Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Jón Þór Stefánsson skrifar 17. júlí 2025 20:02 Héraðsdómur Reykjavíkur Vísir/Vilhelm Steingrímur Árnason og Egill Rúnar Erlendsson hafa verið sakfelldir fyrir að blekkja starfsmenn erlends vefþróunarfyrirtækis til að greiða sér umtalsverðar fjárhæðir í formi auglýsingatekna vegna þriggja vefsíðna sem þeir hýstu hjá fyrirtækinu. Þetta átti sér stað frá árinu 2015 til 2018. Báðir hlutu skilorðsbundna dóma. Egill er dæmdur í tveggja og hálfs árs skilorðsbundið fangelsi, en Steingrímur fær þrjú ár skilorðsbundin. Samkvæmt ákæru fóru blekkingarnar þannig fram að Steingrímur hafi hlutast til um að stofna og skrá heimasíðurnar sem voru líkt og áður segir hýstar hjá erlendu fyrirtæki. Einungis ein af þessum þremur síðum var skráð í ákveðna þjónustu fyrirtækisins sem var skilyrði fyrir því að eiga rétt á hlutdeild í tekjum vegna birtra auglýsinga á síðunum. Egill starfaði hjá fyrirtækinu og samþykkti skráningu hinna vefsíðanna í umrædda þjónustu. Jafnframt er hann sagður hafa rangfært gögn um hlutdeild heimasíðnanna þriggja í auglýsingatekjum þannig að þær virtust eiga rétt á tekjum sem engin grundvöllur væri fyrir. Hann hafi svo sent fölsku gögnin til bókhaldsdeildar fyrirtækisins og fyrir vikið voru umtalsverðar fjárhæðir greiddar til Steingríms. Með þessum hætti öfluðu þeir sér tæplega 530 þúsund Bandaríkjadala, sem í dag jafngildir um 65 milljónum íslenskra króna. Annar trúverðugur en ekki hinn Egill játaði að mestu sök og í dómnum kemur fram að hann hafi verið samvinnuþýður við rannsókn málsins. Hann hafi einnig lýst iðrun sinni og eftirsjá. Að mati dómsins var framburður hans trúverðugur, og ekki væri hægt að sjá að hann hefði hlíft sjálfum sér fyrir betri útkomu í málinu. Var hans framburður lagður til grundvallar í málinu. Hins vegar neitaði Steingrímur sök alveg frá því að málið kom upp í ágúst 2018. Hann er sagður haf færst undan því að svara spurningum fyrirtækisins áður en málið fór til íslenskra yfirvalda. Í dómnum segir að sum svör hans hafi borið vott um hroka, og hann snúið út úr. Einnig bendi gögn málsins til þess að hann hafi vitað meira en hann vildi viðurkenna. Hann hafi í raun og veru tekið ákvarðanir um og stýrt hver framvindan yrði, eða í það minnsta látið það átölulaust. Dómnum þótti framburður Egils ótrúverðugur og var að mestu horft fram hjá framburði hans. Þaulskipulögð og gróf brot Þeir voru báðir sakfelldir sem aðalmenn fyrir fjársvik og peningaþvætti. Í dómnum segir að brot þeirra hafi verið sérhæfð og flókin framin með leynd af fagmönnum á viðkomandi sviði. Brot þeirra, sem hafi verið þaulskipulögð og gróf, hafi valdið miklu tjóni. Þá hafi brotavilji þeirra verið sterkur. Fram kemur að Egill hafi gert samkomulag við fyrirtækið og þar með leitast eftir að draga úr afleiðingum brota sinna. Dómnum þótti rétt að dæma Egil í tveggja og hálfs árs fangelsi og Steingrím í þriggja ára fangelsi. Vegna þess hve mikill dráttur málsins var þótti rétt að skilorðsbinda refsinguna. Dómsmál Efnahagsbrot Mest lesið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ Viðskipti innlent Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Viðskipti innlent Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Viðskipti erlent Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Neytendur Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Viðskipti innlent Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Viðskipti innlent Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Sjá meira
Báðir hlutu skilorðsbundna dóma. Egill er dæmdur í tveggja og hálfs árs skilorðsbundið fangelsi, en Steingrímur fær þrjú ár skilorðsbundin. Samkvæmt ákæru fóru blekkingarnar þannig fram að Steingrímur hafi hlutast til um að stofna og skrá heimasíðurnar sem voru líkt og áður segir hýstar hjá erlendu fyrirtæki. Einungis ein af þessum þremur síðum var skráð í ákveðna þjónustu fyrirtækisins sem var skilyrði fyrir því að eiga rétt á hlutdeild í tekjum vegna birtra auglýsinga á síðunum. Egill starfaði hjá fyrirtækinu og samþykkti skráningu hinna vefsíðanna í umrædda þjónustu. Jafnframt er hann sagður hafa rangfært gögn um hlutdeild heimasíðnanna þriggja í auglýsingatekjum þannig að þær virtust eiga rétt á tekjum sem engin grundvöllur væri fyrir. Hann hafi svo sent fölsku gögnin til bókhaldsdeildar fyrirtækisins og fyrir vikið voru umtalsverðar fjárhæðir greiddar til Steingríms. Með þessum hætti öfluðu þeir sér tæplega 530 þúsund Bandaríkjadala, sem í dag jafngildir um 65 milljónum íslenskra króna. Annar trúverðugur en ekki hinn Egill játaði að mestu sök og í dómnum kemur fram að hann hafi verið samvinnuþýður við rannsókn málsins. Hann hafi einnig lýst iðrun sinni og eftirsjá. Að mati dómsins var framburður hans trúverðugur, og ekki væri hægt að sjá að hann hefði hlíft sjálfum sér fyrir betri útkomu í málinu. Var hans framburður lagður til grundvallar í málinu. Hins vegar neitaði Steingrímur sök alveg frá því að málið kom upp í ágúst 2018. Hann er sagður haf færst undan því að svara spurningum fyrirtækisins áður en málið fór til íslenskra yfirvalda. Í dómnum segir að sum svör hans hafi borið vott um hroka, og hann snúið út úr. Einnig bendi gögn málsins til þess að hann hafi vitað meira en hann vildi viðurkenna. Hann hafi í raun og veru tekið ákvarðanir um og stýrt hver framvindan yrði, eða í það minnsta látið það átölulaust. Dómnum þótti framburður Egils ótrúverðugur og var að mestu horft fram hjá framburði hans. Þaulskipulögð og gróf brot Þeir voru báðir sakfelldir sem aðalmenn fyrir fjársvik og peningaþvætti. Í dómnum segir að brot þeirra hafi verið sérhæfð og flókin framin með leynd af fagmönnum á viðkomandi sviði. Brot þeirra, sem hafi verið þaulskipulögð og gróf, hafi valdið miklu tjóni. Þá hafi brotavilji þeirra verið sterkur. Fram kemur að Egill hafi gert samkomulag við fyrirtækið og þar með leitast eftir að draga úr afleiðingum brota sinna. Dómnum þótti rétt að dæma Egil í tveggja og hálfs árs fangelsi og Steingrím í þriggja ára fangelsi. Vegna þess hve mikill dráttur málsins var þótti rétt að skilorðsbinda refsinguna.
Dómsmál Efnahagsbrot Mest lesið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ Viðskipti innlent Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Viðskipti innlent Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Viðskipti erlent Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Neytendur Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Viðskipti innlent Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Viðskipti innlent Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Sjá meira