Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar 18. júlí 2025 17:02 Manneskjan er ekki fullkomin, við getum lært og breytt okkar eigin vana svo lengi sem við lifum. Allir geta valið á hverjum degi að vaxa, að hlusta á aðra, að snúa við blaðinu í hegðun og gera betur sem manneskja. Ég trúi því að við getum orðið fyrirmyndir í eigin samfélagi. Að við getum öll staðið saman og tekið ábyrgð þar sem manngæskan er vopnið okkar. Bæjarhátíðir um landið eru gullin tækifæri.Hátíðir eru til að hafa skemmtilegt, að mínu mati líka til að efla, styrkja, bæta og breyta menningu. Ég ætla að hvetja okkur öll til að gera þær að vettvangi jákvæðrar orku, kærleika og sýnilegra forvarnar gegn ofbeldi og óréttlæti.Þar sem fólk á öllum aldri finna að þau skipta máli. Að við hlustum, við sjáum hvort annað.Við sem skipuleggjum og tökum þátt getum valið að smita út frá okkur með gleði, virðingu og lausnum. Það kostar ekki neitt að vera fyrirmynd.Það kostar ekki neitt að hlusta.Það kostar ekki neitt að virða.Það kostar ekki neitt að vera jákvæð.Það kostar bara, að ákveða og gera það! Ég vel að við erum ekki að leita að sökudólgum við erum hér til að verða okkar eigin Riddarar kærleikans og eigin Lausnahetjur.Við byrjum með samtalinu við hvert annað, að efla og styrkja trú okkar á því að við sjálf og börn eigum skilið samfélag og framtíð sem bíður uppá farsæld og öryggi. Í ágústmánuði eru fjölmargar hátíðir haldnar um land allt. Með þessum skrifum mínum vil ég skora á alla sem standa að hátíðum með einum eða öðrum hætti. Takið Riddara kærleikans til fyrirmyndar, bætið inn kærleikshring, hér er hægt að læra hvernig við gerum það. Að leita markvisst að jákvæðum, hugsunum, lausnum og hrósa öðrum með því að vera mannbætandi og til fyrirmyndar. Ég skora á þig að vera með.Að æfa þig.Að smita út frá þér.Ef við byrjum saman, getum við breytt öllu.Eitt samtal í einu.Eitt augnablik í einu.Eitt hjarta í einu sem velur kærleikann. Við getum alltaf gert betur og við byrjum í dag. Góða skemmtun Höfundur er kennari með áherslu á forvarnir Samtalið fræðsla ekki hræðsla www.samtalid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Mest lesið Halldór 09.08.2025 Halldór Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Manneskjan er ekki fullkomin, við getum lært og breytt okkar eigin vana svo lengi sem við lifum. Allir geta valið á hverjum degi að vaxa, að hlusta á aðra, að snúa við blaðinu í hegðun og gera betur sem manneskja. Ég trúi því að við getum orðið fyrirmyndir í eigin samfélagi. Að við getum öll staðið saman og tekið ábyrgð þar sem manngæskan er vopnið okkar. Bæjarhátíðir um landið eru gullin tækifæri.Hátíðir eru til að hafa skemmtilegt, að mínu mati líka til að efla, styrkja, bæta og breyta menningu. Ég ætla að hvetja okkur öll til að gera þær að vettvangi jákvæðrar orku, kærleika og sýnilegra forvarnar gegn ofbeldi og óréttlæti.Þar sem fólk á öllum aldri finna að þau skipta máli. Að við hlustum, við sjáum hvort annað.Við sem skipuleggjum og tökum þátt getum valið að smita út frá okkur með gleði, virðingu og lausnum. Það kostar ekki neitt að vera fyrirmynd.Það kostar ekki neitt að hlusta.Það kostar ekki neitt að virða.Það kostar ekki neitt að vera jákvæð.Það kostar bara, að ákveða og gera það! Ég vel að við erum ekki að leita að sökudólgum við erum hér til að verða okkar eigin Riddarar kærleikans og eigin Lausnahetjur.Við byrjum með samtalinu við hvert annað, að efla og styrkja trú okkar á því að við sjálf og börn eigum skilið samfélag og framtíð sem bíður uppá farsæld og öryggi. Í ágústmánuði eru fjölmargar hátíðir haldnar um land allt. Með þessum skrifum mínum vil ég skora á alla sem standa að hátíðum með einum eða öðrum hætti. Takið Riddara kærleikans til fyrirmyndar, bætið inn kærleikshring, hér er hægt að læra hvernig við gerum það. Að leita markvisst að jákvæðum, hugsunum, lausnum og hrósa öðrum með því að vera mannbætandi og til fyrirmyndar. Ég skora á þig að vera með.Að æfa þig.Að smita út frá þér.Ef við byrjum saman, getum við breytt öllu.Eitt samtal í einu.Eitt augnablik í einu.Eitt hjarta í einu sem velur kærleikann. Við getum alltaf gert betur og við byrjum í dag. Góða skemmtun Höfundur er kennari með áherslu á forvarnir Samtalið fræðsla ekki hræðsla www.samtalid.is
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar