Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar 8. júlí 2025 17:03 Úr ræðustól Alþingis heyrast oft og iðulega þessa dagana upphrópanir um 26 sveitarfélög. Gjarnan í þeim stíl að talað er í hástöfum um þessi TUTTUGU OG SEX SVEITARFÉLÖG. Þessu er svo gjarnan fylgt eftir með upptalning á téðum sveitarfélögum. Af málþófi minnihlutans má skilja að margt sé enn órætt í veiðigjaldaumræðunni. Samt kjósa stjórnarandstæðingar að hanga nær eingöngu í sömu ræðunum þar sem lesið er upp úr sömu umsögnunum. Aftur og aftur og aftur. Í hvert sinn sem upptalningin á sveitarfélögunum byrjar, sperri ég eyrun. Bíð eftir að heyra minnst á mitt sveitarfélag, Múlaþing. Þetta geri ég ekki vegna þess að mér finnist svo merkilegt að heyra minnst á sveitarfélagið mitt, heldur vegna þess að þetta stingur mig í hvert einasta skipti. Ég veit nefnilega að í Múlaþingi eru engar af þeim útgerðum sem greiða nær allt veiðigjaldið. Ég veit líka að málið er þannig vaxið að afslátturinn sem skrifaður er inn í frumvarpið gagnast vel þeim fáu útgerðum sem eftir eru í sveitarfélaginu. Hagsmunagæslan er víða Í málefnasamningi Framsóknar- og Sjálfstæðisflokksins í sveitarstjórn Múlaþings kemur fram að flokkarnir ætli að beita sér fyrir bættum samgöngum og almennt stuðla að góðum innviðum. Það skýtur því skökku við að setja sig upp á móti máli sem hefur það beinlínis að markmiði að byggja upp innviði um land allt. Í umsögn meirihluta byggðaráðs Múlaþings er talað á almennan máta um þá vankanta sem minnihluti Alþingis og samtök sjávarútvegssveitarfélaga hafa bent á. Þar skortir tilfinnanlega hnitmiðaða gagnrýni þar sem bein áhrif á sveitarfélagið eru dregin fram. Málið er að áhrifin á sveitarfélagið verða lítil sem engin, nema þá helst í formi nauðsynlegra og löngu tímabærra innviðauppbyggingar. Það kemur manni því spánskt fyrir sjónir að sjá meirihlutann setja sig upp á móti því. Sama meirihluta og gerði málefnasamning um að stuðla að einmitt þessu. Sveitarfélagið notar meðal annars skýrslu sem KPMG gerði fyrir samtök sjávarútvegssveitarfélaga sem rök í umsögn sinni. Greinagerðin er keypt af sveitarfélögunum og ber þess merki. Á fyrstu síðunni hefur KPMG meira að segja gert mikinn fyrirvara við niðurstöðu skýrslunnar. Þá talar sveitarfélagið um skort á greiningarvinnu fyrir frumvarpið í umsögn sinni þó staðreyndin sé sú að aldrei hafa verið lögð fram eins ítarleg gögn og gerðar eins mikilar greiningar við breytingar á lögum um veiðigjöld. Grímulaus hagsmunagæsla meirihluta sveitarstjórnar Múlaþings blasir við manni þegar umsögnin er lesin. Minnihluti í meirihluta Þegar málin eru skoðuð frekar ætti þetta kannski ekki að koma neinum á óvart því þeir flokkar sem eru í minnihluta Alþingis og standa þessa dagana í maraþon málþófi gegn frumvarpinu eru einmitt í meirihluta í langflestum þeirra sveitarfélaga sem sendu inn neikvæða umsögn. Það á einnig við í Múlaþingi. Þar stendur meirihluti sveitarstjórnar vörð um baráttumál minnihluta Alþingis þrátt fyrir að það fari þvert gegn hagsmunum nærsamfélags þeirra. Samfélagsins sem þau ættu að vera að vinna fyrir þegar þau sitja í sveitastjórn. En svona getur þetta orðið þegar fólk telur það heilaga skyldu sína að verja ákveðna hagsmuni. Við sjáum það vel í þinginu, þar sem þessir sömu einstaklingar hafa nú slegið Íslandsmet í málþófi. Þessir sömu einstaklingar væru vanhæfir vegna beinna hagsmunatengsla ef sömu reglur giltu á Alþingi og í sveitastjórnum. Raunveruleg áhrif á Múlaþing Ég hitti íbúa frá Djúpavogi á dögunum sem sagði: ,,Þið gefið ykkur EKKI með þetta mál, veiðigjöldin ERU nefnilega byggðamál!“ Skilaboðin frá samfélaginu eru skýr og íbúar sjá í gegnum rykið sem verið er að þyrla upp. Minnihluti Múlaþings sendi einnig inn umsögn um málið. Þar er komist nokkuð vel að kjarna málsins: ,,... Við beinum því jafnframt til ríkisstjórnarinnar að fjármagnið sem með þessu fæst verði sett í innviðauppbyggingu á landsbyggðinni enda koma gjöldin að mestu leyti frá fyrirtækjum á landsbyggðinni..... beinir hagsmunir Múlaþings í þessu máli eru litlir þar sem áhrif á þá sjávarútvegsstarfsemi sem eftir er innan sveitarfélagsins eru lítil. Má deila um hvort Múlaþing þyrfti yfir höfuð að skila inn umsögn. Þar sem stórútgerðin hefur ítrekað rústað sjávarútvegsstarfsemi í sjávarplássum Múlaþings er erfitt að sjá hvata sveitarfélagsins til þess að leggjast gegn því að sama útgerðin greiði sanngjarnt gjald til innviðauppbyggingar landsins. Það hljómar eins og pólitískur forarpyttur.“ Stjórnaraðstaðan á Alþingi vitnar af einhverjum ástæðum aldrei í þessa umsögn. Innan sveitarfélaganna eiga veiðigjöldin ekki að snúast um hagsmuni fárra heldur almannahag og þegar öllu er á botninn hvolft þá snýst þetta mál um takmarkaða auðlind sem er í sameign þjóðarinnar. Fyrir afnot af henni á að greiða réttlátt gjald. Höfundur er sitjandi varaþingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðreisn Breytingar á veiðigjöldum Alþingi Múlaþing Mest lesið Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Leiguþak er líka gott fyrir fasteignakaupendur! Guðmundur Hrafn Arngrímsson,Yngvi Ómar Sighvatsson Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Úr ræðustól Alþingis heyrast oft og iðulega þessa dagana upphrópanir um 26 sveitarfélög. Gjarnan í þeim stíl að talað er í hástöfum um þessi TUTTUGU OG SEX SVEITARFÉLÖG. Þessu er svo gjarnan fylgt eftir með upptalning á téðum sveitarfélögum. Af málþófi minnihlutans má skilja að margt sé enn órætt í veiðigjaldaumræðunni. Samt kjósa stjórnarandstæðingar að hanga nær eingöngu í sömu ræðunum þar sem lesið er upp úr sömu umsögnunum. Aftur og aftur og aftur. Í hvert sinn sem upptalningin á sveitarfélögunum byrjar, sperri ég eyrun. Bíð eftir að heyra minnst á mitt sveitarfélag, Múlaþing. Þetta geri ég ekki vegna þess að mér finnist svo merkilegt að heyra minnst á sveitarfélagið mitt, heldur vegna þess að þetta stingur mig í hvert einasta skipti. Ég veit nefnilega að í Múlaþingi eru engar af þeim útgerðum sem greiða nær allt veiðigjaldið. Ég veit líka að málið er þannig vaxið að afslátturinn sem skrifaður er inn í frumvarpið gagnast vel þeim fáu útgerðum sem eftir eru í sveitarfélaginu. Hagsmunagæslan er víða Í málefnasamningi Framsóknar- og Sjálfstæðisflokksins í sveitarstjórn Múlaþings kemur fram að flokkarnir ætli að beita sér fyrir bættum samgöngum og almennt stuðla að góðum innviðum. Það skýtur því skökku við að setja sig upp á móti máli sem hefur það beinlínis að markmiði að byggja upp innviði um land allt. Í umsögn meirihluta byggðaráðs Múlaþings er talað á almennan máta um þá vankanta sem minnihluti Alþingis og samtök sjávarútvegssveitarfélaga hafa bent á. Þar skortir tilfinnanlega hnitmiðaða gagnrýni þar sem bein áhrif á sveitarfélagið eru dregin fram. Málið er að áhrifin á sveitarfélagið verða lítil sem engin, nema þá helst í formi nauðsynlegra og löngu tímabærra innviðauppbyggingar. Það kemur manni því spánskt fyrir sjónir að sjá meirihlutann setja sig upp á móti því. Sama meirihluta og gerði málefnasamning um að stuðla að einmitt þessu. Sveitarfélagið notar meðal annars skýrslu sem KPMG gerði fyrir samtök sjávarútvegssveitarfélaga sem rök í umsögn sinni. Greinagerðin er keypt af sveitarfélögunum og ber þess merki. Á fyrstu síðunni hefur KPMG meira að segja gert mikinn fyrirvara við niðurstöðu skýrslunnar. Þá talar sveitarfélagið um skort á greiningarvinnu fyrir frumvarpið í umsögn sinni þó staðreyndin sé sú að aldrei hafa verið lögð fram eins ítarleg gögn og gerðar eins mikilar greiningar við breytingar á lögum um veiðigjöld. Grímulaus hagsmunagæsla meirihluta sveitarstjórnar Múlaþings blasir við manni þegar umsögnin er lesin. Minnihluti í meirihluta Þegar málin eru skoðuð frekar ætti þetta kannski ekki að koma neinum á óvart því þeir flokkar sem eru í minnihluta Alþingis og standa þessa dagana í maraþon málþófi gegn frumvarpinu eru einmitt í meirihluta í langflestum þeirra sveitarfélaga sem sendu inn neikvæða umsögn. Það á einnig við í Múlaþingi. Þar stendur meirihluti sveitarstjórnar vörð um baráttumál minnihluta Alþingis þrátt fyrir að það fari þvert gegn hagsmunum nærsamfélags þeirra. Samfélagsins sem þau ættu að vera að vinna fyrir þegar þau sitja í sveitastjórn. En svona getur þetta orðið þegar fólk telur það heilaga skyldu sína að verja ákveðna hagsmuni. Við sjáum það vel í þinginu, þar sem þessir sömu einstaklingar hafa nú slegið Íslandsmet í málþófi. Þessir sömu einstaklingar væru vanhæfir vegna beinna hagsmunatengsla ef sömu reglur giltu á Alþingi og í sveitastjórnum. Raunveruleg áhrif á Múlaþing Ég hitti íbúa frá Djúpavogi á dögunum sem sagði: ,,Þið gefið ykkur EKKI með þetta mál, veiðigjöldin ERU nefnilega byggðamál!“ Skilaboðin frá samfélaginu eru skýr og íbúar sjá í gegnum rykið sem verið er að þyrla upp. Minnihluti Múlaþings sendi einnig inn umsögn um málið. Þar er komist nokkuð vel að kjarna málsins: ,,... Við beinum því jafnframt til ríkisstjórnarinnar að fjármagnið sem með þessu fæst verði sett í innviðauppbyggingu á landsbyggðinni enda koma gjöldin að mestu leyti frá fyrirtækjum á landsbyggðinni..... beinir hagsmunir Múlaþings í þessu máli eru litlir þar sem áhrif á þá sjávarútvegsstarfsemi sem eftir er innan sveitarfélagsins eru lítil. Má deila um hvort Múlaþing þyrfti yfir höfuð að skila inn umsögn. Þar sem stórútgerðin hefur ítrekað rústað sjávarútvegsstarfsemi í sjávarplássum Múlaþings er erfitt að sjá hvata sveitarfélagsins til þess að leggjast gegn því að sama útgerðin greiði sanngjarnt gjald til innviðauppbyggingar landsins. Það hljómar eins og pólitískur forarpyttur.“ Stjórnaraðstaðan á Alþingi vitnar af einhverjum ástæðum aldrei í þessa umsögn. Innan sveitarfélaganna eiga veiðigjöldin ekki að snúast um hagsmuni fárra heldur almannahag og þegar öllu er á botninn hvolft þá snýst þetta mál um takmarkaða auðlind sem er í sameign þjóðarinnar. Fyrir afnot af henni á að greiða réttlátt gjald. Höfundur er sitjandi varaþingmaður Viðreisnar.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Leiguþak er líka gott fyrir fasteignakaupendur! Guðmundur Hrafn Arngrímsson,Yngvi Ómar Sighvatsson Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Leiguþak er líka gott fyrir fasteignakaupendur! Guðmundur Hrafn Arngrímsson,Yngvi Ómar Sighvatsson Skoðun