Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar 8. júlí 2025 12:30 Þegar stóriðja á Íslandi var byggð upp í lok sjöunda áratugarins var það vegna samninga um hagstætt raforkuverð. Með samningum um raforkusölu til álversins í Straumsvík var Búrfellsvirkjun byggð upp og þar með var lagður grunnur að mikilvægu raforkuöryggi þjóðarinnar til lengri tíma. Raforkukerfið var fyrir þann tíma veikburða og muna margir þeirra sem eldri eru eftir tíðu rafmagnsleysi ef álag á kerfið fór yfir tiltekin mörk. Blómlegur iðnaður skaut rótum sínum í landinu og hefur síðan skapað þúsundir verðmætra starfa. Þarna var lagður grunnurinn að Landsvirkjun, sem í kjölfarið varð nægilega burðug til þess að byggja upp frekari innviði kerfisins. Með tilkomu álveranna á Íslandi varð Landsvirkjun eitt verðmætasta fyrirtæki þjóðarinnar og stendur svo styrkum fótum í dag að hún getur greitt þjóðinni ríkulegan arð af þeirri auðlind sem býr í fallvötnum, jarðhita og nú síðast, í vindinum. Íslendingar hafa staðið í þeirri trú að raforka til álframleiðslu á Íslandi sé ódýr, en á þeim tíma sem liðið hefur frá því að fyrsta álverið á Íslandi var ræst hefur verð á raforku hækkað og mest þessi síðustu ár. Í nýrri skýrslu sem unnin var fyrir umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra kemur fram að raforkuverð hefur hækkað verulega undanfarin misseri sem má rekja m.a. til umframeftirspurnar eftir raforku vegna nýrra notanda og er fullyrt í skýrslunni að aukinn kostnaður sé til þess fallinn að hafa áhrif á alþjóðlega samkeppnishæfni stórnotenda. Ísland er eitt örfárra ríkja í Evrópu sem niðurgreiðir ekki raforku til stóriðju, en nær öll ríki Evrópu leggja iðnaði til einhvers konar ríkisstuðning. Fram til þessa hafa samkeppnishæfir raforkusamningar verið grundvöllur veru álveranna á Íslandi, en aðrir rekstrarþættir hafa löngum verið mun þyngri hérlendis en í flestum öðrum ríkjum heimsins. Staðsetning landsins frá mörkuðum gerir kostnað við aðföng háan en kostnaður við vöruflutning til og frá landinu er mikill. Reykjavík er næst dýrasta borg í Evrópu og þar með segir það sig sjálft að allur almennur kostnaður við rekstur álveranna er hár í alþjóðlegum samanburði. Orkusækinn iðnaður er önnur stærsta útflutningsgrein þjóðarinnar og þar með ein af grunnstoðum íslensks efnahagslífs. Álverin eru þar fyrirferðamest, skapa verðmæt og sérhæfð störf og byggja þúsundir Íslendinga framfærslu sína á störfum við álverin. Álverin greiða hátt verð fyrir raforkuna sem skilar sér enn fremur í verulegum arðgreiðslum í ríkissjóð, það er rentan sem þjóðin fær af auðlindinni. Í ár greiddi Landsvirkjun 25 milljarða arð í ríkissjóð og samanlagt 90 milljarða vegna rekstraráranna 2021 til 2024. Þetta getur Landsvirkjun gert fyrst og fremst vegna þeirrar uppbyggingar sem hefur átt sér stað með samningum um raforkusölu til álveranna og standa raforkukaup álveranna þannig að mestu leyti undir þessum arðgreiðslum. Verð á raforku til stóriðju á Íslandi verður að vera nægilega hátt til þess að þjóðin njóti ávinnings af auðlindinni en um leið verður það að vera samkeppnishæft svo álverin á Íslandi sjái hér áfram rekstrargrundvöll í samkeppni við önnur ríki. Höfundur er framkvæmdastjóri Samáls. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðríður Eldey Arnardóttir Landsvirkjun Stóriðja Mest lesið Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Sjá meira
Þegar stóriðja á Íslandi var byggð upp í lok sjöunda áratugarins var það vegna samninga um hagstætt raforkuverð. Með samningum um raforkusölu til álversins í Straumsvík var Búrfellsvirkjun byggð upp og þar með var lagður grunnur að mikilvægu raforkuöryggi þjóðarinnar til lengri tíma. Raforkukerfið var fyrir þann tíma veikburða og muna margir þeirra sem eldri eru eftir tíðu rafmagnsleysi ef álag á kerfið fór yfir tiltekin mörk. Blómlegur iðnaður skaut rótum sínum í landinu og hefur síðan skapað þúsundir verðmætra starfa. Þarna var lagður grunnurinn að Landsvirkjun, sem í kjölfarið varð nægilega burðug til þess að byggja upp frekari innviði kerfisins. Með tilkomu álveranna á Íslandi varð Landsvirkjun eitt verðmætasta fyrirtæki þjóðarinnar og stendur svo styrkum fótum í dag að hún getur greitt þjóðinni ríkulegan arð af þeirri auðlind sem býr í fallvötnum, jarðhita og nú síðast, í vindinum. Íslendingar hafa staðið í þeirri trú að raforka til álframleiðslu á Íslandi sé ódýr, en á þeim tíma sem liðið hefur frá því að fyrsta álverið á Íslandi var ræst hefur verð á raforku hækkað og mest þessi síðustu ár. Í nýrri skýrslu sem unnin var fyrir umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra kemur fram að raforkuverð hefur hækkað verulega undanfarin misseri sem má rekja m.a. til umframeftirspurnar eftir raforku vegna nýrra notanda og er fullyrt í skýrslunni að aukinn kostnaður sé til þess fallinn að hafa áhrif á alþjóðlega samkeppnishæfni stórnotenda. Ísland er eitt örfárra ríkja í Evrópu sem niðurgreiðir ekki raforku til stóriðju, en nær öll ríki Evrópu leggja iðnaði til einhvers konar ríkisstuðning. Fram til þessa hafa samkeppnishæfir raforkusamningar verið grundvöllur veru álveranna á Íslandi, en aðrir rekstrarþættir hafa löngum verið mun þyngri hérlendis en í flestum öðrum ríkjum heimsins. Staðsetning landsins frá mörkuðum gerir kostnað við aðföng háan en kostnaður við vöruflutning til og frá landinu er mikill. Reykjavík er næst dýrasta borg í Evrópu og þar með segir það sig sjálft að allur almennur kostnaður við rekstur álveranna er hár í alþjóðlegum samanburði. Orkusækinn iðnaður er önnur stærsta útflutningsgrein þjóðarinnar og þar með ein af grunnstoðum íslensks efnahagslífs. Álverin eru þar fyrirferðamest, skapa verðmæt og sérhæfð störf og byggja þúsundir Íslendinga framfærslu sína á störfum við álverin. Álverin greiða hátt verð fyrir raforkuna sem skilar sér enn fremur í verulegum arðgreiðslum í ríkissjóð, það er rentan sem þjóðin fær af auðlindinni. Í ár greiddi Landsvirkjun 25 milljarða arð í ríkissjóð og samanlagt 90 milljarða vegna rekstraráranna 2021 til 2024. Þetta getur Landsvirkjun gert fyrst og fremst vegna þeirrar uppbyggingar sem hefur átt sér stað með samningum um raforkusölu til álveranna og standa raforkukaup álveranna þannig að mestu leyti undir þessum arðgreiðslum. Verð á raforku til stóriðju á Íslandi verður að vera nægilega hátt til þess að þjóðin njóti ávinnings af auðlindinni en um leið verður það að vera samkeppnishæft svo álverin á Íslandi sjái hér áfram rekstrargrundvöll í samkeppni við önnur ríki. Höfundur er framkvæmdastjóri Samáls.
Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar
Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun