Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 21. júlí 2025 11:42 Ofurhuginn Svanhildur Heiða elskar fallhlífarstökk. Aðsend „Þegar ég stökk úr flugvél ein í fyrsta sinn þá var heilinn að segja mér bara nei, nei, nei, ekki stökkva,“ segir ævintýrakonan Svanhildur Heiða Snorradóttir. Hún heillaðist algjörlega að fallhlífarstökki þegar hún var búsett í Miðausturlöndum og ræddi við blaðamann um þetta mjög svo spennandi áhugamál. Hélt upp á afmælið með stæl Svanhildur Heiða er 33 ára gömul, fer eigin leiðir og þrífst á ævintýrum. Hún er meðeigandi á veitingastaðnum Delisia sem er að opna í mathöllinni á Höfða og samhliða vinnu er hún dugleg að sinna áhugamálunum. „Ég fór fyrst í fallhlífarstökk á afmælinu mínu í Dubai. Ég var að vinna sem flugfreyja hjá Emirates og var búsett þar. Ég fór í farþegastökk þar sem þú ert föst við stökkvara en það er algjörlega magnað útsýni yfir pálmann.“ View this post on Instagram A post shared by Svanhildur Heiða (@svanhildur_heida) Eftir nokkur ár í Dubai flutti Svanhildur svo aftur til Íslands. „Ári síðar var ég að segja pabba mínum að það væri gaman að mögulega fara alla leið og fá skírteini til að stökkva sjálf. Hann hvatti mig til að fara til Dubai í heimsókn og kýla á það. Í Dubai er mjög góður skóli fyrir þetta og gott svokallað Drop Zone í eyðimörkinni, þar sem maður lendir. Ég endaði á að stökkva um fjörutíu sinnum í þeirri heimsókn.“ Stekkur betur undir pressu Hún segir að í fyrstu hafi þetta sannarlega verið krefjandi. „Þegar ég stökk úr flugvél ein í fyrsta sinn þá var heilinn að segja mér bara nei, nei, nei ekki stökkva. Fyrstu skiptin mín hikaði ég alltaf í hurðinni á vélinni. Einu skiptin sem ég var fljót að stökkva úr flugvélinni var þegar aðrir stökkvarar voru á eftir mér og ég vildi ekki að þau þyrftu að bíða því þá væri flugvélin komin lengra frá svæðinu þar sem við áttum að lenda á. Ég stekk betur undir pressu, það verður eiginlega að segjast.“ View this post on Instagram A post shared by Svanhildur Heiða (@svanhildur_heida) Með hverju stökki segist Svanhildur læra meira og heilinn spilar að sjálfsögðu veigamikið hlutverk í þessu. „Það hjálpar að hugsa til sín með fallegum og skýrum hugsunum, til dæmis að segja við sjálfa sig: Ég er hugrökk, ég er örugg, ég get þetta.“ Ekki adrenalínfíkill Gleðin tekur alltaf yfir hræðslu eða spennu í stökkunum að sögn Svanhildar. „Ég myndi alls ekki segja að ég sé adrenalínfíkill, ég fer ekki í fallhlífarstökk fyrir adrenalínið heldur hamingjublossann sem kemur yfir mig og varir í marga daga eftir á. Þessar tilfinningar eru í þrepum. Fyrst er ég hrædd í flugvélinni, svo stekk ég út og þá líður mér strax vel. Þá er ég að fljúga eins og ofurhetja. Síðan opna ég fallhlífina og þá líður mér eins og frjálsum fugli.“ Hrædd um að fjúka til Grænlands Svanhildur fór nýverið í fallhlífarstökk hérlendis og segir að upphaflega hafi það aldrei verið stefnan. „Ég ætlaði aldrei að stökka á Íslandi. Ég hafði séð fyrir mér að ef ég myndi stökkva á Íslandi þá myndu vindarnir feykja mér til Grænlands og ég yrði föst á ísjaka með ísbjörn við hliðina á mér.“ View this post on Instagram A post shared by Svanhildur Heiða (@svanhildur_heida) Þegar hún sá færslu í Fallhlífarstökk á Íslandi hópnum á Facebook kallaði á hana að skella sér í stökk í Skaftafelli. „Þar var líka boðið upp á farþegastökk. Ég hugsaði með mér ég þori ekki að stökkva og lenda sjálf á Íslandi en það væri magnað að upplifa að fara í farþegastökk, svífa yfir Vatnajökul og sjá svo til hvort ég gæti stokkið sjálf eftir það. Eftir langa pásu frá fallhlífarstökki ákvað ég að stökkva mitt fyrsta stökk á Íslandi sem farþegi með reyndari stökkvara. Ingólfur Kristinsson er flokkstjóri og leiðbeinandi fallhlífahóps Flugbjörgunarsveitar Reykjarvíkur. Ég fór fyrst í hús flugbjörgunarsveitarinnar þar sem var verið að undirbúa hópinn fyrir stökk helgi í Skaftafelli. Ég fékk upprifjun og kennslu ef ske kynni að ég myndi svo treysta mér í að stökkva sjálf eftir farþegastökkið.“ Hló og hló í háloftunum Við tók mikið ævintýri. „Í fyrstu ferð var einungis farið upp í 5000 fet vegna skýja en til að stökkva með farþega þarf lágmark að fara 7500 fet frá jörðu. Þegar það var svo orðið heiðskírt ferjaði Atlantsflug okkur upp í 10.000 fet á Airbus H152 útsýnis þyrlunni þeirra. Útsýnið þarna var virkilega fallegt og ég var svífandi yfir Vatnajökli og Jökulsárlóni.“ View this post on Instagram A post shared by Jenny Sulollari (@jennysulollari) Farþegastökkið gekk vonum framar og segist Svanhildur hafa fundið að hún væri tilbúin til að stökkva sjálf. „Daginn eftir voru svo of sterkir vindar. Sem betur fer var flugsýning á Hellu helgina eftir sem ber heitið Allt Sem Flýgur. Við stukkum úr Gæsluþyrlunni Airbus H225 en hún var partur af flugsýningunni. Við fengum að fljóta með upp, síðan flaug þyrlan sína leið áfram. Ég var spennt að stökkva en líka smá hrædd. Jenny Sulollari vinkona mín ákvað að stökkva með mér en hún hefur stokkið í Dubai, Madagascar og á fleiri heitum stöðum en var ekki vön kuldanum hér. Við héldumst í hendur og slepptum svo taki á þyrlunni. Við náðum að halda í hvor aðra og fljúga saman í loftinu þangað til við vorum komnar niður 5000 fet. Þá flugum við í burtu frá hvor annarri til þess að opna fallhlífina. Þegar fallhlífin opnaðist helltist yfir mig gleði og ég byrjaði hlæja ein inn í hjálminum mínum, ég var búin að gleyma hvað þetta er skemmtilegt. Ég er svo ánægð að hafa kýlt á þetta og stokkið á Íslandi. Það var meira að segja gott að hafa íslenska vindinn en hann hjálpaði til við að lenda á öruggan hátt. Þetta er bara byrjunin og ég hlakka til að stökkva aftur á Íslandi,“ segir Svanhildur brosandi út að eyrum að lokum. Íslendingar erlendis Fréttir af flugi Mest lesið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Cosby Show-stjarna látin Lífið Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Tíska og hönnun Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Fleiri fréttir Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin Sjá meira
Hélt upp á afmælið með stæl Svanhildur Heiða er 33 ára gömul, fer eigin leiðir og þrífst á ævintýrum. Hún er meðeigandi á veitingastaðnum Delisia sem er að opna í mathöllinni á Höfða og samhliða vinnu er hún dugleg að sinna áhugamálunum. „Ég fór fyrst í fallhlífarstökk á afmælinu mínu í Dubai. Ég var að vinna sem flugfreyja hjá Emirates og var búsett þar. Ég fór í farþegastökk þar sem þú ert föst við stökkvara en það er algjörlega magnað útsýni yfir pálmann.“ View this post on Instagram A post shared by Svanhildur Heiða (@svanhildur_heida) Eftir nokkur ár í Dubai flutti Svanhildur svo aftur til Íslands. „Ári síðar var ég að segja pabba mínum að það væri gaman að mögulega fara alla leið og fá skírteini til að stökkva sjálf. Hann hvatti mig til að fara til Dubai í heimsókn og kýla á það. Í Dubai er mjög góður skóli fyrir þetta og gott svokallað Drop Zone í eyðimörkinni, þar sem maður lendir. Ég endaði á að stökkva um fjörutíu sinnum í þeirri heimsókn.“ Stekkur betur undir pressu Hún segir að í fyrstu hafi þetta sannarlega verið krefjandi. „Þegar ég stökk úr flugvél ein í fyrsta sinn þá var heilinn að segja mér bara nei, nei, nei ekki stökkva. Fyrstu skiptin mín hikaði ég alltaf í hurðinni á vélinni. Einu skiptin sem ég var fljót að stökkva úr flugvélinni var þegar aðrir stökkvarar voru á eftir mér og ég vildi ekki að þau þyrftu að bíða því þá væri flugvélin komin lengra frá svæðinu þar sem við áttum að lenda á. Ég stekk betur undir pressu, það verður eiginlega að segjast.“ View this post on Instagram A post shared by Svanhildur Heiða (@svanhildur_heida) Með hverju stökki segist Svanhildur læra meira og heilinn spilar að sjálfsögðu veigamikið hlutverk í þessu. „Það hjálpar að hugsa til sín með fallegum og skýrum hugsunum, til dæmis að segja við sjálfa sig: Ég er hugrökk, ég er örugg, ég get þetta.“ Ekki adrenalínfíkill Gleðin tekur alltaf yfir hræðslu eða spennu í stökkunum að sögn Svanhildar. „Ég myndi alls ekki segja að ég sé adrenalínfíkill, ég fer ekki í fallhlífarstökk fyrir adrenalínið heldur hamingjublossann sem kemur yfir mig og varir í marga daga eftir á. Þessar tilfinningar eru í þrepum. Fyrst er ég hrædd í flugvélinni, svo stekk ég út og þá líður mér strax vel. Þá er ég að fljúga eins og ofurhetja. Síðan opna ég fallhlífina og þá líður mér eins og frjálsum fugli.“ Hrædd um að fjúka til Grænlands Svanhildur fór nýverið í fallhlífarstökk hérlendis og segir að upphaflega hafi það aldrei verið stefnan. „Ég ætlaði aldrei að stökka á Íslandi. Ég hafði séð fyrir mér að ef ég myndi stökkva á Íslandi þá myndu vindarnir feykja mér til Grænlands og ég yrði föst á ísjaka með ísbjörn við hliðina á mér.“ View this post on Instagram A post shared by Svanhildur Heiða (@svanhildur_heida) Þegar hún sá færslu í Fallhlífarstökk á Íslandi hópnum á Facebook kallaði á hana að skella sér í stökk í Skaftafelli. „Þar var líka boðið upp á farþegastökk. Ég hugsaði með mér ég þori ekki að stökkva og lenda sjálf á Íslandi en það væri magnað að upplifa að fara í farþegastökk, svífa yfir Vatnajökul og sjá svo til hvort ég gæti stokkið sjálf eftir það. Eftir langa pásu frá fallhlífarstökki ákvað ég að stökkva mitt fyrsta stökk á Íslandi sem farþegi með reyndari stökkvara. Ingólfur Kristinsson er flokkstjóri og leiðbeinandi fallhlífahóps Flugbjörgunarsveitar Reykjarvíkur. Ég fór fyrst í hús flugbjörgunarsveitarinnar þar sem var verið að undirbúa hópinn fyrir stökk helgi í Skaftafelli. Ég fékk upprifjun og kennslu ef ske kynni að ég myndi svo treysta mér í að stökkva sjálf eftir farþegastökkið.“ Hló og hló í háloftunum Við tók mikið ævintýri. „Í fyrstu ferð var einungis farið upp í 5000 fet vegna skýja en til að stökkva með farþega þarf lágmark að fara 7500 fet frá jörðu. Þegar það var svo orðið heiðskírt ferjaði Atlantsflug okkur upp í 10.000 fet á Airbus H152 útsýnis þyrlunni þeirra. Útsýnið þarna var virkilega fallegt og ég var svífandi yfir Vatnajökli og Jökulsárlóni.“ View this post on Instagram A post shared by Jenny Sulollari (@jennysulollari) Farþegastökkið gekk vonum framar og segist Svanhildur hafa fundið að hún væri tilbúin til að stökkva sjálf. „Daginn eftir voru svo of sterkir vindar. Sem betur fer var flugsýning á Hellu helgina eftir sem ber heitið Allt Sem Flýgur. Við stukkum úr Gæsluþyrlunni Airbus H225 en hún var partur af flugsýningunni. Við fengum að fljóta með upp, síðan flaug þyrlan sína leið áfram. Ég var spennt að stökkva en líka smá hrædd. Jenny Sulollari vinkona mín ákvað að stökkva með mér en hún hefur stokkið í Dubai, Madagascar og á fleiri heitum stöðum en var ekki vön kuldanum hér. Við héldumst í hendur og slepptum svo taki á þyrlunni. Við náðum að halda í hvor aðra og fljúga saman í loftinu þangað til við vorum komnar niður 5000 fet. Þá flugum við í burtu frá hvor annarri til þess að opna fallhlífina. Þegar fallhlífin opnaðist helltist yfir mig gleði og ég byrjaði hlæja ein inn í hjálminum mínum, ég var búin að gleyma hvað þetta er skemmtilegt. Ég er svo ánægð að hafa kýlt á þetta og stokkið á Íslandi. Það var meira að segja gott að hafa íslenska vindinn en hann hjálpaði til við að lenda á öruggan hátt. Þetta er bara byrjunin og ég hlakka til að stökkva aftur á Íslandi,“ segir Svanhildur brosandi út að eyrum að lokum.
Íslendingar erlendis Fréttir af flugi Mest lesið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Cosby Show-stjarna látin Lífið Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Tíska og hönnun Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Fleiri fréttir Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin Sjá meira