Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar 11. júlí 2025 16:30 Það hefur verið hreinlega ömurlegt að fylgjast með framgöngu Kristrúnar Frostadóttur og skorti hennar á leiðtogahæfni undanfarna daga. Allir aðrir forsætisráðráðherrar hafa náð samkomulagi um þinglok, málamiðlun, frá árinu 1959. Ekki ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur, og það vegna skattahækkunar. Sú geðshræring sem virðist hafa gripið um sig á stjórnarheimilinu vegna þinglokasamninga hefur leitt til vægast sagt vanstilltra ummæla ráðherra og annarra stjórnarliða, sem eru hver öðru skaðlegri. Stríðs(ráð)herrar ríkisstjórnarinnar Forsætisráðherra reið á vaðið í ræðustól Alþingis í gær, með þjóðernisstoltið að vopni, og hét því að „verja lýðveldið Ísland“. Fylgdi utanríkisráðherra ummælunum eftir í viðtali við Vísi og sagði „það er orrusta um Ísland“, hvorki meira né minna. Hinn almenni borgari hefur ef til vill haldið að þjóðaröryggi væri í húfi og innrásarher við það að sigla inn um Reykjavíkurhöfn, slík er orðræðan. Ekki léttist svo á mönnum brúnin þegar mennta- og barnamálaráðherra steig upp í pontu þingsins og fullyrti að kvöldið áður hefði verið framið valdarán! Félags- og húsnæðismálaráðherra virðist telja ráðlegt að stilla minnihlutanum upp við húsvegg losa sig við hann, enda sé hann fyrir. Óhefluð og ærumeiðandi ummæli ráðherra ríkisstjórnarinnar eru ekki til þess fallnar að leysa þann hnút sem komin er á störf Alþingis. Hvað var til umræðu? Hvaða hryllingur skeði? Umræða um veigamikla skattahækkun er allt sem var! Allt tal um valdarán gekk út á umræðu um skattahækkun á fólk og fyrirtæki í sjávarútvegi. Nú þarf almenningur að spyrja sig: Er eðlilegt að beita kjarnorkuákvæði þingskapalaga, 71. greininni, vegna skattahækkana? Ef svo er, hvað næst? Hvert erum við komin? Hversu lágur er þröskuldurinn sem þarf að fara yfir til að stoppa málfrelsi manna? Er skattahækkun á undirstöðuatvinnuveg það eina sem þarf til? Alþingi er málstofa þar sem málmamiðlanir hafa ráðið ríkjum, hingað til og á að gera áfram. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ávallt reynt til hins ítrasta að leiða málin í jörðu eða þá þeim frestað til að ná eins mikilli sátt og mögulegt er. Nýlegt dæmi eru lögum um útlendinga sem var frestað fjórum sinnum til þess að unnt væri að ná sátt við minnihlutann á Alþingi. Undirliggjandi er skýr vilji forsætisráðherra; hennar leið og enginn önnur kemur til greina. Það er ekki þroskað lýðræði að 50,4% ráði 100%. Hollt er fyrir alla að muna að meirihlutinn heldur ekki að eilífu, eða eins og núverandi forseti Alþingis kost vel að orði árið 2006: “Vegna þess sem sagt var um málgleði stjórnarandstöðuþingmanna er, held ég, hollt fyrir alla hér að hafa í huga að stjórnarliðar verða ekki alltaf stjórnarliðar og stjórnarandstöðuþingmenn verða ekki alltaf stjórnarandstöðuþingmenn. Hv. þingmenn verða að hafa þá yfirsýn að geta hugsað málið án tillits bara til sín eða síns flokks, heldur til starfa þingsins í heild.” Forsætisráðherra segir að tilgangurinn helgi meðalið. Þetta er ekki lýðræði, þetta er gerræði. Ég bið fólk um að gefa orðræðunni gaum. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi Suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Jón Pétur Zimsen Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það hefur verið hreinlega ömurlegt að fylgjast með framgöngu Kristrúnar Frostadóttur og skorti hennar á leiðtogahæfni undanfarna daga. Allir aðrir forsætisráðráðherrar hafa náð samkomulagi um þinglok, málamiðlun, frá árinu 1959. Ekki ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur, og það vegna skattahækkunar. Sú geðshræring sem virðist hafa gripið um sig á stjórnarheimilinu vegna þinglokasamninga hefur leitt til vægast sagt vanstilltra ummæla ráðherra og annarra stjórnarliða, sem eru hver öðru skaðlegri. Stríðs(ráð)herrar ríkisstjórnarinnar Forsætisráðherra reið á vaðið í ræðustól Alþingis í gær, með þjóðernisstoltið að vopni, og hét því að „verja lýðveldið Ísland“. Fylgdi utanríkisráðherra ummælunum eftir í viðtali við Vísi og sagði „það er orrusta um Ísland“, hvorki meira né minna. Hinn almenni borgari hefur ef til vill haldið að þjóðaröryggi væri í húfi og innrásarher við það að sigla inn um Reykjavíkurhöfn, slík er orðræðan. Ekki léttist svo á mönnum brúnin þegar mennta- og barnamálaráðherra steig upp í pontu þingsins og fullyrti að kvöldið áður hefði verið framið valdarán! Félags- og húsnæðismálaráðherra virðist telja ráðlegt að stilla minnihlutanum upp við húsvegg losa sig við hann, enda sé hann fyrir. Óhefluð og ærumeiðandi ummæli ráðherra ríkisstjórnarinnar eru ekki til þess fallnar að leysa þann hnút sem komin er á störf Alþingis. Hvað var til umræðu? Hvaða hryllingur skeði? Umræða um veigamikla skattahækkun er allt sem var! Allt tal um valdarán gekk út á umræðu um skattahækkun á fólk og fyrirtæki í sjávarútvegi. Nú þarf almenningur að spyrja sig: Er eðlilegt að beita kjarnorkuákvæði þingskapalaga, 71. greininni, vegna skattahækkana? Ef svo er, hvað næst? Hvert erum við komin? Hversu lágur er þröskuldurinn sem þarf að fara yfir til að stoppa málfrelsi manna? Er skattahækkun á undirstöðuatvinnuveg það eina sem þarf til? Alþingi er málstofa þar sem málmamiðlanir hafa ráðið ríkjum, hingað til og á að gera áfram. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ávallt reynt til hins ítrasta að leiða málin í jörðu eða þá þeim frestað til að ná eins mikilli sátt og mögulegt er. Nýlegt dæmi eru lögum um útlendinga sem var frestað fjórum sinnum til þess að unnt væri að ná sátt við minnihlutann á Alþingi. Undirliggjandi er skýr vilji forsætisráðherra; hennar leið og enginn önnur kemur til greina. Það er ekki þroskað lýðræði að 50,4% ráði 100%. Hollt er fyrir alla að muna að meirihlutinn heldur ekki að eilífu, eða eins og núverandi forseti Alþingis kost vel að orði árið 2006: “Vegna þess sem sagt var um málgleði stjórnarandstöðuþingmanna er, held ég, hollt fyrir alla hér að hafa í huga að stjórnarliðar verða ekki alltaf stjórnarliðar og stjórnarandstöðuþingmenn verða ekki alltaf stjórnarandstöðuþingmenn. Hv. þingmenn verða að hafa þá yfirsýn að geta hugsað málið án tillits bara til sín eða síns flokks, heldur til starfa þingsins í heild.” Forsætisráðherra segir að tilgangurinn helgi meðalið. Þetta er ekki lýðræði, þetta er gerræði. Ég bið fólk um að gefa orðræðunni gaum. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi Suður.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun