Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar 18. júlí 2025 10:31 Reglulega heyrist: Fiskurinn í sjónum er sameign þjóðarinnar. Því þarf útgerðin að greiða sérstakt veiðigjald. Sanngjarnt og hóflegt. En er það svo? Og af hverju virðist þetta „sanngirni“-tal alltaf beinast að úgerðinni einni saman? Fleiri atvinnugreinar en sjávarútvegurinn nota margvíslegar auðlindir sem kalla má sameign þjóðarinnar, t.d. bændur og bjórframleiðendur. Horfum á staðreyndir: Útgerð sem kaupir kvóta borgar oft gríðarlegar upphæðir fyrir réttinn til að veiða ákveðið magn af fiski. Þessi kvóti er keyptur á markaði, framseljanlegur, veðsetjanlegur og erfanlegur. Eignarrétturinn er því alveg skýr, þótt hann sé kallaður „leyfi“ í lagatexta. Samt þarf sú sama útgerð að greiða sérstakt veiðigjald árlega, sem ríkið innheimtir „fyrir hönd þjóðarinnar“. Fyrir hvað? Fyrir fisk sem útgerðin hefur þegar greitt fyrir! Á að skattleggja allt landið? En tökum aðrar auðlindir til samanburðar. Segjum að maður kaupi land með góðri malarnámu. Hann fær leyfi, fylgir reglum, vinnur möl og selur hana í vegagerð. Er hann rukkaður um sérstakt „malarvinnslugjald“ af ríkinu? Nei. Hann greiðir tekjuskatt af hagnaðinum, eins og aðrir, og má svo eiga afraksturinn í friði. Því er von að spurt sé: Er ekki verið að mismuna eftir atvinnugreinum? Ef við segjum að fiskur sé „sameign þjóðarinnar“ og notum það sem rök fyrir veiðigjaldi, ætti hið sama ekki að gilda um möl, grjót, bláber, jarðhita, hey og hesta – og hverja þá náttúruafurð sem hægt er að vinna verðmæti úr? Sé stemning fyrir slíkri allsherjarskattlagningu, skulum við átta okkur á einu. Hún mun fela í sér auknar álögur á almenning og hærra vöruverðs auk þess sem hvati til fjárfestinga og verðmætasköpunar mun minnka til muna. Hagkerfið mun skreppa saman og allir tapa. Höfundur er kennari Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Breytingar á veiðigjöldum Sjávarútvegur Mest lesið Halldór 24.01.2026 Halldór Samfylking til framtíðar Bjarnveig Birta Bjarnadóttir,Stein Olav Romslo Skoðun Steinunni í borgarstjórn Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Við þurfum Dóru Björt í borgarstjórn Íris Stefanía Skúladóttir Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Drengirnir á matseðlinum Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Villtur lax má ekki vera fórnarkostnaður Dagur Fannar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Við þurfum Dóru Björt í borgarstjórn Íris Stefanía Skúladóttir skrifar Skoðun Samfylking til framtíðar Bjarnveig Birta Bjarnadóttir,Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Steinunni í borgarstjórn Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Drengirnir á matseðlinum Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Villtur lax má ekki vera fórnarkostnaður Dagur Fannar Ólafsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Raunsæi eða tálsýn? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjárfesting í vatni er fjárfesting í framtíðinni Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Reglulega heyrist: Fiskurinn í sjónum er sameign þjóðarinnar. Því þarf útgerðin að greiða sérstakt veiðigjald. Sanngjarnt og hóflegt. En er það svo? Og af hverju virðist þetta „sanngirni“-tal alltaf beinast að úgerðinni einni saman? Fleiri atvinnugreinar en sjávarútvegurinn nota margvíslegar auðlindir sem kalla má sameign þjóðarinnar, t.d. bændur og bjórframleiðendur. Horfum á staðreyndir: Útgerð sem kaupir kvóta borgar oft gríðarlegar upphæðir fyrir réttinn til að veiða ákveðið magn af fiski. Þessi kvóti er keyptur á markaði, framseljanlegur, veðsetjanlegur og erfanlegur. Eignarrétturinn er því alveg skýr, þótt hann sé kallaður „leyfi“ í lagatexta. Samt þarf sú sama útgerð að greiða sérstakt veiðigjald árlega, sem ríkið innheimtir „fyrir hönd þjóðarinnar“. Fyrir hvað? Fyrir fisk sem útgerðin hefur þegar greitt fyrir! Á að skattleggja allt landið? En tökum aðrar auðlindir til samanburðar. Segjum að maður kaupi land með góðri malarnámu. Hann fær leyfi, fylgir reglum, vinnur möl og selur hana í vegagerð. Er hann rukkaður um sérstakt „malarvinnslugjald“ af ríkinu? Nei. Hann greiðir tekjuskatt af hagnaðinum, eins og aðrir, og má svo eiga afraksturinn í friði. Því er von að spurt sé: Er ekki verið að mismuna eftir atvinnugreinum? Ef við segjum að fiskur sé „sameign þjóðarinnar“ og notum það sem rök fyrir veiðigjaldi, ætti hið sama ekki að gilda um möl, grjót, bláber, jarðhita, hey og hesta – og hverja þá náttúruafurð sem hægt er að vinna verðmæti úr? Sé stemning fyrir slíkri allsherjarskattlagningu, skulum við átta okkur á einu. Hún mun fela í sér auknar álögur á almenning og hærra vöruverðs auk þess sem hvati til fjárfestinga og verðmætasköpunar mun minnka til muna. Hagkerfið mun skreppa saman og allir tapa. Höfundur er kennari
Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun