ríkisstjórn þar sem fólk geti lifað í sátt og samlyndi. Mikil þörf sé á aðstoð í borginni. „Við þurfum að fá Rauða krossinn og Sameinuðu þjóðirnar á staðinn. Stjórnvöld hafa endurtekið þetta nokkrum sinnum á síðustu sex mánuðum og við treystum þeim ekki lengur,“ segir Houssam. Þögul mótmæli við sendiráðið Samfélag Drúsa á Íslandi stóð fyrir þöglum mótmælum við bandaríska sendiráðið fyrr í dag. Bandaríkjastjórn styður starfandi forseta Sýrlands, Ahmed al-Sharaa, eftir að Bashar al-Assad var steypt af stóli. Mótmælendur kröfðust þess að Bandaríkjamenn myndu koma á fót hjálparstöðvum á Sweida, og gera það sem hægt er til að koma á friði á svæðinu. Sýrland Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Sjá meira
Hundruð hafa látist í borginni Sweida í Sýrlandi eftir að átök brutust þar út síðastliðinn sunnudag milli hópa Drúsa og Bedúína. Houssam og Amal hafa verið búsett hér á landi í nokkur ár. Þau tilheyra minnihlutahópi Drúsa sem telur um eina milljón á heimsvísu og býr um helmingur þeirra í Sýrlandi. Þau segja ástandið í Sweida skelfilegt. Ríkisstjórnin beri ábyrgð á öllu sem gerst hafi. „Þúsundir hermanna réðust á okkur, brenndu kirkjur, brenndu hús og námu konur á brott. Þeir myrtu börn og frömdu hræðileg fjöldamorð,“ segir Houssam Alamatouri. Ríkisstjórnin ætli að útrýma minnihlutahópum Houssam segir þjóðernishreinsun eiga sér stað í borginni og að ekki sé hægt að trúa orðum ríkisstjórnarinnar sem stjórni fjölmiðlum landsins. „Við erum almennir borgarar, búum í húsum okkar og yfirgefum þau ekki. Þetta fólk kom eingöngu af því að það aðhyllist þessi trúarbrögð. Við erum drúsar og kristnir og búum í þessari friðsömu borg. Því miður er það hið eina sem þeir hafa á okkur er að við tilheyrum þessum minnihlutahópum,“ segir hann. Þau segja ríkisstjórnina ætla að útrýma minnihlutahópum. Í gær bárust fréttir af vopnahlé Ísraels og Sýrlands eftir að Ísrael blandaði sér í átökin í Sweida. Amal segir ríkisstjórinina hafa brotið gegn því. „Ég veit ekki af hverju þeir réðust á okkur því þeir brutu vopnahléssamninginn. Stjórnvöld segja hins vegar hið gagnstæða. Við treystum ekki stjórnvöldum,“ segir Amal Sneih Farrag. Þau sögðust bara vilja að Sýrlandi sé stjórnað af lýðræðislega kjörinni ríkisstjórn þar sem fólk geti lifað í sátt og samlyndi. Mikil þörf sé á aðstoð í borginni. „Við þurfum að fá Rauða krossinn og Sameinuðu þjóðirnar á staðinn. Stjórnvöld hafa endurtekið þetta nokkrum sinnum á síðustu sex mánuðum og við treystum þeim ekki lengur,“ segir Houssam. Þögul mótmæli við sendiráðið Samfélag Drúsa á Íslandi stóð fyrir þöglum mótmælum við bandaríska sendiráðið fyrr í dag. Bandaríkjastjórn styður starfandi forseta Sýrlands, Ahmed al-Sharaa, eftir að Bashar al-Assad var steypt af stóli. Mótmælendur kröfðust þess að Bandaríkjamenn myndu koma á fót hjálparstöðvum á Sweida, og gera það sem hægt er til að koma á friði á svæðinu.
Sýrland Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Sjá meira