Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Magnús Jochum Pálsson og Smári Jökull Jónsson skrifa 12. júlí 2025 22:30 Börnin eru kampakát á sumarnámskeiðinu í Hússtjórnarskólanum. Þrátt fyrir að hefðbundið skólastarf sé ekki í gangi í Hússtjórnarskólanum yfir sumartímann er nóg um að vera í skólanum um þessar mundir þar sem börnum er kennt að sauma út, baka og elda. Fréttastofa kíkti við í Hússtjórnarskólann við Sólvallagötu þar sem ungir krakkar eru á námskeiði þar sem þau læra meðal annars að sauma út, baka og elda. Hugmynd að námskeiðum barna í skólanum vaknaði árið 2023 og fóru fyrstu námskeiðin fram ári seinna. Námskeiðin eru fyrir börn á öllum aldri og segir umsjónarmaður að áhuginn sé mikill. „Við leggjum aðaláherslu á matreiðsluna og handavinnu og það er mismunandi handavinna eftir aldri. Við reynum að miða þetta að því sem er áhugi fyrir,“ segir Kristín Lára Torfadóttir, Hún segir mikilvægt að halda gildum Hússtjórnarskólans á lofti. „Mér finnst það algjörlega og ég elska að vinna hérna. Það er alltaf æðisleg stemning og börnunum finnst gaman og mér finnst þetta góð gildi sem vert er að kenna,“ segir Kristín. „Allt gaman“ Þegar fréttastofa kíkti í heimsókn voru nemendur úr yngsta hópi í óðaönn að sauma. Fyrr um morguninn höfðu þau verið í eldhúsinu. „Við erum búin að læra til dæmis að sauma, elda og taka til,“ segir Sólveig. Hvað finnst þér skemmtilegast af þessu öllu? „Mér finnst bara allt, mér finnst bara allt gaman,“ segir Katrín. Krakkarnir sauma út. Strákarnir voru ekki síður áhugasamir og munaði ekki um að segja frá matreiðslunni á sama tíma og þeir saumuðu. „Stundum þá er einhver matur eins og í dag þá vorum við að gera kjötbollur og skinkuhorn. Okkar hópur var að gera kjötbollur og hinn hópurinn var að gera skinkuhorn,“ segir Kári Berg. Strákunum finnst gaman að sauma. Eruð þið svolítið góðir bakarar? „Já, við erum alveg dálítið góðir,“ segja Kári Berg og Birnir Blær í kór. Fréttamaður fékk svo kennslustund í saumaskap en stelpurnar voru ekki alveg sannfærðar um hæfileikana og fannst hann heldur hægur. „Svo telur þú bara hérna, einn tveir og stingur bara þar ofan í. Þá ertu komin með kross.“ Börn og uppeldi Frístund barna Skóla- og menntamál Krakkar Mest lesið Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl Lífið Upplifir skotin oftast sem hrós Tíska og hönnun Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Lífið Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Lífið Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Tónlist „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Lífið „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Óða boðflennan fangelsuð Lífið Fleiri fréttir Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Sjá meira
Fréttastofa kíkti við í Hússtjórnarskólann við Sólvallagötu þar sem ungir krakkar eru á námskeiði þar sem þau læra meðal annars að sauma út, baka og elda. Hugmynd að námskeiðum barna í skólanum vaknaði árið 2023 og fóru fyrstu námskeiðin fram ári seinna. Námskeiðin eru fyrir börn á öllum aldri og segir umsjónarmaður að áhuginn sé mikill. „Við leggjum aðaláherslu á matreiðsluna og handavinnu og það er mismunandi handavinna eftir aldri. Við reynum að miða þetta að því sem er áhugi fyrir,“ segir Kristín Lára Torfadóttir, Hún segir mikilvægt að halda gildum Hússtjórnarskólans á lofti. „Mér finnst það algjörlega og ég elska að vinna hérna. Það er alltaf æðisleg stemning og börnunum finnst gaman og mér finnst þetta góð gildi sem vert er að kenna,“ segir Kristín. „Allt gaman“ Þegar fréttastofa kíkti í heimsókn voru nemendur úr yngsta hópi í óðaönn að sauma. Fyrr um morguninn höfðu þau verið í eldhúsinu. „Við erum búin að læra til dæmis að sauma, elda og taka til,“ segir Sólveig. Hvað finnst þér skemmtilegast af þessu öllu? „Mér finnst bara allt, mér finnst bara allt gaman,“ segir Katrín. Krakkarnir sauma út. Strákarnir voru ekki síður áhugasamir og munaði ekki um að segja frá matreiðslunni á sama tíma og þeir saumuðu. „Stundum þá er einhver matur eins og í dag þá vorum við að gera kjötbollur og skinkuhorn. Okkar hópur var að gera kjötbollur og hinn hópurinn var að gera skinkuhorn,“ segir Kári Berg. Strákunum finnst gaman að sauma. Eruð þið svolítið góðir bakarar? „Já, við erum alveg dálítið góðir,“ segja Kári Berg og Birnir Blær í kór. Fréttamaður fékk svo kennslustund í saumaskap en stelpurnar voru ekki alveg sannfærðar um hæfileikana og fannst hann heldur hægur. „Svo telur þú bara hérna, einn tveir og stingur bara þar ofan í. Þá ertu komin með kross.“
Börn og uppeldi Frístund barna Skóla- og menntamál Krakkar Mest lesið Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl Lífið Upplifir skotin oftast sem hrós Tíska og hönnun Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Lífið Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Lífið Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Tónlist „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Lífið „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Óða boðflennan fangelsuð Lífið Fleiri fréttir Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Sjá meira