Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Jón Þór Stefánsson skrifar 8. júlí 2025 13:41 Efnin voru flutt með Norrænu til Seyðisfjarðar. Vísir/Jóhann K. Þrír karlmenn, á sextugs- og sjötugsaldri, hafa verið ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot með því að smygla rétt rúmum þremur kílóum af kókaíni til landsins frá Spáni í apríl á þessu ári. Þeim er gefið að sök að smygla efnunum, hvers styrkleiki hafi verið á bilinu 78 til 80 prósent, í þremur pottum frá Spáni til Íslands. Sakborningarnir þrír eru 62 ára gamall maður búsettur á Íslandi, 56 ára gamall ríkisborgari Dómeníska lýðveldisins og 66 ára spænskur ríkisborgari. Í ákæru, sem fréttastofa hefur undir höndum, segir að lögregla hafi fundið efnin við leit í bíl þann 13. apríl sem mennirnir voru að aka frá Reykjavík að gistihúsi á Akranesi. Fram kemur að mennirnir hafi ætlað að fjarlægja efnin úr pottunum og undirbúa söludreifinguna á þessu gistiheimili. Mennirnir eru sagðir hafa skipt með sér verkum. Spánverjinn er sagður hafa flutt efnin frá Spáni til Íslands með farþegaferjunni Norrrænu, en efnin munu hafa verið falin í pottunum sem voru ofan í ferðatösku. Hann hafi komið hingað til lands, til Seyðisfjarðar, þann 9. apríl og haldið ferð sinni áfram suður með langferðabílum. Hann hafi komið til Reykjavíkur 11. apríl, og dvalið á hóteli í Lágmúla þangað til hann var sóttur tveimur dögum síðar. Þann dag er hann sagður hafa fengið fimm þúsund evrur lagðar inn á bankareikning sinn. Mennirnir eru sagðir hafa ætlað að taka efnin úr pottunum á Akranesi.Vísir/Arnar Dóminíkinn hafi þar áður sett sig í samband við óþekktan mann á Spáni í því skyni að útvega fíkniefnin. Síðan hafi hann afhent Spánverjanum þau, þegar þeir voru á Spáni, þann 4. apríl, og gefið honum leiðbeiningar um ferðatilhögun, og lagt út fyrir ferðakostnaði. Þá hafi hann samið við óþekktan mann um greiðslur til þeirra fyrir að flytja efnin til Íslands. Dóminíkinn mun hafa komið hingað til lands með flugi frá Madríd aðfaranótt 13 apríl. Sá sem er búsettur á Íslandi mun hafa tekið á móti honum á Keflavíkurflugvelli og ekið honum að gistihúsinu á Akranesi. Síðar sama dag hafi Dóminíkinn og sá sem er búsettur á Íslandi sótt Spánverjann á hótelið í Reykjavík, og tekið með í leiðinni vog og smelluláspoka frá öðrum stað í Reykjavík. Samkvæmt ákæru hafði sá sem er búsettur hér á landi átt í samskiptum við óþekktan mann til að útvega þessi verkfæri. Jafnframt hafi hann tekið fimm þúsund evrur úr hraðbanka dagana á undan og afhent Dóminíkanum tvö þúsund evrur sem hluta af greiðslu hans fyrir innflutninginn. Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Héraðssaksóknari höfðar málið og krefst þess að ýmsir munir verði gerðir upptækir, líkt og fíkniefnin, vog, smelluláspokar, evrurnar sem mennirnir voru með, og símar þeirra þriggja. Lögreglumál Dómsmál Fíkniefnabrot Norræna Akranes Reykjavík Múlaþing Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fleiri fréttir Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Sjá meira
Sakborningarnir þrír eru 62 ára gamall maður búsettur á Íslandi, 56 ára gamall ríkisborgari Dómeníska lýðveldisins og 66 ára spænskur ríkisborgari. Í ákæru, sem fréttastofa hefur undir höndum, segir að lögregla hafi fundið efnin við leit í bíl þann 13. apríl sem mennirnir voru að aka frá Reykjavík að gistihúsi á Akranesi. Fram kemur að mennirnir hafi ætlað að fjarlægja efnin úr pottunum og undirbúa söludreifinguna á þessu gistiheimili. Mennirnir eru sagðir hafa skipt með sér verkum. Spánverjinn er sagður hafa flutt efnin frá Spáni til Íslands með farþegaferjunni Norrrænu, en efnin munu hafa verið falin í pottunum sem voru ofan í ferðatösku. Hann hafi komið hingað til lands, til Seyðisfjarðar, þann 9. apríl og haldið ferð sinni áfram suður með langferðabílum. Hann hafi komið til Reykjavíkur 11. apríl, og dvalið á hóteli í Lágmúla þangað til hann var sóttur tveimur dögum síðar. Þann dag er hann sagður hafa fengið fimm þúsund evrur lagðar inn á bankareikning sinn. Mennirnir eru sagðir hafa ætlað að taka efnin úr pottunum á Akranesi.Vísir/Arnar Dóminíkinn hafi þar áður sett sig í samband við óþekktan mann á Spáni í því skyni að útvega fíkniefnin. Síðan hafi hann afhent Spánverjanum þau, þegar þeir voru á Spáni, þann 4. apríl, og gefið honum leiðbeiningar um ferðatilhögun, og lagt út fyrir ferðakostnaði. Þá hafi hann samið við óþekktan mann um greiðslur til þeirra fyrir að flytja efnin til Íslands. Dóminíkinn mun hafa komið hingað til lands með flugi frá Madríd aðfaranótt 13 apríl. Sá sem er búsettur á Íslandi mun hafa tekið á móti honum á Keflavíkurflugvelli og ekið honum að gistihúsinu á Akranesi. Síðar sama dag hafi Dóminíkinn og sá sem er búsettur á Íslandi sótt Spánverjann á hótelið í Reykjavík, og tekið með í leiðinni vog og smelluláspoka frá öðrum stað í Reykjavík. Samkvæmt ákæru hafði sá sem er búsettur hér á landi átt í samskiptum við óþekktan mann til að útvega þessi verkfæri. Jafnframt hafi hann tekið fimm þúsund evrur úr hraðbanka dagana á undan og afhent Dóminíkanum tvö þúsund evrur sem hluta af greiðslu hans fyrir innflutninginn. Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Héraðssaksóknari höfðar málið og krefst þess að ýmsir munir verði gerðir upptækir, líkt og fíkniefnin, vog, smelluláspokar, evrurnar sem mennirnir voru með, og símar þeirra þriggja.
Lögreglumál Dómsmál Fíkniefnabrot Norræna Akranes Reykjavík Múlaþing Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fleiri fréttir Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Sjá meira
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent