Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar 8. júlí 2025 14:02 Fyrsti þingvetur ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur hefur verið skrautlegur, svo vægt sé til orða tekið. Ríkisstjórnin setti sér háleit en jafnframt ótrúverðug markmið yfir þann fjölda mála sem stóð til að afgreiða. Öllum, nema kannski ríkisstjórninni sjálfri, var ljóst að ekki yrði hægt að uppfylla sett markmið án þess að slá verulega af kröfum um gæði í lagasetningu. Segja má að frumvarp atvinnuvegaráðherra um stórhækkun á veiðigjaldi sé skýrasta birtingarmynd þessa fyrirséða flumbrugangs. Frumvarpið, sem gengur út á að hækka skatta á sjávarútvegsfyrirtæki um 70-80% í einu vettvangi, er vanbúið og skortir allt áhrifamat. Fullyrðingar stjórnarliða, án rökstuðnings, um að skattahækkun sem þessi komi ekki til með að hafa nein áhrif á fyrirtækin og hvað þá sveitarfélög vítt og breytt um landið duga skammt og standast enga skoðun. Umsagnir sjávarútvegssveitarfélaga eru óyggjandi vitnisburður þess. Ríkisstjórnin hefur hins vegar kosið að virða réttmætar áhyggjur þeirra og annarra hagaðila að vettugi. Auð auki voru vinnubrögð atvinnuvegaráðherra við gerð frumvarpsins ekki í samræmi við verklagsreglur stjórnarráðsins. Frumvarpið var ekki kynnt með þeim hætti sem almennt er krafist, ekki var unnið formlegt áformaskjal og samráð við hagsmunaaðila í samráðsgátt stóð aðeins yfir í örfáa daga. Með öðrum orðum, frumvarpið er fjarri því að uppfylla þær lágmarkskröfur sem gerðar eru til vandaðrar og faglegrar lagasetningar. Þá var frumvarpið lagt fyrir Alþingis eftir 1. apríl, en samkvæmt 35. grein þingskapa skal ekki ræða frumvörp eftir þann tíma nema með sérstakri heimild. Sú regla er ekki formsatriði eitt heldur sett með það í huga að tryggja vandaða og tímalega málsmeðferð fyrir þinginu. En það er ekki eitt, það er allt. Í frumvarpi ráðherrans voru gerð mistök við útreikning og umfang skattahækkunarinnar stórlega vanmetið. Leiðrétting á þeim mistökum kom ekki fyrir tilstilli ráðherrans sjálfs heldur eftir ítrekaðar ábendingar minnihlutans sem kallaði eftir gögnum og mótmælti auðsýnilegum rangfærslum sem finna mátti í frumvarpinu. Þrátt fyrir þessar veigamiklu uppgötvanir var eðlilegum beiðnum minnihlutans um gestakomur fyrir atvinnuveganefnd í tengslum við vinnslu málsins hafnað. Þetta eru með öllu ótæk vinnubrögð að hálfu meirihlutans. Að ofangreindu má vera ljóst að frumvarp atvinnuvegaráðherra um hækkun veiðigjalda sem lagt var fyrir Alþingi er óvandað, lagt fram án viðhlítandi samráðs og byggt á röngum forsendum. Þingleg meðferð málsins hefur heldur ekki verið upp á marga fiska en slegið hefur verið af kröfum um faglega og málefnalega umræðu fyrir nefnd, að því er virðist, í þágu aukins afgreiðsluhraða. Engu að síður býsnast stjórnarmeirihlutinn yfir því að minnihlutinn sinni lögbundinni skyldu sinni, krefjist þess að málið sé skoðað til hlítar, bendi á rangfærslur og fari fram á eðlilega málsmeðferð fyrir þinginu. Það þarf engan að unda að þingmönnum stjórnarandstöðunnar hugnist ekki að gerast samsekir með lélegum vinnubrögðum meirihlutans, heldur renni blóðið til skyldunnar og standi vörð um fagleg vinnubrögð og málefnalega umræðu um þýðingarmikil mál. Alþingi er ekki og hefur aldrei verið stimpilpúði ríkisstjórnarinnar. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bryndís Haraldsdóttir Mest lesið Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Stingum af Einar Guðnason Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrsti þingvetur ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur hefur verið skrautlegur, svo vægt sé til orða tekið. Ríkisstjórnin setti sér háleit en jafnframt ótrúverðug markmið yfir þann fjölda mála sem stóð til að afgreiða. Öllum, nema kannski ríkisstjórninni sjálfri, var ljóst að ekki yrði hægt að uppfylla sett markmið án þess að slá verulega af kröfum um gæði í lagasetningu. Segja má að frumvarp atvinnuvegaráðherra um stórhækkun á veiðigjaldi sé skýrasta birtingarmynd þessa fyrirséða flumbrugangs. Frumvarpið, sem gengur út á að hækka skatta á sjávarútvegsfyrirtæki um 70-80% í einu vettvangi, er vanbúið og skortir allt áhrifamat. Fullyrðingar stjórnarliða, án rökstuðnings, um að skattahækkun sem þessi komi ekki til með að hafa nein áhrif á fyrirtækin og hvað þá sveitarfélög vítt og breytt um landið duga skammt og standast enga skoðun. Umsagnir sjávarútvegssveitarfélaga eru óyggjandi vitnisburður þess. Ríkisstjórnin hefur hins vegar kosið að virða réttmætar áhyggjur þeirra og annarra hagaðila að vettugi. Auð auki voru vinnubrögð atvinnuvegaráðherra við gerð frumvarpsins ekki í samræmi við verklagsreglur stjórnarráðsins. Frumvarpið var ekki kynnt með þeim hætti sem almennt er krafist, ekki var unnið formlegt áformaskjal og samráð við hagsmunaaðila í samráðsgátt stóð aðeins yfir í örfáa daga. Með öðrum orðum, frumvarpið er fjarri því að uppfylla þær lágmarkskröfur sem gerðar eru til vandaðrar og faglegrar lagasetningar. Þá var frumvarpið lagt fyrir Alþingis eftir 1. apríl, en samkvæmt 35. grein þingskapa skal ekki ræða frumvörp eftir þann tíma nema með sérstakri heimild. Sú regla er ekki formsatriði eitt heldur sett með það í huga að tryggja vandaða og tímalega málsmeðferð fyrir þinginu. En það er ekki eitt, það er allt. Í frumvarpi ráðherrans voru gerð mistök við útreikning og umfang skattahækkunarinnar stórlega vanmetið. Leiðrétting á þeim mistökum kom ekki fyrir tilstilli ráðherrans sjálfs heldur eftir ítrekaðar ábendingar minnihlutans sem kallaði eftir gögnum og mótmælti auðsýnilegum rangfærslum sem finna mátti í frumvarpinu. Þrátt fyrir þessar veigamiklu uppgötvanir var eðlilegum beiðnum minnihlutans um gestakomur fyrir atvinnuveganefnd í tengslum við vinnslu málsins hafnað. Þetta eru með öllu ótæk vinnubrögð að hálfu meirihlutans. Að ofangreindu má vera ljóst að frumvarp atvinnuvegaráðherra um hækkun veiðigjalda sem lagt var fyrir Alþingi er óvandað, lagt fram án viðhlítandi samráðs og byggt á röngum forsendum. Þingleg meðferð málsins hefur heldur ekki verið upp á marga fiska en slegið hefur verið af kröfum um faglega og málefnalega umræðu fyrir nefnd, að því er virðist, í þágu aukins afgreiðsluhraða. Engu að síður býsnast stjórnarmeirihlutinn yfir því að minnihlutinn sinni lögbundinni skyldu sinni, krefjist þess að málið sé skoðað til hlítar, bendi á rangfærslur og fari fram á eðlilega málsmeðferð fyrir þinginu. Það þarf engan að unda að þingmönnum stjórnarandstöðunnar hugnist ekki að gerast samsekir með lélegum vinnubrögðum meirihlutans, heldur renni blóðið til skyldunnar og standi vörð um fagleg vinnubrögð og málefnalega umræðu um þýðingarmikil mál. Alþingi er ekki og hefur aldrei verið stimpilpúði ríkisstjórnarinnar. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun