Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar 17. júlí 2025 12:31 Á Alþingi eru teknar sumar af veigamestu ákvörðunum um líf og kjör landsmanna. Umræður á Alþingi um leiðréttingu veiðigjalda fóru væntanlega fram hjá fáum. Kjörnir fulltrúar hafa lýst skoðun sinni í mjög ítarlegu máli, þó minnihluti þingheims hafi viljað meina að ýmislegt væri eftir órætt og að frumvarp um veiðigjöld myndi hafa áhrif á afkomu fyrirtækja í sjávarútvegi. Það var hins vegar ekki einungis þeirra afkoma sem var í húfi á nýafstöðnu þingi. Þann 29. mars var frumvarp Loga Einarssonar háskólaráðherra um breytingu á lögum um Menntasjóð námsmanna tekið til fyrstu umræðu. Í frumvarpinu eru lagðar til töluverðar breytingar á Menntasjóði sem stúdentahreyfingin hefur kallað eftir árum saman - sumar allt frá því að drög að nýju námslánakerfi voru kynnt árið 2019. Ein stærsta breytingin felur í sér að loksins eigi að bregðast við íþyngjandi greiðslubyrði lántaka með því að heimila stúdentum með fleiri en eitt lán að greiða af einu þeirra í einu. Loksins þegar átti að bregðast við grafalvarlegri stöðu íslensks námslánakerfis sem setið hefur á hakanum í að verða tvö ár, náði frumvarpið sem myndi bæta stöðu námsmanna ekki fram að ganga á þessu þingi. Það gerðist þrátt fyrir að Allsherjar- og menntamálanefnd hafi lagt til að samþykkja frumvarpið óbreytt og þrátt fyrir að þingmenn hafi almennt verið sammála um að núverandi námslánakerfi væri óásættanlegt. En eftir það ræddi þingið að sjálfsögðu veiðigjöld fram á kvöld. Hversu áríðandi er að laga íslenskt námslánakerfi? Í pallborðsumræðum Stúdentaráðs Háskólans á Akureyri og Landssamtaka íslenskra stúdenta í aðdraganda Alþingiskosninga 2024 mættu fulltrúar allra flokka og svöruðu spurningum stúdenta. Aðspurðir hvort þeim fyndist Menntasjóður námsmanna standa undir hlutverki sínu sem félagslegur jöfnunarsjóður, svöruðu allir frambjóðendur spurningunni neitandi, þar á meðal Jens Garðar Helgason varaformaður Sjálfstæðisflokksins og Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra. Frumvarpið, sem hefur nú hefur verið bremsað af í þinginu, felur eingöngu í sér fyrstu, bráðnauðsynlegustu skrefin til þess að létta fjárhagslega byrði lántaka sem hefur farið síversnandi. Í pallborðsumræðum á Landsþingi LÍS í vor ræddi háskólaráðherra eigin reynslu af íslenskum námslánum og tók sjálfan sig, eiginkonu sína og nýútskrifaðan son sinn sem dæmi - hann var með bestu lánakjörin, tíu árum seinna höfðu lánakjörin versnað aðeins og nú, frá árinu 2020, væru lánin enn verri. Það ætti að vera í forgangi að leiðrétta þann kynslóðahalla sem hefur myndast hvað varðar lánakjör íslenskra stúdenta og berjast fyrir umbótum í stað afturfarar. Þá er einnig áríðandi að bregðast við þeirri staðreynd að nú eru dæmi um að fólk sé að greiða af tveimur, jafnvel þremur námslánum í einu og standi frammi fyrir verulegri og algjörlega ósveigjanlegri greiðslubyrði sem slagar upp í hundrað þúsund krónur í hverjum einasta mánuði. Í vor virtist ríkja samstaða um að breytingar á lögum um Menntasjóð námsmanna væru nauðsynlegar og að núverandi námslánakerfi stæði ekki undir hlutverki sínu, en vegna málþófs situr framtíð stúdenta enn á hakanum. Í ljósi þess hvetja Landssamtök íslenskra stúdenta þingmenn til þess að hraða afgreiðslu málsins á fyrstu dögum nýs þings og með því setja stúdenta og ungt fólk í forgang. Höfundur er forseti Landssamtaka íslenskra stúdenta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Námslán Hagsmunir stúdenta Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
Á Alþingi eru teknar sumar af veigamestu ákvörðunum um líf og kjör landsmanna. Umræður á Alþingi um leiðréttingu veiðigjalda fóru væntanlega fram hjá fáum. Kjörnir fulltrúar hafa lýst skoðun sinni í mjög ítarlegu máli, þó minnihluti þingheims hafi viljað meina að ýmislegt væri eftir órætt og að frumvarp um veiðigjöld myndi hafa áhrif á afkomu fyrirtækja í sjávarútvegi. Það var hins vegar ekki einungis þeirra afkoma sem var í húfi á nýafstöðnu þingi. Þann 29. mars var frumvarp Loga Einarssonar háskólaráðherra um breytingu á lögum um Menntasjóð námsmanna tekið til fyrstu umræðu. Í frumvarpinu eru lagðar til töluverðar breytingar á Menntasjóði sem stúdentahreyfingin hefur kallað eftir árum saman - sumar allt frá því að drög að nýju námslánakerfi voru kynnt árið 2019. Ein stærsta breytingin felur í sér að loksins eigi að bregðast við íþyngjandi greiðslubyrði lántaka með því að heimila stúdentum með fleiri en eitt lán að greiða af einu þeirra í einu. Loksins þegar átti að bregðast við grafalvarlegri stöðu íslensks námslánakerfis sem setið hefur á hakanum í að verða tvö ár, náði frumvarpið sem myndi bæta stöðu námsmanna ekki fram að ganga á þessu þingi. Það gerðist þrátt fyrir að Allsherjar- og menntamálanefnd hafi lagt til að samþykkja frumvarpið óbreytt og þrátt fyrir að þingmenn hafi almennt verið sammála um að núverandi námslánakerfi væri óásættanlegt. En eftir það ræddi þingið að sjálfsögðu veiðigjöld fram á kvöld. Hversu áríðandi er að laga íslenskt námslánakerfi? Í pallborðsumræðum Stúdentaráðs Háskólans á Akureyri og Landssamtaka íslenskra stúdenta í aðdraganda Alþingiskosninga 2024 mættu fulltrúar allra flokka og svöruðu spurningum stúdenta. Aðspurðir hvort þeim fyndist Menntasjóður námsmanna standa undir hlutverki sínu sem félagslegur jöfnunarsjóður, svöruðu allir frambjóðendur spurningunni neitandi, þar á meðal Jens Garðar Helgason varaformaður Sjálfstæðisflokksins og Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra. Frumvarpið, sem hefur nú hefur verið bremsað af í þinginu, felur eingöngu í sér fyrstu, bráðnauðsynlegustu skrefin til þess að létta fjárhagslega byrði lántaka sem hefur farið síversnandi. Í pallborðsumræðum á Landsþingi LÍS í vor ræddi háskólaráðherra eigin reynslu af íslenskum námslánum og tók sjálfan sig, eiginkonu sína og nýútskrifaðan son sinn sem dæmi - hann var með bestu lánakjörin, tíu árum seinna höfðu lánakjörin versnað aðeins og nú, frá árinu 2020, væru lánin enn verri. Það ætti að vera í forgangi að leiðrétta þann kynslóðahalla sem hefur myndast hvað varðar lánakjör íslenskra stúdenta og berjast fyrir umbótum í stað afturfarar. Þá er einnig áríðandi að bregðast við þeirri staðreynd að nú eru dæmi um að fólk sé að greiða af tveimur, jafnvel þremur námslánum í einu og standi frammi fyrir verulegri og algjörlega ósveigjanlegri greiðslubyrði sem slagar upp í hundrað þúsund krónur í hverjum einasta mánuði. Í vor virtist ríkja samstaða um að breytingar á lögum um Menntasjóð námsmanna væru nauðsynlegar og að núverandi námslánakerfi stæði ekki undir hlutverki sínu, en vegna málþófs situr framtíð stúdenta enn á hakanum. Í ljósi þess hvetja Landssamtök íslenskra stúdenta þingmenn til þess að hraða afgreiðslu málsins á fyrstu dögum nýs þings og með því setja stúdenta og ungt fólk í forgang. Höfundur er forseti Landssamtaka íslenskra stúdenta.
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar