Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Magnús Jochum Pálsson skrifar 11. júlí 2025 22:33 Popparinn Justin Bieber birti myndband af sér dansa við rapparann Sexyy Red sem hefur vakið athygli fólks. Netverjar eru ekki par sáttir með nýjasta útspil Justins Bieber sem birti í dag myndband af sér að dansa með rapparanum Sexyy Red og kyssa hana á ennið. Sexyy Red rappar á laginu „Sweet Spot“ á nýjustu plötu Bieber. Swag,sjöunda plata popparans kanadíska, kom út í nótt í kjölfar mikillar umræðu og fréttaflutnings um andlega heilsu popparans. Bieber auglýsti plötuna ekkert fyrr en í gærkvöldi þegar hann birti fimmtán færlsur á Instagram þar sem plötuumslagið sást á hinum ýmsum auglýsingaskiltum, þar á meðal við Fellsmúla í Reykjavík. Rýnt hefur verið í ýmsa texta úr lögum plötunnar sem virðast gefa rækilega í skyn að hjónaband hans og ofurfyrirsætunnar Hailey Bieber hafi staðið höllum fæti. Sögusagnir þess efnis hafa verið háværar síðustu misseri vegna framkomu rapparans. Á laginu „Sweet Spot“ syngur Bieber undir hægum takti um náin kynni og rappar bandaríski rapparinn Sexyy Red vers á laginu. Bieber birti síðan í hádeginu í dag myndband á Instagram af sér og sexyy Red dansa við lagið. Bieber taggar rapparann í færslunni og skrifar: „elska þig vinkonaaaaaaaaaaa.“ „Freðinn í þessu myndbandi[,] ekki dæma 🤏🏼,“ skrifar hann einnig í færslunni en popparinn er sýnilega ekki allsgáður í myndbandinu og virðist vera bólufreðinn. Þar að auki er búið að setja undarlegan reykfilter yfir myndefnið. Ekki nóg með að þau dansi í myndbandinu heldur tekur Bieber utan um Red og kyssir hana á ennið á einum tímapunkti. Ekki fyrsti kossinn sem vekur athygli Kossinn virðist hafa farið öfugt ofan í marga aðdáendur popparans í ljósi þess að hann er giftur og á barn. Vinsælustu ummælin við færsluna eru öll í svipuðum dúr. „Þú ert pabbi, þú ert eiginmaður, það er eins og þú fattir það ekki,“ skrifar einn notandi. „Það er erfitt að vera Hailey satt að segja,“ segir í öðrum vinsælum ummælum. Þó eru einhverjir sem koma popparanum til varnar; karlar og konur megi alveg vera vinir og það sé ekkert að því að vinir skemmti sér saman. Vinskapur Bieber og Red teygir sig nokkura mánuði aftur í tímann en Bieber mætti í 27 ára afmæli rapparans í apríl og náði líka þá að ergja fólk. Í myndbandi sem var tekið í afmælinu knúsuðust þau tvo og Bieber smellti síðan sakleysislegum kossi á kinn rapparans. Bandaríkin Hollywood Tónlist Justin Bieber á Íslandi Tengdar fréttir Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Íslenskir aðdáendur kanadíska poppmógúlsins Justin Bieber ráku upp stór augu í kvöld þegar mynd af höfuðstöðvum Hreyfils og fleiri fyrirtækja við Fellsmúla 26 var birt á Instagram síðu hans. 10. júlí 2025 19:23 Bieber gefur út óvænta plötu Kanadíska poppstirnið Justin Bieber gaf óvænt út nýja plötu í nótt sem ber heitið Swag. Um er að ræða sjöundu plötu Biebers en hún kemur í kjölfar mikillar umfjöllunar um andlega heilsu popparans. 11. júlí 2025 08:49 Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sjá meira
Swag,sjöunda plata popparans kanadíska, kom út í nótt í kjölfar mikillar umræðu og fréttaflutnings um andlega heilsu popparans. Bieber auglýsti plötuna ekkert fyrr en í gærkvöldi þegar hann birti fimmtán færlsur á Instagram þar sem plötuumslagið sást á hinum ýmsum auglýsingaskiltum, þar á meðal við Fellsmúla í Reykjavík. Rýnt hefur verið í ýmsa texta úr lögum plötunnar sem virðast gefa rækilega í skyn að hjónaband hans og ofurfyrirsætunnar Hailey Bieber hafi staðið höllum fæti. Sögusagnir þess efnis hafa verið háværar síðustu misseri vegna framkomu rapparans. Á laginu „Sweet Spot“ syngur Bieber undir hægum takti um náin kynni og rappar bandaríski rapparinn Sexyy Red vers á laginu. Bieber birti síðan í hádeginu í dag myndband á Instagram af sér og sexyy Red dansa við lagið. Bieber taggar rapparann í færslunni og skrifar: „elska þig vinkonaaaaaaaaaaa.“ „Freðinn í þessu myndbandi[,] ekki dæma 🤏🏼,“ skrifar hann einnig í færslunni en popparinn er sýnilega ekki allsgáður í myndbandinu og virðist vera bólufreðinn. Þar að auki er búið að setja undarlegan reykfilter yfir myndefnið. Ekki nóg með að þau dansi í myndbandinu heldur tekur Bieber utan um Red og kyssir hana á ennið á einum tímapunkti. Ekki fyrsti kossinn sem vekur athygli Kossinn virðist hafa farið öfugt ofan í marga aðdáendur popparans í ljósi þess að hann er giftur og á barn. Vinsælustu ummælin við færsluna eru öll í svipuðum dúr. „Þú ert pabbi, þú ert eiginmaður, það er eins og þú fattir það ekki,“ skrifar einn notandi. „Það er erfitt að vera Hailey satt að segja,“ segir í öðrum vinsælum ummælum. Þó eru einhverjir sem koma popparanum til varnar; karlar og konur megi alveg vera vinir og það sé ekkert að því að vinir skemmti sér saman. Vinskapur Bieber og Red teygir sig nokkura mánuði aftur í tímann en Bieber mætti í 27 ára afmæli rapparans í apríl og náði líka þá að ergja fólk. Í myndbandi sem var tekið í afmælinu knúsuðust þau tvo og Bieber smellti síðan sakleysislegum kossi á kinn rapparans.
Bandaríkin Hollywood Tónlist Justin Bieber á Íslandi Tengdar fréttir Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Íslenskir aðdáendur kanadíska poppmógúlsins Justin Bieber ráku upp stór augu í kvöld þegar mynd af höfuðstöðvum Hreyfils og fleiri fyrirtækja við Fellsmúla 26 var birt á Instagram síðu hans. 10. júlí 2025 19:23 Bieber gefur út óvænta plötu Kanadíska poppstirnið Justin Bieber gaf óvænt út nýja plötu í nótt sem ber heitið Swag. Um er að ræða sjöundu plötu Biebers en hún kemur í kjölfar mikillar umfjöllunar um andlega heilsu popparans. 11. júlí 2025 08:49 Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sjá meira
Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Íslenskir aðdáendur kanadíska poppmógúlsins Justin Bieber ráku upp stór augu í kvöld þegar mynd af höfuðstöðvum Hreyfils og fleiri fyrirtækja við Fellsmúla 26 var birt á Instagram síðu hans. 10. júlí 2025 19:23
Bieber gefur út óvænta plötu Kanadíska poppstirnið Justin Bieber gaf óvænt út nýja plötu í nótt sem ber heitið Swag. Um er að ræða sjöundu plötu Biebers en hún kemur í kjölfar mikillar umfjöllunar um andlega heilsu popparans. 11. júlí 2025 08:49