Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Rakel Sveinsdóttir skrifar 31. júlí 2025 07:02 Okkur gæti fundist það ömurlegt að þurfa að vinna um verslunarmannahelgina og missa af öllu. Enda allir og amma þeirra að gera eitthvað skemmtilegt. En hvað með að snúa þessu við: Breyta fómó í jómó og elska einfaldlega að vera ekki að taka þátt í neinu öðru en því sem við gerum með okkur sjálfum. Jafnvel svolítið klikkað og spennandi. Vísir/Getty Ókei. Það verða auðvitað einhverjir að taka það að sér að halda samfélaginu gangandi um verslunarhelgina. Og VINNA! Jeminn eini. Annað er víst ekki hægt og akkúrat þessa helgi þar sem allir og amma þeirra eru út um allt að skemmta sér í alls konar um verslunarmannahelgina ert þú á vakt. Að vinna: Föstudag, laugardag og sunnudag. Jafnvel mánudag. Í alvöru?! Síðan ertu í fríi um næstu helgi, akkúrat þegar allir og amma þeirra eru enn að jafna sig og nenna ekki að gera neitt. Að minnsta kosti ekkert merkilegt. Í alvöru?! Er nema von að fómó-tilfinningin geri vart við sig. Þessi tilfinning sem er stytting úr ensku „fear of missing out,“ fomo …. Sem við auðvitað íslenskum aðeins og berum fram sem fó-mó. Engan veginn afsakanleg enskusletta samt. En þó: Hugtak sem við erum farin að þekkja. En hvernig líst þér á að umbreyta fómó í jómó. Sem er önnur óafsakanleg enskusletta og kemur frá „joy of missing out.“ Sem einfaldlega þýðir: Við tökum ákvörðun um að finnast ekki ömurlegt að vera að missa af öllu því skemmtilega sem allir aðrir eru að gera. Heldur einbeitum okkur að því að ELSKA að vera ekki í því kraðaki. Svolítið klisjukennt en samt: Þess virði að reyna? Það sem jómó gengur út á er að nýta tímann þar sem við erum ekki að taka þátt í því sem allir aðrir eru að gera: Til hins ýtrasta! Og elska þessar stundir. Sem þýðir að það að skipuleggja svolítið hvað við ætlum að gera fyrir utan vinnu um helgina þarf að byggja á einhverju sem við hlökkum til að gera. Hvernig hljómar til dæmis: Að hámhorfa á einhverjar myndir og seríur og leyfa okkur að borða fullt af nammi án samviskubits. Að prófa að gera eitthvað sem við höfum ekki þorað að gera áður: Fara á veitingastað og borða þar ein? Fara í kalda pottinn í sundi? Þykjast vera rosa sportí og mæta í ræktina alla daga? Eða að gera eitthvað sem gerir okkur stolt og ánægð: Heimsækja ömmu á Hrafnistu þegar enginn annar gerir það þvi enginn annar er heima? Þrífa heima og skipta um á rúminu; fara fersk inn í næstu vinnuviku. Mála vegg í stofunni? Vafra á netinu og skipuleggja næsta geggjaða frí? Búa til bucket-listann okkar: Næstu 10-20 árin? Dekurstund heima: Maski, vínglas, gúrkur á augun og góð tónlist? Kíkja á tónleika í bænum og vera svolítið hipp og kúl eftir helgi: Svona 101 Reykjavík fílingur. Pússla? Labba um alsber heima? Hér er um að gera að láta hugarflugið reika og finna eitthvað sem okkur finnst skemmtilegt og jafnvel svolítið klikkað því það eitt og sér getur fengið okkur til að brosa eilítið innra með okkur. Það sama á við ef við erum föst heima fyrir um helgina vegna þess að makinn okkar þarf að vinna eða eitthvað í gangi hjá öðrum fjölskyldumeðlimi þannig að ekkert okkar er að fara neitt. Umbreytum fómó í jómó og sjáum hvaða skemmtilega helgi kemur út úr því. Góðu ráðin Tengdar fréttir Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Það er oft hlegið í samtalinu við Hafdísi Huld Björnsdóttur framkvæmdastjóra og stofnanda ráðgjafafyrirtækisins RATA. 3. mars 2025 07:05 „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ „Covid skall harkalega á New York og ég viðurkenni að það var mjög óhugnanlegt að vera í New York þá,“ segir Sigurður Oddsson hönnunarstjóri Aton þegar hann rifjar upp heimsfaraldurinn. 13. janúar 2025 07:01 Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin, kölluð saloon. Þar komu saman laganna verðir og glæpamennirnir og þar var rakarinn oft að vinna,“ segir Jón Aðalsteinn Sveinsson, betur þekktur sem Nonni í Quest. 23. febrúar 2025 08:00 Fómó í vinnunni er staðreynd Fómó er nýtt hugtak sem sérstaklega ungt fólk notar en þetta orð er tilvísun í skammstöfun á ensku; Fomo, sem stendur fyrir „fear of missing out.“ 12. ágúst 2022 07:00 „Þetta er bara hark og það þarf bara að leggja inn vinnuna“ Avo fékk nýverið 419 milljónir króna fjármögnun frá Kísildal. Stofnendur unnu áður hjá Plain Vanilla Games við gerð leikjarins QuisUp. 28. september 2020 07:09 Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Í vinnutengdri ástarsorg Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Um forvitna yfirmanninn Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Sjá meira
Jeminn eini. Annað er víst ekki hægt og akkúrat þessa helgi þar sem allir og amma þeirra eru út um allt að skemmta sér í alls konar um verslunarmannahelgina ert þú á vakt. Að vinna: Föstudag, laugardag og sunnudag. Jafnvel mánudag. Í alvöru?! Síðan ertu í fríi um næstu helgi, akkúrat þegar allir og amma þeirra eru enn að jafna sig og nenna ekki að gera neitt. Að minnsta kosti ekkert merkilegt. Í alvöru?! Er nema von að fómó-tilfinningin geri vart við sig. Þessi tilfinning sem er stytting úr ensku „fear of missing out,“ fomo …. Sem við auðvitað íslenskum aðeins og berum fram sem fó-mó. Engan veginn afsakanleg enskusletta samt. En þó: Hugtak sem við erum farin að þekkja. En hvernig líst þér á að umbreyta fómó í jómó. Sem er önnur óafsakanleg enskusletta og kemur frá „joy of missing out.“ Sem einfaldlega þýðir: Við tökum ákvörðun um að finnast ekki ömurlegt að vera að missa af öllu því skemmtilega sem allir aðrir eru að gera. Heldur einbeitum okkur að því að ELSKA að vera ekki í því kraðaki. Svolítið klisjukennt en samt: Þess virði að reyna? Það sem jómó gengur út á er að nýta tímann þar sem við erum ekki að taka þátt í því sem allir aðrir eru að gera: Til hins ýtrasta! Og elska þessar stundir. Sem þýðir að það að skipuleggja svolítið hvað við ætlum að gera fyrir utan vinnu um helgina þarf að byggja á einhverju sem við hlökkum til að gera. Hvernig hljómar til dæmis: Að hámhorfa á einhverjar myndir og seríur og leyfa okkur að borða fullt af nammi án samviskubits. Að prófa að gera eitthvað sem við höfum ekki þorað að gera áður: Fara á veitingastað og borða þar ein? Fara í kalda pottinn í sundi? Þykjast vera rosa sportí og mæta í ræktina alla daga? Eða að gera eitthvað sem gerir okkur stolt og ánægð: Heimsækja ömmu á Hrafnistu þegar enginn annar gerir það þvi enginn annar er heima? Þrífa heima og skipta um á rúminu; fara fersk inn í næstu vinnuviku. Mála vegg í stofunni? Vafra á netinu og skipuleggja næsta geggjaða frí? Búa til bucket-listann okkar: Næstu 10-20 árin? Dekurstund heima: Maski, vínglas, gúrkur á augun og góð tónlist? Kíkja á tónleika í bænum og vera svolítið hipp og kúl eftir helgi: Svona 101 Reykjavík fílingur. Pússla? Labba um alsber heima? Hér er um að gera að láta hugarflugið reika og finna eitthvað sem okkur finnst skemmtilegt og jafnvel svolítið klikkað því það eitt og sér getur fengið okkur til að brosa eilítið innra með okkur. Það sama á við ef við erum föst heima fyrir um helgina vegna þess að makinn okkar þarf að vinna eða eitthvað í gangi hjá öðrum fjölskyldumeðlimi þannig að ekkert okkar er að fara neitt. Umbreytum fómó í jómó og sjáum hvaða skemmtilega helgi kemur út úr því.
Góðu ráðin Tengdar fréttir Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Það er oft hlegið í samtalinu við Hafdísi Huld Björnsdóttur framkvæmdastjóra og stofnanda ráðgjafafyrirtækisins RATA. 3. mars 2025 07:05 „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ „Covid skall harkalega á New York og ég viðurkenni að það var mjög óhugnanlegt að vera í New York þá,“ segir Sigurður Oddsson hönnunarstjóri Aton þegar hann rifjar upp heimsfaraldurinn. 13. janúar 2025 07:01 Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin, kölluð saloon. Þar komu saman laganna verðir og glæpamennirnir og þar var rakarinn oft að vinna,“ segir Jón Aðalsteinn Sveinsson, betur þekktur sem Nonni í Quest. 23. febrúar 2025 08:00 Fómó í vinnunni er staðreynd Fómó er nýtt hugtak sem sérstaklega ungt fólk notar en þetta orð er tilvísun í skammstöfun á ensku; Fomo, sem stendur fyrir „fear of missing out.“ 12. ágúst 2022 07:00 „Þetta er bara hark og það þarf bara að leggja inn vinnuna“ Avo fékk nýverið 419 milljónir króna fjármögnun frá Kísildal. Stofnendur unnu áður hjá Plain Vanilla Games við gerð leikjarins QuisUp. 28. september 2020 07:09 Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Í vinnutengdri ástarsorg Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Um forvitna yfirmanninn Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Sjá meira
Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Það er oft hlegið í samtalinu við Hafdísi Huld Björnsdóttur framkvæmdastjóra og stofnanda ráðgjafafyrirtækisins RATA. 3. mars 2025 07:05
„Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ „Covid skall harkalega á New York og ég viðurkenni að það var mjög óhugnanlegt að vera í New York þá,“ segir Sigurður Oddsson hönnunarstjóri Aton þegar hann rifjar upp heimsfaraldurinn. 13. janúar 2025 07:01
Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin, kölluð saloon. Þar komu saman laganna verðir og glæpamennirnir og þar var rakarinn oft að vinna,“ segir Jón Aðalsteinn Sveinsson, betur þekktur sem Nonni í Quest. 23. febrúar 2025 08:00
Fómó í vinnunni er staðreynd Fómó er nýtt hugtak sem sérstaklega ungt fólk notar en þetta orð er tilvísun í skammstöfun á ensku; Fomo, sem stendur fyrir „fear of missing out.“ 12. ágúst 2022 07:00
„Þetta er bara hark og það þarf bara að leggja inn vinnuna“ Avo fékk nýverið 419 milljónir króna fjármögnun frá Kísildal. Stofnendur unnu áður hjá Plain Vanilla Games við gerð leikjarins QuisUp. 28. september 2020 07:09