Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Magnús Jochum Pálsson skrifar 11. júlí 2025 22:33 Popparinn Justin Bieber birti myndband af sér dansa við rapparann Sexyy Red sem hefur vakið athygli fólks. Netverjar eru ekki par sáttir með nýjasta útspil Justins Bieber sem birti í dag myndband af sér að dansa með rapparanum Sexyy Red og kyssa hana á ennið. Sexyy Red rappar á laginu „Sweet Spot“ á nýjustu plötu Bieber. Swag,sjöunda plata popparans kanadíska, kom út í nótt í kjölfar mikillar umræðu og fréttaflutnings um andlega heilsu popparans. Bieber auglýsti plötuna ekkert fyrr en í gærkvöldi þegar hann birti fimmtán færlsur á Instagram þar sem plötuumslagið sást á hinum ýmsum auglýsingaskiltum, þar á meðal við Fellsmúla í Reykjavík. Rýnt hefur verið í ýmsa texta úr lögum plötunnar sem virðast gefa rækilega í skyn að hjónaband hans og ofurfyrirsætunnar Hailey Bieber hafi staðið höllum fæti. Sögusagnir þess efnis hafa verið háværar síðustu misseri vegna framkomu rapparans. Á laginu „Sweet Spot“ syngur Bieber undir hægum takti um náin kynni og rappar bandaríski rapparinn Sexyy Red vers á laginu. Bieber birti síðan í hádeginu í dag myndband á Instagram af sér og sexyy Red dansa við lagið. Bieber taggar rapparann í færslunni og skrifar: „elska þig vinkonaaaaaaaaaaa.“ „Freðinn í þessu myndbandi[,] ekki dæma 🤏🏼,“ skrifar hann einnig í færslunni en popparinn er sýnilega ekki allsgáður í myndbandinu og virðist vera bólufreðinn. Þar að auki er búið að setja undarlegan reykfilter yfir myndefnið. Ekki nóg með að þau dansi í myndbandinu heldur tekur Bieber utan um Red og kyssir hana á ennið á einum tímapunkti. Ekki fyrsti kossinn sem vekur athygli Kossinn virðist hafa farið öfugt ofan í marga aðdáendur popparans í ljósi þess að hann er giftur og á barn. Vinsælustu ummælin við færsluna eru öll í svipuðum dúr. „Þú ert pabbi, þú ert eiginmaður, það er eins og þú fattir það ekki,“ skrifar einn notandi. „Það er erfitt að vera Hailey satt að segja,“ segir í öðrum vinsælum ummælum. Þó eru einhverjir sem koma popparanum til varnar; karlar og konur megi alveg vera vinir og það sé ekkert að því að vinir skemmti sér saman. Vinskapur Bieber og Red teygir sig nokkura mánuði aftur í tímann en Bieber mætti í 27 ára afmæli rapparans í apríl og náði líka þá að ergja fólk. Í myndbandi sem var tekið í afmælinu knúsuðust þau tvo og Bieber smellti síðan sakleysislegum kossi á kinn rapparans. Bandaríkin Hollywood Tónlist Justin Bieber á Íslandi Tengdar fréttir Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Íslenskir aðdáendur kanadíska poppmógúlsins Justin Bieber ráku upp stór augu í kvöld þegar mynd af höfuðstöðvum Hreyfils og fleiri fyrirtækja við Fellsmúla 26 var birt á Instagram síðu hans. 10. júlí 2025 19:23 Bieber gefur út óvænta plötu Kanadíska poppstirnið Justin Bieber gaf óvænt út nýja plötu í nótt sem ber heitið Swag. Um er að ræða sjöundu plötu Biebers en hún kemur í kjölfar mikillar umfjöllunar um andlega heilsu popparans. 11. júlí 2025 08:49 Mest lesið Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð úr bransanum Menning Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Ísraelar fá að vera með í Eurovision Tónlist „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið Chanel og Snorri eiga von á syni Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Lífið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið Fleiri fréttir Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Sjá meira
Swag,sjöunda plata popparans kanadíska, kom út í nótt í kjölfar mikillar umræðu og fréttaflutnings um andlega heilsu popparans. Bieber auglýsti plötuna ekkert fyrr en í gærkvöldi þegar hann birti fimmtán færlsur á Instagram þar sem plötuumslagið sást á hinum ýmsum auglýsingaskiltum, þar á meðal við Fellsmúla í Reykjavík. Rýnt hefur verið í ýmsa texta úr lögum plötunnar sem virðast gefa rækilega í skyn að hjónaband hans og ofurfyrirsætunnar Hailey Bieber hafi staðið höllum fæti. Sögusagnir þess efnis hafa verið háværar síðustu misseri vegna framkomu rapparans. Á laginu „Sweet Spot“ syngur Bieber undir hægum takti um náin kynni og rappar bandaríski rapparinn Sexyy Red vers á laginu. Bieber birti síðan í hádeginu í dag myndband á Instagram af sér og sexyy Red dansa við lagið. Bieber taggar rapparann í færslunni og skrifar: „elska þig vinkonaaaaaaaaaaa.“ „Freðinn í þessu myndbandi[,] ekki dæma 🤏🏼,“ skrifar hann einnig í færslunni en popparinn er sýnilega ekki allsgáður í myndbandinu og virðist vera bólufreðinn. Þar að auki er búið að setja undarlegan reykfilter yfir myndefnið. Ekki nóg með að þau dansi í myndbandinu heldur tekur Bieber utan um Red og kyssir hana á ennið á einum tímapunkti. Ekki fyrsti kossinn sem vekur athygli Kossinn virðist hafa farið öfugt ofan í marga aðdáendur popparans í ljósi þess að hann er giftur og á barn. Vinsælustu ummælin við færsluna eru öll í svipuðum dúr. „Þú ert pabbi, þú ert eiginmaður, það er eins og þú fattir það ekki,“ skrifar einn notandi. „Það er erfitt að vera Hailey satt að segja,“ segir í öðrum vinsælum ummælum. Þó eru einhverjir sem koma popparanum til varnar; karlar og konur megi alveg vera vinir og það sé ekkert að því að vinir skemmti sér saman. Vinskapur Bieber og Red teygir sig nokkura mánuði aftur í tímann en Bieber mætti í 27 ára afmæli rapparans í apríl og náði líka þá að ergja fólk. Í myndbandi sem var tekið í afmælinu knúsuðust þau tvo og Bieber smellti síðan sakleysislegum kossi á kinn rapparans.
Bandaríkin Hollywood Tónlist Justin Bieber á Íslandi Tengdar fréttir Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Íslenskir aðdáendur kanadíska poppmógúlsins Justin Bieber ráku upp stór augu í kvöld þegar mynd af höfuðstöðvum Hreyfils og fleiri fyrirtækja við Fellsmúla 26 var birt á Instagram síðu hans. 10. júlí 2025 19:23 Bieber gefur út óvænta plötu Kanadíska poppstirnið Justin Bieber gaf óvænt út nýja plötu í nótt sem ber heitið Swag. Um er að ræða sjöundu plötu Biebers en hún kemur í kjölfar mikillar umfjöllunar um andlega heilsu popparans. 11. júlí 2025 08:49 Mest lesið Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð úr bransanum Menning Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Ísraelar fá að vera með í Eurovision Tónlist „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið Chanel og Snorri eiga von á syni Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Lífið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið Fleiri fréttir Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Sjá meira
Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Íslenskir aðdáendur kanadíska poppmógúlsins Justin Bieber ráku upp stór augu í kvöld þegar mynd af höfuðstöðvum Hreyfils og fleiri fyrirtækja við Fellsmúla 26 var birt á Instagram síðu hans. 10. júlí 2025 19:23
Bieber gefur út óvænta plötu Kanadíska poppstirnið Justin Bieber gaf óvænt út nýja plötu í nótt sem ber heitið Swag. Um er að ræða sjöundu plötu Biebers en hún kemur í kjölfar mikillar umfjöllunar um andlega heilsu popparans. 11. júlí 2025 08:49