Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar 8. júlí 2025 17:03 Úr ræðustól Alþingis heyrast oft og iðulega þessa dagana upphrópanir um 26 sveitarfélög. Gjarnan í þeim stíl að talað er í hástöfum um þessi TUTTUGU OG SEX SVEITARFÉLÖG. Þessu er svo gjarnan fylgt eftir með upptalning á téðum sveitarfélögum. Af málþófi minnihlutans má skilja að margt sé enn órætt í veiðigjaldaumræðunni. Samt kjósa stjórnarandstæðingar að hanga nær eingöngu í sömu ræðunum þar sem lesið er upp úr sömu umsögnunum. Aftur og aftur og aftur. Í hvert sinn sem upptalningin á sveitarfélögunum byrjar, sperri ég eyrun. Bíð eftir að heyra minnst á mitt sveitarfélag, Múlaþing. Þetta geri ég ekki vegna þess að mér finnist svo merkilegt að heyra minnst á sveitarfélagið mitt, heldur vegna þess að þetta stingur mig í hvert einasta skipti. Ég veit nefnilega að í Múlaþingi eru engar af þeim útgerðum sem greiða nær allt veiðigjaldið. Ég veit líka að málið er þannig vaxið að afslátturinn sem skrifaður er inn í frumvarpið gagnast vel þeim fáu útgerðum sem eftir eru í sveitarfélaginu. Hagsmunagæslan er víða Í málefnasamningi Framsóknar- og Sjálfstæðisflokksins í sveitarstjórn Múlaþings kemur fram að flokkarnir ætli að beita sér fyrir bættum samgöngum og almennt stuðla að góðum innviðum. Það skýtur því skökku við að setja sig upp á móti máli sem hefur það beinlínis að markmiði að byggja upp innviði um land allt. Í umsögn meirihluta byggðaráðs Múlaþings er talað á almennan máta um þá vankanta sem minnihluti Alþingis og samtök sjávarútvegssveitarfélaga hafa bent á. Þar skortir tilfinnanlega hnitmiðaða gagnrýni þar sem bein áhrif á sveitarfélagið eru dregin fram. Málið er að áhrifin á sveitarfélagið verða lítil sem engin, nema þá helst í formi nauðsynlegra og löngu tímabærra innviðauppbyggingar. Það kemur manni því spánskt fyrir sjónir að sjá meirihlutann setja sig upp á móti því. Sama meirihluta og gerði málefnasamning um að stuðla að einmitt þessu. Sveitarfélagið notar meðal annars skýrslu sem KPMG gerði fyrir samtök sjávarútvegssveitarfélaga sem rök í umsögn sinni. Greinagerðin er keypt af sveitarfélögunum og ber þess merki. Á fyrstu síðunni hefur KPMG meira að segja gert mikinn fyrirvara við niðurstöðu skýrslunnar. Þá talar sveitarfélagið um skort á greiningarvinnu fyrir frumvarpið í umsögn sinni þó staðreyndin sé sú að aldrei hafa verið lögð fram eins ítarleg gögn og gerðar eins mikilar greiningar við breytingar á lögum um veiðigjöld. Grímulaus hagsmunagæsla meirihluta sveitarstjórnar Múlaþings blasir við manni þegar umsögnin er lesin. Minnihluti í meirihluta Þegar málin eru skoðuð frekar ætti þetta kannski ekki að koma neinum á óvart því þeir flokkar sem eru í minnihluta Alþingis og standa þessa dagana í maraþon málþófi gegn frumvarpinu eru einmitt í meirihluta í langflestum þeirra sveitarfélaga sem sendu inn neikvæða umsögn. Það á einnig við í Múlaþingi. Þar stendur meirihluti sveitarstjórnar vörð um baráttumál minnihluta Alþingis þrátt fyrir að það fari þvert gegn hagsmunum nærsamfélags þeirra. Samfélagsins sem þau ættu að vera að vinna fyrir þegar þau sitja í sveitastjórn. En svona getur þetta orðið þegar fólk telur það heilaga skyldu sína að verja ákveðna hagsmuni. Við sjáum það vel í þinginu, þar sem þessir sömu einstaklingar hafa nú slegið Íslandsmet í málþófi. Þessir sömu einstaklingar væru vanhæfir vegna beinna hagsmunatengsla ef sömu reglur giltu á Alþingi og í sveitastjórnum. Raunveruleg áhrif á Múlaþing Ég hitti íbúa frá Djúpavogi á dögunum sem sagði: ,,Þið gefið ykkur EKKI með þetta mál, veiðigjöldin ERU nefnilega byggðamál!“ Skilaboðin frá samfélaginu eru skýr og íbúar sjá í gegnum rykið sem verið er að þyrla upp. Minnihluti Múlaþings sendi einnig inn umsögn um málið. Þar er komist nokkuð vel að kjarna málsins: ,,... Við beinum því jafnframt til ríkisstjórnarinnar að fjármagnið sem með þessu fæst verði sett í innviðauppbyggingu á landsbyggðinni enda koma gjöldin að mestu leyti frá fyrirtækjum á landsbyggðinni..... beinir hagsmunir Múlaþings í þessu máli eru litlir þar sem áhrif á þá sjávarútvegsstarfsemi sem eftir er innan sveitarfélagsins eru lítil. Má deila um hvort Múlaþing þyrfti yfir höfuð að skila inn umsögn. Þar sem stórútgerðin hefur ítrekað rústað sjávarútvegsstarfsemi í sjávarplássum Múlaþings er erfitt að sjá hvata sveitarfélagsins til þess að leggjast gegn því að sama útgerðin greiði sanngjarnt gjald til innviðauppbyggingar landsins. Það hljómar eins og pólitískur forarpyttur.“ Stjórnaraðstaðan á Alþingi vitnar af einhverjum ástæðum aldrei í þessa umsögn. Innan sveitarfélaganna eiga veiðigjöldin ekki að snúast um hagsmuni fárra heldur almannahag og þegar öllu er á botninn hvolft þá snýst þetta mál um takmarkaða auðlind sem er í sameign þjóðarinnar. Fyrir afnot af henni á að greiða réttlátt gjald. Höfundur er sitjandi varaþingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðreisn Breytingar á veiðigjöldum Alþingi Múlaþing Mest lesið Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Sjá meira
Úr ræðustól Alþingis heyrast oft og iðulega þessa dagana upphrópanir um 26 sveitarfélög. Gjarnan í þeim stíl að talað er í hástöfum um þessi TUTTUGU OG SEX SVEITARFÉLÖG. Þessu er svo gjarnan fylgt eftir með upptalning á téðum sveitarfélögum. Af málþófi minnihlutans má skilja að margt sé enn órætt í veiðigjaldaumræðunni. Samt kjósa stjórnarandstæðingar að hanga nær eingöngu í sömu ræðunum þar sem lesið er upp úr sömu umsögnunum. Aftur og aftur og aftur. Í hvert sinn sem upptalningin á sveitarfélögunum byrjar, sperri ég eyrun. Bíð eftir að heyra minnst á mitt sveitarfélag, Múlaþing. Þetta geri ég ekki vegna þess að mér finnist svo merkilegt að heyra minnst á sveitarfélagið mitt, heldur vegna þess að þetta stingur mig í hvert einasta skipti. Ég veit nefnilega að í Múlaþingi eru engar af þeim útgerðum sem greiða nær allt veiðigjaldið. Ég veit líka að málið er þannig vaxið að afslátturinn sem skrifaður er inn í frumvarpið gagnast vel þeim fáu útgerðum sem eftir eru í sveitarfélaginu. Hagsmunagæslan er víða Í málefnasamningi Framsóknar- og Sjálfstæðisflokksins í sveitarstjórn Múlaþings kemur fram að flokkarnir ætli að beita sér fyrir bættum samgöngum og almennt stuðla að góðum innviðum. Það skýtur því skökku við að setja sig upp á móti máli sem hefur það beinlínis að markmiði að byggja upp innviði um land allt. Í umsögn meirihluta byggðaráðs Múlaþings er talað á almennan máta um þá vankanta sem minnihluti Alþingis og samtök sjávarútvegssveitarfélaga hafa bent á. Þar skortir tilfinnanlega hnitmiðaða gagnrýni þar sem bein áhrif á sveitarfélagið eru dregin fram. Málið er að áhrifin á sveitarfélagið verða lítil sem engin, nema þá helst í formi nauðsynlegra og löngu tímabærra innviðauppbyggingar. Það kemur manni því spánskt fyrir sjónir að sjá meirihlutann setja sig upp á móti því. Sama meirihluta og gerði málefnasamning um að stuðla að einmitt þessu. Sveitarfélagið notar meðal annars skýrslu sem KPMG gerði fyrir samtök sjávarútvegssveitarfélaga sem rök í umsögn sinni. Greinagerðin er keypt af sveitarfélögunum og ber þess merki. Á fyrstu síðunni hefur KPMG meira að segja gert mikinn fyrirvara við niðurstöðu skýrslunnar. Þá talar sveitarfélagið um skort á greiningarvinnu fyrir frumvarpið í umsögn sinni þó staðreyndin sé sú að aldrei hafa verið lögð fram eins ítarleg gögn og gerðar eins mikilar greiningar við breytingar á lögum um veiðigjöld. Grímulaus hagsmunagæsla meirihluta sveitarstjórnar Múlaþings blasir við manni þegar umsögnin er lesin. Minnihluti í meirihluta Þegar málin eru skoðuð frekar ætti þetta kannski ekki að koma neinum á óvart því þeir flokkar sem eru í minnihluta Alþingis og standa þessa dagana í maraþon málþófi gegn frumvarpinu eru einmitt í meirihluta í langflestum þeirra sveitarfélaga sem sendu inn neikvæða umsögn. Það á einnig við í Múlaþingi. Þar stendur meirihluti sveitarstjórnar vörð um baráttumál minnihluta Alþingis þrátt fyrir að það fari þvert gegn hagsmunum nærsamfélags þeirra. Samfélagsins sem þau ættu að vera að vinna fyrir þegar þau sitja í sveitastjórn. En svona getur þetta orðið þegar fólk telur það heilaga skyldu sína að verja ákveðna hagsmuni. Við sjáum það vel í þinginu, þar sem þessir sömu einstaklingar hafa nú slegið Íslandsmet í málþófi. Þessir sömu einstaklingar væru vanhæfir vegna beinna hagsmunatengsla ef sömu reglur giltu á Alþingi og í sveitastjórnum. Raunveruleg áhrif á Múlaþing Ég hitti íbúa frá Djúpavogi á dögunum sem sagði: ,,Þið gefið ykkur EKKI með þetta mál, veiðigjöldin ERU nefnilega byggðamál!“ Skilaboðin frá samfélaginu eru skýr og íbúar sjá í gegnum rykið sem verið er að þyrla upp. Minnihluti Múlaþings sendi einnig inn umsögn um málið. Þar er komist nokkuð vel að kjarna málsins: ,,... Við beinum því jafnframt til ríkisstjórnarinnar að fjármagnið sem með þessu fæst verði sett í innviðauppbyggingu á landsbyggðinni enda koma gjöldin að mestu leyti frá fyrirtækjum á landsbyggðinni..... beinir hagsmunir Múlaþings í þessu máli eru litlir þar sem áhrif á þá sjávarútvegsstarfsemi sem eftir er innan sveitarfélagsins eru lítil. Má deila um hvort Múlaþing þyrfti yfir höfuð að skila inn umsögn. Þar sem stórútgerðin hefur ítrekað rústað sjávarútvegsstarfsemi í sjávarplássum Múlaþings er erfitt að sjá hvata sveitarfélagsins til þess að leggjast gegn því að sama útgerðin greiði sanngjarnt gjald til innviðauppbyggingar landsins. Það hljómar eins og pólitískur forarpyttur.“ Stjórnaraðstaðan á Alþingi vitnar af einhverjum ástæðum aldrei í þessa umsögn. Innan sveitarfélaganna eiga veiðigjöldin ekki að snúast um hagsmuni fárra heldur almannahag og þegar öllu er á botninn hvolft þá snýst þetta mál um takmarkaða auðlind sem er í sameign þjóðarinnar. Fyrir afnot af henni á að greiða réttlátt gjald. Höfundur er sitjandi varaþingmaður Viðreisnar.
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar