„Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 15. júlí 2025 07:01 Aron Can ræddi við blaðamann um lífsstílin, heilsuna, nýja vegferð, fyrstu skrefin í frægðinni og margt fleira. Vísir/Lýður Valberg „Ég er sextán ára þegar allt fer algjörlega á flug. Mér leið eins og ég væri tilbúinn því ég var búinn að vera svo lengi að undirbúa þetta,“ segir sjarmatröllið, rapparinn og nú íþróttamaðurinn Aron Can. Það eru liðin níu ár frá því að ungur og efnilegur rappari skaust upp á stjörnuhimininn og líf hans átti eftir að gjörbreytast. Aron Can er fæddur árið 1999 og hefur í fjölda ára verið með stærstu stjörnum landsins. Hann hefur gefið út marga smelli og má þar nefna Enginn mórall, Þekkir stráginn, Flýg upp og Aldrei heim. Þá hefur hann mætt á skjáinn á mörgum heimilum þar sem hann leikur brenglaðri útgáfu af sjálfum sér í hinum gríðarlega vinsælu þáttum IceGuys. View this post on Instagram A post shared by Aron Can Gultekin (@aroncang) Aron Can fer alla leið með hlutina og hefur alltaf leyft sér að hugsa stórt. Fyrir nokkrum árum tók hann meiriháttar lífsstílsbreytingum og hreyfing og heilsa varð að risastórum part af hans lífi. Nýverið gaf hann út eigið steinefni undir heitinu R8iant sem unnið er úr íslensku salti og er afurð mikillar vinnu hjá Aroni síðastliðin ár. Blaðamaður ræddi við Aron um lífið, listina, nýja verkefnið, hæðir og lægðir. Inni á klósetti að semja texta „Ég var alltaf með þetta hugarfar að ég væri að fara alla leið með drauminn og þetta myndi ganga upp. Þetta var aldrei spurning um að reyna heldur vissi ég bara ég er geggjaður í þessu og ég veit að ég er að fara að gera þetta. Maður vill ekki hljóma eitthvað sjálfumglaður en ég hafði bara svo mikla trú á því sem ég var að gera,“ segir Aron brosandi og bætir við: „Ég var líka búin að vera að leggja inn vinnuna og stöðugt bæta mig frá því ég var tíu ára gamall. Frá því ég var kornungur nýtti ég líka hvert tækifæri til að gríma í míkrófóninn og taka lög.“ Aron Can byrjaði tíu ára gamall að skrifa texta og stefndi langt frá ungum aldri.Vísir/Lýður Valberg Aron ólst upp í Grafarvoginum og lagði stund á nám við Korpuskóla. „Þegar ég átti að vera í tíma var ég stundum inni á klósetti að skrifa texta í einhverju flæði. Ég byrjaði svo ótrúlega snemma að skrifa og kafa inn í tónlistina. Ég held að þetta hafi líka komið mikið til frá foreldrum mínum. Mamma hlustaði á alls konar tónlist sem ég hlustaði með henni á, til dæmis Guns n Roses, Led Zeppelin og fleira. Svo er pabbi frá Tyrklandi og tónlist sem hann kynnti fyrir mig var ótrúlega mótandi. Í fyrsta skipti sem ég heyrði rapp þá var það tyrkneskt rapp og við hlustuðum rosalega mikið á tyrkneska tónlist. Melódíurnar í lögunum mínum eru held ég mikið til komnar frá tyrknesku rótunum mínum frekar en þeim íslensku.“ Hélt alltaf ótrauður áfram Á unglingsárunum fór Aron sömuleiðis að gefa út alls kyns lög sem hann eyddi stundum af streymisveitum því honum fannst þau ekki nógu góð. „Það var svo lærdómsríkt að byrja bara að senda lög frá mér fjórtán ára og ég var svo snemma farinn að opinbera það sem ég var að gera. Krakkar á mínum aldri vissu margir að ég væri farinn að gefa tónlist og ég tók þessu líka ekkert of alvarlega, ég bara leyfði þessu að flæða.“ Lagið sem kom Aroni á kortið er Enginn mórall og er á plötunni Þekkir stráginn sem kom út í maí 2016, þegar Aron var sextán ára gamall. „Mér fannst þetta bara tryllt lag og ákvað að við yrðum að gera tónlistarmyndband sem kom svo út tveimur dögum seinna. Þetta rúllaði bara og maður var ekkert að hika. Ég lifi enn eftir þessum gildum, ef mig langar að gera eitthvað þá geri ég það og er ekki að ofhugsa. Það er svo auðvelt að leyfa hausnum að stoppa sig af og árin líða en ekkert gerist. Það verður svo oft eitthvað skemmtilegt til þegar maður kýlir á það og bara gerir hlutina. Ég held líka að maður geri meira af þessu þegar maður er yngri og er minna að pæla í hlutunum, það er alveg verðmætt að halda í smá barnlega hvatvísi til að láta hlutina gerast.“ Ýktar sögur af rugli Samhliða því að verða mjög þekktur á stuttum tíma var Aron sömuleiðis gjarnan á milli tannanna á fólki þar sem ýmsar sögur spruttu upp. „Það var alveg skrýtið og fólk var stundum mjög ákveðið í því að ég væri í einhverri neyslu. Á ákveðnum tímapunkti var ég alveg kominn í létt rugl en mér finnst enn í dag ef ég ræði þetta að fólk vilji ýkja það rosalega. Ég var aldrei í einhverju margra mánaða bulli eða neyslu. Ég var sextán ára kominn inn í einhvern bransa og lífið varð aðeins of spennandi um tíma. Það var svo skrýtið að tveimur mánuðum áður en ég gaf út plötuna var ég að reyna að komast inn á Prikið og það var ekki séns. Svo allt í einu fer ég fram fyrir röð á öllum klúbbum og fæ flöskuborð hér og þar og ég veit ekki hvað. Ég dýrkaði það og fannst það auðvitað geðveikt spennandi.“ Baklandið skipti sköpum Aron tók eitt sumar þar sem hann segist hafa farið geyst í djammið og svo fjaraði það út. „Ég vildi taka alla þessa upplifun inn og gefa skít í annað, hafa gaman og skemmta mér. Ég var aldrei í grimmri neyslu, ég átti minn tíma þar sem ég var í ákveðnum partýjum sem ég átti ekki að vera í og það hefði 100 prósent getað endað illa. Baklandið mitt kemur þar líka sterkt inn. Ég á svo ótrúlega gott fólk í kringum mig, foreldrar mínir og vinir. Ég hef alltaf getað leitað í aðra vinahópa og það er svo verðmætt að eiga gamla og trausta vini sem geta líka sagt manni hlutina eins og þeir eru. Sumir af þessum strákum sem maður djammaði með áttu engan svoleiðis kjarna.“ Frægðinni fylgja ýmsar hliðar og segir Aron líka erfitt að heyra út undan sér sögur sem eiga sér ekki stoð í raunveruleikanum. „Það er alltaf svolítið steikt að heyra að maður hafi átt að vera að gera eitthvað sem gerðist aldrei. Það stakk sérstaklega þegar mamma var farin að heyra mikið af bulli. Það var til dæmis einhver saga um að ég væri farinn að selja eiturlyf í hverfinu mínu sem er algjör lygi. En ég náði sem betur fer að halda haus í gegnum þetta allt sem var vissulega á tímum dálítið erfitt. Ég þekki samt alltaf minn sannleika og fólkið sem mér þykir vænt um og þykir vænt um mig vissi líka betur og stóð með mér.“ Fann alltaf að hún væri ástin hans Ástin í lífi Arons heitir Erna María Björnsdóttir, starfar sem flugfreyja og hafa þau verið saman í tæp níu ár. Hjúin eiga soninn Theo Can sem er rúmlega tveggja ára gamal. „Erna hefur alltaf verið kletturinn minn og við höfum farið í gegnum margt saman. Sérstaklega fyrsta sumarið eftir að allt springur út hjá mér. Ég var sko alls ekkert auðveldur en hún stóð við hliðina á mér allan tímann. Hún segir meira að segja í dag bara: Ég skil ekki hvað var að mér,“ segir Aron og hlær. View this post on Instagram A post shared by Aron Can Gultekin (@aroncang) „En ég fann alltaf að mig langaði svo mikið að vera með henni. Það var bara smá erfitt að skilja það þegar það var mikið í gangi, maður svo ungur og mér leið eins og það væri verið að toga mig í allar áttir. Um leið og ég næ aðeins að lenda, átta mig á hlutunum og hugsa hvernig mig langar að gera þetta, hvaða leið ég vil fara í þessu lífi, þá sá ég svo skýrt að ég vildi eyða ævinni með henni.“ Vildi aðskilja tónlistina frá lífsstílnum Aron man sérstaklega eftir ákveðnu kvöldi sem markaði vatnaskil. „Þá var ég búinn að vera í einhverju smá partýstandi og bað Ernu að sækja mig en hún sagði bara nei og bæ. Ég var óþolandi og náði að væla aðeins þannig að hún endar á því að koma að sækja mig. Þegar við erum komin heim til mín finn ég bara að ég get ekki meira bull og segi henni bara: „Þetta rugl er búið, ég ætla að standa mig og mig langar ekki að klúðra þessu.“ Ég vissi líka að ég væri ekki þessi gæi sem kæmi illa fram eða særði. Ég vil bara lifa lífinu sem góður gaur. Þarna er ég sautján ára og hef ekki snúið við frá þessu,“ segir Aron og brosir. View this post on Instagram A post shared by Aron Can Gultekin (@aroncang) Það gerðist margt á þessum nokkru mjög svo mótandi mánuðum í lífi Arons og fullorðnaðist hann ansi fljótt. „Um tíma fór ég á létt menntaskólaballs bann því ég var alltaf að mæta með þvílíkan fjölda af gæjum með mér á böll og það varð eitthvað vesen. Svo fattaði ég fljótt bara ég nenni þessu ekki. Þetta vinnur ekki með mér. Tónlistin er sitt eigið dæmi og svo er það hvernig ég lifi mínu lífi aðskilið. Ég þarf ekki að lifa ákveðnum fyrirfram gefnum rapplífstíl þótt ég sé rappari. Ég er ekki tónlist, ég er ég sem manneskja og tónlistin er það sem ég bý til, sendi frá mér og vona að fólk geti tengt við.“ Vakti allar nætur þangað til hann fór að vakna fyrir sex Síðastliðin sex ár hefur Aron verið á eftirtektarverðri heilsuvegferð sem fer ekki fram hjá neinum sem sér hann. „Þetta byrjaði í raun út frá því að Lexi góðvinur minn var alltaf að æfa svo snemma og ég ákvað að prófa með honum. Rétt fyrir Covid byrja ég í ræktinni og fer fljótt yfir í crossfit, sem ég verð svo strax háður. Svo bara hægt og rólega finn ég mig verða meiri og meiri íþróttamann. Ég var kominn í form, fór að huga að mataræðinu, vakna snemma, sofa snemma, allt þetta verður svo rosalega stór partur af lífinu mínu. Sem er alveg vel fyndið því áður fyrr var ég vakandi alla nóttina og var að vakna kannski um tvö á daginn. Morgnarnir urðu líka algjörar gæðastundir fyrir sjálfan mig. Vakna eldsnemma, fæ mér kaffi, fer á æfingu og er svo bara búinn klukkan sjö um morgun að æfa.“ View this post on Instagram A post shared by Aron Can Gultekin (@aroncang) Jafn mikið tónlistarmaður og íþróttamaður Hann segir íþróttamanninn innra með sér stöðugt vera að springa meira út. „Í dag lít ég á mig sem jafn mikinn íþróttamann og tónlistarmann, ég er heilshugar í þessu. Með tímanum hef ég líka farið að bæta alls konar við, fer að búa til eigið æfingarprógram og matarprógram út frá því hvað mér finnst virka best fyrir mig. Undanfarið hef ég líka farið rosalega mikið yfir í hlaupin og tekið þátt í ýmsu hérlendis og erlendis. Ég fór sem dæmi í maraþonið í Los Angeles sem var algjörlega gjörsamlega sturlað og ég gæti ekki mælt meira með því.“ View this post on Instagram A post shared by Aron Can Gultekin (@aroncang) Aron var þarna í 26 þúsund manna hópi sem hljóp heilt maraþon um borgina. „Peppið og þessi fjöldi fólks er algjörlega sturluð upplifun. Mér leið líka vel allan tímann á meðan að hlaupinu stóð. Ég var ótrúlega vel undirbúinn en svo kemur líka eitthvað yfir mann á svona viðburði, mættur í allan þennan fjölda í nýja borg. Það gekk allt furðuvel og ég lenti ekki á neinum vegg í gegnum allt hlaupið.“ Hann fann þó að sjálfsögðu fyrir gríðarlegri þreytu eftir hlaupið. „Það er svo fyndið að í svona tvo daga á eftir hugsaði ég: „Ég geri þetta aldrei aftur“. Svo kem ég heim og fer strax að pæla í því hvaða hlaup ég ætla að skrá mig í næst,“ segir Aron og hlær. Mættur einn á heilsuráðstefnu í Las Vegas Út frá þessari ástríðu Arons í garð heilsu og hreyfingar fæddist nýjasta fyrirtæki og vörumerki hans R8iant. „Í gegnum hreyfinguna hef ég verið að pæla mikið í mataræðinu og hvað ég er að setja ofan í mig og sömuleiðis tek ég alltaf sölt og steinefni sem ég vil að séu hrein. Ég var alltaf að kaupa eitthvað erlendis og senda á kærustuna mína sem er flugfreyja en fann aldrei neitt sem hentaði mér hér heima sem var sykurlaust og ekki í einhverjum neon lit. Mér fannst 100 prósent pláss á markaðnum fyrir hreina steinefnavöru og fer í málið, enda er ég ekki þekktur fyrir neitt hálfkák. Svona tveimur mánuðum eftir að ég fæ þessa hugmynd er ég mættur á heilsuráðstefnu í Los Vegas,“ segir Aron hlæjandi. View this post on Instagram A post shared by Aron Can Gultekin (@aroncang) Hann bætir við: „Ég var þar einn og fólk í kringum mig var einmitt bara jæja, hvaða mission ertu mættur í núna. Ég sagði við fólk að ég væri líka að fara í stúdíóferð því mér fannst eitthvað þægilegt að fela mig á bak við það. En ég fór samanlagt í svona fjörutíu mínútur í stúdíóið og var auðvitað bara þarna fyrir söltin.“ Tvö skref áfram og nokkur aftur á bak Aron var þarna mættur til Las Vegas og vissi lítið annað en að hann langaði að búa til ákveðna hreina og góða vöru. „Ég vissi að mig langaði að nota íslenskt salt, það er auðvitað algjör gæðavara, en var ekki einu sinni búinn að heyra í Saltverk þarna. Ég kem heim með örugglega 200 kort frá mismunandi fyrirtækjum. Mér leist sjúklega vel á einn byrgja frá Texas sem ég hafði spjallað lengi við úti og við ákveðum að taka fund. Svo var þetta allt alveg rosalegt ferli, heilmikið af samtölum, fundum ákvörðunum og skrefum. Maður tók tvö skref áfram og svo nokkur aftur á bak en að lokum hafðist þetta eftir gríðarlega vinnu og þvílíkan lærdóm. Núna er þetta komið í sölu í allar Krónubúðir og ég trúi ekki að þetta sé orðið að veruleika. Mér fannst líka svo mikilvægt að búa til vöru sem allir geta nýtt sér sem er til dæmis ekki stútfull af vítamínum sem okkur vantar kannski ekki. Þetta er vara sem hentar svo mörgum og passar vel við svo ótrúlega mikið af hreyfingu og bara í daglegu lífi. Ég er svo stoltur af útkomunni, R8iant er hreint, náttúrulegt, gott og bragðmikið en ég mæli með að blanda nóg af vatni við.“ View this post on Instagram A post shared by R8IANT (@r8iant) Ekkert verðmætara en föðurhlutverkið Samhliða tónlistinni og íþróttunum sinnir Aron öðru mikilvægu hlutverki en hann og Erna eiga auðvitað saman strákinn Theo. Aron segir að föðurhlutverkið setji lífið í allt annað samhengi. „Guð minn góður ég get ekki komið því í orð hversu mikið breytist. Maður lítur öðrum augum á lífið. Í gegnum tíðina hefur mér svo oft liðið eins og ég verði að vera að gera milljón hluti og ég er mjög gjarnan með alltof marga bolta á lofti. En þetta hlutverk jarðtengir mann algjörlega.“ Aron segist stöðugt læra af syni sínum. View this post on Instagram A post shared by Aron Can Gultekin (@aroncang) „Þegar ég er með honum þá er ekkert sem ég þarf að vera að gera annað en að vera pabbi hans. Við fórum litla fjölskyldan saman til Taílands í mánuð og það var líka ótrúlega heilandi, þá áttaði ég mig á því hvað það er margt óþarfi sem maður er alltaf að eltast við að gera. Allar þessar tilfinningar sem hafa í gegnum tíðina tekið aðeins yfir, eins og að þurfa að gera eitthvað risastórt til þess að líða vel eða áorka einhverju svakalegu til að verða glaður, þær hægt og rólega fjara út. Það að borða morgunmat með syni mínum og konunni minni heima, það eru verðmætustu stundirnar sem skipta lang mestu málu. Hversdagsleikinn er svo dásamlegur og það er best í heimi að vera pabbi.“ View this post on Instagram A post shared by Aron Can Gultekin (@aroncang) Setur tónlistina í smá pásu Aron á í góðu sambandi við sjálfan sig í dag og leggur sig fram við að vera sannur sjálfum sér. „Mér finnst ég fyrst núna leyfa mér að hella mér algjörlega yfir í það að vera íþróttamaður. Ég er búinn að jöggla tónlistinni og þessu svo lengi en núna finn ég að ég get aðeins leyft mér að setja tónlistina á smá pásu og setja alla mína orku í þetta þótt það hafi verið smá erfitt að gangast við því. Ef ég væri að vinna að plötu núna þá gæti ég gert hvorugt af heilum hug. Hausinn á mér er 100 prósent í þessu og svo mikil ástríða.“ Að sama skapi vill Aron impra á því að þetta sé ekki eitthvað sem hann hafi farið út í fyrir flipp eða auðveldan gróða. „Mér finnst svo mikilvægt að fólk viti hversu mikil vinna og ástríða frá mér er á bak við þetta. Það væri svo auðvelt fyrir mig að koma fram á bak við eitthvað merki og segja: „Ég er Aron Can, þetta eru æði sölt og steinefni sem ég keypti að utan og er að selja til að græða smá pening.“ Þetta er svo langt frá því, þetta er algjört ástríðuverkefni sem ég hef unnið hörðum höndum að í tvö ár. Ég er líka með algjörlega frábært fólk á bak við mig, Sigurður Pétur og Anton Darri sjá um allt markaðsefnið og grafíkina, Erna er búin að hjálpa mér sjúklega mikið og vinir mínir standa þétt á bak við mig. Þetta er ekki ég að henda nafninu minu á eitthvað eða vera andlit einhvers. Frá grunni er þetta búið að vera eitthvað sem ég finn að ég verð að gera og lífið mitt og lífsstíll varð kveikjan að.“ Aðlagi rokkstjörnulífsstílinn að eigin lífi Heilbrigt líferni virðist sannarlega komið til að vera hjá Aroni Can. „Þetta hefur svo ótrúlega jákvæð áhrif á lífið. Mér finnst líka bara gott að vekja athygli á mikilvægi þess að hugsa aðeins betur um heilsuna þína. Það er svo auðvelt að hugsa að það sé alltaf of mikið að gera en það er alltaf hægt að finna allavega smá tíma fyrir hreyfingu. Ég er alveg vel ýktur og fæ rosalega mikið út úr því að setja mér svakaleg markmið og stefna lengra og lengra, hlaupa hraðar, lyfta þyngra. Ég fæ rosalega ánægju úr því að ögra mér og ég hef alltaf trú á því að ég geti þetta, trú á eigin getu verður að vera með í þessu og ég sé mig ljóslifandi fyrir mér ná markmiðunum. Sömuleiðis stefni ég mikið lengra með R8iant og er strax farinn að huga að næstu vörum. Mig langar að geta verið hvatning fyrir ungt fólk og hugsa líka til mín þegar ég var sextán ára og hélt að ég þyrfti að fylgja einhverjum ákveðnum lífsstíl til að passa inn í ákveðinn hóp. Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl, getur algjörlega sniðið hann að sjálfum þér og hann er ekki eitthvað eitt.“ View this post on Instagram A post shared by Aron Can Gultekin (@aroncang) Er ekki lygasjúkur Hann ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur og elskar fátt meira en góða áskorun. „Eins og til dæmis þegar ég fékk boð um að leika í IceGuys þá fann ég að mér fannst það smá óþægilegt og þess þá heldur vildi ég kýla á það. Það hefur svo þróast í alveg fáránlega skemmtilegar áttir, þvílíkt gaman að fá að gera þetta með strákum sem eru í dag orðnir góðir vinir mínir og teymið náttúrulega alveg geggjað. Ég heyri reyndar óþægilega oft útundan mér að krakkar haldi að ég sé lygasjúkur eins og karakterinn minn í seríunum.“ Aron var valin sjónvarpsstjarna ársins á Sögum - verðlaunahátíð barnanna fyrir stuttu og nýtti tækifærið til að leiðrétta þetta. „Ég tók alveg skýrt fram í þakkarræðunni: Krakkar, svo er ég ekki lygasjúkur í alvörunni,“ segir Aron hlæjandi og bætir að lokum við: „En maður kemst seint yfir þessi stórkostlegu forréttindi að fá að gera það sem maður elskar og fylgja ástríðu sinni í gegn í þessum fjölbreyttu verkefnum. Núna er það fulla ferð áfram með R8iant.“ Tónlist Heilsa Hlaup Íslendingar erlendis Menning Ástin og lífið Mest lesið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar Lífið Sögulegt sveitaball í hundrað ár Lífið Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Fleiri fréttir „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Sjá meira
Aron Can er fæddur árið 1999 og hefur í fjölda ára verið með stærstu stjörnum landsins. Hann hefur gefið út marga smelli og má þar nefna Enginn mórall, Þekkir stráginn, Flýg upp og Aldrei heim. Þá hefur hann mætt á skjáinn á mörgum heimilum þar sem hann leikur brenglaðri útgáfu af sjálfum sér í hinum gríðarlega vinsælu þáttum IceGuys. View this post on Instagram A post shared by Aron Can Gultekin (@aroncang) Aron Can fer alla leið með hlutina og hefur alltaf leyft sér að hugsa stórt. Fyrir nokkrum árum tók hann meiriháttar lífsstílsbreytingum og hreyfing og heilsa varð að risastórum part af hans lífi. Nýverið gaf hann út eigið steinefni undir heitinu R8iant sem unnið er úr íslensku salti og er afurð mikillar vinnu hjá Aroni síðastliðin ár. Blaðamaður ræddi við Aron um lífið, listina, nýja verkefnið, hæðir og lægðir. Inni á klósetti að semja texta „Ég var alltaf með þetta hugarfar að ég væri að fara alla leið með drauminn og þetta myndi ganga upp. Þetta var aldrei spurning um að reyna heldur vissi ég bara ég er geggjaður í þessu og ég veit að ég er að fara að gera þetta. Maður vill ekki hljóma eitthvað sjálfumglaður en ég hafði bara svo mikla trú á því sem ég var að gera,“ segir Aron brosandi og bætir við: „Ég var líka búin að vera að leggja inn vinnuna og stöðugt bæta mig frá því ég var tíu ára gamall. Frá því ég var kornungur nýtti ég líka hvert tækifæri til að gríma í míkrófóninn og taka lög.“ Aron Can byrjaði tíu ára gamall að skrifa texta og stefndi langt frá ungum aldri.Vísir/Lýður Valberg Aron ólst upp í Grafarvoginum og lagði stund á nám við Korpuskóla. „Þegar ég átti að vera í tíma var ég stundum inni á klósetti að skrifa texta í einhverju flæði. Ég byrjaði svo ótrúlega snemma að skrifa og kafa inn í tónlistina. Ég held að þetta hafi líka komið mikið til frá foreldrum mínum. Mamma hlustaði á alls konar tónlist sem ég hlustaði með henni á, til dæmis Guns n Roses, Led Zeppelin og fleira. Svo er pabbi frá Tyrklandi og tónlist sem hann kynnti fyrir mig var ótrúlega mótandi. Í fyrsta skipti sem ég heyrði rapp þá var það tyrkneskt rapp og við hlustuðum rosalega mikið á tyrkneska tónlist. Melódíurnar í lögunum mínum eru held ég mikið til komnar frá tyrknesku rótunum mínum frekar en þeim íslensku.“ Hélt alltaf ótrauður áfram Á unglingsárunum fór Aron sömuleiðis að gefa út alls kyns lög sem hann eyddi stundum af streymisveitum því honum fannst þau ekki nógu góð. „Það var svo lærdómsríkt að byrja bara að senda lög frá mér fjórtán ára og ég var svo snemma farinn að opinbera það sem ég var að gera. Krakkar á mínum aldri vissu margir að ég væri farinn að gefa tónlist og ég tók þessu líka ekkert of alvarlega, ég bara leyfði þessu að flæða.“ Lagið sem kom Aroni á kortið er Enginn mórall og er á plötunni Þekkir stráginn sem kom út í maí 2016, þegar Aron var sextán ára gamall. „Mér fannst þetta bara tryllt lag og ákvað að við yrðum að gera tónlistarmyndband sem kom svo út tveimur dögum seinna. Þetta rúllaði bara og maður var ekkert að hika. Ég lifi enn eftir þessum gildum, ef mig langar að gera eitthvað þá geri ég það og er ekki að ofhugsa. Það er svo auðvelt að leyfa hausnum að stoppa sig af og árin líða en ekkert gerist. Það verður svo oft eitthvað skemmtilegt til þegar maður kýlir á það og bara gerir hlutina. Ég held líka að maður geri meira af þessu þegar maður er yngri og er minna að pæla í hlutunum, það er alveg verðmætt að halda í smá barnlega hvatvísi til að láta hlutina gerast.“ Ýktar sögur af rugli Samhliða því að verða mjög þekktur á stuttum tíma var Aron sömuleiðis gjarnan á milli tannanna á fólki þar sem ýmsar sögur spruttu upp. „Það var alveg skrýtið og fólk var stundum mjög ákveðið í því að ég væri í einhverri neyslu. Á ákveðnum tímapunkti var ég alveg kominn í létt rugl en mér finnst enn í dag ef ég ræði þetta að fólk vilji ýkja það rosalega. Ég var aldrei í einhverju margra mánaða bulli eða neyslu. Ég var sextán ára kominn inn í einhvern bransa og lífið varð aðeins of spennandi um tíma. Það var svo skrýtið að tveimur mánuðum áður en ég gaf út plötuna var ég að reyna að komast inn á Prikið og það var ekki séns. Svo allt í einu fer ég fram fyrir röð á öllum klúbbum og fæ flöskuborð hér og þar og ég veit ekki hvað. Ég dýrkaði það og fannst það auðvitað geðveikt spennandi.“ Baklandið skipti sköpum Aron tók eitt sumar þar sem hann segist hafa farið geyst í djammið og svo fjaraði það út. „Ég vildi taka alla þessa upplifun inn og gefa skít í annað, hafa gaman og skemmta mér. Ég var aldrei í grimmri neyslu, ég átti minn tíma þar sem ég var í ákveðnum partýjum sem ég átti ekki að vera í og það hefði 100 prósent getað endað illa. Baklandið mitt kemur þar líka sterkt inn. Ég á svo ótrúlega gott fólk í kringum mig, foreldrar mínir og vinir. Ég hef alltaf getað leitað í aðra vinahópa og það er svo verðmætt að eiga gamla og trausta vini sem geta líka sagt manni hlutina eins og þeir eru. Sumir af þessum strákum sem maður djammaði með áttu engan svoleiðis kjarna.“ Frægðinni fylgja ýmsar hliðar og segir Aron líka erfitt að heyra út undan sér sögur sem eiga sér ekki stoð í raunveruleikanum. „Það er alltaf svolítið steikt að heyra að maður hafi átt að vera að gera eitthvað sem gerðist aldrei. Það stakk sérstaklega þegar mamma var farin að heyra mikið af bulli. Það var til dæmis einhver saga um að ég væri farinn að selja eiturlyf í hverfinu mínu sem er algjör lygi. En ég náði sem betur fer að halda haus í gegnum þetta allt sem var vissulega á tímum dálítið erfitt. Ég þekki samt alltaf minn sannleika og fólkið sem mér þykir vænt um og þykir vænt um mig vissi líka betur og stóð með mér.“ Fann alltaf að hún væri ástin hans Ástin í lífi Arons heitir Erna María Björnsdóttir, starfar sem flugfreyja og hafa þau verið saman í tæp níu ár. Hjúin eiga soninn Theo Can sem er rúmlega tveggja ára gamal. „Erna hefur alltaf verið kletturinn minn og við höfum farið í gegnum margt saman. Sérstaklega fyrsta sumarið eftir að allt springur út hjá mér. Ég var sko alls ekkert auðveldur en hún stóð við hliðina á mér allan tímann. Hún segir meira að segja í dag bara: Ég skil ekki hvað var að mér,“ segir Aron og hlær. View this post on Instagram A post shared by Aron Can Gultekin (@aroncang) „En ég fann alltaf að mig langaði svo mikið að vera með henni. Það var bara smá erfitt að skilja það þegar það var mikið í gangi, maður svo ungur og mér leið eins og það væri verið að toga mig í allar áttir. Um leið og ég næ aðeins að lenda, átta mig á hlutunum og hugsa hvernig mig langar að gera þetta, hvaða leið ég vil fara í þessu lífi, þá sá ég svo skýrt að ég vildi eyða ævinni með henni.“ Vildi aðskilja tónlistina frá lífsstílnum Aron man sérstaklega eftir ákveðnu kvöldi sem markaði vatnaskil. „Þá var ég búinn að vera í einhverju smá partýstandi og bað Ernu að sækja mig en hún sagði bara nei og bæ. Ég var óþolandi og náði að væla aðeins þannig að hún endar á því að koma að sækja mig. Þegar við erum komin heim til mín finn ég bara að ég get ekki meira bull og segi henni bara: „Þetta rugl er búið, ég ætla að standa mig og mig langar ekki að klúðra þessu.“ Ég vissi líka að ég væri ekki þessi gæi sem kæmi illa fram eða særði. Ég vil bara lifa lífinu sem góður gaur. Þarna er ég sautján ára og hef ekki snúið við frá þessu,“ segir Aron og brosir. View this post on Instagram A post shared by Aron Can Gultekin (@aroncang) Það gerðist margt á þessum nokkru mjög svo mótandi mánuðum í lífi Arons og fullorðnaðist hann ansi fljótt. „Um tíma fór ég á létt menntaskólaballs bann því ég var alltaf að mæta með þvílíkan fjölda af gæjum með mér á böll og það varð eitthvað vesen. Svo fattaði ég fljótt bara ég nenni þessu ekki. Þetta vinnur ekki með mér. Tónlistin er sitt eigið dæmi og svo er það hvernig ég lifi mínu lífi aðskilið. Ég þarf ekki að lifa ákveðnum fyrirfram gefnum rapplífstíl þótt ég sé rappari. Ég er ekki tónlist, ég er ég sem manneskja og tónlistin er það sem ég bý til, sendi frá mér og vona að fólk geti tengt við.“ Vakti allar nætur þangað til hann fór að vakna fyrir sex Síðastliðin sex ár hefur Aron verið á eftirtektarverðri heilsuvegferð sem fer ekki fram hjá neinum sem sér hann. „Þetta byrjaði í raun út frá því að Lexi góðvinur minn var alltaf að æfa svo snemma og ég ákvað að prófa með honum. Rétt fyrir Covid byrja ég í ræktinni og fer fljótt yfir í crossfit, sem ég verð svo strax háður. Svo bara hægt og rólega finn ég mig verða meiri og meiri íþróttamann. Ég var kominn í form, fór að huga að mataræðinu, vakna snemma, sofa snemma, allt þetta verður svo rosalega stór partur af lífinu mínu. Sem er alveg vel fyndið því áður fyrr var ég vakandi alla nóttina og var að vakna kannski um tvö á daginn. Morgnarnir urðu líka algjörar gæðastundir fyrir sjálfan mig. Vakna eldsnemma, fæ mér kaffi, fer á æfingu og er svo bara búinn klukkan sjö um morgun að æfa.“ View this post on Instagram A post shared by Aron Can Gultekin (@aroncang) Jafn mikið tónlistarmaður og íþróttamaður Hann segir íþróttamanninn innra með sér stöðugt vera að springa meira út. „Í dag lít ég á mig sem jafn mikinn íþróttamann og tónlistarmann, ég er heilshugar í þessu. Með tímanum hef ég líka farið að bæta alls konar við, fer að búa til eigið æfingarprógram og matarprógram út frá því hvað mér finnst virka best fyrir mig. Undanfarið hef ég líka farið rosalega mikið yfir í hlaupin og tekið þátt í ýmsu hérlendis og erlendis. Ég fór sem dæmi í maraþonið í Los Angeles sem var algjörlega gjörsamlega sturlað og ég gæti ekki mælt meira með því.“ View this post on Instagram A post shared by Aron Can Gultekin (@aroncang) Aron var þarna í 26 þúsund manna hópi sem hljóp heilt maraþon um borgina. „Peppið og þessi fjöldi fólks er algjörlega sturluð upplifun. Mér leið líka vel allan tímann á meðan að hlaupinu stóð. Ég var ótrúlega vel undirbúinn en svo kemur líka eitthvað yfir mann á svona viðburði, mættur í allan þennan fjölda í nýja borg. Það gekk allt furðuvel og ég lenti ekki á neinum vegg í gegnum allt hlaupið.“ Hann fann þó að sjálfsögðu fyrir gríðarlegri þreytu eftir hlaupið. „Það er svo fyndið að í svona tvo daga á eftir hugsaði ég: „Ég geri þetta aldrei aftur“. Svo kem ég heim og fer strax að pæla í því hvaða hlaup ég ætla að skrá mig í næst,“ segir Aron og hlær. Mættur einn á heilsuráðstefnu í Las Vegas Út frá þessari ástríðu Arons í garð heilsu og hreyfingar fæddist nýjasta fyrirtæki og vörumerki hans R8iant. „Í gegnum hreyfinguna hef ég verið að pæla mikið í mataræðinu og hvað ég er að setja ofan í mig og sömuleiðis tek ég alltaf sölt og steinefni sem ég vil að séu hrein. Ég var alltaf að kaupa eitthvað erlendis og senda á kærustuna mína sem er flugfreyja en fann aldrei neitt sem hentaði mér hér heima sem var sykurlaust og ekki í einhverjum neon lit. Mér fannst 100 prósent pláss á markaðnum fyrir hreina steinefnavöru og fer í málið, enda er ég ekki þekktur fyrir neitt hálfkák. Svona tveimur mánuðum eftir að ég fæ þessa hugmynd er ég mættur á heilsuráðstefnu í Los Vegas,“ segir Aron hlæjandi. View this post on Instagram A post shared by Aron Can Gultekin (@aroncang) Hann bætir við: „Ég var þar einn og fólk í kringum mig var einmitt bara jæja, hvaða mission ertu mættur í núna. Ég sagði við fólk að ég væri líka að fara í stúdíóferð því mér fannst eitthvað þægilegt að fela mig á bak við það. En ég fór samanlagt í svona fjörutíu mínútur í stúdíóið og var auðvitað bara þarna fyrir söltin.“ Tvö skref áfram og nokkur aftur á bak Aron var þarna mættur til Las Vegas og vissi lítið annað en að hann langaði að búa til ákveðna hreina og góða vöru. „Ég vissi að mig langaði að nota íslenskt salt, það er auðvitað algjör gæðavara, en var ekki einu sinni búinn að heyra í Saltverk þarna. Ég kem heim með örugglega 200 kort frá mismunandi fyrirtækjum. Mér leist sjúklega vel á einn byrgja frá Texas sem ég hafði spjallað lengi við úti og við ákveðum að taka fund. Svo var þetta allt alveg rosalegt ferli, heilmikið af samtölum, fundum ákvörðunum og skrefum. Maður tók tvö skref áfram og svo nokkur aftur á bak en að lokum hafðist þetta eftir gríðarlega vinnu og þvílíkan lærdóm. Núna er þetta komið í sölu í allar Krónubúðir og ég trúi ekki að þetta sé orðið að veruleika. Mér fannst líka svo mikilvægt að búa til vöru sem allir geta nýtt sér sem er til dæmis ekki stútfull af vítamínum sem okkur vantar kannski ekki. Þetta er vara sem hentar svo mörgum og passar vel við svo ótrúlega mikið af hreyfingu og bara í daglegu lífi. Ég er svo stoltur af útkomunni, R8iant er hreint, náttúrulegt, gott og bragðmikið en ég mæli með að blanda nóg af vatni við.“ View this post on Instagram A post shared by R8IANT (@r8iant) Ekkert verðmætara en föðurhlutverkið Samhliða tónlistinni og íþróttunum sinnir Aron öðru mikilvægu hlutverki en hann og Erna eiga auðvitað saman strákinn Theo. Aron segir að föðurhlutverkið setji lífið í allt annað samhengi. „Guð minn góður ég get ekki komið því í orð hversu mikið breytist. Maður lítur öðrum augum á lífið. Í gegnum tíðina hefur mér svo oft liðið eins og ég verði að vera að gera milljón hluti og ég er mjög gjarnan með alltof marga bolta á lofti. En þetta hlutverk jarðtengir mann algjörlega.“ Aron segist stöðugt læra af syni sínum. View this post on Instagram A post shared by Aron Can Gultekin (@aroncang) „Þegar ég er með honum þá er ekkert sem ég þarf að vera að gera annað en að vera pabbi hans. Við fórum litla fjölskyldan saman til Taílands í mánuð og það var líka ótrúlega heilandi, þá áttaði ég mig á því hvað það er margt óþarfi sem maður er alltaf að eltast við að gera. Allar þessar tilfinningar sem hafa í gegnum tíðina tekið aðeins yfir, eins og að þurfa að gera eitthvað risastórt til þess að líða vel eða áorka einhverju svakalegu til að verða glaður, þær hægt og rólega fjara út. Það að borða morgunmat með syni mínum og konunni minni heima, það eru verðmætustu stundirnar sem skipta lang mestu málu. Hversdagsleikinn er svo dásamlegur og það er best í heimi að vera pabbi.“ View this post on Instagram A post shared by Aron Can Gultekin (@aroncang) Setur tónlistina í smá pásu Aron á í góðu sambandi við sjálfan sig í dag og leggur sig fram við að vera sannur sjálfum sér. „Mér finnst ég fyrst núna leyfa mér að hella mér algjörlega yfir í það að vera íþróttamaður. Ég er búinn að jöggla tónlistinni og þessu svo lengi en núna finn ég að ég get aðeins leyft mér að setja tónlistina á smá pásu og setja alla mína orku í þetta þótt það hafi verið smá erfitt að gangast við því. Ef ég væri að vinna að plötu núna þá gæti ég gert hvorugt af heilum hug. Hausinn á mér er 100 prósent í þessu og svo mikil ástríða.“ Að sama skapi vill Aron impra á því að þetta sé ekki eitthvað sem hann hafi farið út í fyrir flipp eða auðveldan gróða. „Mér finnst svo mikilvægt að fólk viti hversu mikil vinna og ástríða frá mér er á bak við þetta. Það væri svo auðvelt fyrir mig að koma fram á bak við eitthvað merki og segja: „Ég er Aron Can, þetta eru æði sölt og steinefni sem ég keypti að utan og er að selja til að græða smá pening.“ Þetta er svo langt frá því, þetta er algjört ástríðuverkefni sem ég hef unnið hörðum höndum að í tvö ár. Ég er líka með algjörlega frábært fólk á bak við mig, Sigurður Pétur og Anton Darri sjá um allt markaðsefnið og grafíkina, Erna er búin að hjálpa mér sjúklega mikið og vinir mínir standa þétt á bak við mig. Þetta er ekki ég að henda nafninu minu á eitthvað eða vera andlit einhvers. Frá grunni er þetta búið að vera eitthvað sem ég finn að ég verð að gera og lífið mitt og lífsstíll varð kveikjan að.“ Aðlagi rokkstjörnulífsstílinn að eigin lífi Heilbrigt líferni virðist sannarlega komið til að vera hjá Aroni Can. „Þetta hefur svo ótrúlega jákvæð áhrif á lífið. Mér finnst líka bara gott að vekja athygli á mikilvægi þess að hugsa aðeins betur um heilsuna þína. Það er svo auðvelt að hugsa að það sé alltaf of mikið að gera en það er alltaf hægt að finna allavega smá tíma fyrir hreyfingu. Ég er alveg vel ýktur og fæ rosalega mikið út úr því að setja mér svakaleg markmið og stefna lengra og lengra, hlaupa hraðar, lyfta þyngra. Ég fæ rosalega ánægju úr því að ögra mér og ég hef alltaf trú á því að ég geti þetta, trú á eigin getu verður að vera með í þessu og ég sé mig ljóslifandi fyrir mér ná markmiðunum. Sömuleiðis stefni ég mikið lengra með R8iant og er strax farinn að huga að næstu vörum. Mig langar að geta verið hvatning fyrir ungt fólk og hugsa líka til mín þegar ég var sextán ára og hélt að ég þyrfti að fylgja einhverjum ákveðnum lífsstíl til að passa inn í ákveðinn hóp. Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl, getur algjörlega sniðið hann að sjálfum þér og hann er ekki eitthvað eitt.“ View this post on Instagram A post shared by Aron Can Gultekin (@aroncang) Er ekki lygasjúkur Hann ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur og elskar fátt meira en góða áskorun. „Eins og til dæmis þegar ég fékk boð um að leika í IceGuys þá fann ég að mér fannst það smá óþægilegt og þess þá heldur vildi ég kýla á það. Það hefur svo þróast í alveg fáránlega skemmtilegar áttir, þvílíkt gaman að fá að gera þetta með strákum sem eru í dag orðnir góðir vinir mínir og teymið náttúrulega alveg geggjað. Ég heyri reyndar óþægilega oft útundan mér að krakkar haldi að ég sé lygasjúkur eins og karakterinn minn í seríunum.“ Aron var valin sjónvarpsstjarna ársins á Sögum - verðlaunahátíð barnanna fyrir stuttu og nýtti tækifærið til að leiðrétta þetta. „Ég tók alveg skýrt fram í þakkarræðunni: Krakkar, svo er ég ekki lygasjúkur í alvörunni,“ segir Aron hlæjandi og bætir að lokum við: „En maður kemst seint yfir þessi stórkostlegu forréttindi að fá að gera það sem maður elskar og fylgja ástríðu sinni í gegn í þessum fjölbreyttu verkefnum. Núna er það fulla ferð áfram með R8iant.“
Tónlist Heilsa Hlaup Íslendingar erlendis Menning Ástin og lífið Mest lesið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar Lífið Sögulegt sveitaball í hundrað ár Lífið Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Fleiri fréttir „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Sjá meira