Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Magnús Jochum Pálsson og Smári Jökull Jónsson skrifa 12. júlí 2025 22:30 Börnin eru kampakát á sumarnámskeiðinu í Hússtjórnarskólanum. Þrátt fyrir að hefðbundið skólastarf sé ekki í gangi í Hússtjórnarskólanum yfir sumartímann er nóg um að vera í skólanum um þessar mundir þar sem börnum er kennt að sauma út, baka og elda. Fréttastofa kíkti við í Hússtjórnarskólann við Sólvallagötu þar sem ungir krakkar eru á námskeiði þar sem þau læra meðal annars að sauma út, baka og elda. Hugmynd að námskeiðum barna í skólanum vaknaði árið 2023 og fóru fyrstu námskeiðin fram ári seinna. Námskeiðin eru fyrir börn á öllum aldri og segir umsjónarmaður að áhuginn sé mikill. „Við leggjum aðaláherslu á matreiðsluna og handavinnu og það er mismunandi handavinna eftir aldri. Við reynum að miða þetta að því sem er áhugi fyrir,“ segir Kristín Lára Torfadóttir, Hún segir mikilvægt að halda gildum Hússtjórnarskólans á lofti. „Mér finnst það algjörlega og ég elska að vinna hérna. Það er alltaf æðisleg stemning og börnunum finnst gaman og mér finnst þetta góð gildi sem vert er að kenna,“ segir Kristín. „Allt gaman“ Þegar fréttastofa kíkti í heimsókn voru nemendur úr yngsta hópi í óðaönn að sauma. Fyrr um morguninn höfðu þau verið í eldhúsinu. „Við erum búin að læra til dæmis að sauma, elda og taka til,“ segir Sólveig. Hvað finnst þér skemmtilegast af þessu öllu? „Mér finnst bara allt, mér finnst bara allt gaman,“ segir Katrín. Krakkarnir sauma út. Strákarnir voru ekki síður áhugasamir og munaði ekki um að segja frá matreiðslunni á sama tíma og þeir saumuðu. „Stundum þá er einhver matur eins og í dag þá vorum við að gera kjötbollur og skinkuhorn. Okkar hópur var að gera kjötbollur og hinn hópurinn var að gera skinkuhorn,“ segir Kári Berg. Strákunum finnst gaman að sauma. Eruð þið svolítið góðir bakarar? „Já, við erum alveg dálítið góðir,“ segja Kári Berg og Birnir Blær í kór. Fréttamaður fékk svo kennslustund í saumaskap en stelpurnar voru ekki alveg sannfærðar um hæfileikana og fannst hann heldur hægur. „Svo telur þú bara hérna, einn tveir og stingur bara þar ofan í. Þá ertu komin með kross.“ Börn og uppeldi Frístund barna Skóla- og menntamál Krakkar Mest lesið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Komin með nýjan rappara í sigtið Lífið Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Lífið Elva fann sjálfa sig aftur Lífið Sextíu fermetrar og fagurrautt Lífið Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa Lífið „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Lífið Fleiri fréttir Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Sjá meira
Fréttastofa kíkti við í Hússtjórnarskólann við Sólvallagötu þar sem ungir krakkar eru á námskeiði þar sem þau læra meðal annars að sauma út, baka og elda. Hugmynd að námskeiðum barna í skólanum vaknaði árið 2023 og fóru fyrstu námskeiðin fram ári seinna. Námskeiðin eru fyrir börn á öllum aldri og segir umsjónarmaður að áhuginn sé mikill. „Við leggjum aðaláherslu á matreiðsluna og handavinnu og það er mismunandi handavinna eftir aldri. Við reynum að miða þetta að því sem er áhugi fyrir,“ segir Kristín Lára Torfadóttir, Hún segir mikilvægt að halda gildum Hússtjórnarskólans á lofti. „Mér finnst það algjörlega og ég elska að vinna hérna. Það er alltaf æðisleg stemning og börnunum finnst gaman og mér finnst þetta góð gildi sem vert er að kenna,“ segir Kristín. „Allt gaman“ Þegar fréttastofa kíkti í heimsókn voru nemendur úr yngsta hópi í óðaönn að sauma. Fyrr um morguninn höfðu þau verið í eldhúsinu. „Við erum búin að læra til dæmis að sauma, elda og taka til,“ segir Sólveig. Hvað finnst þér skemmtilegast af þessu öllu? „Mér finnst bara allt, mér finnst bara allt gaman,“ segir Katrín. Krakkarnir sauma út. Strákarnir voru ekki síður áhugasamir og munaði ekki um að segja frá matreiðslunni á sama tíma og þeir saumuðu. „Stundum þá er einhver matur eins og í dag þá vorum við að gera kjötbollur og skinkuhorn. Okkar hópur var að gera kjötbollur og hinn hópurinn var að gera skinkuhorn,“ segir Kári Berg. Strákunum finnst gaman að sauma. Eruð þið svolítið góðir bakarar? „Já, við erum alveg dálítið góðir,“ segja Kári Berg og Birnir Blær í kór. Fréttamaður fékk svo kennslustund í saumaskap en stelpurnar voru ekki alveg sannfærðar um hæfileikana og fannst hann heldur hægur. „Svo telur þú bara hérna, einn tveir og stingur bara þar ofan í. Þá ertu komin með kross.“
Börn og uppeldi Frístund barna Skóla- og menntamál Krakkar Mest lesið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Komin með nýjan rappara í sigtið Lífið Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Lífið Elva fann sjálfa sig aftur Lífið Sextíu fermetrar og fagurrautt Lífið Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa Lífið „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Lífið Fleiri fréttir Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Sjá meira