Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar 14. júlí 2025 11:33 Hvammsvirkjun er föst í eilífðar borðspili. Stundum hnikast verkefnið áfram um nokkra reiti, en þess á milli gerist ekkert. Nú þegar aldarfjórðungur er liðinn frá því að fyrst var áformað að virkja við Hvamm og 4 ár eru frá því að sótt var um sjálft virkjunarleyfið hefur verkefninu verið kippt aftur á byrjunarreit. Ástæðan er ekki sú að eitthvað hafi fundist athugavert við virkjunina sjálfa. Þetta hefur heldur ekkert með náttúruvernd að gera. Ástæðan er endalausar lagaflækjur, ágallar í málsmeðferð og mistök við lagasetningu. Landsvirkjun hefur á síðustu áratugum unnið að undirbúningi Hvammsvirkjunar. Sá undirbúningur hefur verið vandaður og mjög kostnaðarsamur. Við höfum stundað rannsóknir til að skilja orkugetu, lífríki og náttúrufar. Við höfum vandað hönnun mannvirkja og unnið að mótvægisaðgerðum til að draga úr neikvæðum áhrifum framkvæmda á lífríki og náttúrufar. Við höfum vandað eins til verka og unnt er, enda er þessari aflstöð ætlað að starfa í árhundruð í vatnsmikilli jökulá á einu helsta jarðskjálftasvæði landsins. Við sömdum við alla handhafa vatnsréttinda og landréttinda á áhrifasvæði Hvammsvirkjunar. Allt var þetta unnið í nánu samráði við helstu hagaðila. Tilbúin til framkvæmda 2021 Árið 2021 var haldið af stað til að afla síðustu leyfa sem þarf fyrir Hvammsvirkjun en þá hafði Alþingi samþykkt virkjunina í orkunýtingarflokk rammaáætlunar, umhverfismat hennar hafði verið endurnýjað 2018, aðalskipulag og deiliskipulag frágengin og virkjunin í samræmi við landskipulagsstefnu, Minjastofnun gefið leyfi sitt og svo mætti áfram telja. Framkvæmdin naut ótvíræðs stuðnings á Alþingi og stuðningur samfélagsins við aukna endurnýjanlega orkuvinnslu jókst með hverju árinu. Hvammsvirkjun verður í tveimur sveitarfélögum og í þeim báðum er öflugur meirihlutastuðningur fyrir framkvæmdinni. Landsvirkjun ákvað þann 6. júní 2021, i ljósi þess að mikil þörf var að auka raforkuvinnslu til að mæta þörfum samfélagsins, að sækja um virkjunarleyfi og í framhaldinu framkvæmdaleyfi. Ekki var gert ráð fyrir að það tæki langan tíma enda eru þessi leyfi fyrst og fremst staðfesting þess að framkvæmdaraðili hafi uppfyllt allar lögboðnar kröfur. Veiting virkjunarleyfis hefur alla jafna tekið um 3-5 mánuði. Við gerðum því ráð fyrir að hefja framkvæmdir á miðju ári 2022 og að virkjunin kæmi í rekstur árið 2026. Tafir, flækjur og mistök En nú hófst einhver ótrúlegasta og óskilvirkasta málsmeðferð sem nokkurt verkefni á Íslandi hefur gengið í gegnum. Í stað þess að Orkustofnun afgreiddi virkjunarleyfi á þremur til fimm mánuðum tók það stofnunina 18 mánuði. Virkjunarleyfið kom loksins í desember 2022. Þessi seinkun reyndist mjög afdrifarík. Í apríl 2022, 11 mánuðum eftir að Landsvirkjun sótti um virkjunarleyfið, ákvað ráðherra að leggja fram vatnaáætlun í fyrsta sinn. Á sama tíma og fyrsta virkjunarleyfið fyrir vatnsaflsvirkjun sem samþykkt hafði verið í orkunýtingarflokk rammaáætlunar á Alþingi var í umsóknarferli. Vatnaáætlun var lögð fram án þess að tryggja samræmi á milli þessara tveggja áætlana (eins og lög mæla fyrir um) og án þess að viðeigandi stofnanir væru styrktar til að takast á við þetta verkefni. Þetta dró sannarlega dilk á eftir sér. Í júní 2023 felldi Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála virkjunarleyfið úr gildi, með vísan til þess að við veitingu virkjunarleyfis hefði Orkustofnun ekki haft nauðsynlegt samráð við Umhverfisstofnun um hvort að fyrirhuguð framkvæmd samræmdist vatnáætlun. Í niðurstöðu úrskurðarnefndarinnar komu fram leiðbeiningar fyrir leyfisveitendur um með hvaða hætti væri unnt að sækja um og veita heimild til breytinga á vatnshloti skv. 18. gr. laga um stjórn vatnamála. Í samræmi við leiðbeiningar úrskurðarnefndarinnar hóf Orkustofnun á ný málsmeðferð við að undirbúa veitingu virkjunarleyfis og gaf það aftur út í september 2024, 15 mánuðum eftir að fyrra leyfi var fellt úr gildi. Þetta leyfi var síðan kært til Héraðsdóms sem felldi það úr gildi í janúar 2025. Nú með þeim rökum að Umhverfisstofnun hefði ekki heimild til þess að veita heimild til breytinga á vatnshloti með þeim hætti sem Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hafði í janúar 2023 veitt leiðbeiningar um! Nú í júlí 2025 staðfesti Hæstiréttur dóm Héraðsdóms. Æðsti dómstóll okkar sagði að Alþingi hefði augljóslega gert mistök við lagasetningu á árinu 2011, þegar þingmenn breyttu orðalagi lagaákvæðis á milli annarrar og þriðju umræðu, til að laga íslenskt málfar! Hæstiréttur tekur sérstaklega fram að það sé ekki hlutverk hans að leiðrétta mistök löggjafans. Eftir þá breytingu túlkar Hæstiréttur lögin á þann hátt að óheimilt sé að heimila allar nýjar framkvæmdir á Íslandi sem breyti vatnshloti. Þar falla undir virkjanir, vatnsveitur, brúargerð, vegagerð, hafnargerð o.fl. Hvammsvirkjun, þessi mikilvæga framkvæmd, hefur frá árinu 2021 uppfyllt öll skilyrði sem gerð eru til undirbúnings virkjana. Samt erum við í þeirri stöðu árið 2025 að þurfa að sækja aftur um nýtt virkjunarleyfi á grundvelli nýrra laga sem Alþingi samþykkti samhljóða nú í júní og öðluðust gildi 3. júlí. Við erum því á ný komin á byrjunarreit, ekki vegna annmarka á umsókn, mati á umhverfisáhrifum, rannsóknum, mótvægisaðgerðum eða öðru, heldur eingöngu formgalla. Landsvirkjun þarf því á ný að hefja umsóknarferlið með tilheyrandi kæruferli sem enn getur tafið verkefnið. Í allri þessari ótrúlegu málsmeðferð síðustu fjögur ár hefur hvergi verið tekið undir athugasemdir við útfærslu virkjunarinnar eða áhrif hennar á samfélag og umhverfi. Úrskurðaraðilar hafa engar athugasemdir gert við undirbúning Landsvirkjunar og þau gögn sem fyrirtækið hefur lagt fram. Sá málatilbúnaður andstæðinga virkjunarinnar til að tefja framkvæmdirnar sem tekið hefur verið undir snýst eingöngu um veikleika og óskýrleika í lögum og verklagi stjórnvalda. Það snýst um formsatriði, ekki efnisatriði enda liggur allt þar skýrt fyrir eftir langan og vandaðan undirbúning. Vilji löggjafans er skýr Á þessum langa undirbúningstíma Hvammsvirkjunar hefur þeim fækkað verulega sem halda að við getum sleppt því að afla meiri orku. Við búum að einstöku orkukerfi þar sem við nýtum endurnýjanlega orkugjafa til að framleiða raforku. Við þurfum meira af grænu orkunni okkar í sívaxandi samfélagi ef við ætlum að tryggja áframhaldandi lífsgæði almennings og grundvöll öflugs atvinnulífs. Raunverulegur vilji löggjafans var skýr og hann er enn skýr. Alþingi hefur breytt lögum um stjórn vatnamála og bætt við ákvæði inn í raforkulög um útgáfu bráðabirgðaleyfis til að takmarka tjónið og frekari tafir. Allir þingmenn sem staddir voru í þingsal studdu þær breytingar. Það ríkir mjög almennur vilji til að þessu langa og flókna spili ljúki loks og hægt sé að hefjast handa við meiri orkuöflun. Illa farið með fjármuni þjóðar Landsvirkjun leitast alltaf við að hámarka verðmæti þeirra endurnýjanlegu orkulinda sem fyrirtækinu er trúað fyrir. Ógnarlöng leyfisferli, kærufrestir á kærufresti ofan og mistök við lagasetningu hafa dregið byggingu Hvammsvirkjunar úr öllu hófi. Þá hefur stjórnsýslan oftar en ekki tekið sér miklu lengri tíma við afgreiðslu mála en eðlilegt og lögbundið er. Með þessu móti hafa tapast milljarðar og enn sjáum við ekki hvenær allur sá kostnaður orkufyrirtækis þjóðarinnar fer að skila sér til baka með sölu á orku. Eigendur Landsvirkjunar, íslenska þjóðin, eiga það ekki skilið að svona sé farið með fjármuni hennar. Styttra og betra leyfisveitingaferli þarf alls ekki að þýða að gefinn sé nokkur afsláttur af náttúruvernd. Þessar áralöngu tafir hafa heldur ekki haft neitt með náttúruvernd að gera. Tafir við rammaáætlun, óvönduð stjórnsýsla, tví- og þríverknaður í umsagnarferli og leyfisveitingu, lagaflækjur og mistök hafa einkennt þetta ferli öðru fremur. Atvik á erlendum vettvangi hafa sýnt okkur að raforkan er súrefni þjóða. Sjálfur var ég staddur á Spáni fyrr á árinu þegar rafmagn fór út og samfélagið lamaðist. Við verðum að tryggja almenningi örugga orku og sjá til þess að hér geti lífskjör og atvinnulíf blómstrað. Það gerum við ekki með því að draga allar aðgerðir á langinn sem bæði geta tryggt okkur orkuna og lagt okkur lið í orkuskiptum og þar með loftslagsmálum. Höfundur er forstjóri Landsvirkjunar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Deilur um Hvammsvirkjun Landsvirkjun Orkumál Hörður Arnarson Vatnsaflsvirkjanir Dómsmál Mest lesið Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir Skoðun Hvað vil ég? Auður Kolbrá Birgisdóttir Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavík - barnvæn höfuðborg? Einar Þorsteinsson,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Magnús og hálfsannleikurinn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Sjá meira
Hvammsvirkjun er föst í eilífðar borðspili. Stundum hnikast verkefnið áfram um nokkra reiti, en þess á milli gerist ekkert. Nú þegar aldarfjórðungur er liðinn frá því að fyrst var áformað að virkja við Hvamm og 4 ár eru frá því að sótt var um sjálft virkjunarleyfið hefur verkefninu verið kippt aftur á byrjunarreit. Ástæðan er ekki sú að eitthvað hafi fundist athugavert við virkjunina sjálfa. Þetta hefur heldur ekkert með náttúruvernd að gera. Ástæðan er endalausar lagaflækjur, ágallar í málsmeðferð og mistök við lagasetningu. Landsvirkjun hefur á síðustu áratugum unnið að undirbúningi Hvammsvirkjunar. Sá undirbúningur hefur verið vandaður og mjög kostnaðarsamur. Við höfum stundað rannsóknir til að skilja orkugetu, lífríki og náttúrufar. Við höfum vandað hönnun mannvirkja og unnið að mótvægisaðgerðum til að draga úr neikvæðum áhrifum framkvæmda á lífríki og náttúrufar. Við höfum vandað eins til verka og unnt er, enda er þessari aflstöð ætlað að starfa í árhundruð í vatnsmikilli jökulá á einu helsta jarðskjálftasvæði landsins. Við sömdum við alla handhafa vatnsréttinda og landréttinda á áhrifasvæði Hvammsvirkjunar. Allt var þetta unnið í nánu samráði við helstu hagaðila. Tilbúin til framkvæmda 2021 Árið 2021 var haldið af stað til að afla síðustu leyfa sem þarf fyrir Hvammsvirkjun en þá hafði Alþingi samþykkt virkjunina í orkunýtingarflokk rammaáætlunar, umhverfismat hennar hafði verið endurnýjað 2018, aðalskipulag og deiliskipulag frágengin og virkjunin í samræmi við landskipulagsstefnu, Minjastofnun gefið leyfi sitt og svo mætti áfram telja. Framkvæmdin naut ótvíræðs stuðnings á Alþingi og stuðningur samfélagsins við aukna endurnýjanlega orkuvinnslu jókst með hverju árinu. Hvammsvirkjun verður í tveimur sveitarfélögum og í þeim báðum er öflugur meirihlutastuðningur fyrir framkvæmdinni. Landsvirkjun ákvað þann 6. júní 2021, i ljósi þess að mikil þörf var að auka raforkuvinnslu til að mæta þörfum samfélagsins, að sækja um virkjunarleyfi og í framhaldinu framkvæmdaleyfi. Ekki var gert ráð fyrir að það tæki langan tíma enda eru þessi leyfi fyrst og fremst staðfesting þess að framkvæmdaraðili hafi uppfyllt allar lögboðnar kröfur. Veiting virkjunarleyfis hefur alla jafna tekið um 3-5 mánuði. Við gerðum því ráð fyrir að hefja framkvæmdir á miðju ári 2022 og að virkjunin kæmi í rekstur árið 2026. Tafir, flækjur og mistök En nú hófst einhver ótrúlegasta og óskilvirkasta málsmeðferð sem nokkurt verkefni á Íslandi hefur gengið í gegnum. Í stað þess að Orkustofnun afgreiddi virkjunarleyfi á þremur til fimm mánuðum tók það stofnunina 18 mánuði. Virkjunarleyfið kom loksins í desember 2022. Þessi seinkun reyndist mjög afdrifarík. Í apríl 2022, 11 mánuðum eftir að Landsvirkjun sótti um virkjunarleyfið, ákvað ráðherra að leggja fram vatnaáætlun í fyrsta sinn. Á sama tíma og fyrsta virkjunarleyfið fyrir vatnsaflsvirkjun sem samþykkt hafði verið í orkunýtingarflokk rammaáætlunar á Alþingi var í umsóknarferli. Vatnaáætlun var lögð fram án þess að tryggja samræmi á milli þessara tveggja áætlana (eins og lög mæla fyrir um) og án þess að viðeigandi stofnanir væru styrktar til að takast á við þetta verkefni. Þetta dró sannarlega dilk á eftir sér. Í júní 2023 felldi Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála virkjunarleyfið úr gildi, með vísan til þess að við veitingu virkjunarleyfis hefði Orkustofnun ekki haft nauðsynlegt samráð við Umhverfisstofnun um hvort að fyrirhuguð framkvæmd samræmdist vatnáætlun. Í niðurstöðu úrskurðarnefndarinnar komu fram leiðbeiningar fyrir leyfisveitendur um með hvaða hætti væri unnt að sækja um og veita heimild til breytinga á vatnshloti skv. 18. gr. laga um stjórn vatnamála. Í samræmi við leiðbeiningar úrskurðarnefndarinnar hóf Orkustofnun á ný málsmeðferð við að undirbúa veitingu virkjunarleyfis og gaf það aftur út í september 2024, 15 mánuðum eftir að fyrra leyfi var fellt úr gildi. Þetta leyfi var síðan kært til Héraðsdóms sem felldi það úr gildi í janúar 2025. Nú með þeim rökum að Umhverfisstofnun hefði ekki heimild til þess að veita heimild til breytinga á vatnshloti með þeim hætti sem Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hafði í janúar 2023 veitt leiðbeiningar um! Nú í júlí 2025 staðfesti Hæstiréttur dóm Héraðsdóms. Æðsti dómstóll okkar sagði að Alþingi hefði augljóslega gert mistök við lagasetningu á árinu 2011, þegar þingmenn breyttu orðalagi lagaákvæðis á milli annarrar og þriðju umræðu, til að laga íslenskt málfar! Hæstiréttur tekur sérstaklega fram að það sé ekki hlutverk hans að leiðrétta mistök löggjafans. Eftir þá breytingu túlkar Hæstiréttur lögin á þann hátt að óheimilt sé að heimila allar nýjar framkvæmdir á Íslandi sem breyti vatnshloti. Þar falla undir virkjanir, vatnsveitur, brúargerð, vegagerð, hafnargerð o.fl. Hvammsvirkjun, þessi mikilvæga framkvæmd, hefur frá árinu 2021 uppfyllt öll skilyrði sem gerð eru til undirbúnings virkjana. Samt erum við í þeirri stöðu árið 2025 að þurfa að sækja aftur um nýtt virkjunarleyfi á grundvelli nýrra laga sem Alþingi samþykkti samhljóða nú í júní og öðluðust gildi 3. júlí. Við erum því á ný komin á byrjunarreit, ekki vegna annmarka á umsókn, mati á umhverfisáhrifum, rannsóknum, mótvægisaðgerðum eða öðru, heldur eingöngu formgalla. Landsvirkjun þarf því á ný að hefja umsóknarferlið með tilheyrandi kæruferli sem enn getur tafið verkefnið. Í allri þessari ótrúlegu málsmeðferð síðustu fjögur ár hefur hvergi verið tekið undir athugasemdir við útfærslu virkjunarinnar eða áhrif hennar á samfélag og umhverfi. Úrskurðaraðilar hafa engar athugasemdir gert við undirbúning Landsvirkjunar og þau gögn sem fyrirtækið hefur lagt fram. Sá málatilbúnaður andstæðinga virkjunarinnar til að tefja framkvæmdirnar sem tekið hefur verið undir snýst eingöngu um veikleika og óskýrleika í lögum og verklagi stjórnvalda. Það snýst um formsatriði, ekki efnisatriði enda liggur allt þar skýrt fyrir eftir langan og vandaðan undirbúning. Vilji löggjafans er skýr Á þessum langa undirbúningstíma Hvammsvirkjunar hefur þeim fækkað verulega sem halda að við getum sleppt því að afla meiri orku. Við búum að einstöku orkukerfi þar sem við nýtum endurnýjanlega orkugjafa til að framleiða raforku. Við þurfum meira af grænu orkunni okkar í sívaxandi samfélagi ef við ætlum að tryggja áframhaldandi lífsgæði almennings og grundvöll öflugs atvinnulífs. Raunverulegur vilji löggjafans var skýr og hann er enn skýr. Alþingi hefur breytt lögum um stjórn vatnamála og bætt við ákvæði inn í raforkulög um útgáfu bráðabirgðaleyfis til að takmarka tjónið og frekari tafir. Allir þingmenn sem staddir voru í þingsal studdu þær breytingar. Það ríkir mjög almennur vilji til að þessu langa og flókna spili ljúki loks og hægt sé að hefjast handa við meiri orkuöflun. Illa farið með fjármuni þjóðar Landsvirkjun leitast alltaf við að hámarka verðmæti þeirra endurnýjanlegu orkulinda sem fyrirtækinu er trúað fyrir. Ógnarlöng leyfisferli, kærufrestir á kærufresti ofan og mistök við lagasetningu hafa dregið byggingu Hvammsvirkjunar úr öllu hófi. Þá hefur stjórnsýslan oftar en ekki tekið sér miklu lengri tíma við afgreiðslu mála en eðlilegt og lögbundið er. Með þessu móti hafa tapast milljarðar og enn sjáum við ekki hvenær allur sá kostnaður orkufyrirtækis þjóðarinnar fer að skila sér til baka með sölu á orku. Eigendur Landsvirkjunar, íslenska þjóðin, eiga það ekki skilið að svona sé farið með fjármuni hennar. Styttra og betra leyfisveitingaferli þarf alls ekki að þýða að gefinn sé nokkur afsláttur af náttúruvernd. Þessar áralöngu tafir hafa heldur ekki haft neitt með náttúruvernd að gera. Tafir við rammaáætlun, óvönduð stjórnsýsla, tví- og þríverknaður í umsagnarferli og leyfisveitingu, lagaflækjur og mistök hafa einkennt þetta ferli öðru fremur. Atvik á erlendum vettvangi hafa sýnt okkur að raforkan er súrefni þjóða. Sjálfur var ég staddur á Spáni fyrr á árinu þegar rafmagn fór út og samfélagið lamaðist. Við verðum að tryggja almenningi örugga orku og sjá til þess að hér geti lífskjör og atvinnulíf blómstrað. Það gerum við ekki með því að draga allar aðgerðir á langinn sem bæði geta tryggt okkur orkuna og lagt okkur lið í orkuskiptum og þar með loftslagsmálum. Höfundur er forstjóri Landsvirkjunar.
Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir Skoðun
Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir Skoðun
Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun