Viðskipti innlent

Orri til liðs við Ís­lands­banka

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Orri Heiðarsson er nýr starfsmaður Íslandsbanka.
Orri Heiðarsson er nýr starfsmaður Íslandsbanka.

Orri Heiðarsson hefur verið ráðinn til Íslandsbanka í hlutabréfamiðlun bankans.

Frá þessu er greint í tilkynningu en þar segir að Orri hafi undanfarin ár starfað hjá Fossum fjárfestingarbanka sem hlutabréfamiðlari.

Fyrir það hafi hann starfað í markaðsviðskiptum Kviku banka við skuldabréfamiðlun. Hann hafi starfað hjá Arion banka samhliða háskólanámi.

Enn fremur segir að Orri hafi útskrifast með B.Sc. gráðu í rafmagns- og tölvuverkfræði frá Háskóla Íslands 2022 og lokið prófi í verðbréfaviðskiptum frá sama skóla 2023.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×